Fórnarkostnaður stjórnarinnar

Hve miklu má fórna fyrir friðinn? Sjálfstæðis- og Samfylkingarmanneskja ætti hvor um sig að velta þessari spurningu fyrir sér núna, áður en völlurinn er allur sviðinn á árinu 2008 og leitað verðurRaudur raedur blóraböggla logandi ljósi. Ef svo fer sem horfir, þá verða efnahagslegar afleiðingar markaðshrunsins afar víðtækar. Sjálfstæðisarmur stjórnarinnar virðist hafa löngun til þess að styðja áframhaldandi vöxt, en Samfylkingararmurinn virðist vilja „slá á þensluna“, sem þýðir raunar kyrrstöðu í núverandi umhverfi. Stjórnin er kraftmikill sportbíll sem gefur í með handbremurnar ennþá á. Hitinn og brunalyktin fer fljótlega að finnast.

Refur í hænsnabúri 

Fox hen ImagineAðal handbremsan er Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra, sem líkja má einnig við ref í hænsnabúri. Eggjaframleiðslan fellur niður um leið og hún lætur til sín taka. Orkuframleiðsla, stóriðnaður og almennur iðnaður mega vara sig, þar sem hún vill helst ekki að neitt af þessu þrennu fái að blómstra. Yfirlýsingar hennar ganga þvert á vilja Sjálfstæðisflokksins bera þess skýrt vitni að hún er ákveðin í róttækri haftastefnu, sem dugir til þess að draga okkur í svaðið með hraði. Flest mál sem tengjast hennar ráðuneyti verða í lás á meðan hún situr í stjórn, af því að stefnurnar eru algerlega andstæðar og ósamræmanlegar meirihluta stjórnarinnar. Fórnarkostnaðurinn við það að rétta umhverfisráðherra litla fingur er öll hendin, t.d. í loftslagsmálum, þar sem hún ákveður upp á sitt einsdæmi að Ísland sé í slæmri stöðu og takmarkar því vaxtargetu okkar og skerðir samkeppnishæfni verulega til framtíðar. Forsætisráðherra velur skiljanlega enn að halda friðinn svo að landinu geti verið stýrt þokkalega áfram, en það hlýtur að vera erfitt, þar sem umhverfisráðherra grípur alltaf í stýrið og breytir stefnunni um leið og litið er undan eitt andartak. Staksteinar Morgunblaðsins í dag benda vel á það hve Þórunn mælir oft gegn eigin stjórn.

Annar fórnarkostnaður felst t.d. í aukinni eyðslu utanríkisráðherra í málefni sem eru hrein sóun á tíma og peningum, eins og þróunaraðstoð og umsókn um sæti í Öryggisráði S.Þ.

Umhverfisráðherra vill eflaust láta friða refi, svo að hún fái að leika sér að vild.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Geir Ágústsson

Sérstaklega skemmtilegar og viðeigandi myndlíkingar hjá þér sem draga fram kjarna málsins.

Ekki veit ég til þess að Þórunn hafi lagt bílnum sínum ennþá en slíkt væri a.m.k. vísbending um að hún trúi á eigin orð um dómsdagsáhrif CO2 sameindarinnar, en sé ekki bara að kvabba hugsunarlaust í kór við jafnaðarmennina á meginlandinu. 

Geir Ágústsson, 12.1.2008 kl. 14:23

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef enga skoðun á henni.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 12.1.2008 kl. 14:30

3 Smámynd: Stefán Stefánsson

Já, góður pistill hjá þér Ívar og þetta er einmitt kjarni málsins.

Það er spurning hvað friðurinn helst lengi og enn meiri spurning hvað tæki við ef allt springur hjá þeim. Það eru blikur á lofti. 

Stefán Stefánsson, 12.1.2008 kl. 23:33

4 identicon

Auðvitað er Samfylkingin bara í pólitísku framapoti, en þau hafa bara verið svo stutt í ríkisstjórn að enn er ekki trúverðugt að kenna þeim um neitt.  Þetta að "slá á þennsluna" kemur fyrst og fremst frá Seðlabankanum og umsókn um sæti í Öryggisráði SÞ er frá tímum Halldórs Ásgrímssonar.

Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 13.1.2008 kl. 00:23

5 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Auðvitað er della að Íslendingar sækist eftir að komast í Öryggisráðið. Við verðum að fara að átta okkur á því hvað við erum fá. það eru allir flokkar í framapoti en mér er ljóst að við erum ekki samstíga í pólitík Ívar, góðar stundir

Hólmdís Hjartardóttir, 13.1.2008 kl. 04:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband