Stærstu kvótaþegar jarðar

Nýja kvótakvölin, kolefniskvótinn, sem umhverfissinnar skópu og héldu að myndi bjarga heiminum, veldur því núna að stærstu fyrirtæki jarðar vilja tryggja að þeir fái vel sinn skammt á Balí í Indónesíu snemma í desember 2007, þegar framtíð okkar verður ákveðin. Bandaríkin funda sérstaklega núna með ríkjum með mikla framleiðslu, en hvert fjölþjóðafyrirtæki fyrir sig vill tryggja sér góðan hluta af hverjum landskvóta þar sem starfsemi þeirra fer fram. Ferlið er löngu komið úr höndum draumórafólksins yfir í sali stórfyrirtækjanna, af því að þau verða að fylgja þessari firru sem kvótinn er.

Við getum enn forðað Íslandi frá þessum fjötrum á framtíðarvöxt okkar. Hvetjum stjórnvöld til þess að taka ekki þátt í kvótaskiptingunni og að segja okkur úr Kyoto samkomulaginu vegna sérstöðu Íslands sem er með raforkuframleiðslu yfir 99% með endurnýjanlegri orku, enda þurfum við ella fljótlega að kaupa loftkvóta af fyrrum mest mengandi ríkjum heims.

Aðrar fyrri greinar en í tenglunum að ofan:

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/203675/
Koltvísýringslosun er ekki kosningamál

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/312441/
Tíu Ís-lönd hurfu sl. ár

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/247433/
Grænland er of heitt!

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/259091/
Heimsvelgjan nær ekki suður úr

 


mbl.is Forstjóri Alcoa hvetur til aðgerða gegn loftslagsbreytingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Hræsnari dagsins er hér með kjörinn Hummer-aðdáandinn (og eigandi heils flota af slíkum bílum), Arnold Schwarzenegger, sem vill að hinn aumi almúgi svelti sig af orku á meðan hann keyrir hundrað kílómetrana á 40 lítrum.

http://canadianpress.google.com/article/ALeqM5j3ddg2VCFDAp2g_sVLxz3OA0YzDQ

Fast á hæla hans kemur stórhúsandinn, jeppaeigandinn og fjallaferðaunnandinn (væntanlega að hluta til á malbikuðum vegum Landsvirkjunar á hálendinu) Steingrímur J. Sigfússon.

Hin nýju aflátsbréf ætla að seljast vel. Kannski sagan muni með tíð og tíma segja sömu sögu af þeim og hinum eldri sem Páfagarður gaf út. 

Geir Ágústsson, 25.9.2007 kl. 19:48

2 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Öll kvótasetning skapar erfiðleika, um leið og hún kann að leysa einhvern vanda. Það sem er hroðalegt við kolefniskvótann er, að hann er búinn til um ímyndaðan vanda. Að auki vinnur hann gegn hagsmunum mannkyns og sérstaklega hagsmunum fátæks fólks, eins og Ívar getur réttilega um.

Kolefniskvótanum er ætlað að minnka magn CO2 í andrúminu, en lífríki Jarðar og þar með mannkyn þarf meira magn af lífsandanum CO2. Aukið magn CO2 í andrúminu, frá upphafi iðnbyltingar veldur því að uppskera á Jörðinni er mun meiri en ella væri og milljónir manna eiga þessari aukningu líf sitt að launa.

Loftur Altice Þorsteinsson, 25.9.2007 kl. 20:26

3 Smámynd: Geir Ágústsson

Loftur,

Orð þín minna mig á orð eins af æðstuprestum græningja-hreyfingarinnar, Íslandsvinarins Paul Watson:

"We need to radically and intelligently reduce human populations to fewer than one billion."

Kannski það sé ómeðvitað lokamarkmið þeirra sem vilja frekar telja fjölda CO2 sameinda í andrúmsloftinu en fjölda einstaklinga sem búa við sómasamleg lífskjör á Jörðinni? 

Geir Ágústsson, 25.9.2007 kl. 21:15

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þakka þér Geir fyrir að benda á ritgerð Pauls Watson. Flest sem hann ber á borð er RÉTT, að mínu mati. Eitt sem ég er EKKI SAMMÁLA, kemur fram í eftirfarandi málsgrein og er í samræmi við það sem ég nefndi í fyrri athugasemd:

We need to stop burning fossil fuels and utilize only wind, water, and solar power with all generation of power coming from individual or small community units like windmills, waterwheels, and solar panels.

Mannkyni er mikilvægt að losa þann lífsanda (CO2) sem bundinn er í iðrum Jarðar og gerir ekkert gagn. Þetta léttir á lífríkinu, en er ekki baggi, eins og Paul virðist halda. Flest annað sem hann segir um yfirgang og beinlínis morðæði mannkyns er sannanlega RÉTT.

Loftur Altice Þorsteinsson, 26.9.2007 kl. 09:11

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta er eins og farsi eftir Dario Fo...svei mér þá.

Jón Steinar Ragnarsson, 26.9.2007 kl. 22:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband