Hungraður heimur, „óvart“

Hverjir valda því að hungur breiðist út eins og farsótt um heiminn núna? Loftslags- verndarfólk horfir nú upp á þær afleiðingar gjörða sinna, að aðgerðir þeirra valda hundruðum milljóna Pakistan hrisgrjon APmanna hungri um víða veröld. Ofur- umhverfissinnaður netmiðill eins og BBC lýsir verðsprengingu hveitis og hrísgrjóna í Pakistan, Afghanistan og Bangladesh þannig að eftirspurn þróunarríkja hafi aukist, en uppskerubrestir hafi aukið vandann. Flestir aðrir tala hreint út: Heildareftirspurn jókst aðallega vegna þess að við fórum að brenna matvælum í ökutækjum okkar á Vesturlöndum. Maískornframleiðsla margborgar sig vegna etanóls umfram annað og þekur akrana, en önnur matvælaframleiðsla líður fyrir það, þannig að soja-, hveiti- og hrísgrjónaverð amk. tvöfaldast og heldur áfram upp. Meðal verkamaður í Pakistan þénar 100 kr. á dag, en kíló af hveiti kostar 60 kr. þar syðra. Af 160 milljón manns í Pakistan eru því margir í vanda. Afríka á náttúrulega líka í stórvandræðum vegna þessa og raunar allur þriðji heimurinn.

Börn í þróunarlöndum líða fyrir etanólframleiðsluna

Þessi „óvart“ herkostnaður umhverfissinna heggur helst niður börn í þróunarlöndum, sem sama umhyggjufólk vill svo styðja með styrkjum til misspilltra valdhafa landanna. Stærsta og fljótvirkasta aðgerðin til þess að snúa þessari óheillaþróun við er að viðurkenna að etanólframleiðsla veldur óumdeilanlega hungri í veröldinni. Forgangsröðin er sú, að mannfólkið fái matvælin sín. Síðan kemur allt annað, ss. orka til athafna. Vangaveltur um súrefnishlutfall í loftinu eru dæmi um lúxusvangaveltur kaffihúsafólks með allt of mikinn tíma og of lítinn tilgang.

Hungur veldur fjöldadauða og stríðum núna, ekki hugsanlega eftir þrjátíu ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband