Billjón á 3 mánuðum?

360.000 milljóna króna fall á fimm dögum, eða 200 milljóna króna fall á hverri mínútu markaðarins árið 2008 er hrun. Það 13,4% fall er þó aðeins brot 36% hrunsins síðustu þrjá mánuði sbr. myndina hér til hliðar.

Fallið mun valda gjaldþrotum Hrun hlutabrefa

Afleiðingarnar fara smám saman að koma í ljós og málaferlin strax byrjuð, t.d. vegna falls SPRON bréfanna. Allir vildu fá sinn hlut í gróðanum, en nú tekur tími lögfræðinga og endurskoðenda við, þar sem fæstir vilja eiga tapið. Heldur einhver að þetta sögulega hrun valdi ekki stórum gjaldþrotum? Nú er ekki hægt að hækka bréf lengur með skuldayfirlýsingum á milli fjölda hlutafélaga í eigu sömu aðilanna, heldur er spurt, hvert er veðið og markaðsvirði þess.

Fasteignaverð og króna falla

Þá kemur að fasteignabólunni okkar, sem er rétt að bresta, þannig að þótt svo fari að hlutabréfin jafni sig tímabundið, þá á grunnur flestra íslensku hlutafélaganna enn eftir að veikjast. Mesta furðu vekur að krónan skuli ekki endurspegla fall markaðanna nema að mjög litlu leyti. Því er leiðrétting hennar, þ.e. gengisfallið, enn eftir að eiga sér stað. Sá sem kaupir hlutabréf í dag í von um hækkun þess í íslenskum flotkrónum hefur því ekki líkurnar með sér á því að hagnast verulega að raungildi í árslok.

Kaupið gjaldeyri, nóg af Evrum, enda verða þær gjaldmiðillinn okkar fyrr en varir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Með öðrum orðum; markaðurinn þarf að rísa um eitthvað 55% til að endurheimta tapið frá 15/10.

Baldur Fjölnisson, 10.1.2008 kl. 12:39

2 Smámynd: Bobotov

Ég hefði svo sem ekkert á móti því að eiga svolítið af steypu ef lánin fyrir henni væru ekki verðtryggð.

Bobotov , 10.1.2008 kl. 12:40

3 Smámynd: Hagbarður

Fasteignamarkaðurinn á eftir að fara í "melt-down", atvinnleysi á eftir að aukast og gjaldþrotum fyrirtækja og einstaklinga fer fjölgandi. Það er lendingin! Allt eru þetta dýrkeyptar afleiðingar óstjórnar í efnahags- peningamálum ríkisstjórnar og Seðlabankans. En byrðarnar dreifast örugglega misjafnt, eins og oftast gerist þegar áföllin ríða yfir.

Hagbarður, 10.1.2008 kl. 13:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband