Efnahagsmál af viti

Þau ykkar sem hafa áhuga á vitrænum samræðum um efnahagsmál ættu að fylgjast með þessu fólki á viðskiptasíðu malefnin.com, helst Jóhannesi Birni en einnig eru þar t.d. Salka, Gangleri, Vinni og Gordon Gekko. Gegnumgangandi umræðan um "Áhættusjóði á hálum ísi" finnst mér yfirleitt áhugaverðust, sérstaklega núna, þótt sumum þyki hún full- tæknileg. Eitt sinn var þar rætt um fáranlega villu í skrifum mínum, sem ég leiðrétti ekki fyrr en nokkru síðar þegar ég sá þá umræðu þarna. Vandamálið er það hve fáir koma með athugasemdir um þessi mál á Moggablogginu. Kannski er ég t.d. að vaða í villu og svíma um eitthvað sem vekur áhuga minn, en þau sem þekkja etv. betur láta mann bara reika um heiðarnar, án þess að leiða mann til byggða. Vonlaust er að fá bankafólk til athugasemda, enda eru þau í bransanum. Aftur á móti fékk einn góður Moggabloggari yfir 30 athugasemdir um ryksugu!

Ég hvet alla til þess að skoða efnahagsmál frá sem flestum sjónarhornum og koma með athugasemdir sínar á Moggablogginu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband