Grænland kólnar!

Grænlenskir umhverfissinnar hljóta að kætast núna þegar þeim verður að ósk sinni að land þeirra verði eins kalt og það var vant að vera. Nú berast fréttir þaðan af ísköldum vetri, sem er það sem landsmenn höfðu beðið Evrópusambandið um (hér) í júní sl. að útvega sér með koltvísýringslosunarkvótum og haftaaðgerðum. Þau hljóta þá að verða mörg og fjörug selspikspartíin þennan kalda Þorra hjá nágrönnum okkar vestra, þar sem kætin yfir auknu frosti ræður ríkjum. ESB er augljóslega nátengt himnaföðurnum.


mbl.is Kaldasti vetur á Grænlandi í tíu ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Nú fara margir að kætast. Hvernig verður ástandið hér innan fárra ára? Hafís, snjómokstur, kal í túnum, uppskerubrestur, ...     Þannig var ástandið um 1970. Það gæti gerst aftur. 

Ágúst H Bjarnason, 16.1.2008 kl. 13:20

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Ágúst, í þá gömlu góðu daga þegar ég sigldi á kajak innan um lagnaðarísinn á Skerjafirði, eða þegar ég sá Húnaflóa fullan af ísi, alveg inn Hrútafjörðinn. Þórunn umhverfsráðherra vill eflaust fá að njóta slíkra tíma og lætur iðnaðinn hér borga fyrir möguleikann að sá þetta ástand í ellinni.

Ívar Pálsson, 16.1.2008 kl. 13:44

3 Smámynd: Fannar frá Rifi

Mér þykir nú hlýnandi loftslag bar alveg ágætt. Ég var mjög ánægður með síðasta sumar. Hnattræn hlýnun er Íslandi bara til bóta.

Fannar frá Rifi, 16.1.2008 kl. 15:01

4 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

ekki er allt sem sýnist.

Strandlengja Grænlands er jafnlöng miðbaug jarðar og hér var verið að fjalla um einn flóa, Diskóflóa og einn mánuð.

Ísmyndun fer mikið eftir vindum auk kulda. Það kom langur lognkafli þarna nýverið, sem nú er lokið að ég held. Þarf ekki nema eitt gott íslenskt veður og þá er ísinn aftur ónýtur.

Veturinn 2006 var sá kaldasti við Ammassalik fjörð á austurströndinni í nokkur ár, mikill og góður ís, en nú er hann aftur lélegur, vegna tíðra óveðra.

eftir stendur að bráðnun jökla, þar sem það hefur verið rannsakað (sem er raunar ósköp lítið), er mikil og hraðari en menn geta útskýrt.

með kveðju úr landnámi Eiríks rauða

Baldvin Kristjánsson, 16.1.2008 kl. 15:13

5 Smámynd: Ívar Pálsson

Fannar, bara að allt sé á hreinu þá var ég að reyna fyrir mér í kaldhæðni með því að mæra kuldann, en auðvitað kýs ég hlýnun.

Athyglisvert hjá þér Baldvin.  Eftir stendur í mínum huga spurningin um það hvort Grænlendingar vilji hlýnun eða aðgerðir gegn henni eins og í júní sl. Aðlögun þeirra að hlýnun hefur átt sér stað áður, alveg eins og að kólnun.

Ívar Pálsson, 16.1.2008 kl. 15:46

6 Smámynd: Baldvin Kristjánsson

Svarið við henni er sú að aðlögunin hefur fyrst og fremst falist í að drepast út og koma svo aftur frá Kanada nokkrum hundruð árum síðar.

Sama gerðist með Íslendingana, þeir drápust út, norðmenn/baskar/englendingar komu svo síðar þegar ný tækni og þekking leyfði.

Veit ekki hvort þetta svari spurningunni. Ef menn eru að gera því skóna að grænlenskir veiðimenn, sem eru þeir sem þurfa á ísnum að halda, hafi það svo gott, þá eru meðallaun þeirra undir dkk 80.000 á ári, og það 100% niðurgreidd.

Þannig að svarið við spurningunni er etv. það að þeir sem mæra ísinn vilja fátækt niðurgreiðslu samfélag, þeir sem eiga betri möguleika þegar ísinn minnkar eru þeir sem reyna að taka þátt í nútímasamfélagi þjóðanna.

held þó að ég hafi það rétt eftir vinkonu minni jöklafræðingi, sem sagði mér að fáir vita nokkuð til að geta dregið einhverjar klárar ályktanir. þetta allt saman er byggt á kenningum. ein er t.d. sú að þegar hlýni við miðbaug, kólni við skautin. nýlega fundnar jökulrákir á hafsbotni hér suður af styðja þá kenningu.

Svo etv kaupir dr. Hannes Hólmsteinn loðfeld af grænlenskum veiðimönnum, sem þá aftur verða ríkir. HH verður hinsvegar svo kalt á Íslandi að hann flyst suður á bóginn þar sem hann fær ekki vinnu út á bláa passann.

Svarið fer því dálítið eftir því hver spyr?

með kveðju

Baldvin Kristjánsson, 16.1.2008 kl. 16:32

7 Smámynd: Baldur Fjölnisson

New Peer-Reviewed Study Finds ‘Warming is naturally caused and shows no human influence’

http://canadafreepress.com/index.php/article/908

Baldur Fjölnisson, 16.1.2008 kl. 21:31

8 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Á fyrrihluta síðustu aldar bráðnaði Grænlandsjökull álika mikið og í dag.

Sjá þessa grein:

CURRENT MELTING OF GREENLAND'S ICE MIMICS 1920s-1940s EVENT 

Sumt kemur á óvart

Ágúst H Bjarnason, 17.1.2008 kl. 11:26

9 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Ágúst H Bjarnason, 17.1.2008 kl. 11:31

10 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er ekki á skjön við hnatthlýnunarkenninguna þótt hlýnunin valdi breyttum loft- og hafstraumum og komi misjafnlega niður, valdi jafnvel tímabundinni og staðbundinni kólnun hér og þar. Ef heildarhlýnunin á allri jörðinni er sannanleg þá afsanna einstök kuldamet það ekki.

Bendi ykkur á að lesa nýlegan bloggpistil minn um þetta þar sem við Hannes Hólmsteinn Gissurarson (í athugasemd) erum sammála um það að heildarhlýnunin á jörðinni sé aðal staðreynd þessa máls.

Bara ein spurning: Er minnkun íssins í Íshafinu þá bara bull?  

Ómar Ragnarsson, 17.1.2008 kl. 11:47

12 Smámynd: Geir Ágústsson

"Hlýnunin veldur kólnun" hlýtur að vera seinasta hálmstráið í málflutningi þeirra sem vilja siga ríkisvaldinu óbeisluðu á hinn frjálsa markað í nafni hitastigsbreytinga.

Geir Ágústsson, 19.1.2008 kl. 18:06

13 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Er ekki kominn tími til, að veðurfars-flónin fari að færa rök fyrir þeirri skoðun sinni að hlýnandi veðurfar stafi af auknum lífsanda (CO2) í andrúminu ? Hvar eru gögnin um samband þessara þátta og hvor breytan er frumbreyta ?

Auðvitað er rétt hjá Ómari, að varmaorkan færist til á Jörðinni og birtist sem miklar tíma- og svæðisbundnar sveiflur hitastigs. Það vill samt svo til, að heildar-varmaorka andrúmsins hlýtur að vera sem nærst óbreytt frá einni mælinu til þeirrar nærstu. Með öðrum orðum, hnattrænn hitaferill á að vera samfelldur. Þessu er einnig hægt að lýsa með því að segja að inngeislun Sólar til andrúms Jarðar er jöfn útgeislun Jarðar út í geyminn.

Ef nú hitamælingarnar endurspegla þessa samfellu orkunnar, á hitaferillinn einnig að vera samfelldur. Útlit hitaferilsins er því hægt að skoða sem mælikvarða á nákvæmni mælinganna. Meðalhiti andrúms í dag á að vera nær sá sami og í gær og meðalhiti þessa mánaðar nær sá sami og síðasta mánaðar. Þessu er ekki svo farið.

Ég hef dregið upp meðalhita á Jörðu (ekki yfir sæ) síðustu 120 mánaða (10 ára) og eins og greinilega sést er ekki um samfelldan feril að ræða: http://altice.blog.is/blog/altice/entry/398432/

Hitastigið sveiflast frá mánuði til mánaðar og að meðaltali er stökkið á milli hverra tveggja mánaða 0,170 C-gráður. Til samanburðar má geta þess að á síðustu 150 árum hefur meðalhiti á Jörðu (yfir landi og sæ) hækkað um 0,750 C-gráður, sem samsvarar meðalhækkun um 0,00042 C-gráðum á mánuði (ef ég hef reiknað rétt).

Mín niðurstaða er sú, að hitamælingarnar sem lagðar eru til grundvallar spám um ógnvænlega hækkun hitastigs séu óáreiðanlegar. Þótt búið sé að jafna út (með meðaltali) tilfallandi sveiflum innan hvers mánaðar (um 30 sólarhringa) er samt svona mikill munur á reiknuðum meðalhita hverra tveggja aðliggjandi mánaða. Mig grunar að mælinákvæmni upp á 1/1000 úr C-gráðu sé einfaldlega blekking. Hvers vegna leggir IPCC ekki fram sannanir eða að minnsta kosti útskýringar á hvernig þeir ná þessari nákvæmni ?

Loftur Altice Þorsteinsson, 19.1.2008 kl. 22:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband