Rangt hjá Ingibjörgu Sólrúnu

Geir H. Haarde og Siv Friðleifsdóttir hafa rétt fyrir sér, að sérákvæði Íslands í loftslagsmálum beri að halda, því að annað eru ekki samningar, heldur afsal á „verðmætum“, sem Ingibjörg Sólrún kallar svo. Hún fer með rangt mál þegar hún segir að engir samningar séu í gangi núna um þessi mál, heldur einungis í Kaupmannahöfn 2009. Það er einmitt núna í desemberbyrjun á Balí í Indónesíu þar sem 10.000 manns munu þræta í eina viku um loftkvótaskiptinguna til ársins 2020. Hver þjóð leggur fram sínar kröfur og síðan verður harkað um þetta, enda bíða kauphallir heimsins í ofvæni með hundraða milljarða króna kvótamarkaði að heyra tóninn frá samningaliðinu. Við getum ekki sagt þar að við sleppum ákvæðinu en krafist þess síðan árum seinna.

Hver fer til samninga með þann ásetning að fá sem minnst fyrir þjóð sína og gefa allt eftir áður en byrjað er að semja? Einhver reyndur úr viðskiptalífinu? Nei, Samfylkingarmanneskja.

Auk þess legg ég til að Ísland segi sig úr samningum um takmörkun á losun gróðurhúsalofttegunda vegna hreinleika og sérstöðu okkar ágætu þjóðar, sem við eigum að njóta. 


mbl.is Siv: Misvísandi yfirlýsingar um loftslagsmarkmið skaða málstað Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Hvað með að segja sig úr Kyoto/Bali/Copenhagen alheimsríkisvaldinu á þeirri forsendu að slæm veðurspá réttlæti ekki skerðingu á einstaklings- og efnahagsfrelsi?

Geir Ágústsson, 11.11.2007 kl. 23:39

2 Smámynd: Geir Ágústsson

Þarna gleymdi ég að feitletra og hástafa þegar ég skrifaði "veðurspá" en geri það hér með:

VeðurSPÁ

Geir Ágústsson, 11.11.2007 kl. 23:41

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Veðurspáin fyrir 100-150 ár eða meir, Geir, því að vísindamenn eru þó flestir sammála um það að aðgerðirnar „leiðrétti“ ekki hitastigið á þeim tíma. Aðgerðir Íslendinga eru víst „táknrænar“, þannig að milljörðunum sem sjúkrahús okkar vantar í rekstrarfé er víst betur varið í útreiknaða loftkælingu fyrir heiminn eftir 150 ár!

Ívar Pálsson, 12.11.2007 kl. 09:06

4 Smámynd: Geir Ágústsson

Ekki gleyma milljörðunum sem urðu aldrei til því tappi var settur í orku-framboð heimsins og þar með hagvöxt t.d. fátækustu ríkjanna sem treysta fyrst og fremst á aðgengilegt jarðefnaeldsneyti og síður á dýra og flókna tækni sem fangar vind eða sólarljós.

Geir Ágústsson, 18.11.2007 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband