Al Gore og Dalai Lama?

Finnst ykkur Al Gore virkilega eiga heima í þessum hópi?:

1989 Dalai Lama

1979 Móðir Theresa

1964 Martin Luther King jr.

 Eða þessum?:

2005 Alþjóða kjarnorkumálastofnunin 

1999 Læknar án landamæra

1988 Friðarsveitir S.Þ.

1985 Læknar gegn kjarnorkustríði

1977 Amnesty International

1965 UNICEF

1963 Læknar án landamæra

1954 Flóttamannahjálp SÞ

1944 og 1963 Rauði krossinn

Frekar þessum?:

1994 Yasser Arafat skæruliðaforingi og hryðjuverkamaður, (ásamt Rabin og Peres)

1973 Henry Kissinger, USA, leiðandi í lok Víetnamstríðsins.

Al Gore er einn helsti hvatamaður (og hluthafi) kvótakerfisins um koltvísýringslosun, sem er líklegt til þess að valda ófriði á milli þjóða þegar ósanngirni kerfisins kemur í ljós. Þessi verðlaunaveiting er augljóslega út í hött. Nóbel fann upp dýnamitið og gerir það aftur hér.

 

 

 

 


mbl.is Al Gore og loftslagsnefnd SÞ hljóta friðarverðlaun Nóbels
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Einarsson

Þegar maður skoðar þennan lista þá kemst maður ekki hjá því að hugsa að það sé móðgun við þetta góða fólk að Al Gore fái friðarverðlaunin. Allir á þessum lista hafa annað hvort stuðlað að friði með beinum hætti - á þeim tíma sem viðkomandi fékk verðlaunin - eða stuðlað að aðstæðum til að möguleiki væri til friðar. Eins og þú bendir á hefur starf Gore líklega vísað frekar í átt til ófriðar til lengri tíma litið.

Daði Einarsson, 12.10.2007 kl. 12:31

2 identicon

Eitthvað er þessi listi hjá þér "selective" og búið að "taka til" á honum til að koma inn ákveðnum skoðunum hjá fólki.

Fengu ekki Arafat og Simon Peres Friðarverðlaunin árið '94, Jimmy Carter árið 2002 og alþjóða kjarnorkumálastofnunin árið 2005 ?

Al Gore er vel að verðlaununum kominn og það er bara furðulegt að fullorðið fólk skuli vera að haga sér svona barnalega eins og þessi færsla hjá þér er. 

Fransman (IP-tala skráð) 12.10.2007 kl. 14:19

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Fransman, ég lagaði listann skv. ábendingum þínum en sé ekki hverju það breytir. Auðvitað eru þetta hópar, ekki tæmandi listi, enda er ég að benda á það hvað Gore fellur illa í hóp með best þekktu þegum verðlaunanna. Jimmy Carter var sleppt því að hann var beggja megin borðs (fyrrum yfirmaður herafla USA), en má vera í hópi með Kissinger og Arafat ef þú vilt. Hægt er að mynda aðra hópa en þessir eru skýrir.

Það sem er barnalegt er að telja að Gore sé að gera heiminum gott, hvað þá friði í heiminum. Þetta hjálpar honum að troða kvótaáætlun sinni upp á heiminn á Balí í desember, sem gerir hann ríkan en milljarða manna fátækari.

Ívar Pálsson, 12.10.2007 kl. 14:49

4 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Kisssinger finnst mér einna mest banal þarna.  Ef menn kynna sér blóðugan feril þess glæpahunds, þá blikna allir við hlið hans. Peres og Arafat eru ein öfugmælin enn og ég sé bara alls enga tengingu við Gore og viðleitni til heimsfriðar.  Þvert á móti.  Hann er bara með eitt prójekt á höndum frá glæpahundum Alþóðabankans og slekti Bush, í að setja saman heimsmynd þeirra um einn allsherjarbanka og allsherjarstjórn.  Þessir menn eru ekki bleeding hearts, sem bera hag smælingjans fyrir brjósti. Þeir vilja eignast löndin, vötnin, hafið, auðlindirnar allar og andrúmsloftið líka. Fakta.

HÉR er grein 15 ára stúlku, sem vakti heimsathygli, en þar tætir hún An inconvenient truth í sig á rökfastann og yfirvegaðan máta og sýnir einnig að Gorinn sjálfur er ekki að praktísera það sem hann er að prédika. Mæli eindregið með að menn lesi þetta.

Jón Steinar Ragnarsson, 12.10.2007 kl. 19:49

5 Smámynd: Morten Lange

Já,  Al Gore hefði átt að gera heimavinnuna enn betra.  En hvað með hinn verðlaunahafan, IPCC ?   Er enginn sem vill tæta honum í sér og koma með samsæriskenningar ? 

Morten Lange, 12.10.2007 kl. 22:18

6 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Flestur er illa brugðið við þau ótíðindi, að skúrkurinn Al Gore og rugludallarnir í IPCC hafi hlotið Friðarverðlaun Nobels. Nobels-nefndinni er auðvitað frjálst, að niðurlægja fyrri verðlaunahafa með þessari verðlaunaveitingu. Um leið eru þeir að rústa það góða álit, sem þeir hafa notið hjá flestum.

Hver eru þá rök Nefndarinnar fyrir verðlaunaveitingunni ? Hér eru þau:

for their efforts to build up and disseminate greater knowledge about man-made climate change, and to lay the foundations for the measures that are needed to counteract such change

Að vera eða vera ekki. Um það er vafinn. Nefndin hefur kok-gleypt þá röngu hugmynd að breytingar veðurfars (hækkun meðalhita), frá Litlu ísöld um 1600 til 1997 hafi verið af völdum manna. Þeir bíta höfuðið af skömminni með því að telja jákvætt að berjast gegn betra (hlýrra) veðurfari.

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.10.2007 kl. 10:53

7 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

100% sammála þér í þessu: "Nóbel fann upp dýnamítið og gerir það aftur hér."

Gunnar Helgi Eysteinsson, 13.10.2007 kl. 14:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband