Kókaínfundir og Ingibjörg Sólrún

Frétt BBC um kókaínfundi strandríkja Afríku, Senegal, Ghana, Guinea-Bissau og Sierra Leone lýsir því hvernig rammspillt sárfátæk Afríkuríki standa fyrir stórfelldu kókaínsmygli, "finna" Kokainstangirheilu tonnin af kókaíni en láta þau síðan hverfa úr geymslum sínum. Undarleg tilviljun að mannlaus bátur skyldi einmitt "finnast" á sama tíma og fundur Afríkusambandsríkja á sér stað, þannig að trúverðugleikinn eykst. AfrikaMeð þessum og fleiri Afríkuríkjum (þ.á.m. Nígeríu, Sómalíu og Súdan) fundar Ingibjörg Sólrún á okkar kostnað til þess að þau tryggi okkur sæti í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna. Hvílíkur herkostnaður!  Fyrst að borga þessa þarflausu ferð, en síðan að fórna næstefsta sæti okkar á lista minnst spilltu þjóða heims með því að semja við þær rammspilltustu um sæti okkar, sem gerir Ísland háð þessum dópspilltu kúgurum um atkvæði. Samfylkingarfólk ætti að ræða alvarlega við leiðtoga sinn, utanríkisráðherrann, um það hve glæsilega hún fer af stað í íslenska krossferð sína til réttlætis og jafnréttis með sannleikann að vopni.

 

Hér eru bráðgóðir tenglar um þetta mál:

Frétt BBC um stóra kókaínfundi strandríkja Afríku

http://news.bbc.co.uk/2/hi/africa/6254496.stm

Blogg Gústafs Níelssonar um ISG:

http://gustaf.blog.is/blog/gustaf/entry/249931/

Ingibjörg Sólrún á leiðtogafund Afríkusambandsins:

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1277190

Blogg, Haukur Nikulásson um ISG ferð:

http://haukurn.blog.is/blog/haukurn/entry/249869/

Blogg Gammsins um ISG ferð:

http://gammurinn.blog.is/blog/gammurinn/entry/249866/

Blogg Bryndísar Ísfoldar um ISG ferð:

http://bryndisisfold.blog.is/blog/bryndisisfold/entry/249827/

Frétt mbl.is um kókaínfundinn

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1277762


mbl.is „Draugaskúta“ með tonn af kókaíni um borð fannst við Afríkustrendur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir F Zoéga

Þetta er besta blogg sem ég hef lesið lengi,  Vonandi heldur þú þessu áfram!!!!

Geir F Zoéga, 2.7.2007 kl. 10:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband