Metnaðarfull stefna gegn borgurunum

Reykjavik hverfi Wikipedia

Oft heyrist í fulltrúum Samfylkingar og Besta flokksins að stefnan í ýmsum málum sé „metnaðarfull“. Nú kemur svo í ljós hvert sá metnaður stefnir; þjónustan er í lágmarki en ídealisminn er á fullu. Fækka bílum og bílastæðum, sleppa því að salta stíga og flestar götur, rukka og skattleggja að óþörfu. Metnaður þessarra kosnu fulltrúa endar því með að snúast gegn þeim meginþorra íbúanna sem vilja flæðandi samgöngur og að óþægindi eða hætta sé lágmörkuð.

Vinir mínir tala núna um að vonandi komi fram úthverfaframboð, sem einbeiti sér að þjónustu við alla Reykvíkinga, ekki bara hálf- skandinavísku kaffihúsafólki í miðbænum. Það yrði áhugavert, svo ekki sé dýpra í árinni tekið.


mbl.is Reykjavíkurborg fær falleinkunn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband