Út úr Afríku!

Enn kemur sönnun þess að Ísland hefur ekkert að gera með að skipta sér af í Afríku. Mesta fé og orka Sameinuðu þjóðanna (SÞ) fer í Afríku og helst í gegn um Öryggisráðið. Friðargæsla Afríkuráðsins bregst í Súdan sem annars staðar, og þá ætlar SÞ að senda tugþúsundir manna til Darfur þess að skakka leikinn, en getur það ekki vegna þess að forseti Súdan, valdaræninginn, fjármagnar þjóðarmorð skæruliðasveitanna með olíupeningum, ásamt því að útþynnt orðalag SÞ lætur þær aldrei taka í gikkinn. 

Sagan hefur sýnt að vanmáttur SÞ í aðstæðum sem þessum er alger, t.d. í Rúanda og Sómalíu. Kvikmyndin "Shooting Dogs" (framleidd af BBC) sýnir þetta vel, þar sem sveitir SÞ gera nákvæmlega ekkert til þess að koma í veg fyrir þjóðarmorðin í Rúanda, sem enduðu með morðum á  800.000 manns. Sjáið endilega myndina "The Last King of Scotland" líka, "Blood Diamonds" og "Hotel Rwanda", sem veita allar innsýn í vandann.

Þetta er vígvöllurinn sem Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vill að við Íslendingar förum að berjast á, í Öryggisráðinu og með þróunaraðstoð. Hún virðist telja að peningar okkar og þekkingarmiðlun sem sáttasemjarar valdaræningja, hryðjuverkamanna og spillingarmeistara komi að gagni við að breyta ástandinu á erfiðustu stríðasvæðum heimsins, þar sem vígin hafa jafnvel gengið um aldir. En ég er í hinum hópnum, sem telur að 4-5 milljörðum á ári sé betur varið í beina aðstoð til þurfandi fólks á Íslandi eða annars staðar en í Afríku, af því að þar er ekki hægt að aðstoða neinn.


mbl.is Orðalag Darfur-ályktunar þynnt út
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Jón Steinar Ragnarsson, 25.7.2007 kl. 15:01

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Prakkari, Jón Steinar, ISG myndin er bráðskemmtileg. Hún segir allt, takk!

Ívar Pálsson, 25.7.2007 kl. 16:17

3 identicon

Vil benda á að "Blood Diamonds", "The Last King of Scotland" og "Hotel Rwanda" eru ekki heimildamyndir.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 20:53

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt, Hans, myndirnar sem ég nefndi eru ekki heimildarmyndir, heldur vel gerðar kvikmyndir byggðar á sönnum atburðum, enda vilja fæstir sjá heimildarmyndir af einhverjum hryllingi, heldur sögur sem gefa þeim innsýn í atburði. Nóg er til af nákvæmum, athyglisverðum staðreyndum og við ættum öll að kynna okkur þær betur til þess að vera viðræðuhæf um málefni Afríku, ef við ætlum að stunda fjáraustur þangað áfram.

PS: mörg góð blogg á síðunni þinni! 

Ívar Pálsson, 25.7.2007 kl. 23:37

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Brjálæðislegasta myndin um þetta efni er Ítalska heimildamyndin Africa Addio þar sem þessum óhugnaði og stjórnleysi er lýst frá fyrstu hendi.  Ég átti þessa mynd á tölvunni en glataði henni.  Það má þó finna hana á Bit Torrent.  Unglingarnir eru ekki í vandræðum með að hlaða niður svoleiðis myndum fyrir þá sem eru eldri og vitskertari í tölvumálum.

Eftir að hafa séð hana er ekki hægt að bera brigður á leiknar myndir um efnið, nema hvað þær gera lítið annað en að gefa hugmynd um hryllinginn.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.7.2007 kl. 13:34

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég reyni þá að nálgast þessa ítölsku mynd, Jón Steinar, en fyrst venjulega, því að mér er meinilla við að nota þetta ræningjaforrit Torrent, þó að tæknin bjóði upp á það. Amk. skipaði ég strákunum mínum forðum að hlaða aldrei niður íslensku efni, heldur kaupum við það, þar sem íslenskt listafólk ríður ekki feitum hesti frá plötu- eða kvikmyndasmíðum.

Enn aðrar Afríkumyndir eru t.d. "Black Hawk Down", mögnuð stríðsmynd sem sýnir að Kaninn átti ekki að þvælast til Sómalíu (eða Angóla?), en ég man bara að "Out of Africa" var góð og vel leikin. En "Casablanca" sýnir ekki Afríkulífið í dag, þótt hún sé snilld.

Það tala líka margir um reginmismun á Afríkulöndunum við Miðjarðarhafsströndina og öllum öðrum Afríkulöndum. Kannski einhver geti frætt okkur um það.

Ívar Pálsson, 26.7.2007 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband