Svindl og hrun haldast í hendur

Svindl hefur jafnan fylgt falli verðbréfa. Opinberunin á blekkingum Frakkans Kerviel kemur einmitt á þeim tíma þegar markaðir falla. Á þannig tímum koma í ljós fölsk fyrirtæki og yfirbreiðsluaðgerðir til þess að halda uppi veðum eða verðmæti fyrirtækja. Bókin „Manias, Panics, and Crashes“ eftir Kindleberger, sem ætti að vera skyldulesning hverjum fjárfesti eða verðbréfamiðlara, lýsir þessu ágætlega á bls. 66 og áfram. Þar segir m.a. (í lauslegri þýðingu og samantekt minni):

 “Tilhneigingin til svindls og þess að verða fórnarlamb svindls er samsíða spákaupmennsku í uppgangi verðbréfa. Hrun og örvænting skapa síðan enn meiri hvata til svika til þess að bjarga eigin skinni. Merkið um óðagot (á markaði) er oft uppgötvun einhvers svindls, þjófnaðar, fjárdráttar eða fjársvika“ Stjórnendur svindla þá frekar á hluthöfum, veðtryggingasalar á fjárfestum og starfsmenn á stjórnendum. Gjarnan er svindlað með fölskum víxlum eða móttakendum: „In the case of ficticious names on bills of exchange, of some future, as yet anonymous, recipient of the bill by the drawer“. Samkvæmt flestu sem Kindleberger segir ætti heimsmarkaður að vera kominn á stig óðagots, þar sem bólan er sprungin. Uppljóstruðum svindlum ætti að fjölga.

Jerome Kerviel beitti blekkingum

Jerome Kerviel verðbréfamiðlari hjá franska bankanum Societe Generale, t.d. einum virtasta afleiðubanka í heimi beitti ótrúlega miklum blekkingum innan bankans í krafti tölvukunnáttu sinnar og annarrar færni, sem stóðust jafnvel fyrirspurnir Eurex afleiðukauphallarinnar í nóvember sl. (að vísu þá með fölsuðu skjali). Hann setti um 4.800 milljarða króna virði að veði, en það er álíka og fjárlagahalli Frakklands. Þegar undið var ofan af svindlinu í skyndi varð tap bankans um 470 milljarða króna virði. Staðan á áramótum hafði verið gerólík: þá var staða þessarra framvirku samninga um 135 milljarða í hagnaði. 

Hvernig er tekið á blekkingarmálum hér?

Hverjar eru líkurnar á því að bankaeftirlit eða innra eftirlit banka hér á landi viti öllum stundum að allt sé í stakasta lagi að þessu leyti, sérstaklega fyrst hrunið hefur þegar orðið svona mikið? Helsta hættan gæti reynst vera ofmat veða, eða sú að fyrirsjáanlegum vandræðasamningum sé framlengt út í óendanleikann. Afleiðuheimurinn er afleitur að því leyti.

 

Hér eru tenglar á ensku um frönsku vandræðin. Reuters fréttin er hvað best. En athugið að FT tenglar er þannig, að fara verður inn á ft.com og ná í fréttina, ef tengillinn birtist á vef eins og hér:

http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/7211796.stm

BBC  Charges over French bank losses

http://www.ft.com/cms/s/0/bb8d266c-cb75-11dc-97ff-000077b07658,dwp_uuid=7feb1620-ca88-11dc-a960-000077b07658.html

FT  Questions over hidden losses at SocGen

http://www.ft.com/cms/s/0/ddb70fa4-cb76-11dc-97ff-000077b07658,dwp_uuid=7feb1620-ca88-11dc-a960-000077b07658.html

FT  SocGen’s rivals rush to scrutinise unsettled contracts

http://www.ft.com/cms/s/0/3deb9886-cb77-11dc-97ff-000077b07658,dwp_uuid=7feb1620-ca88-11dc-a960-000077b07658.html

FT  Anger mounts at timing of SocGen’s revelation

http://www.ft.com/cms/s/0/3ac68dd2-cb7c-11dc-97ff-000077b07658.html

FT Pressure grows for SocGen answers

http://www.ft.com/cms/s/0/d1ef0122-cb76-11dc-97ff-000077b07658,dwp_uuid=7feb1620-ca88-11dc-a960-000077b07658.html

FT  Previous SocGen suitors face a changed landscape

http://www.ft.com/cms/s/0/00d5a556-cb61-11dc-97ff-000077b07658,dwp_uuid=7feb1620-ca88-11dc-a960-000077b07658.html

FT  Man in the News: Daniel Bouton

http://www.ft.com/cms/s/0/e9ce4dd4-cb76-11dc-97ff-000077b07658,dwp_uuid=7feb1620-ca88-11dc-a960-000077b07658.html

Bloomberg  

Kerviel’s neighbours air their shock and dismay

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aY1GmyC9KlL4&refer=home

Kerviel, Societe Generale Rogue Trader, Held in Paris (Update3)

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601109&sid=aP1A8YkLbqIE&refer=home

Rogue Flight: Societe Generale's Kerviel Tags Leeson (Update1)

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601109&sid=awdX2SvGEIgE&refer=home

Trader Turns Societe Generale Report Into a Nightmare (Update1)

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601170&refer=home&sid=aIkg.RTzZKp8

Lagarde to Probe Why SocGen Controls Failed, If More Needed

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601109&refer=home&sid=aF..beZi3BGA

Sarkozy Pledges to Use French Bank for Protectionism (Update1)

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=aTNMJaurCbB8&refer=home

Societe Generale Reports EU4.9 Billion Trading Loss (Update5)

http://www.bloomberg.com/apps/news?pid=20601087&sid=afe4F56diNk0&refer=home

Northern Rock Crisis Blamed on FSA `Failure,' U.K. Panel Says

http://news.bbc.co.uk/2/hi/europe/7211796.stm

BBC French trader 'staked 50bn euros'

http://www.reuters.com/article/topNews/idUSL2422020620080128

Reuters  SocGen under pressure as rogue trader released

 


mbl.is Kerviel þráði að verða einn sá besti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ívar Pálsson

Þakka þér fyrir, Laissez- Faire. Nú eru komin 10 ár frá því að ég gerði mína fyrstu framvirku gjaldmiðlasamninga, en mér blöskrar enn hversu langt afleiðuviðskiptin geta leitt fólk og fyrirtæki, sbr. Societe Generale. Í upphafsgrein minni í mars sl. „Fall Íslands“. þá reyndi ég að útskýra það hvernig markaður getur frátengst raunveruleikanum með því að snúast um væntingar um væntingar endalaust. Afleiðuviðskiptin hafa þróast mjög hratt í þessa veru og minna á önnur ávísanakerfi, bréfakeðjur og spilaborgir sem fólk hefur komið sér upp til þess að græða miklu meira og hraðar heldur en „gamla liðið“. Þetta er líklega náttúrulegt ferli, hringur þar sem byrjað er á núlli með raunverulegt virði, lága ávöxtun og gullfót, en endar í risasprengingu vegna ofhlaðinna væntinga og fjalli skuldaviðurkenninga á óvissa framtíð í ýmsu formi (ss. afleiða). Enginn ætti að byggja tíu hæða blokk ofan á grunn einbýlishúss, en þannig eru flóknustu afleiðuviðskiptin í dag.

Ívar Pálsson, 29.1.2008 kl. 08:33

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég var ánægður að lesa það um Landsbankann í dag í Mogganum að hann er ekki með neinar stöður í skuldabréfavafningum, enda held ég að afstaða Björgólfs eldri byggi á rótgrónari gildum en svo, að hann eigi framtíð sína undir sveiflukenndum æðibunugangi hjarðarinnar.

Ívar Pálsson, 29.1.2008 kl. 08:42

3 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Takk fyrir góðan pistil. Ég verð sennilega að taka þig í sátt aftur , þó þú hafir keypt hlutabréf í síðustu viku.

Þó ég nenni ekki að stauta mig fram úr öllum þessum greinum um málið þá nær maður nokkurn veginn samhenginu. (ekki sá besti í viðskiptaenskunni)

En finnst þér líklegt að maðurinn hafi virkilega getað verið einn að verki og yfirstjórnin algerlega saklaus, af þá öðru en algjöru eftirlitsleysi.  Það er verulega grunsamlegt þegar svona mál koma upp að það sé alltaf einn maður sem á sökina, og það yfirleitt lágt settur.

Eins og þú getur réttilega þá er svindl fylgifiskur hrunsins. En þar fylgir líka annar fiskur og það er leitin að sökudólgnum. Þetta er eðli allra á öllum sviðum, að þegar eitthvað miður gott gerist, sem við berum ábyrgð á, þá reynum við að minnka okkar ábyrgð með því að kenna öðrum um smá part. Best er ef við getum fundið einhvern sem við getum klínt á allri ábyrgðinni.

En hrikalega hlýtur að vera litið spunnið í þessi fyrirtæki, ef einn maður getur gert svona hluti. Ætli yfirmaður innra eftirlits bankans sé enn við störf?

Það verður áhugavert ef fram koma fleiri svona svindl á næstunni, eins og þú spáir, hvort þar verði líka að verki bara einn lágt settur starfsmaður.

P.s.  Hvernig líst þér á útkomu Straums og Landsbanka. Gaman væri að fá þitt álit. Ekki nenni ég orðið að lesa álit greiningadeildanna.

Jóhannes Snævar Haraldsson, 29.1.2008 kl. 13:01

4 Smámynd: Ívar Pálsson

Takk fyrir fyrirgefninguna, Jóhannes. Ég ætti náttúrulega að leysa út þennan 7,6% hagnað sem kom á 3 dögum, en eins og ég sagði, þá er þetta til framtíðar (og núllast út og nær sömu hækkun í árslok!).

Kerviel gæti hafa unnið einn, en miklu líklegra er að einhverjir yfirmenn hafi litið í hina áttina þegar hann var í svona góðum hagnaði, og að öxin hafi fallið þegar markaðurinn gerði það, enda ægileg veðköll sem hefðu þá átt að fara fram. Lítið er rannsakað þegar vel gengur. Þegar er komið í ljós að Kerviel var heillengi að vinna vel í þágu fyrirtækisins, þótt hann svindlaði til þess. Hann fær í mesta lagi þrjú ár í fangelsi (1 og hálft afplánun) fyrir stórfelldar blekkingar en ekki svindl, fjárdrátt eða fjársvik. Mjög erfitt er að sjá hvenær sá sem er í afleiðum er að fara fram úr heimild sinni, sem er kannski að mega leggja að veði 33 falt virði þess sem er raunverulegt veð, en stundum er það veð kannski reiknað út frá metnu eigin fé fyrirtækis og hann vann hjá risastórum banka. Vandinn er  innan bankans og það er örugglega framtíðin að starfsfólk innra eftirlits beini sjónum sínum ákveðnar að því sem er að gerast hverja stundina, sérstaklega í afleiðum, en að því sem liðið og skjalfest er. Aðrir stórir afleiðubankar eins og Deutsche Bank hljóta að vera að hreinsa til hjá sér núna, ef þeir ná því áður en eftirlitsaðilarnir gera það. En tjónið á markaðnum heldur áfram, því að þessi atburður sýnir fram á veikleika spilaborgar nútíma bankaviðskipta, sem eru hugsanlega 70-80% framvirk.

Ég hef ekki lagst yfir útkomu Straums og Landsbankans. Greiningaraðilar gera það í alvöru betur en ég.  Ég hugsa meir um framtíð þeirra, sem ég tel bjarta, ef Landsbankinn nær að gera ráð fyrir falli fasteignaverðs (sem ég trúi að hann geri) og aðskilji sig sem mest frá því sigi.

Ívar Pálsson, 29.1.2008 kl. 14:54

5 Smámynd: Ívar Pálsson

BBC staðfestir aukningu á svindli hér:

Veðsvik á borði FBI: 2006= 400. 2007=1200.

The FBI said it viewed mortgage fraud as an increasing threat to the national economy. It said that there had been 1,200 cases of mortgage fraud for the 2007 financial year compared with just 400 in 2006. The crisis in the sub-prime lending market has hit financial markets worldwide.

Ívar Pálsson, 29.1.2008 kl. 23:42

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það eru mýmörg dæmi hér á landi með fjármálasvindl sem ekkert hefir verið hægt að  gera í. Bankar sem sáu um ávöxtun á lífeyrisjóðum fyrir síðasta hrun létu þá kaupa ónýt hlutabréf sem þeir vildu losna við jafnvel óskráð eins og OZ og þessháttar. Kaupþing voru bestir í þessu og Landsbankinn sagði hefðu þið borgað meir fyrir ávaxstuninna á lífeyrisjóð ykkar þá hefðum við hugsað betur um hann. Ráðgjöf í dag er stjórnun eftir þeirra hug en ekki hvað er best fyrir viðskipta vinin.

Valdimar Samúelsson, 31.1.2008 kl. 09:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband