Á nöglum í rokinu

Nagladekkin sanna sig núna, enda ófært fyrir loftbóludekkjafólkið og aðra í asahláku og hávaðaroki. NagladekkÞau sem bregða sér aldrei út fyrir saltaðar aðalgötur Stór- Reykjavíkursvæðisins skilja trauðla hvernig það er að vera naglalaus eins og belja á svelli í rokinu. Verið getur að hlýnandi veðurfar þýði einmitt meiri þörf á nagladekkjum á veturna en áður, þar sem hitastig sveiflast þá mikið um núllið, ís og regn skiptist á og blautur ís því algengari, en þar ráða nagladekkin ríkjum. Hve margir ætli hafi látið lífið eða örkumlast af því að þau voru blekkt til þess að taka bílinn sinn af nöglunum?

Svifrykið er sér- vandamál sem á að leysa með betri hreinsun og skýrari reglum, en nagladekk á ekki að banna frekar en snjóskóflur.


mbl.is Vindur yfir 90 metrar á sekúndu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Gunnar Þór, eina bullið er þegar sagt er „bara bull“.

Ívar Pálsson, 30.12.2007 kl. 22:17

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Þetta er rétt, við þessi skilyrði eru það naglarnir sem gera gagn umfram annarskonar vetradekk. Það er bara þannig. Enn altof mikið er um að fólk er að eltast við vetradekk sem eiga að endast einhver ósköp, eðlilega, enn þau eru bara að öllu jöfnu mjög hörð og því slæm í hálku. Mjúkt gúmmí er málið, en svo eru þessi skilyrði, sem kannski eru að verða oftar ég veit það ekki, sem kalla á naglana.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 30.12.2007 kl. 22:28

3 Smámynd: Árni Sigurður Pétursson

þetta er líka smá spurning um að vera bara ekkert að þvælast út að óþörfu....

hugsa að ca 80 - 90% af því liði sem að er að þvælast úti í veðri einsog mér skillst að sé búið að vera þarna heima (er staddur í köben) sé ekki að gera eitthvað alveg bráðnauðsynlegt og getað verið heima hjá sér...

ég allavega hef ekki keyrt á nöglum undanfarin ár (jújú bý í eyjum en kem nú reglulega þarna á meginlandið) og hef alveg komist af án þeirra...

ef að það er "asahláka og hávaðarok" þá er bara spurning um að vera heima hjá sér... 

síðan má ekki gleyma þvíað frétta miðlar segja alltaf að það megi kenna hálku um 90% slysa og umferðaróhappa hér á landi....  en það virðist aldrei vera því um að kenna að ekki hafi verið ekið eftir aðstæðum. 

Árni Sigurður Pétursson, 30.12.2007 kl. 22:54

4 Smámynd: Eggert J. Eiríksson

Það er nú bara einhvernveginn þannig að svona ca. 99% af veðri og færð hérna í borginni krefjast alls ekki nagladekkja, hvað svo sem þarf þar fyrir utan.

Eitthvað það versta sem nagladekk lenda í eru blautar auðar götur og þá gildir einu hvort um er að ræða "vetrarfærð" eða almennann saltpæklaðan vetur hérna fyrir borgarbörnin, því þá gera naglarnir ekkert annað fyrir stöðvunarvegalengd en að skauta út á tún (hef lent í árekstri út af þessu)

EF fólk fer ekkert út fyrir borgina þá hefur það ekkert erindi á nagla.
Ég er sammála Árna með akstur miðaða við aðstæður og fæ seint skilið þegar eru naglar undir bílum sem eru búnir tækni sem gæti reddað öllu ef á þyrfti.
(hef séð við vinnustað minn sem er við hlið dekkjaverkstæðis, ökumann á Benz 4matic (ABS hemlavörn plús spólvörn) svo gikknelgdur að það glumdi í nærliggjandi húsum sem er algerlega verið að skjóta mýflugu með haglabyssu)

Kv EJE

Eggert J. Eiríksson, 30.12.2007 kl. 23:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband