200 milljónir á mínútu

Hlutabréfamarkaðurinn dregur aðeins andann en afleiðingar fallsins halda áfram, eins og ég skrifaði um í morgun í greininni „Billjón á 3 mánuðum?“. Hingað til hafði hann fallið um 200 milljónir á mínútu árið 2008.
mbl.is Hlutabréf hækka í byrjun dags
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef enga skoðun á henni.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 10.1.2008 kl. 11:36

2 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Frábær grein! Og ég sem hélt að ég væri eini leiðinlegi maðurinn í partýinu sem var alltaf að nöldra um að fjörið hliti að dvína fyrr en síðar.

Þessi lækkun er bara meðaltalið! Mörg félög hafa lækkað helmingi meira.

Ég er sammála því að það er merkilegt að ekki skuli vera meiri eftirspurn eftir EVRUM. Ótrúlegt hvað krónan hangir þó svo það ætti að liggja ljóst fyrir að gjaldeyriskaup er eina raunhæfa flóttaleiðin út úr þessu fyrir suma.

Ef ég ætti bót fyrir rassinn á mér núna myndi ég kaupa EURO.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 10.1.2008 kl. 12:43

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Athugið einnig jenið. Það hefur verið hroðalega yfirselt árum saman þó það hafi bánsað örlítið á síðustu mánuðum.

Baldur Fjölnisson, 10.1.2008 kl. 14:23

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk, Jóhannes. Við erum nokkrir, nöldrararnir. Hvernig ætlum við verðum þegar loks kemur að því að markaðurinn eigi að fara upp á við? Jákvæðir?

Baldur, ef Jenið rís í 105 JPY/USD eins og helst þar eins og sumir spá, þá er von á gengisfellingu krónunnar. Þó er aðalmálið hvort Kaupþing og co. nái að koma krónubréfum og slíku frá sér áfram og hvort framlengingar gömlu bréfanna fáist.

Ívar Pálsson, 10.1.2008 kl. 14:55

5 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ívar, mér finnst líklegt að jenið testi bráðlega toppana frá 1999/2000 og 2004/2005 það er rétt rúmlega 100. Takist ekki að hemja það þarf að fara að athuga toppinn frá 1995 (um 80). Það getur hreyfst hratt og hefur hækkað úr 124 í 109 frá því í sumar.

Kanar hafa reynt að spila Japan gegn Kína (gamla deila og drottna trixið til að verja eigin hagsmuni) en það gengur varla lengi úr þessu og Asía mun renna saman í eitt efnahagssvæði og sameiginlegan gjaldmiðil. Jenið ætti í því tilliti að vera mjög traustur kostur - til lengri tíma litið. En því miður er þetta hættuleg hugsun því nái hún að grafa um sig getur það furðu skjótt leitt til þess að bankar vesturlanda hreinlega verði að engu (flóttinn frá carry trade).  Þú hefur einmitt lýst hinu fræga "carry trade" mjög vel Ívar.

Baldur Fjölnisson, 10.1.2008 kl. 16:27

6 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Í dag segir Bernanke að seðlab. BNA muni áfram lækka vexti "verulega" til að forða efnahagssamdrætti (og náttúrlega bjarga stóru bönkunum, eigendum seðlabankans). Já, Federal Reserve er í raun einkafyrirtæki og sú staðreynd undirstrikar vel langvarandi eignarhald Wall Street á pólitíkusum bandaríska einflokksins. Þetta er afar sterkt og rótgróið vald og fer sínu fram að vild og setur á svið hin skrautlegustu sjó með eignum sínum í bandar. stjórnkerfinu eins og dæmin hafa sanna. En lækkandi vextir þýða að dollarinn mun áfram hrynja og gull, olía, hráefni og matvæli munu hækka.

Baldur Fjölnisson, 10.1.2008 kl. 18:46

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Aðeins meira um þetta ...

"""Bernanke said 21% of subprime ARMs are ninety days or more delinquent, and the foreclosure rate is rising sharply.  He said that subprime borrowers and investors are being the most affected by the collapse of the market, but consequences are being felt more broadly.  He noted there is considerably evidence that banks have become more restrictive in their lending to firms and households."""

Algjörlega dæmigert. Þeir moka út lánum í pétur og pál og hundana þeirra líka og skrúfa svo fyrir kranann og hirða á endanum allt draslið á spottprís. Síðla árs 1928 fóru spekúlantar á hlutabréfamarkaði New York og aðrir bísnessmenn fyrst að verða varir við vaxandi útlánatregðu hjá bönkum .....

Baldur Fjölnisson, 10.1.2008 kl. 18:55

8 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þetta er að snúa við.  Kaupa núna.

Þorsteinn Sverrisson, 10.1.2008 kl. 21:25

9 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Þorsteinn, það er í sjálfu sér rökrétt þar sem markaðurinn er að mínu mati á mikilvægu tæknilegu stigi sem hann var lengi að melta með sér á árinu 2006 (5200-5700). Þannig að það gæti verið ákveðin lína í sandinum, amk. í bili. Eitthvað 40% fall frá toppi er síðan óneitanlega veruleg "leiðrétting". En það gæti verið niður í varanlegan bjarnarmarkað. Björninn er stórhættulegur og japanski markaðurinn er klassískt dæmi um það. Hann stóð í tæpum 40 þús stigum árið 1989, hafði þremur árum síðar hrunið niður fyrir 15 þús, rokkaði síðan milli 14 og 23 þús til aldamóta, hrundi þá niður í 8 þús árið 2003 og hefur síðan sperrast upp í 14 þús. Þetta er sem sagt krónískur bjarnarmarkaður.

Baldur Fjölnisson, 10.1.2008 kl. 23:12

10 Smámynd: Ívar Pálsson

Heilmikill fróðleikur, Baldur. Ég þarf að sofa á þessu!

Þorsteinn, fyrst þú ert svo djarfur að telja þetta sig vera botninn, þá væri gaman að fá að heyra hvað ætti að kaupa og hvers vegna. 

Ívar Pálsson, 11.1.2008 kl. 00:14

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Fjárfestirinn Marc Faber er gúrú sem veit sínu viti. Hann spáði nokkuð nákvæmlega um fallið á Wall Street og risið á gulli og hrávöru. Nú spáir hann m.a. því, í meðfylgjandi viðtali Bloombergs á myndbandi, að Bandaríkjadollar og jafnvel hlutabréf taki við sér í skamman tíma (3-6 mánuði) ef leiðrétting Asíubólunnar í hlutabréfum á sér stað. Þó er stefna Federal Reserve þannig til langs tíma að dollar þynnist út, en Faber vill sterkari dollar. Missið ekki af þessu viðtali, þar sem Fed og Greenspan gamli fá á baukinn.

Ívar Pálsson, 11.1.2008 kl. 08:53

12 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ríkissjóður Bandaríkjanna er algjörlega gjaldþrota og getið þið fengið það staðfest hjá David Walker, ríkisendurskoðanda BNA.

Skiljanlega vilja þeir því gengisfella gjaldmiðilinn. Lausnin á vonlausri skuldastöðu hefur alltaf verið verðbólga og náttúrlega ofbeldi, rán og stríð þegar ríki hafa haft burði í slíkt. Það gengur ekki til lengdar að þykjast vera með einhverja "frjálsa markaði" en síðan gervivexti sem er stjórnað af opinberum og hálf-opinberum batteríum - sem þar að auki hafa einkaleyfi á framleiðslu peninga (skulda). Slíkt endar með ósköpum fyrr eða síðar.  

USATODAY.com - A 'fiscal hurricane' on the horizon

WASHINGTON — The comptroller general of the United States is explaining over eggs ... "We face a demographic tsunami" that "will never recede," David Walker ...
www.usatoday.com/news/washington/2005-11-14-fiscal-hurricane-cover_x.htm - 59k -

Baldur Fjölnisson, 11.1.2008 kl. 10:29

13 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Sko, það er ekki til lengdar hægt að vera fallít og jafnframt að vera með algjöra botn ávöxtunarkröfu á skuldunum og á fullu við að gengisfella gjaldmiðilinn og þannig búa til verðbólgu. Myndir þú lána ríkissjóði BNA til tíu ára á 3.8% vöxtum? Hélt ekki.

Baldur Fjölnisson, 11.1.2008 kl. 11:11

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ívar, afsakaðu að ég skuli terrorísera bloggið þitt svona, en þú ert nú alltaf með topp innlegg og defínerandi púnkta sem maður hlýtur að laðast að. Svo er líka mjög sjaldgæft að hitta hagfræðinga sem hafa vit á hagfræði.

Í dag sé ég að seðlabanki Japans er að spá í að lækka stýrivexti vegna fyrirsjáanlegs efnahagssamdráttar í BNA (og auðvitað ógnvænlegrar hækkunar jensins sem ógnar útflutningshagsmunum Japans). Vandamálið er bara að stýrivextirnir eru í núll komma fimm prósentum og bráðum þurfa þeir þá  sem sagt hreinlega að borga með þessu fræga carry trade með hörðum peningum.

Federal Reserve, eign Wall Street og gamals bresks fjármagns, er síðan að boða lækkun stýrivaxta. Þeir eru líka á leið niður í núllið. Meðalið gegn offramleiðslu peninga (skulda) á gervivöxtum á sem sagt að verða meira af því sama. Þetta er algjör afneitun. 

Nýjasti mánaðarviðskiptahalli BNA reyndist vera meiri en "sérfræðingar" höfðu reiknað með, eða eitthvað 63 milljarðar dollara. Það segir kannski ekki mikið þannig að reynum að setja það í skiljanlegra samhengi. Innflutningur BNA í dollurum talið hefur verið 50% meiri en útflutningur landsins síðasta áratuginn amk. og er enn. Vonandi varpar þetta enn betra ljósi en áður á fáránleg terrorhollywoodsjó og örvæntingarfullar stríðslygar.

Baldur Fjölnisson, 11.1.2008 kl. 20:35

15 identicon

Fyrir langtíma fjárfesta eiga svona sveiflur á markaði ekki að skipta máli heldur að rekstur fyrirtækjanna sé góður. Góður rekstur kemur um síðir fram í góðu hlutabréfaverði. Bjuggust menn við að markaðurinn hækkaði endalaust? Hækkunin á Íslenska markaðnum var orðin heimsmet eða því sem næst.

Hér er því um eðlilega og fyrirsjáanlega leiðréttingu að ræða, þó enginn geti tímasett leiðréttinguna, nema þeir sem skrúfa fyrir lánveitingar til hlutabréfakaupa.

Hitt er furðulegra hversu margir hafa verið í skuldsettum hlutabréfakaupum. Það mun auka vandann verulega og ég held að þetta muni taka í það minnsta 2 ár að jafna sig.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 11.1.2008 kl. 23:16

16 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Verðlag peninganna (skuldanna) sem eru búnir til (vextir) er ákvarðað ef opinberum og hálf opinberum aðilum sem í rauninni eru í eigu þeirra sem framleiða peningana (skuldirnar). Fólk þarf bara að skilja hvernig þessi svikamylla virkar og þá hrynur hún gjörsamlega og allar hennar terror- og stríðsleiksýningar.

Baldur Fjölnisson, 11.1.2008 kl. 23:27

17 Smámynd: Ívar Pálsson

Ekkert mál, Baldur, það er nóg pláss á þessum síðum til þess að velta þessum málum fyrir sér. Þetta er nú hjóm eitt miðað við trúarblogg ýmissa annarra. Ég þakka hólið.

Hafi formúlan um Dollarinn og Jenið verið flókin áður, þá er hún eitt þrívíddar- völundarhús núna. Ég keypti og seldi milljarð dollara á þremur árum, aðallega í þessum krossi (já, bókstaflega krossi). Öll heimsins rök fljúga út um gluggann í einni svipan, þegar maður er staddur í skíðalyftu í ölpunum og japanskur fjármálaráðherra glottir út í annað við spurningu, sem er snar- túlkað sem styrking Jensins og lætur samningana manns húrra upp eða niður um milljónir króna í mismun á því frosna andartaki. Þeirra stunda er ekki saknað.

Þeir tímar voru frekar einfaldir, en nú er þetta amk. þríliða (eða 4) þar sem JPY, USD, EUR og GBP er hvert um sig í eigin spennu heima við og síðan gangvart hlutabréfum eða skuldabréfum eins og venjulega, en hrávöru/gulli/olíu (eins og þú hefur oft bent á) sem er helst á umbrotatímum. Það eina sem er á hreinu er að flökt verður mikið. Það er hægt að spila á flökt með stáltaugar, djúpa vasa og ís í maga, en núna kýs ég frekar að kaupa erlend hlutabréf í djúpum lægðum (Decode fyrir stuttu). OK, svo smávegis af Evrum! Lóð í olíubæ í USA er líka freistandi, því að allar lindir verða nýttar eins og kostur er. Orka, heilsa, hrávara, I love it.

Ívar Pálsson, 11.1.2008 kl. 23:35

18 Smámynd: Ívar Pálsson

Sveinn, ætli þú munir ekki hafa rétt fyrir þér með tvö árin ef verið er að ræða um úrvalsvísitöluna. En einstökum félög hlýtur að farnast misvel. Bankarnir eru t.d. ekki allir eins. Stöðugri, gamaldags banka gengur kannski betur en samansafn ungra áhættufíkla. Kannski sá gamli endi t.d. með að yfirtaka skuldbindingar hins á hálfvirði?

Ívar Pálsson, 11.1.2008 kl. 23:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband