Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum?

Reykjavik hverfi

Verð íbúða er hvað hæst nálægt miðbænum, en núverandi borgarstjórnarmeirihluti vill að borgin borgi félagslegar íbúðir á þessum dýrustu svæðum, í stað þess að hámarka sameiginlegan arð okkar af svæðinu og nýta lausar íbúðir á öðrum svæðum með aðstoð til þeirra sem eru hjálpar þurfi.

Hvaða vit er í því að byggja félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum? Það eykur álag á skattgreiðendur í borginni og minnkar líkur á því að þiggjendur félagslegrar þjónustu fái fullnægjandi aðstoð.

Kjósum ekki þessi nýju skipulagsslys yfir okkur. Munum þetta í lok næsta mánaðar. 


mbl.is Slegist um góðar íbúðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Hvað vilt þú gera ?  Moka öryrkjunum og aumingjunum uppá Kjalarnes þar sem þeir eru ekki að þvælast fyrir þér ?

Félagslega þjónustan er langmest í miðbænum, því er eðlilegt að þeir sem þurfi á henni að halda búi þar.

Óskar, 4.4.2014 kl. 12:40

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Þetta er nú ekki rétt hjá þér, Óskar. Skoðaðu kortið af hverfum borgarinnar og gerðu ráð fyrir því að þau sem þurfa á aðstoð að halda komi jafnt úr öllum hverfum. Þá sést hve undarlegt það er að byggja upp félagslegar íbúðir á meðal rándýrra hótela, útlendinga og skemmti- iðnaðar á þröngum bletti í 101 Reykjavík, þar sem níu af 10 efstu frambjóðendum meirihlutaflokkanna í borgarstjórn búa.

Ívar Pálsson, 4.4.2014 kl. 14:52

3 identicon

Þeir eru kannski að halda það að Reykvíkangar lærðu af mistökum sínum þegar þeir ákváðu að gera nákvæmlega það sem þú ert að taka um Ívar í efra breiðholti með löngu vitleysuni og hinum fella blokkunum.

Finnst einhverjum það hafa verið góð hugmynd?

Betra að dreyfa þessu þannig að það myndist ekki gegnum heil fátækra hverfi með þeim vandamálum sem þeim fylgir.

Elfar Aðalsteinn Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.4.2014 kl. 13:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband