Þögli meirihlutinn útskúfast

Tengsl manna og hopa

Segja má fámennum ESB-aðdáendahópnum til hróss, að samskipta- og miðlunar- hæfileikar eru þar nýttir af afli, hvort sem það er í fjölmennum samtökum með skammstafanir  eða á Facebook, í fjölmiðlum, bloggum og með hópmætingum á fundi. Nú eða þá með fimm manna skrifstofu með hundraða milljóna króna stuðning.  En yfirgnæfandi fjölmennur meirihlutinn líður fyrir þessa færni, þar sem skoðanir þeirra komast ekki tilhlýðilega á framfæri í hlutfalli við fljótið á móti, sem ber þá okkur öll að fossinum neðar.

Allt vitlaust 

Þetta heilkenni hefur einkennt síðust árin, sérstaklega þar sem helstu fjölmiðlar eru handgengir þessum sérhagsmunahópi. Þegar stjórnvöld ætla síðan að framkvæma það sem þessi þögli meirihluti kaus þau til að gera, þá verður allt vitlaust í gargandi ESB- bjarginu, jafnvel svo að stjórninni fatast flugið.

Talsmenn flokksins? 

Áhrifa ESB- hópsins gætir víða á þennan hátt. Nú síðast hjá Sjálfstæðisflokknum, á aðalfundi um daginn í Málfundafélaginu Óðni í Valhöll, sem er opinn vettvangur umræðu í flokknum um þjóðmálin. Augsýnilega tókst hópnum að smala á fundinn til þess að ná 74 manns á móti 65, þannig að skipt var um formann og lista fólks með honum. Nú má þá búast við því að umræðan snúist þessum ESB- armi í vil, þar sem svo virðist vera sem Sjálfstæðisflokkurinn tali, en það á þá ekki frekar við en að Ólafur Arnarson, Þorsteinn Pálsson, Benedikt Jóhannesson, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir eða Gísli Marteinn Baldursson hafi verið nýlega eða séu sérstakir talsmenn Sjálfstæðisflokksins.

Borgin líka 

Því miður eru borgarmálin líka með þessum annmörkum, en þar ætti kannski ekki að tala um ESB- hópinn beinlínis, heldur „fylgispektar- hópinn“, sem  hallast að flestu því sem upp vellur hjá ríkjandi SamBesta BF- meirihluta, sérstaklega með skipulagsmálin. Þögla meirihluta almennings finnst að standa ætti vörð um trausta þætti borgarlífsins, hvort sem það sé flugvöllurinn eða sjálfsákvörðunarréttur um það hvernig maður ver tíma sínum, til einskis í bið og stressi eða í friði með fjölskylduna um borgina.

Lögum lýðræðishallann 

Löngu tímabært er að þessi lýðræðishalli verði lagfærður. Fólk mætir ekki á fundi núorðið, enda er þeim gert það illfært nema að verja hálfum degi til þess. Ísland er eitt tölvu- nettengdasta land heims. Dreifa ber lykilorðum til fólks svo að skoðanakannanir, kosningar eða álit hvers og eins komist á framfæri. Þar er átt við ríki og borg, stjórnmálafélög  eða hvers kyns samtök. Vonandi verður framkvæmdin þó ekki eins og með gerfilýðræði borgarinnar í smáframkvæmdum, eins og leiðari Mbl. og fleiri hafa nefnt.

Ábyrgð hinna yngri 

En líklegast heldur þögli meirihlutinn áfram að vera þögull, svo sem eldri kynslóðin. Því er óskandi að hinir yngri kannist við ábyrgð sína, hugsi líka um hina eldri og flýti ekki för okkar allra að feigðarósi, heldur hjálpast að með okkur öllum að ná almennilegu landi, Íslandi.


mbl.is Afstaðan til ESB alltaf verið skýr
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband