Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag

Adalskipulag Bilferdir mv markmid

Hverfaskipulagstillögur Dags & Co. áttu að renna smurt í gegn um upplýsingalaust kerfið, en þegar borgarbúar fóru að gera sér grein fyrir þessum ósköpum og áþján, sem birtist í MBL og m.a. á þessu bloggi, þá gátu þeir ekki annað en mótmælt, hvar í flokki sem þeir standa. Þó eru enn til kjósendur Samfylkingar, sem benda á að þetta séu „bara drög að tillögum“. Öðru nær, feiknamikil og dýr vinna hefur farið í þessi útfærðu plön, sem byggja á nokkrum kolröngum grundvallar- forsendum: 

Flugvöllurinn fari burt. Umferðarplön, húsbyggingar, skólamál, verslanir, ofl. miða við flugvöllinn allan burt.

Bílum verði fækkað, bílaumferð heft og bílastæði fjarlægð. Hverjir vilja missa bílana sína? Hvaða verslunareigendur vilja að engin bílastæði verði eftir nálægt staðnum þeirra? Stærstu umferðaræðar verða þrengdar niður. Umferðarteppur og riflildi yrðu daglegt brauð.

Byggt verði á bílastæðum í grónum hverfum. Þegar er byrjað í Gamla Vesturbæ gegn vilja íbúanna. Hjarðarhagi er líka rakið dæmi. Byggingar ganga á eignarrétt og forsendum fyrir íbúðakaupum víða.

Réttur íbúanna í „úthverfum“ er hundsaður, líka nágrannasveitarfélög. Sjálfmiðaðar þarfir póstnúmera 101 og 107 eru ríkjandi. Samgöngur skipta miklu. Uppbygging ætti að dreifast á allar byggðir, ekki í rótgrónu svæðin.

Tilgangurinn er aðallega vegna kolefnislosunar heimsins, ekki fyrir íbúana sjálfa. Að öðru leyti vegna loftgæða, sem bæta mætti t.d. með betri götuþrifum, sem eru arfaslök. Kolefnislosun þessarra samgangna er svo sáralítil að engu tali tekur, t.d. miðað við mínútur af Grímsvatnagosinu 2011, eða þá vegna þeirrar niðurstöðu SÞ að breyting tæki nokkur hundruð ár.

Vinstri meirihlutinn í borginn og fylgjendur hans sáu að það væri pólitískur dauðadómur að keyra þessa hörmung í gegn eins og þau gerðu með Aðalskipulag Reykjavíkur í nóvember í fyrra, en það hefur heldur ekki verið kynnt almennilega. 

Samráð er ekki til 

Fólk VERÐUR að kynna sér þessi mál fyrir kosningar, því að verið er að hafa veruleg neikvæð áhrif á lífsmynstur þess. Samráð er ekki til, heldur gerfilýðræði andskotans.

Sjáið myndaalbúmin hér með teikningum úr hverfaskipulaginu. 

PS: blog.is á í einhverjum vandræðum með myndir úr Vesturbæjar- skipulaginu ofl. Hér koma þær:

https://picasaweb.google.com/107972936124078389294/SkipulagstillogurReykjavik?authuser=0&feat=directlink

Hægt er að hlaða niður hverri mynd hjá sér (og stækka hana síðan þar) þegar horft er á hana, þá fellivalmynd „Actions“ og þar niður í „Download photo“.

 


mbl.is Hverfisskipulagið fellt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnhildur Kolka

Þú hefur staðið þessa vakt með prýði. Hafðu þökk fyrir.

Ragnhildur Kolka, 3.5.2014 kl. 12:35

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Ragnhildur. Maður velur daga fólksins til birtingar leyndar- ósómans: Icesave á 17. júní (2009) og Hverfis- skipulagið 1. maí!

En samþykktu Aðalskipulags- tillögurnar eru enn eftir óbirtar og lítt ræddar. Það þarf að gerast fyrir kosningar,svo að fólk viti hvað það kýs yfir sig með þessum meirihluta í borginni.

Ívar Pálsson, 3.5.2014 kl. 15:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband