Veitum Degi aðhald

Adalskipulag Hvernig ferd

Dagur B. Eggertsson flýgur hátt, með Samfylkingu og Bjarta framtíð í eftirdragi. Ef honum er ekki veitt aðhald í kosningunum á morgun, er nær öruggt að hann telji sig hafa fullt og óskorað umboð til þeirra þvingunaraðgerða í Reykjavík, sem hafa afgerandi áhrif á daglegt líf og fjárhagslega stöðu nær allra borgarbúa og nágrannabyggða.

Skattar og álögur á Reykvíkinga mega ekki aukast. Samgöngutruflanir í Aðalskipulagi Reykjavíkur í algeru tilgangsleysi ber að stöðva og þar ber flugvöllinn hæst. Það eru aðeins tveir valkostir til þess að veita Degi & Co. nægilegt aðhald í Reykjavík á morgun: Kjósa Framsókn og flugvallarvini eða Sjálfstæðisflokkinn. Annars verður Dagur óstöðvandi í langtíma- breytingum sínum á Reykjavík í fjögur erfið ár.

Hér eru textar úr Aðalskipulaginu til umhugsunar, feitletranir eru mínar. Athugið meginástæður breytinganna.

Vilji er til að víkja til hliðar hefðbundinni áherslu á skilvirkni og afkastagetu gatnakerfis fyrir einkabílinn en leggja í stað þess áherslu á vistvæna ferðamáta. Venjubundin nálgun um flokkað gatnakerfi og frítt flæði umferðar á stofnbrautum á ennfremur undir högg að sækja. Þessi viðhorfsbreyting stafar bæði af aukinni umhverfisvitund vegna hinna neikvæðu umhverfisáhrifa bílumferðar, og, ekki síður, af auknum áhuga á bættum borgarbrag og lífsstíl.

...hafa hjólreiðar aukist mjög í borginni á þessum tíma, úr 0,3% árið 2002 í 3,8% árið 2011. Um 12,4% borgarbúa sögðust hjóla allt árið um kring árið 2011, 48,6% hjóla aðeins hluta úr ári, líklega yfir sumarmánuðina, og 39% hjóla aldrei.  ...Íbúar í Vesturbæ, Miðbæ og Hlíðum eru mun líklegri til að fara fótgangandi eða á hjóli til vinnu eða skóla en íbúar í öðrum hverfum lengra frá atvinnukjörnum.

Hlutfall þeirra sem nota almenningssamgöngur hefur staðið í stað á tímabilinu, og eru um 4% ferða farnar með strætisvögnum. Um 14% íbúa á höfuðborgarsvæðinu nota strætisvagna tvisvar sinnum í viku eða oftar. Rúm 54% taka aldrei strætó.

Adal Ferd vinnu GbAlftanes

...Uppfylla kröfur til bílastæða fyrst og fremst við íbúðarhúsnæði, í öðru lagi við heimsóknir og í þriðja lagi við vinnustaði.

Mikilvægt er að stytta vegalengdir ef fjölga á hjólandi vegfarendum. Það verður fyrst og fremst gert með þéttingu byggðar. Í ferðavenjukönnunum kemur fram að reiðhjól eru mest notuð í hverfum vestan Kringlumýrarbrautar. Þetta bendir til þess að mikill þéttleiki byggðar þar og blöndun landnotkunar geri aðra ferðamáta en einkabílinn fýsilega.


mbl.is Mikill stuðningur við Dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

sammála, aðhald verður kallinn að fá

Kristbjörn Árnason, 30.5.2014 kl. 12:28

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Og sjálfur ertu gott aðhald þessum lánleysingjum í pólitík.

Verst að lesendur þínir eru ekki 1000 sinnum fleiri.

Jón Valur Jensson, 31.5.2014 kl. 01:52

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk. Lítil er kjörsóknin, enda valkostirnir blandaðir.

Ívar Pálsson, 31.5.2014 kl. 21:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband