Látum okkur ekki blæða út á Balí

Eiriksjokull IPVið Íslendingar munum ekki breyta neinu um hitastig jarðar, hvort sem við grípum til róttækra aðgerða eða sleppum því. Þetta staðfesti íslenskur yfirmaður Kvótaverslunar Loftslagsins, Halldór Þorgeirsson á fundi hér heima í haust, þegar hann sagði (ef ég man nákvæmlega) að möguleikar Íslendinga til þess að skipta yfir í endurnýjanlega orkugjafa væru svo til fullnýttir miðað við umheiminn, enda er raforkuframleiðsla helsta losunarleið manna á koltvísýringi. Munurinn á „hverfandi“ og „núll“ losun skiptir engu máli, en veldur því að Ísland þarf að blæða fyrir starfsemi iðnbyltingarvelda frá árinu 1900, þegar við löptum dauðann úr krákuskel. Við ættum því víst að greiða eins og gömlu iðnveldin 80% tjónsins en nýju iðnveldin 20%, ef þau fengjust til þess, skv. tillögunum á Balí.

Engar líkur á takmörkun langstærstu aðilanna

Raunar er þetta allt stormur í vatnsglasi hjá hinum 178 SÞ þjóðunum á Balí, því að yfir 80% allrar koltvísýringslosunar manna kemur eða mun koma frá Bandaríkjunum, Kína, Indlandi og Indónesíu (sem brennir skóga sína). Ekkert þessara ríkja er nálægt því að samþykkja „Kyoto II“ eða neins konar rammasamkomulag um það, sérstaklega þegar tölur um milljarða dollara álögur tóku að birtast á Balí.

Rakið reikningsdæmi

Reikningsdæmið varðandi Ísland er nokkuð ljóst. Losunin er: Hverfandi x núll x sáralítið = örfá milliprósent. Ég skal útvega tölurnar ef einhver vill. Jafnvel 50% breyting á lifnaðarháttum okkar myndi engu breyta. Umhverfisráðherra vill samt þurrmjólka okkur í áratugi, bara svona „symbólískt“ eða til að „vera með“ og „sýna samhug“. En við sem lifum í raunheimum og þurfum að borga reikninga vegna alvöru kostnaðar heimavið en viljum njóta heitara lands, hljótum að krefjast þess að kosnir fulltrúar okkar gæti hagsmuna ríkisins Íslands og samþykki ekki þessar ósanngjörnu álögur. Ekkert Kyoto II, takk!

Veður og styrjaldir eru ekki okkur að kenna 

Loftslagsbreytingar eru ekki Íslendingum að kenna, en þær hafa afleiðingar, hverjar svo sem orsakirnar voru. Heilu þjóðirnar verða að gera sér grein fyrir því að þær þurfa að flytja sig til. Regnskógasvæði miðbaugs víkkast t.d. út og fer því heita og þurra svæðið norðan við það enn norðar. Marokkóbúar flykkjast nú þegar til Spánar. Eþíópía veldur ekki mannfjölda sínum. Veðurfarsbreytingar hafa aldrei gengið þrautalaust, heldur  nær alltaf endað með fólksflutningum, stríðum og byltingum.

Engar réttmætar lausnir finnast, þar sem milljónir manna þurfa að færa sig til. Því er mikil blessun að hlusta á rokið og rigninguna berja á glugganum, því að hún færir okkur lífið.


mbl.is Líklega farið yfir hættumörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Okkur blæðir út, okkur blæðir út, okkur ...

Eyddu svo innlegginu, ágæti Ívar.

Jón Valur Jensson, 10.12.2007 kl. 20:09

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Jón Valur, mér fataðist flugið.

Ívar Pálsson, 10.12.2007 kl. 20:22

3 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Hafðu þakkir fyrir þessa umfjöllum Ívar.

Ég hef sterkari vísbendingar en áður, fyrir því að hámarki hitastigs á Jörðinni er náð. Eftir sem áður munu verða sveiflur í hitastigi frá einu svæði til annars, eins og einkennt hefur síðustu 10 árin.

Því miður eru miklar líkur til að hitastig Jarðar fari nú kólandi. Að mínu mati eru nær jafnar líkur til kólunar, eins og að hitastig haldist svipað og verið hefur síðustu 10 árin.

Má ég minna á að Jónas frá Hriflu var settur inn á Klepp, af litlum ástæðum. Hins vegar eru miklar ástæður til, að núverandi umhverfis-ráðherra verði sett(ur) inn á sömu stofnun. Ætlar þjóðin að leyfa þessari kerlu að fórna hagsmunum okkar, á altari umhverfis-flónskunnar ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 11.12.2007 kl. 14:48

4 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Getur það verið að ég sjái sjálfan mig sem lítinn depil í fjarska á myndinni af Eiríksjökli?  Kannski er það dæmi um hversu lítil áhrif Íslendingar hafa á ástæður þessarar AlGore samvisku vestrænna ríkja vegna hlýnunar jarðar.

Þetta er vel orðar hjá þér Ívar.  Auðvitað eigum við ekki að fara fremstir í fylkingarbrjósti í aðgerðum í þessum málum.  Við skuldum nákvæmlega ekki neitt í þessum samviskubanka. 

Gunnar Þórðarson, 11.12.2007 kl. 15:07

5 Smámynd: Pétur Þorleifsson

Betra að Alcoa græði á að Íslandi blæði.

Pétur Þorleifsson , 11.12.2007 kl. 21:08

6 Smámynd: Ívar Pálsson

Loftur, já, þetta hefur birst á nokrum stöðun varðandi hámark hitastigs jarðar. Fólk misskilur það síðan þegar við segjumst þiggja hlýrra Ísland að við séum að óska öðrum eyðimerkurloftslags, en það er röng ályktun. Gunnar, jú, þú ert náttúrulega fremsti punktur myndarinnar, alltaf fyrstur á toppinn! Það er þá svo auðvelt fyrir okkur sporgöngumennina að feta í fótspor þín í snjónum (að vísu ekki á þessari mynd).

Pétur, það er gott að sem flestir græði. Ég get ekki séð að við blæðum, frekar en þegar aðrar virkjanir voru reistar, Íslandi til góðs. Hliðar- og margföldunaráhrif peninganna fara víða (t.d. vinnur systir mín hjá þessu ágæta fyrirtæki. Hún kaupir bíl og mat, jafnvel óþarfa!). Ef þetta væri ekki, þá væru engin áhrif. Fár veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur.

Ívar Pálsson, 11.12.2007 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband