Bláfjöll: Ráðningar gleymdust

Í Bláfjöllum í kvöld var frábær, vel troðinn snjór, Blafjoll 24feb2007 IPfallegt veður og hundruð áhugasamra ungmenna, en hvað vantaði? Starfsfólk! Því máttum við húka í óralangri röð í einu opnu fullorðinslyftunni í Kóngsgili þar til að ég gafst upp eftir tvær ferðir og brenndi í bæinn með nýja árskortið mitt á skíði nær ónotað eins og öll síðustu ár, hundsvekktur yfir því að fá ekki að nýta þessar einstöku aðstæður án þess að drepast úr leiðindum. Hvernig Bláfjallanefnd getur ekki dottið í hug að hafa tiltækt starfsfólk um miðjan janúar þegar snjórinn kemur helst og milljarðs fjárfestingar bíða notkunar er mér hulið.

Afsakanir í stað starfsfólks 

Fyrr í dag kom enn eitt gullkornið úr Frægðarhöll afsakananna (e. Excuses Hall of Fame) frá umsjónaraðila Bláfjallasvæðisins: „Snjómuggan er of mikil, þannig að við opnum klukkan fimm, þegar kveikt verður á kösturunum“. Raunástæðan var augljóslega sú, að nægilegur fjöldi starfsfólks var alls ekki fyrir hendi. Stæðin voru vel rudd (af einkaaðila á samningi?) þannig að mannfjöldinn náði að leggja bílunum að mestu, en enginn stýrði því, sem endaði með þreföldun á einni rein, sem gladdi án efa miðjubíleigendurna!. Engin veitingasala var í gangi eða umsjón sjáanleg, þar sem t.d. vantaði salernispappír á klósettunum. Hálftíma röð var í það að fá að kaupa kvöldkortið, en þá tók óskipuleg og löng röð í lyftuna við. Í þessum hyldjúpa snjó var tækifærið ekki notað til þess að leggja  gönguskíðabrautina, skildist mér á símsvaranum.

Vill borgarstjórn fólk í fjöllin lengur?Blafjoll vid solsetur IP

Tilfinningin er sú, að rekstur skíðasvæðisins sé fjárhagslegur og félagslegur baggi, sem borgaryfirvöld kannist við að þau þurfi að bera, en vonast til að losna við með hlýnandi veðráttu. Niðurstaðan er sú, eins og í kvöld, að fjöldi ungra áhugasamra hjarta sem hlakkar til að reyna nýja snjóbrettið sitt í vinahópi og mynda áframhaldandi fjallaáhuga, ná ekki að slá réttan takt, finnst þetta raðahangs fúlt og mætir tæpast aftur bráðlega. Á meðan bíða fullfærar skíðalyftur ónotaðar allt í kringum þau af því að ráðandi aðilar tíma ekki að nota tilætlað fé til þess að ráða starfsfólk og láta standa hendur fram úr ermum, heldur stökkva aðilar eins og Björn Ingi fram og tala fjálglega um kaup snjógerðarvéla. Til hvers? Svo að fleiri fari í fjöllin og verði svekktir eins og ég.

IP allir i fjollinNotum aðstæðurnar til fulls 

Það verður líklega mjög langt í nokkra drauma, t.d. þá að veitingaaðili fái aðalskálann leigðan, að nýja stólalyftan verði notuð allt árið til léttra fjallaferða eða fyrir hópferðir. En núna biðjum við einungis um að allar lyftur séu opnar þegar snjónum kyngir niður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hafsteinn Viðar Ásgeirsson

Þetta er alveg rosalegt Ívar. Það er lyginni líkast að fólk skuli lenda í þessari steypu, eftir að búið er að grenja yfir snjóleysi í mörg ár og eins og þú nefnir, láta hugann reika um endalausar fjárfestingar til að bjarga snjóleysi, að það skuli enginn vera þarna í standi til að taka við snjó? Ekki einu sinni larfur til að setjast uppí græju til að troða brautir fyrir göngufólk sem þá þyrfti ekki að standa í röðunum með hinum.

Ef þetta er ekki galið stjórnleysi og rugl þá hef ég ekki nef fyrir slíku...

Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 18.1.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Snorri Bergz

Ja, svona er þetta. Árni Mathiesen ætlaði að sjá um þetta, en ...

Snorri Bergz, 18.1.2008 kl. 19:16

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef ekki mikla skoðun á þessu máli, en ég er hneykslaður

Gunnar Helgi Eysteinsson, 19.1.2008 kl. 00:11

4 Smámynd: Ólöf Anna

Það er svona þegar allir sem kunna á fjöllin voru reknir í fyrra vetur, greinilega þeim að kenna að það var engin snjór. Kannski að bláfjallanefndin fatti það núna að það er ekki málið að ýta bara á græna takkann og láta lyfturnar rúlla. En bara allt of seint, hún lokaði bara eyrunum þegar það var reynt að benda þeim á þetta.

Ólöf Anna , 20.1.2008 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband