Allt að 40% af fyrra markaðsvirði

Nú er Kaupþing um 60% og Exista um 40% af því virði á markaði sem þau voru í júlí sl. þegar ráðningarnar voru sem mestar. Exista var því 250% meira virði en það er í dag. SPRON er núna um 42% af útboðsgenginu. Hefur þetta engin áhrif á ráðningar? Hve mikið þarf virðið að falla til þess að einhver verði rekinn?

Vandinn er enn fyrir hendi

Staða Kaupþings/ Exista/ SPRON pakkans hlýtur að skipta fjárfestum í tvo hópa núna: Þau sem trúa að botninum hljóti að vera náð og nú sé fyrirtaks kauptækifæri í hverju fyrir sig og hinum, eins og mér, sem telja að ekki sé búið að taka á inngrónum vanda og lausnin verði því að úr þessari flækju verði einungis leyst með sameiningu og yfirtöku, þar sem raunveruleg staða kæmi almennilega fram. Fallandi virði veða sem uppgíraðir veðbréfapakkar byggjast á verður aðalmálið þetta árið. Í viðvarandi lausafjárerfiðleikum eins og nú og í nánustu framtíð er samkeppnishæfni þeirra sem hafa hátt skuldatryggingarálag afar slæm. Síðan, ef skynsemin grípur Seðlabankann og stýrivextir verða loks lækkaðir, þá versnar ástandið enn fyrir þær fjármálastofnanir sem eru með lágan vaxtamun, jafnvel í þessum ofurvöxtum.

Nú kemur tími hákarlanna, enda hafsjór af slösuðum á ferli.


mbl.is Fækkar um 650 í fjármálageiranum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Já þetta eru vægast sagt spennandi tímar, eða þannig sko.

Það má sennilega búast við hrinu uppsagna hjá "litlu" fjárfestingafélögunum sem voru aðeins stofnuð til að græða á þessu hlutabréfabraski. Ég veit ekki hvaða verkefni önnur þeir ætluðu að taka sér fyrir hendur.

Við sem höfum nennt að lesa litlu klausurnar í Viðskiptablöðunum undanfarið erum ekkert hissa á frétt eins og í Sjónvarpinu í gærkvöldi, um Gnúp. Og Gnúpur er ekki eina svona félagið.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 9.1.2008 kl. 13:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband