Veturinn er bestur

Veturinn á Íslandi slær sumrinu gersamlega við á dögum eins og í gær. Vid TindfjollFegurð náttúrunnar á Tindfjallasvæðinu var með endemum, þar sem við Stefán Bjarnason ferðuðumst um á fjallaskíðum. Fet af púðursnjó hafði fallið og sindraði nú í sólskini og blæjalogni. Okkur fannst Eyjafjallajökull enn fegurri en áður, þar sem við höfðum gengið og rennt okkur í fyrra. Dagurinn flaug hjá í leiðslu, þar sem ég vonaðist til að sem flestir ferðafærir Íslendingar geri sér grein fyrir því að mjög víða í nágrenni þeirra er hægt að njóta vetrarins til fulls. Sjáumst svo á fjöllum!Yfir Þórsmörk

Hér er viðeigandi tengill inn á myndasíðu mína (sem er líka alltaf hér niðri til vinstri, „Fjallaferðir ÍP“). Ýtið þrisvar á myndir til þess að stækka þær til fulls. Athugið að stundum eru myndasíðurnar fleiri en ein, þá er  1,2,3 neðst til hægri  á síðunni.


mbl.is Víða hálka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband