Ánægjulegt árangursleysi á Balí

Loks er Balí ráðstefnunni lokið og við getum prísað okkur sæl vegnaVinnur Kapítalið? árangursleysis ídealistanna. Gore talaði út í eitt í klukkutíma yfir 10.000 fulltrúum (eða þeim sem eftir voru) þessa tæpu 190 landa um það hvernig ástandi sé og hvað verði að gera, en 10 daga ráðstefnan var að vísu einmitt til þess arna og aðrar ráðstefnur voru haldnar víða um heim í haust til þess að undirbúa texta að aðgerðaáætlun sem harkað yrði um á þessum maraþonfundum, en allt kom fyrir ekki.  Jafnvel þó að Gore hafi sagt að fundarmenn séu tákn siðmenningarinnar heimsins.  Hann  notaði tækifærið og réðst aðeins gegn sinni eigin þjóð, Bandaríkjunum (sem greiðir  22%  ráðstefnureikningsins), þótt aðrar stórþjóðir væru sammála  BNA. Ert þú sjálfboðaliði?

Ákveðið að við borgum meira

Árangur náðist þó á nokkrum sviðum, skv. fréttum Bloomberg. Samkomulag náðist um meðferð sjóðins sem myndast hjá Losunarkvótaverslun Sameinuðu Þjóðanna. Styrkir til þróunarlanda verða greiddir, til þess að hjálpa þeim að aðlagast áhrifum heimshlýnunar, ss. flóða og þurrka. Einnig var ákveðið að efla þá sjóði verulega sem færa þróunarlöndum tækni til nýtingar á hreinni tegundum orku, t.d. með vindrafölum. Ætli Kína og Indland fái þá eitthvað, greyin? 56%  aukningar á losun gróðurhúsalofttegunda heimsins mun víst koma frá þeim tveimur.Dauða yfir heimsveldisstefnunni

Fundir í fleiri ár

Semsagt, áfram verður haldið og fundað árum saman til þess að fundaskriðdrekinn hjakki út um lönd og skjóti út Nóbelsverðlaunum af og til, svo að heimspólítíkusar fái réttlætingu á tilverurétti sínum. Ákveðið er að auka framlög verulega frá þróuðum ríkjum með lítinn hagvöxt og takmarkanir á losun, til þróunarlanda með hratt vaxandi hagvöxt og ótakmarkaða losun. Skynsamlegt, ekki satt!

(Myndir úr bókinni „The Bolshevik Poster“ eftir Stephen White)

 

 

 


mbl.is Loftlagsráðstefnu SÞ lýkur í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Gunnar Þór, Bandaríkjastjórn eru ekki endilega til fyrirmyndar í hreinni orku, heldur raunsæ í þessum losunarmálum, sem eru á villigötum. Aðrar stórþjóðir voru ekkert tilbúnar heldur, það er bara auðveldara að láta brjóta á BNA. Samkeppnisfærni BNA yrði glötuð t.d. miðað við Kína og Indland ef höftin gengju eftir, á meðan 77 löndin vilja styrki, styrki og aftur styrki. Alltaf eiga BNA að greiða. Þau geta ekki prentað seðlana endalaust. Ég styrki mun frekar vetnisbílana þína heldur en einhverja spillingu úti í heimi.

Ívar Pálsson, 14.12.2007 kl. 22:48

2 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Skemmtilega eitrað innlegg og afar viðeigandi myndskreytingar.

Það er vissulega krísa í gangi í lífríkinu og hrun í samspili tegundanna sem leiðir á endanum til hruns mannsins sjálfs en fáir þora að ræða það. Kannski er kominn tími til að ræða alvarlega áratuga fikt manna í veðrinu. Gæti það haft eitthvað með ástandið núna að gera? Sumir hlutir eru raunverulegir jafnvel þó þið hafið ekki lesið um þá í mogganum. Þið getið td. reynt að gúgla Operation Popeye og síðan reynt að ímynda ykkur hvað hefur gerst síðan. 

Baldur Fjölnisson, 14.12.2007 kl. 22:59

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það væri ofbeldisfull pólitísk niðurstaða að banna einhverri þjóð að drekkja sér í eigin skít.

Aftur á móti sé ég ekkert athugavert við að banna þjóð að gera öðrum þjóðum sömu skil.

Árni Gunnarsson, 14.12.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband