Góði Geir!

Góði Geir

gáðu að þér!

Gróðurhúsagengið

gengur frá þér,

hamlar för og heftir

en hreykir sér á eftir

af ábyrgð og álögum,

ánauð og ólögum.

Þórunn þrætir

en þú bætir

upp fyrir allt

eittþúsundfalt

ef Kyoto kvölin

og kolefnisbölin

verða gleymd og grafin

til eilífðarnóns

engum til tjóns

en þú til skýjanna hafinn!


mbl.is Geir: Eigum að reyna að fá samþykkt nýtt íslenskt ákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband