Staðfest hvað stýrir krónunni

Glitnir banki birtir grein í Morgunkorni Glitnis 17/8/2007 um gegni krónunnar og annarra hávaxtamynta, þar sem ljóst þykir að krónan fylgir hinum nokkuð náið. Þar með er staðfest að gengi krónu stýrist aðallega af vaxtamunarviðskiptum, en síður af innlendri eftirspurn í klassískum skilningi, sem Seðlabankinn hefur aðallega farið eftir í verðbólgumarkmiðum sínum. Seðlabankinn eykur því skammtíma- krónueftirspurn með hækkuðum stýrivöxtum, eins og stöðugt fleiri hafa verið að benda á.

Málið er einfalt: ef Seðlabankinn  lækkar stýrivexti, þá minnkar heimseftirspurn eftir krónunni. Verðbólgumarkmiðin passa ekki lengur. Lækkum stýrivextina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Þetta samhengi stýrivaxta og gengis sem þú nefnir er áhyggjuefni. Ríkisstjórnir hafa tilhneigingu að vinna gegn þeim markmiðum sem seðlabönkum er falið að ná. Þannig eru miklar hálfopinberar framkvæmdir drifkraftur verðbólgu - Seðlabankanum ber að sporna við því og verður að hækka vexti en það er eina tæki hans. Hækkaðir vextir draga að erlent fjármagn. Bankarnir reyna að koma þessu út og hvetja til meir eyðslu. Eyðslan eykur þensluna og þar með þörf á stýrivaxtahækkunum. Það vissu allir sem þetta sáu - að það sem er kastað upp í loftið kemur aftur niður. Þá vinnur þessi spírall öfugt. Erlendir lánadrottnar draga að sér hendur. Minnkandi fjármagn dregur úr eftirspurn verðbólgan fer niður og hvað gerir þá Seðlabankinn. Hann lækkar stýrivexti sem þýðir enn meiri flótta peninga frá Íslandi. Áður fyrr hafði Seðlabankinn tök á því að breyta seðlamagni í umferð. Með plastinu er veltuhraði talnapeninga orðinn svo hraður að hinir prentuðu seðlar hafa minni áhrif. Ég óttast því dómínóáhrif.

Jón Sigurgeirsson , 18.8.2007 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband