Sannfærð(ur)? Taktu prófið

Hversu sannfærð(ur) ertu í loftslagsmálunum? Þú færð 1 stig að vera sammála hverri þessarra tíu spurninga (þ.e. 10 ef sammála þeim öllum): 

Aðgerðir mínar og annarra geta kælt loftslag heims um 2°C á næstu 43 árum.
Ég vil að reynt verði að kæla loftslag jarðar um 2°C á næstu 43 árum.
Ég tel loftslag Íslands batna ef heimurinn kólnar um 2°C á næstu 43 árum.
Ég tel mögulegt að stöðva minnkun Norðurskautsíssins á næstu 43 árum.
Fólk getur komið í veg fyrir hækkun sjávarmáls á næstu 43 árum.
Ég vil að mannfólkið reyni að stækka Grænlandsjökul til 1990 stöðunnar.
Aðgerðir mínar og annarra geta mildað fellibylji í Mexíkóflóa svo að um muni.
Aðgerðir mínar og annarra geta látið rigningu aukast í Norður- Afríku.
Meir munar um aðgerðir manna í loftslagsmálum en um styrk sólstorma.
Meir munar um aðgerðir Íslendinga í loftslagsmálum en um Kötlugos.

Lát heyra, einkunnina fyrst og síðan athugasemd. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Áskell Magnússon

Úpps, ég fékk núll.  Þetta er í fyrsta skiptið á ævinni sem ég hef fengið slíka einkunn.

Annars held ég að þeir sem eru sannfærðir um heimsendi vegna hnatthlýnunar ættu að lesa  þennan pistil

Þórður Áskell Magnússon, 6.10.2007 kl. 02:23

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Núll hér líka.

Hannes Hólmsteinn á gríðargóðan sprett hér, og kryddar pistil sinn með hafsjó athyglisverða tengla.  

Geir Ágústsson, 7.10.2007 kl. 19:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband