Meira af Matadorpeningum!

Seðlabankar heimsins keppast við að bæta nógu mörgum núllum fyrir aftan tölurnar á tölvum sínum til þess að verðbréfafyrirtæki heims geti haldið áfram að selja lífeyrissjóðum og öðrum fjárfestum loforð sem byggjast á engu, nema voninni um að tiltrú almennings á þessi ávísanakerfi haldi áfram örlítið lengur. Loksins þegar skynsemin grípur meirihluta fjárfesta og þeir yfirgefa áhættusöm keðjubréf í áttina til traustari eigna, þá ausa seðlabankarnir karamellum yfir allan markaðinn.

Flest fólk í viðskiptum hér á landi eru það tengt innbyrðis, með sameiginlega hagsmuni, að svona aðgerðir, hversu rangar sem þær geta verið, eru varðar út yfir gröf og dauða.


mbl.is Seðlabanki Evrópu setur 269 milljarða evra inn á lánamarkað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Neisko hvur fjárinn, starfsmenn seðlabankans hljóta bráðum að fá gigt í puttana af að pikka öll þessi aukanúll inn í tölvurnar.

 Þegar fjárfestar hætta að geta haldið í sér andanum á harða hlaupum þá gerist eitthvað, sennilega í stíl við því sem er lýst hérna. Við getum bara vonað að aðlögunin verði látin afskiptalaus svo hún geti tekið fljótt af.

"Should a monetary system give the illusion that the time preferences of consumers, as providers of property for production purposes, is smaller than it actually is, then the structure of production thus assembled in such a system is inherently in error. Whatever plans appear to be feasible during the early phase of a boom will, of necessity, eventually be revealed to be in error due to a lack of sufficient property. "

Geir Ágústsson, 11.9.2007 kl. 15:22

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ef ég hef skilið málið rétt, þá eru seðlanbankarnir að fjármagna kaup almennra banka og fjárfestingafélaga á hlutabréfum. Þetta er gert til að forða hruni á verði hlutabréfa, en hrunið er óumflýjanlegt.

Bezt væri að fá snögga lækkun, sem stæði þá stuttan tíma, því að verðbréfamarkaðir jafna sig fljótt aftur, svo framarlega sem ekki er gripið til óeðlilegra afskipta. Því miður hafa seðlabankar tilhneigingu til afskipta, sem lengja krepputíma og dýpka kreppulægðir.

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.9.2007 kl. 16:50

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Fjármagna og ekki fjármagna, því hið meinta fé sem seðlabankinn "leggur til" eða "setur" í bankakerfið er fé sem fyrst "verður til" þegar bankar "lána" það frá seðlabankanum (ef ég hef skilið þennan feluleik peningaprentunar rétt).

Bankar hafa svo þann ágæta kost að þurfa ekki að eiga allt það fé inn á bankabók sem þeir lána út ("fractional reserve banking"), sem lýsir sér t.d. í því að ef banki "lánar" 100 kr af seðlabankanum (sem "á" þá peninginn í formi skuldar), en þarf bara að hafa 10% útlánaðs fé inn á bankabók, þá verða í raun til 90 kr af fé sem hvergi var unnið fyrir.

Er er að vona að Ívar sé maður sem geti leiðrétt mig ef ég fer með rangt mál (sem ég fer sennilega með, en vonandi ekki of rangt!).     

Geir Ágústsson, 11.9.2007 kl. 20:23

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir athugasemdirnar, Geir og Loftur. Ég er sammála ykkur og leiðrétti engan í slíkum vangaveltum, Geir, því að til eru dýpri pælarar en ég í þessu. Mér finnst gaman að kynnast ólíkum viðhorfum og reyni að lesa sitthvað, en taka ekki endilega Master í þjóðhagfræði (ég er marketing maður). Þó hefur þessi áhugi manns sýnt mér að „réttu" fræðingarnir í þessu eru þeir sem taka inn áhrif ólíkustu þátta í þessa rammflóknu jöfnu. Þegar ég veðja framvirkt á gjaldmiðlana á móti krónu eins og nú þá brenglast óhlutlægnin aðeins (kannski vonin valdi því). Innsæið er betra þegar horft er á þetta utanað án stöðutöku.

Jóhannes Björn á www.vald.org er kominn aftur tvíelfdur og er með ágætis grein þar um þessi efni. Kíkið á það. En biblían mín síðustu árin í þessu er "Manias, Panics, and Crashes" eftir Charles P. Kindleberger. Svo náttúrulega Bloomberg, Financial Times, Guardian og Wall Street Journal.

En manni fallast hendur þegar seðlabankarnir rugla eðlilegt aðhald í peningaframboði! Rétt loftur, það lengir í hengingarólinni, en höggið er þá miklu harðara og öruggara þegar það kemur.

Ívar Pálsson, 11.9.2007 kl. 21:09

5 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Mikið er ég ósammála ykkur með þetta.  Ástæðan fyrir kreppunni miklu var einmitt að seðlabanki BNA greip ekki inn í tryggði peninga í umferð og fullvissaði sparifjáreigendur um að inneign þeirra væri örugg.  Hagfræði er kyndug skeppna og byggir mikið á tilfiningum sem valda harðhegðun. Það er algerlega nauðsynlegt að tryggja nægilegt fjármagn í umferð, en það þarf bara að vera nægjanlegt en ekki ofgnótt.  Það er einmitt það sem Davíð er að hugsa með stýrivöxtum.  Að tryggja nægjanlegt fjármagn í umferð en þó á réttu verði til að halda Íslendingum á mottunni.

Ekki þessa dómsdagsspár.  Það er engin ástæða til þess og ,,live is wonderful,,

Gunnar Þórðarson, 12.9.2007 kl. 14:45

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Gunnar, kappinn í "Life is Beautiful" myndinni  var  nú einmitt  skotinn þar!  Þetta eru ekki dómsdagsspár, heldur umræður um hegðun markaða. Alvöru eignir hverfa ekki í slíkum kringumstæðum, heildur skipta um hendur. En pappírseignir og tölvustafir geta horfið og eiga þá að gera það, ef eðlileg hegðun markaðar verður ofan á, án eilífðarinngripa.

Davíð og stýrivextirnir eru kostulegir. Ég veit ekki hver annar trúir því að eftirspurn eftir rándýrum vöxtum heima á Íslandi ráði stýrivaxtastiginu. Ný lán hafa aðallega verið erlend.  Eftirspurn heima myndi ekki rjúka upp við lækkun stýrivaxta t.d. um 1%, en heimseftirspurn eftir krónum myndi snarlækka, Það er hún sem ræður.

Ívar Pálsson, 12.9.2007 kl. 18:55

7 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Jæja Gunnar, hafa seðlabankastjórar lært svona mikið síðan í Kreppunni miklu ? Ég leyfi mér að segja að það sé hæpin fullyrðing. Uppgjafa stjórnmálamenn geta varla verið mjög hæfir seðlabankastjórar, eða hvað finnst þér ? Hins vegar eru fjárfestar örugglega miklu varkárari en áður.

Samkvæmt mínum heimildum stafaði Kreppan af skuldsettum fjárfestingum og ófullkomnum mörkuðum. Með öðrum orðum, fjárfestar trúðu á meiri hækkanir, eftir að raunhæfum toppi var náð. Sömu aðstæður ríkja núna. Ef markaðir falla ekki niður á raunhæft stig, heldur stíga áfram í hæstu hæðir, verður hrunið þeim mun meira og við upplifum kreppu.

Þú segir réttilega að:

Það er algerlega nauðsynlegt að tryggja nægilegt fjármagn í umferð, en það þarf bara að vera nægjanlegt en ekki ofgnótt.

Hefur þú raunverulega trú á, að seðlabankar hafi getu til að stýra "nægilegu fjármagni í umferð" ? Hættan er einmitt fólgin í seðlabankastjórum, sem halda að þeir séu snillingar í efnahagsmálum og kynda undir áframhaldandi væntingar hjá fjárfestum.

Markaðir sem sveiflast ört, sýna að fjárfestar eru á tánum og með því móti heldst "jafnvægi" til langs tíma litið. Hins vegar er þvingað "jafnvægi" stór hættulegt, enda gildir fullyrðingin: Stöðugleiki er dauði !

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.9.2007 kl. 11:07

8 Smámynd: Ívar Pálsson

Núna eru seðlabankastjórar heimsins einmitt farnir að deila sín á milli um þessi grundvallaratriði. England og Kanada leggjast á okkar sveif, "return to good old banking" eins og þeir orða það, þar sem áhættu ber að verðleggja sérstaklega,  en ESB, US Federal Reserve og Japan á hina, að það megi ekki taka áhættuna á því að lausafjárskortur eigi sér stað. Lausafjárdælan veldur því ella að óhófleg áhætta og lánastarfsemi er verðlaunuð.

Ívar Pálsson, 13.9.2007 kl. 16:24

9 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Mér verður mjög hugsað til viðnámsaðgerða ríkisstjórnarinnar, sem virðast hannaðar til að hindra atvinnuleysi meðal erlendra farandverkamanna á Vestfjörðum. Ætlar Seðlabankinn að þegja yfir þessu ? Ætlar verkalýðshreyfingin að þegja yfir þessu ? Var ekki nóg að gert með Héðinsfjarðargöngum ?

Mervyn Allister King seðlabankastjóri í Englandi virðist mér hafa "rétta" skoðun. Ekki að skera glæframennina niður úr snörunni. Tæma að minnsta kosti vasa þeirra áður.

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.9.2007 kl. 17:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband