Þversögn vaxtarins

JordinFraHinniHlidinniBandaríkjamenn eru líklega að horfa á takmörkun hagvaxtar síns, ef sett eru almenn markmið um losun gróðurhúsalofttegunda í heiminum. Koltvísýringslosun ætti varla að vera til umræðu, þar sem hún er eðlilegur fylgifiskur framfara og mannfjölgunar. Takmörkun á mengandi efnum er sjálfsögð, en losun CO2 fer fram í náttúrunni (97%) og með starfsemi mannfólksins (3%) og verður ekki skilin frá vexti þjóðfélaga, er þannig samofin vextinum. Hér eru nokkrir samantektarpunktar á fyrri lengri greinum mínum:

  • Heiminum fjölgar um Ísland á einum og hálfum degi, langmest í þróunarríkjum.
  • Allir vilja eðlilega að öll börn heimsins nái að lifa og þroskast.
  • Betri heilbrigðisþjónusta er núna að bæta lífslíkur, en vatn og fæðu vantar til lífs.
  • Því meiri hagvöxtur þróunarríkja, því meiri verða líkur þar á lífi og betri lífsgæðum.
  • Kvóti á koltvísýringslosun takmarkar hagvöxt ríkjanna, sem eiga mest kol og gas.
  • Ef  Ísland leggur til takmarkanir, þá batna síður lífsgæði þróunarríkja.
  • Matvælaframleiðsla þessarra ríkja eykur losun gróðurhúsalofttegunda verulega (aðallega hrísgrjón, metangas). http://www.enn.com/globe.html?id=1617
  • Harðar aðgerðir kæla ekki loftslag jarðar fyrr en eftir mjög langan tíma (100-1000 ár), en hafa afgerandi neikvæð áhrif á líf fólks núna í þróunarríkjunum.
  • Tiltölulega reglulegir atburðir, ss. eldgos, sólgos, flóð, þurrkar og stríð gerbreyta niðurstöðum formúlanna. Sólin ræður líklega mestu um þetta allt hvort eð er.Solin med gosi
Besta aðstoð sem við getum veitt er við þróunarríkin (eða "vaxtarríkin") í orkumálum, helst á beinan hátt eins og með varmaorku í Kína, en líka á óbeinan hátt með því að gangast ekki fyrir takmörkunum á orkunotkun þeirra, þar sem sjálfsagt er að þau noti t.d. handhægu kolin sín eða öll samgöngutæki til hagvaxtar. Þá er óréttlátt að við á Vesturlöndum takmörkum losun okkar einhver ósköp, ef flest heimsbörn losa hjá sér á fullu. Enda munar nákvæmlega ekkert um það hvort Íslendingar breyti hegðun sinni um 10-50%, þegar við erum jafn vistvæn og raunin er, ásamt því að jafnmikill mannfjöldi bætist við jörðina á einum og hálfum degi. Okkur langar bara til að vera heiminum til fyrirmyndar á krúttlegan hátt.
mbl.is „Bandaríkin hafa annars konar markmið í umhverfismálum"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Þetta er alveg rétt hjá þér Ívar.

Hinsvegar ef menn vilja minka losun CO2 þá væri hægt að ryðja ofaní þá 30.000 km skurði sem gerðir voru á Íslandi í nafni landbúanaðar. Ræstun mýra veldur meiri losun CO2 á Íslandi en öll önnur mannana verk.

Nýlega sá ég að Bandaríkjamenn hafa verið að þurka upp óshólma Missishippi. Skyldi það vala álíka losun og þurkun mýra á Íslandi.

Gunnar Þórðarson, 6.6.2007 kl. 07:42

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Svo er nú vatnsgufan stærsta gróðurhúsalofttegundin hvað skyldum við geta gert í þvi.  Jarðeldsneyti verður upp urið eftir 50 ár svo vandinn leysist væntanlega af sjálfu sér. Hins vegar mun hagvöxturinn fjölga mannkyni áfram og við sem vorum einn milljarður árið 1860 verðum líkast til eitthvað yfir 12 milljarða eftir 50 ár.  Hvað skal gera í þeim vanda.  Þessi áróðursiðnaður er svolítið gagnsær og mun ekki breyta neinu hvað varðar þróun loftslags hér á jörðu. Það er sem er og verður, sem verður. Tough luck...

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2007 kl. 17:31

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Eins og þú bendir á Ívar, er vandi Jarðar mikil fjölgun mannfólks. Ég segi vandi Jarðar en ekki manna, því að við menn deilum Jörðinni með öðrum dýrum hennar og eigum ekki meiri rétt en þau. Vegna þeirrar aðstöðu sem við höfum öðlast, með vísinda-þekkingu og tækni-kunnáttu, ber okkur skylda til að hindra yfirgang einstakra tegunda. Sú tegund sem ógnar öllu lífi er maðurinn sjálfur.

Takið eftir að Kínverjar hafa gert virðingarverða tilraun til að stemma stigu við fjölgun hjá sér. Þeim hefur ekki tekist að áorka miklu og nú eru þeir að fara framúr öllum hvað varðar notkun á náttúruauðlindum. Þetta er eðlileg samkeppni í dýraríkinu, en það sem ekki er eðlilegt er sjálfseyðingar-hvöt margra Vesturlandamanna. Ef við beitum ekki því afli sem við höfum yfir að ráða til að halda forystu, munu snögg umskipti dynja yfir.

Að líkindum er orsakanna fyrir þessari þörf fyrir sjálfseyðingu að leita í umsvifamiklum ríkisrekstri á Vesturlöndum. Margar kynslóðir manna hafa vanist á að hafa all sitt á þurru, í skjóli ríkisstofnana. Fólk sem aldreigi hefur kynnst samkeppni, nema með áhorfi á íþróttir, er ekki líklegt til að skilja þróunar-lögmál náttúrunnar.

Loftur Altice Þorsteinsson, 10.6.2007 kl. 15:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband