6% fall krónu er góð byrjun

Fall hlutabréfa og krónu er í samræmi við það sem búist var við (t.d. sbr. fyrri greinar mínar). Ekki er að búast við öðru en að þetta haldi áfram, þar sem leiðréttingar upp á mörg hundruð milljarða er þörf. Aukinn lánakostnaður og varfærni lánsfjármarkaðar á heimsvísu veldur því að nær sjálfvirk endurnýjun krónubréfa er líkast til útilokuð. Allir endursemja núna með gerólíkum og harðari skilmálum en áður, þegar peningar voru á útsölu, veðþörf var í sögulegu lágmarki og skuldatryggingar fengust fyrir slikk. Að auki hafa íslensku bankarnir verið framarlega í skuldsettum yfirtökum fyrir skjólstæðinga sína, en slík viðskipti verða ekki svipur hjá sjón næstu mánuði.

Innistæða fyrir 800 milljörðum?

Fyrirsögn bloggsins stingur kannski í augun, en fyrri styrking krónu var banastunga fyrir margan útflutninginn og átti ekki rétt á sér, enda fölsuð með 800 milljarða gúmmítékka á móti sér. Gömlu jálkarnir í Sviss hafa rétt fyrir sér: það verður að vera raunverulegt andvirði á bak við allar lántökurnar. Nú er innri endurskoðun hagkerfisins hafin, sem mun sýna að innihaldslýsingin á  umbúðunum var röng.  Einhverjir íslensku bankanna munu tæpast standast skoðun í kjölfarið.

Vaxtahækkun banka. En Seðlabankans?

Margítrekuð keðjuáhrif áhættuflótta fjárfesta eru hratt gengisssig, uppgreiðsla krónubréfa og vaxtamunarsamninga, ásamt auknum lánakostnaði banka og verðbólgu. Slíkt ætti að leiða til stýrivaxtahækkunar Seðlabanka, en nú er það ekki hægt, þar sem það hefur enga virkni, eða jafnvel gagnstæða virkni. Ef Davíð lækkar stýrivexti, sem hann á að gera, þá hraðast hrunadansinn, en illu er best aflokið. En munum það, að þótt þetta leiði til upptöku Evru, þá þurfum við ekki að fara inn í ESB batteríið.

Fyrri blogg fylgja hér. Langlokan "Fall Íslands" lýsir bakgrunni ástandsins (en þar fríaði ég að vísu Seðlabankann ábyrgð, sem var rangt).

Áhættuflótti heimsmarkaðar hefst fyrir alvöru

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/271726/

Bankadómínókubbar

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/266832/

Allir bankar ánægðir

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/255606/

Nóg komið af jenum?

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/249630/

Stöðugt ástand? 

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/221080/

Vextir lækka ekki

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/212149/

628 milljarðar. Bilun.

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/175941/

Enn of örlátt, segja Bretar

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/173588/

Augljóst hvert Moodys stefnir

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/165985/

Fall Íslands

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/139240/

Nýlegir tenglar um heimsmarkaðinn:

Treasuries Post Best Returns Since 2002 as Investors Shun Risk

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=ajUW65UGB1PQ&refer=home

Treasuries Rise on Flight From Risk Before Fed Meeting on Rates

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=axJc0CxhxciI&refer=home

U.S. Stocks Tumble a Third Week on Lending Crisis; Bear Falls

http://bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=asTKv.qncrXc&refer=home

U.S. Stocks Drop on Credit Woes; Bear Stearns Leads Banks Lower

http://bloomberg.com/apps/news?pid=20601010&sid=a7edDJlKEn8k&refer=news

Bear, Lehman, Merrill Trade as Junk, Derivatives Show (Update1)

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=newsarchive&sid=aKsqEJVi3TZc

U.S. Housing Is Among `Biggest Bubbles,' Rogers Says (Update3)

http://bloomberg.com/apps/news?pid=20601109&sid=a2Rnaf9tZJbA&refer=home


mbl.is Allir markaðir lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér strax í fyrirsögninni.

Þegar lengra dregur í lestrinum, sé ég, að ég þarf að gera þig að efnahagsráðgjafa mínum, Ívar!

Jón Valur Jensson, 5.8.2007 kl. 02:27

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þú ættir eiginlega að fá sjónvarpsþátt.  Menn eru þó líklegir til að hafna slíku, því sannleikurinn er of óþægilegur.  Betra að sökkva sér úr sögur úr lalalandi og láta sem maður heyri ekki.  Láta sig litlu skipta þótt rútan sé bremsulaus og bílstjórinn meðvitundarlaus...

Jón Steinar Ragnarsson, 6.8.2007 kl. 11:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband