Skömmtunarárin og haftapólitíkin endurvakin

Nú eru nokkrir pólítíkusar komnir í feitt með úthlutun á kolefniskvóta, sem er stjórntæki úr villtustu draumum þeirra sem laumuðust í lykilaðstöðu í ríkisstjórninni. Loftið er orðið að takmörkuðum gæðum og  afturhvarfið til skömmtunaráranna er algert. Ísland fékk lítinn kvóta sem umhverfisráðherra takmarkar síðan frekar úthlutun á, þar sem einungis ríkjandi stórfyrirtæki fá 70-80% af því sem þau sóttu um en nægir ekki til eðlilegs vaxtar þeirra, á meðan aðrir nýir fá alls ekki neitt. Kvótamismunun nr.2 er því hafin að fullu, þar sem duttlungar umhverfisráðherra Thumall nidurog iðnaðarráðherra ráða því hvaða íslensk iðnaðarfyrirtæki þrífast og hver munu aldrei fá að verða til hér á landi. Umhverfisráðherra sagði áðan: "Þegar búið er að setja takmörkun á losunarheimildir, þá fá þær verðmæti og markaðsvirði og við eigum að stefna að því í framtíðinni að það verði svo". Haldið er eftir einhverjum kolefnislosunarkvóta til þess að halda völdunum. Hver fær hvað, snýr þumallinn upp eða niður?

Óréttlát samkeppnisaðstaða og hindrað aðgengi að markaði

lock chainÞá gengur það eftir sem ég spáði, að nokkur fyrirtæki sem voru til á réttum tíma fá þessi ímynduðu gæði frítt, án þess samt að fá nóg til eðlilegs vaxtar, en önnur sem ættu líka að verða hluti af framtíðarvexti Íslands, verða að kaupa sig inn á markaðinn, þar sem hin eru fyrir í ríkjandi stöðu. Samkeppnisstaða nýrra fyrirtækja á markaði er þannig vonlaus, því að þau sem fyrir eru, jafna út verðið á þeim litla kvóta sem þau kaupa rándýrt, með gjafakvótanum sem kostar ekkert og halda þannig kvótaverði óeðlilega háu, sem hindrar vöxt annarra.

Eina leiðin er út úr Kyoto, enda ráða 16 ríkin aðgerðum

Af hverju líðum við þetta? Fyrst og fremst á þetta kvótafyrirbæri ekki að vera til, enda þjónar það ekki hagsmunum Íslendinga, sem framleiða raforku á alhreinan endurnýjanlegan hátt. Úrsögn úr Kyoto- kvölinni er eina rétta svarið, Bundnar hendurenda er sá hópur ekki valdur að neinni losun af viti. Ríkin 16, sem Bandaríkjaforseti hóaði saman á fund núna, eru sögð ábyrg fyrir yfir 90% losunar gróðurhúsalofttegunda af mannavöldum. Þau munu ákveða sína leið núna, sem verður eðlilega ofan á, eins og í hlutafélagi þar sem innlausnarskylda hvílir á okkur peðunum. Hví í ósköpunum ættum við að takmarka vöxt okkar svona sjálfviljug í eymdina, á meðan stóru losunaraðilarnir gera eitthvað annað hvort eð er? Á að „axla ábyrgð" á gjörðum þeirra líka, eins og misindismanna Afríku eða hvers þeirra í veröldinni sem gerir eitthvað rangt? Nei, hugsum um samkeppnishæfi eigin þjóðar og gerum okkur grein fyrir því að við siglum skútunni inn í skerjagarðinn á þennan hátt. Úrsögnin verður að eiga sér stað fyrir 3. desember næstkomandi, því að á Balí- ráðstefnunni verða öll höftin greypt í stein. Síðan er enginn miskunn hjá Magnúsi.


mbl.is Fimm fyrirtæki fá losunarheimildir vegna gróðurhúsalofttegunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Frábær pistill hjá þér Ívar. Því miður er lítil von til að valdamenn Samfylkingar fari að ráðum þínum. Hver hefði trúað því fyrir einu ári eða svo, að Umhverfisráðuneytið væri orðið lang valdamesta ráðuneyti landsins ?

Ráðherra-ræðið, sem verið hefur ríkjandi skipulag í landinu frá 1944, gengur auðvitað ekki til frambúðar. Við munum eftir þvermóðskufullri hegðun utanríkis-ráðherra og nú birtist umhverfis-ráðherra með ennþá fáranlegri einleik.

Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að láta þetta ganga yfir sig ? Geir Haarde er einmitt þessa stundina að ræða við sína menn. Því miður er ekki mikilla tíðinda að vænta af þeim fundi og því sá ég ekki ástæðu til að mæta.

Loftur Altice Þorsteinsson, 29.9.2007 kl. 11:12

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Frábær pistill... takk!

Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.9.2007 kl. 12:49

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir. Ég var á þessum ágæta fundi með Geir H. Haarde forsætisráðherra núna í Valhöll, sem þú vitnar í, Loftur og ég hafði í huga sömu orð og þú, án þess að hafa séð þau fyrr en nú: „Ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að láta þetta ganga yfir sig ?“ Spurning mín til Geirs var um þetta efni og því miður sýnist mér þessi mál stefna í óefni, þ.e.a.s. eins og Samfylkingin vill, að höftin og kvaðirnar verði staðfestar um komandi ár. Nú þarf að blása í lúðrana svo að Ísland koðni ekki niður. Helst er að upplýsa fólk um afleiðingar haftastefnunnar og þess að við fengum svona lítið til skiptanna, fyrst það kerfi verður ofan á.

Ívar Pálsson, 29.9.2007 kl. 13:37

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Hér er smá sunnudagsleikhús: History of Oil

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2007 kl. 01:20

5 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þessi co2 farsi er aðeins til að beina sjónum fólk frá því sem í raun er á ferð. 

Spindoktorum Ama í Ameríki er líka að takast að telja rollum heimsins í trú um þennan andskota og ef rollurnar trúa þessu, þá eiga þær skilið, það semþær fá þegar þessi leikflétta raknar.

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2007 kl. 01:29

6 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Skemmtilegt myndband af þingsköpum hjá framverði lýðræðis í heiminum.  Er nokkur hissa á að heimurinn horfi skringilega við?

Jón Steinar Ragnarsson, 30.9.2007 kl. 01:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband