Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar

NOAA Water Cycle

Enn eitt ruglið í Hverfisskipulags- tillögum Dags & Co er það að telja vatnssöfnun húseigenda góða hugmynd:„6.1.5.2 Vatnsnotkun: Hverfisskipulag leggur áherslu á að vatn er auðlind sem þarf að fara vel með. Draga má úr vatnsnotkun með söfnun og hreinsun yfirborðsvatns ef þess gerist þörf. Þetta yrði þá staðbundið fyrir hvert hús. Einnig skilar fræðsla um minni sóun miklu“.

Við Reykvíkingar sem göngum að nægu af tandurhreinu borholuvatni úr vatnsrörum eigum semsagt að fara að safna að okkur regnvatni og mynda pestarvaldandi bakteríu- skordýrapolla, svo að allt sé sem líkast milljónaborgum suður í heimi. Við eigum að fikta við þetta heimavið. Svo gleymist að einn hressilegur rigningarskúr jafnast á við árssöfnun allra íbúanna. 

Þetta passar vel við Heimshitunarfólkið, sem vill að við kælum heiminn með reiðhjólaakstri. 

 


mbl.is Moskítóflugur hreiðra um sig í Bretlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já Ívar það er látið eins og við séum að kafna úr mannmergð, þessi vatnssöfnun er eitthvað sem við Íslendingar eigum langt í land með að gera vegna þess að við höfum nóg enda ekki nema rúmlega 320,000 manns hér á landi en ekki 32000,000 eins og halda mætti að Borgarstjórn gangi út frá...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 22.5.2014 kl. 08:27

2 Smámynd: Einar Steinsson

Sumar þjóðir þurfa að fara sparlega með vatn og aðrar ekki. Íslendingar eru meðal þeirra heppnu hvað það varðar og þurfa lítið að spá í vatnsnotkun. Í grundvallaratriðum er allt vatn á Íslandi rignigarvatn sem er að streyma til sjávar og það skiptir engu máli fyrir lífríkið þó að það hafi viðkomu í krönum landsmann á þeirri leið.

Einar Steinsson, 25.5.2014 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband