Njótum þess

Njótum þess til fulls sem við höfum flest í krönunum: gnægð af heitu lækningavatni Vatn til heilsuog köldu, hreinu lífsvatni. Núna eftir sólstöðuhátíðarnar er skrokkurinn gjarnan stirður og lúinn, ofsaltaður og ómögulegur. Ráð mín við því eru helst þau, að nýta ódýra kosti landsins til fulls. Þegar skriðið er fram úr að morgni getur langt, heitt sturtubað sem bylur á hálsi, öxlum og baki umbreytt manni, sérstaklega ef hressandi hálfköld gusa er notuð í lokin. Dagurinn er þá líka stilltur inn á réttan hátt, þar sem hugsanirnar tengja nýjan dag við yfirlegu næturinnar. Eyðum nægum tíma í sturtunni, því að löngum er hún læknir þinn, lögfræðingur, prestur. Vöknum aðeins fyrr en venjulega, þá er nægur tími og hann er manns eigin, án álags frá umheiminum.

Síðan kemur drykkjarvatnið úr köldu krönunum inn. Eftir lýsisskeiðina góðu, þá er gott að horfa út um gluggann, helst til sjóndeildarhrinsins ef hægt er, á meðan maður drekkur fyrsta vatnsglas dagsins og tekur inn daginn eins og gúrúarnir. Seinna um morguninn og á milli mála er nauðsynlegt að drekka blessað vatnið. Mandarínur og appelsínur eru einmitt góðar á þeim stundum til þess að jafna út sykursveifluna.

En aftur að heita vatninu, þá er annað bragð sem ég beiti gjarnan, en það er að losa sturtuhausinn af handsturtunni (hægt er að fá smellu- millistykki til þess arna) og beina kraftmikilli bununni undir iljarnar og fótinn allan í einskonar svæðanuddi á hvern punkt í einu, eða t.d. á hnakkann. En þá fær fólk kannski móral yfir því að nota ekki fínu nuddækin sem það fékk í jólagjöf.  

Lumið þið ekki líka á einhverjum ráðum í þessa veru til þess að bæta heilsu okkar á þennan hátt í  komandi Þorra? Lát heyra!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband