Áhættuflóttinn heldur áfram, en þó!

Biðraðirnar við úttektir úr  Northern Rock bankanum hafa áhrif um allan heim, núna í Japan þar sem markaðir síga en Jenið styrkist þegar fjárfestar færa sig úr vaxtamunarverslun. Öryggi er hvergi að finna, nema kannski í gulli sem hefur rokið upp, en traustir bankar eins og Lloyds eru líklegir til þess að kaupa Northern Rock og aðrar fjármálastofnanir í lausafjárvandræðum. Nú munu matsfyrirtækin Moody's, Standard & Poor's og Fitch Ratings svara gagnrýni á sig með því að meta lausafjárstöðu skjólstæðinga sinna, en áður hafa þau helst metið líkur á greiðslufalli. Áhugavert verður að sjá hvernig íslensku bankarnir koma út úr lausafjármatinu. Skuldatryggingarálag þeirra hefur hækkað mjög mismikið, en þeir sem fá slæma útreið úr nýja lausafjármatinu munu eiga erfið jól.

En í dag lækkar krónan eflaust frekar, þar sem "carry trade" vaxtamunarviðskiptin með Jenin verða óvinsælli.  Verst er að nýjustu húsnæðislánin eru að mestu í erlendum gjaldeyri, þannig að þau snarhækka á slíkum dögum.     PS viðbót eftir hádegi:  Jenið veiktist aftur.  Velkominn  í  flöktið!CDS Islenskir Bankar


mbl.is Breskir bankar hækka verulega í verði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Einhverstaðar sá ég að Mógúllinn Morgan hafi einmitt komið af stað svona hvitti, sem skellti heimskreppu á til að geta stofnað og eignast federal reserve, sem nú er enn í eikaeign og selur hvern dollar með vöxtum. Var það ekki í heimildamyndinni Zeitgeist? Voru ekki Íslenskir bankar að væla um cashflow vandræði í síðustu viku líka?  Ætii maður að taka út 12.000 kallinn sinn?

Jón Steinar Ragnarsson, 18.9.2007 kl. 12:42

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Jón Steinar, ég fór að þínum ráðum og mætti á Landsbankafundinn með Greiningardeild. Mjög vel unnið og ekki reynt að selja allt með glassúr eins og yfirleitt er gert. Þó sjá þau Ísland koma betur út úr falli heldur en svartagalls- rausarar eins og ég, en mér finnst það vera aðallega af því að þau trúa ekki að vaxtamunarviðskiptin hætti allt í einu, sem mér finnst enn líklegt.

En mismunur á milli íslenskra banka á eflaust eftir að aukast, þannig að þú velur rétt fyrir 12000 kallinn þinn. En ætli þú finnir ekki einhverja skuld hjá þér sem borgar sig að borga upp með þeim ógnarpeningi?

Ívar Pálsson, 18.9.2007 kl. 13:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband