Áhættuflótti heimsmarkaðar hefst fyrir alvöru

Í gær virðist svartagallsrausið mitt um heimsmarkaðinn loks fara að eiga sér einhverja stoð. Fjárfestar um heiminn forðast áhættuna sem var ríkjandi. Einu skuldabréfin sem seljast af viti er þau rammtryggðu. Skuldatryggingarálag (CDS) methækkaði um 12-20% á einum degi. Hlutabréfavísitölur lækkuðu verulega. 98% S&P 500 hlutabréfanna lækkuðu. Skuldsettar yfirtökur fyrirtækja leggjast nánast af, eða eiga sér stað með snarhækkuðum kostnaði.

Jenið gagnvart Bandaríkjadollar varð sterkara en það hefur verið í 3 mánuði, þar sem vaxtamunarviðskiptin (e. Carry Trade) eiga undir högg að sækja. Bandaríski húsnæðismarkaðurinn hægir meira á sér. Framvirkir samningar beinast helst að sölu hlutabréfa fjármálafyrirtækja. Bankar taka yfir skuldir ýmissa áhættusjóða. Markaðurinn var yfirgíraður.

Nú sígur þá gengi íslensku krónunnar (1% á dag) en Evra og Jen hressast eflaust mest, íslensk hlutabréf lækka (bankarnir mest?) og húsnæðisæðið hættir þegar lánin rjúka upp. Ætli Davíð hækki ekki bara stýrivexti, í ljósi sögunnar?

Ofangreint er m.a. byggt á meðfylgjandi greinum í gær, auk viðtala:

Yen May Extend Advances as Asian Investors Exit Carry Trades

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aNS2YYF8O5kg&refer=home

Global Stocks Drop; Investors Shun Risk as Credit Woes Worsen

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aY.ya4yKLk8E&refer=home

Corporate Bond Premiums Soar; Investors Shun Riskiest of Debt

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=as0GM5xaVxHc&refer=home

Global stocks hit by flight to safety

http://www.ft.com/cms/s/343fe40c-3bbe-11dc-8002-0000779fd2ac.html

 


mbl.is Gengi íslensku krónunnar veiktist um 1,44%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband