Jenið og Ísland eru nátengd

Íslenski markaðurinn er frekar gegnsær þessa dagana, þrátt fyrir flöktið. Vaxtamunarverslun ræður gegni Jensins og íslenski markaðurinn og krónan byggir á þeim viðskiptum, þannig að JPY gengið ræður gengi krónunnar á andhverfan hátt. Íslenski hlutabréfamarkaðurinn fer mest eftir bönkunum sem fylgja krónunni. Því segir Japanska jenið að mestu beint til um það hvernig íslenska krónan og markaðurinn fer á hverjum degi. Sjáið línuritin unnin upp úr m5.is (ýtið þrisvar á þau):JPY GVT OMX KAU 1607 2210

Kaupþing virðist ráðandi í gegni íslenska markaðarins og sveiflast beint gegn Jeni. Ég benti á Jenakaup þeirra í júní sl. Varla ræður Kaupþing gengi Jensins og því hlýtur Jenið að ráða gengi Kaupþings (á andhverfan hátt). Þar sem japönskum degi er nær lokið við upphaf hvers dags hér, þá liggur í raun fyrir hvert gengi Kaupþings og jafnvel gengisvísitölunnar verður þann daginn. Þó er hér spurning um hænuna eða eggið, hvort komi fyrst yfir sólarhringinn, áhrif japanska eða bandaríska markaðarins. Hringurinn byrjar oft í USA og magnast upp í Japan.  

Kaupthing JPY 1607 2210 Fylgjumst með næstu daga hvort andstæð fylgni heldur áfram að vera nær alger. Giskið að morgni út frá japanska jeninu eða Nikkei vísitölunni, sem er gjarnan öfugt við það. En svo gæti þetta blogg náttúrúlega haft áhrif þannig að fylgnin hætti!

Taka þarf þó fram að þetta Jenagengi er náttúrulega á móti krónu, sem er í beinni sveiflu á móti hlutabréfamarkaði, þar sem t.d. Kaupþing er ríkjandi. En það er í raun punkturinn: Vegna vaxtamunarsamninganna er Jenið upphaf og endir alls hjá okkur. Til þess að vinda ofan af því þarf Seðlabankinn að lækka stýrivexti, svo að vaxtamunarbransinn minnki, þannig að beintenging flöktandi gengis Jensins fari ekki alveg með okkur Íslendinga.

Annars fer ég í það við tækifæri að skoða fleiri þætti. Endilega komið með athugasemdir um hvað mætti fara betur eða skoða nánar. 

Athugið síðan að nokkur íslensk fyrirtæki  virðast ekki vera orðin eins háð Jenaflöktinu og hér að ofan, en þar má nefna Landsbanka Íslands. NB: Ég er ótengdur öllum!


mbl.is Hlutabréf í Japan hækkuðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Furðulegt

Jón Sigurgeirsson , 25.10.2007 kl. 18:21

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Vinsamlegast takið eftir að í seinna línitinu þá víxlaði ég óvart heitunum á JPY og Kaupþingi, en smáa letur m5 línuritsins er rétt.

Ívar Pálsson, 26.10.2007 kl. 07:57

3 Smámynd: haraldurhar

Sæll Ívar.

   Þakka þér fyrir fróðleg skif um gengimál og fl. Eg er þér algjörlega sammála að þessi Suður Armeríku stefna á stýrivöxtum, er á beinni leið með okkur til mestu í einar mestu efnahagshörmugar sl. ára.  Það að halda að himinháir stýrivextir á örgjaldmiðli, haldi niðri verðbólgu hlýtur að vera ein og sér  heimskasta efnahagshagstjórn sem hugsast getur.  Maður gæti haldið að stjórn Seðlabankans vissi ekki að nú í dag væru frjáls gjaldeyrisskipi.

   Krónan er í dag einungis gjaldmiðill þeirra sem minna meiga sín, gjaldmiðill fátæka mannsins.

   Það virðist vera stefna Davíðs og félaga, að ganga af allri Útflutingsstarfsemi dauðri, og ekki væri ég hissa á gjaldeyriskreppu hér þegar líða tekur á næsta ár.

haraldurhar, 27.10.2007 kl. 23:40

4 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þetta er mikilvæg umræða Ívar, sem almenningi er yfirleitt ekki boðið uppá.

Samband gengis Krónunnar (GVT) og hlutabréfamarkaðarins (OMXI-15) er náið og eðlilegt. Ástæðan er sú að verðmæti hlutafélaga á markaðnum er mest bundið erlendis eða er í erlendum myntum. Tilhneyging er (líklega) til að kaupgeta Krónunnar í hlutabréfunum haldist stöðugt, þrátt fyrir sveiflur gengisins. Þegar Krónan styrkist, hækka hlutabréfin í verði, þannig að sama verðmæti fáist fyrir Krónuna. Þetta samband er svona, vegna þess að bréfin eru skráð í Krónum. Ef bréfin verða skráð í Evrum mun sambandið verða öfugt !

Hugsanlega má spyrja, hvort hreyfist á undan Krónan eða hlutabréfa-markaðurinn ? Þetta samband er hægt að greina stærðfræðilega, en til að spá í það út frá ferlunum einum, þarf að snúa GVT við, þannig að báðir ferlar falli til sömu áttar.

Þú nefnir að Kaupþing er ráðandi í OMXI-15, en ég sé ekki betur en OMXI-15 taki breytingum á undan Kaupþingi. Þetta bendir ekki til þess að Kaupþing ráði för markaðarins, heldur fylgi á eftir.

Áhugavert væri að meta breytingar á verðmæti markaðarins (OMXI-15) í heild og umreikna til erlendrar myntar með GVT !

Loftur Altice Þorsteinsson, 28.10.2007 kl. 14:43

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég þakka ykkur fyrir athugasemdirnar, Jón, Haraldur og Loftur Altice. Sögubækurnar munu líkast til furða sig á aðgerðarleysi Seðlabankans í þessu risastóra Catch 22 sem látið var viðgangast árum saman.

Ólíkt því sem var þegar ég keypti og seldi framvirkt einn milljarð dollara (1998-2000), þá eru gjaldeyrisviðskiptin núna að mestu í höndum hvers banka. Mér skilst að innstreymi og útstreymi krónu hvers og eins sé mun meira í jafnvægi en áður (vegna viðskipta erlendis?), amk. þannig að þörfin á millibankaviðskiptum innan dags er minni og þar með ákveði bankinn mun frekar gengið heldur en hann var í aðstöðu til áður, þegar hann var háður því að kaupa gjaldeyri af hinum bönkunum. Maður gat jafnvel hreyft við genginu þá með nokkrum milljónum dollara. Gengi krónu er því kannski frekar hentigengi núna, sem bankarnir eru í grundvallaratriðum sammála um, enda hentar mikil sveifla þess ekki neinum bankanna. Svo kæmi hvort eð er “arbitrage” til ef sýn einhvers væri vel frábrugðin hinum.

 

Jenið upp (eða Nikkei niður) virðist vera veikingarmerki krónu  nr.1. (Áður var USD/JPY mikilvægust, en EUR/JPY kemur svo sterk inn núna). Allt annað fylgir. En yfir daginn getur auðvitað Evrópa eða Ameríka skipt um átt. Loftur, þú verður að leggjast í stærðfræðina hvort hlutabréfamarkaður eða króna hreyfist fyrst. En skoðaðu þá td. hreyfinguna á OMX15 og Kaupþingi á efra línuritinu. Hreyfing OMX15 og JPY er eins í heild innan dags en er langoftast degi á undan Kaupþingi. Því er hægt að kaupa og selja í Kaupþimgi með nokkri vissu eftir stöðu OMX15 í lok dags!

Skoðun mín er enn sú að staða Jensins (gegn EUR og USD) ræður hlutabréfamörkuðum okkar og krónu. En það væri samt gaman að sjá þá skoðun hrakta.

Ívar Pálsson, 28.10.2007 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband