Besta auglýsing í heimi

Nú þýðir ekkert að koma með rök gegn fullyrðingum Gorsins og umhverfissinnanefndarinnar. Landburður af vísindalegum rökum gegn fullyrðingum Gores virðist heldur engu breyta. Áætlun friðarverlaunahafans um það að kaupa loftkvóta fyrir sig og sína upp á 60 milljarða og selja hugmyndina svo vel um heiminn að gengið rýkur upp er að takast umfram villtustu drauma hans. Kauphallirnar, stórfyrirtækin, pólítíkusarnir og núna allur barnslega einfaldi massinn jarma þennan loftslagssöng, sem telja verður best hönnuðu auglýsingarherferð heims. Svo tryggilega er frá öllu gengið að enginn stjórnmálamaður, nema sá sem er í sjálfsmorðhugleiðingum, fer út á þá flughálu braut að efast um Sannindin Miklu Beint Úr Höfði Gores.

Íslendingar semja af sér á Balí í desember 2007

Það er nær ekkert sem getur stöðvað kvótastaðfestinguna á Balí í desember. Frá "okkur" fara tveir fulltrúar, augljóslega ákveðnir í að staðfesta lágan loftkvóta Íslands til ársins 2016 og öllum er sama. Það verður orðið allt of seint að gera sér aðeins grein fyrir þessu þá. Ég hvet þess vegna alla hugsandi, gagnrýna borgara sem vilja ekki sjálfskipuð höft á getu landsins til framfara, til þess að hafa samband við þessa sendiboða okkar og krefjast þess að þeir framsali ekki sjálfstæði Íslands til kvótabraskara á Balí eins og Gore. Förum út úr Kyoto- samningnum, enda standa langstærstu aðilarnir utan hans. Annars er tjónið okkar varanlegt.


mbl.is Nóbelsverðlaunin mikil hvatning fyrir Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ingibjörg og Þórunn eru ákveðnar, að stöðva núverandi hagvaxtarskeið. Þær eru búnar að gefa yfirlýsingar um, að frekari iðnþróun verði ekki í landinu. Þær vilja vera í forystu fyrir atlögunni að framförum. Þetta er auðvitað ekkert annað en ofsatrú.

Framgangi heimskunnar virðast engin takmörk sett. Veiting friðarverðlauna Nobels til IPCC er skýrt dæmi um það.

Ef IPCC stundaði alvöru vísindi, myndi ég ekki gagnrýna veitinguna, jafnvel þótt erfitt sé að spyrða beint saman vísindarannsóknir og friðarmál. Staðreyndin er sú að IPCC stundar trúboð og afleiðingar þessa trúboðs eru alvarlegar fyrir einstaklinga og þjóðir.

Vitleysan nær til ólíklegustu staða. Til dæmis hefur Veðurstofa Íslands verið staðin að því að hafna vísindalegum grundvallar reglum. VÍ hefur gert það að stefnu sinni:

  1. Að hitastig á Jörðu séu að hækka, þegar gögn frá IPCC segja annað.
  2. Að hækkun hitastigs sé af völdum aukins lífsanda (CO2) í andrúminu, þótt annað sé sannanlegt.

Það er líklega einsdæmi í veröldinni, að stofnun sem siglir undir merkjum vísinda, hafi stefnu um vísindalegt álitamál. Samfélag vísindamann á Íslandi hlýtur að taka í taumana.

Loftur Altice Þorsteinsson, 14.10.2007 kl. 09:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband