Stöðugt ástand?

Gengið hefur nú gengið að nokkrum útflytjendum dauðum, en hver dagur af háu vöxtunum við bjargbrúnina skilar bönkunum svo miklum viðskiptum  og spekúlöntum  það háum dagvaxtatekjum að ekki er von á breytingu í bráð.

Nú hefur Landsbankinn víst sett Íslandsmet í því að vera með lágt skuldatryggingarálag. Veltum fyrir okkur stöðugleika ástandsins á bankamarkaðnum í dag í ljósi sögunnar á þessum línuritum.CDS Icelandic Banks Sveiflan er veruleg á einu ári, en þegar litið er yfir heiminn á nokkrum liðnum árum, þá sést alvöru sveifla. Að vísu hafa skuldatryggingarafleiður (CDS) þróast hratt síðustu ár, en áhættan af stórum sveiflum í hagkerfi Íslands og umheimsins virðist samt verulega vanmetin. 

Um leið og einhver stór krónubréf fást ekki framlengd, þá hækkar eflaust skuldatryggingarálagið á íslensku bankana og neikvæð keðjuverkun getur farið af stað.

Annað sem veldur áhyggjum er að á Íslandi, sem er með  eina hæstu hreinu skuldastöðu ríkja heims (Líbanon hærra?), þá er gjaldeyrisforðinn, sem var 34% eigna landsins árið 1995, einungis um 4% eignanna í dag. Ólíklegt er að þessi forði nægi til þess að verja krónuna af nokkru viti, enda eru upphæðirnar á móti í hundruðum milljarða króna.
CDS yfir timann

 Nú eru bankarnir loks farnir að tala um það sem raunhæfan möguleika að krónubréf á gjalddaga verði ekki  framlengd endalaust. Greiningardeildirnar vilja amk hafa minnst á skellinn þegar hann kemur.

Ástandið í dag er ekki jafnvægisástand. Boginn er fullspenntur og örin í skotstöðu upp í loftið. 

 

 

 


mbl.is Greining Glitnis spáir gengislækkun í haust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband