Annars hugar á Balí

Á Balí heyrist nú helst í talsmönnum kauphallanna og kvótabraskaranna (sbr. Gore með sitt fyrirtæki), UNFCCC Bali panelsem láta nú heyra verulega í sér með það að við verðum að samþykkja afarkosti þeirra, því að annars fellur 30 milljarða dollara (óýkt!) kvótabisnissinn þeirra verulega. Kvótaverðið eftir morgundaginn virðist munu falla svo mikið að ýmsir spákaupmannanna sem hafa gírað verðið upp í loft geti orðið félausir. Mikil synd!

 

Kvótamarkaður í uppnámi

Ræðumaður á loftslagsráðstefnunni á Balí segir á myndbandi mbl. í fréttinni: „Við þurfum að setja verð á kolefnið. Þá sköpum við hvata til þess að hegða okkur í vinsemd við loftslagið. Þá látum við mengunaraðila greiða fyrir losun þeirra. Þess vegna þurfum við að skapa hnattrænt kerfi um verslun kolefnisins og koltvísýringsskatta.“ Hverjir eiga að greiða þetta? Við Íslendingar! Ekki af því að við séum mengunaraðilarnir, heldur af því að helstu losunaraðilar koltvísýringsins ætla ekki að binda hendur sínar sjálfviljugir, en við viljum óð og uppvæg fá að greiða reikninginn, jafnt fyrir iðnríkin og fyrir þróunarlöndin.

Engin einn má koma í veg fyrir samninginn!

Mbl. segir m.a.: Eitt helsta deiluefnið á loftslagsráðstefnunni er hvort iðnríki eigi að stefna að 25-40% samdrætti í losun gróðurhúsloftegunda fyrir 2020 miðað við frá árinu 1990. Anna Kristín Ólafsdóttir, aðstoðarmaður umhverfisráðherra,  segir iðnríki þurfa að taka forystu í málinu og að þróunarríki þurfi að koma að borðinu með einhverjum hætti. Hún bætti við að flestir séu sammála um það að allir verði að takast á við vandamálið og að „enginn einn megi koma í veg fyrir að samkomulag náist.“

Af hverju ekki? Er þetta ekki frjáls heimur? Ef rök eins aðila eru óhrekjanleg og tekið er mark á þeim, þá ætti hann að koma í veg fyrir samkomulagið.

Sakomulag um að hinir eigi að greiða reikninginn

Iðnríkin taka ekki forystu í málinu, þvert á móti. Langstærstu losunaraðilarnir verða ekki með í þessu, hvorki iðnríki né þróunarríki.  Ísland var ekki iðnríki og mengunaraðili að þessu leyti og hefur ekkert að gera í þessum hópi. Þessi 25-40% lækkun frá 1990 losunarstigi er
UNFCCC losun Ísland ofl skyrtút í hött fyrir Ísland, sem var rétt að komast af stað í hagvexti á þeim tíma og er loksins að ná örlitlu flugi núna, en hefur samt enn lágar losunartölur.

Vefurinn UNFCCC.org

Öllum er hollt að kíkja inn á þennan tengil SÞ hjá loftslagsnefndinni, UNFCCC.org. Prófið að setja Ísland gagnvart uppáhalds- viðmiðunarlandi ykkar um losun. Athugið að kvótakerfið nýja byggir á þessum tölum eins og veiðireynsla gerði fyrir árið 1984 hjá okkur með miðin. Ef litið er á meðfylgjandi töflu um losun á CO2 ígildi, takið þá eftir nokkrum fyrrverandi UNFCCC Estonia Iceland 1990 2005austantjaldslöndum sem mokuðu kolaryki og alvöru mengun upp árið 1990 um fall Sovétsins. Þau eru nú með töglin og hagldirnar, fyrst við vorum þá þegar svo hrein, þannig að íslenskir framleiðendur gætu endað með að greiða þessum þjóðum eða kolaverum fyrir kvóta á næstu árum, ef  Þórunn, Anna, Hugi og Co. hafa sitt fram.

Krækiber í helvíti

Tökum annað dæmi: Ísland 1990 og Kanada sama ár, UNFCCC Kanada Island 1990-2005síðan bæði löndin árið 2005. Við jukum koltvísýringslosun Íslands nokkuð meira en Kanada, þannig að prósentumunur landanna fór úr rúmu 21 þúsund prósenti í rúm 20 þúsund prósent árið 2005. Losun Íslands er svo sáralítil að allar prósentur eru fáránlegar. Þótt ég hafi fengið mér eina karamellu árið 1990 og 1,33 karamellu árið 2005 (neysluaukning upp á 33%), þá er ég ekki nammigrís sem úðar í sig heilu sekkjunum og er settur í straff vegna þeirra, fyrir utan það að heilu sælgætisverksmiðjurnar væru stikkfrí. 

Árið 1990 var um 205.000% munur á CO2 losun Íslands og Evrópusambandsins. Sá munur var kominn niður í um 148.000% árið 2005. Þetta segir ekkert nema að það væri með endemum ef við fengjum á okkur takmarkanir vegna koltvísýringslosunar sem rúmast auðveldlega inni í mælingarskekkju margra landa.

Við skulum bara vona að þessi Balí- markmið náist ekki, því að þá er spilaborgin fallin:

UN top climate official Yvo de Boer: He explained that many of the outstanding issues taken into the high-level segment had been linked to each other, thereby creating an "an all-or-nothing situation," and that if the work on a future agreement was not completed in time, then "the whole house of cards falls to pieces."

Sanngirnisskortur

Það er rétt viðurkennt hjá Þórunni umhverfisráðherra Íslands (f.h.heimsins) í ræðu hennar á Balí, hana virðist vanta þekkingu, sýn, sanngirni, kjark og nauðsynleg úrræði til þess að taka á þessu máli.

Stundum er besta ráðið að gera alls ekki neitt. Ég legg til að það verði gert í þessu.

 

 

Nokkrir áhugaverðir tenglar um málin fylgja:

China Says Look Beyond Self-Interest on Climate (Update1)

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601170&refer=home&sid=a1S5lK3BeaRw

Bali Emissions Goal May Be `Too Ambitious,' Ban Says (Update3)

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601170&refer=home&sid=a95YZNvgaIiY

U.S. Resists Calls for Pollution Reduction, Threatening Bali Climate Talks The U.S. is resisting calls from the European Union and developing nations to commit to cutting greenhouse-gas emissions blamed for global warming, threatening progress on a new accord to fight climate change.

Germany Pushes Greenhouse Gas Cuts as RWE Builds Three Coal-Fired Plants German Environment Minister Sigmar Gabriel is promoting a plan to cut emissions blamed for global warming by 40 percent at this week's climate talks in Bali, Indonesia. At home, RWE AG is building three power plants fired by coal, the fuel that produces the most greenhouse gases.

China Says Nations Should Set Emissions Targets, Look Beyond Self-Interest China, the world's fastest-growing major economy, said nations should look beyond their financial self-interest and set emission limits, to ensure efforts to curb climate change aren't interrupted.

Saudi Arabia Seeks Cut in Greenhouse Emissions, Not Oil Use, Al-Naimi Says Saudi Arabia plans to focus on cutting harmful emissions from fossil-fuel use, instead of lowering oil consumption, as part of the global drive to curb climate change, Oil Minister Ali al-Naimi said.

Brazil Chides U.S. on Kyoto, Decries Ethanol Barriers at Climate Meeting Brazil's Foreign Minister Celso Amorim, speaking at a United Nations meeting on climate change, criticized the U.S. for its refusal to join the greenhouse-gas emissions limiting Kyoto treaty.

Canada Is `Not Helpful' at Bali Climate Talks, Opposition Leader Dion Says Canada's contribution to United Nations climate change talks in Bali, Indonesia, hasn't been helpful, and the nation needs to build momentum to cut greenhouse gas emissions, opposition leader Stephane Dion said.


mbl.is Bandaríkjastjórn gagnrýnd á Balí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

....þetta er allt of flókið fyrir meðaljónu

Hólmdís Hjartardóttir, 14.12.2007 kl. 02:01

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Fyrir tæpum áratug, eða í febrúar 1998, skrifaði ég þessi varnaðarorð á vefsíðu mína:

--- 

"Gríðarlegir hagsmunir eru í húfi, miklu meiri en virðist við fyrstu sýn:

- Framleiðendur eldsneytis, svo sem olíu og kola, vilja auðvitað selja sem mest. Þeir hafa hagsmuni af því, að gera sem minnst úr hættunni af auknu magni koltvísýrings.

- Tugþúsundir manna starfa við rannsóknir á áhrifum koltvísýrings á lofthjúpinn. Þeir vilja auðvitað hafa sem mest að gera áfram sem hingað til. Þeir hafa hagsmuni af því að viðhalda kenningunni um hættuleg áhrif koltvísýrings á veðurfar.

- Við tæknilegar lausnir á eyðingu CO2 starfa þúsundir manna, sem vilja einnig hafa nóg að starfa í framtíðinni. Fjárfesting í tæknilegum lausnum verður einnig að skila arði. Þeir menn hafa hagsmuni af því að viðhalda kenningunni um hættuleg áhrif koltvísýrings á veðurfar.

- Nú er að hefjast nýtt tímabil og kolsýrukvóti gengur kaupum og sölum. Kolsýrugreifar ætla að græða vel. Þeir hafa hagsmuni af því að viðhalda hæfilegum hræðsluáróðri.

Ekki er að undra þó málið sé funheitt. Stór orð fjúka á fundum, málefni eru einfaldlega afgreidd með orðum eins og "bull" eða "nonsense". Mönnum er borið á brýn, að þeir séu á mála hjá voldugum olíufélögum. Hugsanleg hagsmunatengsl gera menn tortryggilega. Það hlýtur einnig að gilda um þá sem hafa hag af því að viðhalda kenningunni um gróðurhúsaáhrif".

---

Ekki hefur mikið breyst síðan þá.

Sjá kaflann "§ 3. Herkví hagsmuna?..."  á vefsíðunni:


Er jörðin að hitna?
Ekki er allt sem sýnist.

http://www.rt.is/ahb/sol

Ágúst H Bjarnason, 14.12.2007 kl. 09:13

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Ég tek heilshugar undir orð Ágústar. Rétttrúnaðurinn virðist ganga hjá mörgum að ef við spurningarmerki er sett við dómsdagsspárnar um CO2 þá erum við á launum eða talsmenn olíufyrirtækja.  Þeir eru hinsvegar hafnir yfir alla gagnrýni.

Þetta eru ekki vísindi. Vísindi eru ekki hafin yfir gagnrýni. Þeir eru sem hefja sig yfir gagnrýni eru trúarbrögð. Æðsti Prestur þessara nýju trúarbragða er hræsnarinn Al Gore. Maður semflýgur um heiminn á stórri einkaþotu og býr í uppkindu risa einbýlis húsi sem gæti hæglega hýst heilt þorp.

Fannar frá Rifi, 14.12.2007 kl. 11:23

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það má líka minna á orð veðurstofustjóra í Morgunblaðinu fyrir tæpum áratug ("RANNSÓKNIR Í HERKVÍ HAGSMUNA?" 31.10.'98):


..."Síðustu tvo áratugina hafa umræður um svokallaða gróðurhúsaupphitun jarðarinnar orðið æ fyrirferðarmeiri, bæði hér á landi og annars staðar. Meðal vísindamanna voru og eru skiptar skoðanir á þessu máli, bæði hvort um sé að ræða raunverulega og varanlega upphitun jarðarinnar af völdum losunar gróðurhúsalofttegunda (aðalega koltvísýrings), hvernig hún dreifist yfir jörðina og hvort hugsanleg upphitun væri sá hnattræni vandi sem látið er í veðri vaka."

..."Er nú svo komið, að pólitísk nauðsyn, og oft stórfelldir efnahagslegir hagsmunir stórfyrirtækja og heilu samfélaganna, allt að því krefjast þess, að þetta sé einhver mesti umhverfisvandi heimsins. Og þegar einstaklingar, fyrirtæki eða þjóðir eiga orðið verðmæta koltvísýringskvóta verða efasemdir um upphitunarvandann barðar niður með alþekktum aðferðum skoðanakúgunar."

Í lok þessarar ágætu greinar Magnúsar Jónssonar, sem reyndar fjallar bæði um gróðurhúsavandann og ofveiðivandann, segir: "...Í öðru lagi veldur mér áhyggjum sú vaxandi tilhneiging þeirra, sem hafa efnahagslega hagsmuni af því að koma á útblásturskvótakerfi, til að gera lítið úr skoðunum efasemdarmanna og berja þannig niður akademíska hugsun og skoðanaskipti í þessu flókna og tiltölulega lítt þekkta máli".

Ágúst H Bjarnason, 14.12.2007 kl. 11:37

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk Fannar og sérstaklega Ágúst fyrir þessi merkilegu innlegg. Oft veldir maður fyrir sér hvað geti stöðvað vísundahjörð sem æðir stjórnlaust áfram. Stundum slakar hún á, en einstaka sinnum hleypur slík hjörð fram af klettum. Niðurstaðan af Balí gefur von um að skynsemin hafi fengið eina góða viku.

Ívar Pálsson, 14.12.2007 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband