Vaclav Klaus: Hvort er í hættu, frelsið eða loftslagið?

Vaclav Klaus er snillingur orðsins. Forseti Tékklands, Vaclav Klaus photomeð nær 50 heiðursdoktorsnafnbætur, segir allt sem segja þarf um áróðursmaskínur gegn hitnandi heimi. Ég hef lesið fjölda einsleitra áróðusrgreina um málið og séð hvernig tugþúsundir manna hafa fulla atvinnu af því að mata fólk og halda við þessum einstefnufullyrðingum, en Vaclav Klaus þekkir þetta út og inn og lýsir því á beinskeyttan hátt hvernig „ismar“ ná tökum á okkur flestum. Að vísu er allt á ensku hér, en vert væri að þýða fyrirlesturinn sem hann hélt í Bandaríkjunum fyrir nokkrum dögum: „Hvort er í hættu, frelsið eða loftslagið?“. Tveimur dögum áður talaði hann yfir Sameinuðu þjóðunum. Gefið ykkur tíma í þetta.

Einnig er áhugavert:

Reykjavíkurfyrirlesturinn 22/5/2005: "The Intellectuals and Socialism..."


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Það er frábært, að sjá Václav Klaus flytja rök skynseminnar gegn öfgafullum boðskap umhverfis-flónanna. Berum saman málflutning hans og kjánanna sem hér láta hæst, sem eru: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir.

Hafðu þökk Ívar, fyrir að beina athyglinni að orðum þessa merka manns.

Loftur Altice Þorsteinsson, 5.10.2007 kl. 12:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband