Vinstri græn gegn einkabílnum

Dali timinn

Yfirlýstum bílfjendum fjölgar fyrir kosningarnar, en Vinstri græn vilja gera allt fyrir börn nema að setja þau í barnabílstól og ferja þau af öryggi í skóla eða annað sem þarf. Ástæðan er víst kolefnislosun, en þá gleymist ein vísinda- staðreyndin frá nýjustu skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna, að engu breytir í áratugi hvað gert er núna vegna tímatafar í gegn um djúphöfin og færibands hafsraumanna. Raunar eru það hundruð ára ef við ætlum að kæla heiminn. Auk þess myndi hitastig í heiminum ekki breytast við það að allir Íslendingar legðu einkabílnum sínum, það liggur fyrir.

Vinstri græn vilja því pína okkur sem flest til þess að láta sem við búum í Hollandi og förum allt á hjóli eða í strætó, höfum ótakmarkaðan tíma í samgöngur í stað þess að nýta hann t.d. með börnunum við skapandi athafnir. 

Tugþúsundir borgarbúa sem ekki eru í 101 vita því hvernig næstu ár verða ef VG er kosið í borgarstjórn.


mbl.is Vinstri græn munu hugsa um börnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband