Þórunn á bremsunni

Ef Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra nær sínu fram, þá bremsar hún hagvaxtarkerrunniBremsan okkar, sem Glitnir hefur þegar spáð kyrrstöðu á þessu ári, 0% hagvexti. Kolefnislosunarkvóti hennar er skorinn við nögl, enda Aðaltæki umhverfisráðherraer hún augljóslega ákveðin í því að semja af sér fyrir Íslands hönd og nota öll helstu stjórntæki til þess að hamla vexti þjóðarinnar á erfiðum tímum í stað þess að nýta einstaka sérstöðu Íslands í orkumálum og öðrum umhverfismálum.

Bremsa a kraftinnMótvægisaðgerð?

Bestu mótvægisaðgerðir sem ríkisstjórnin gæti beitt sér fyrir núna væru þær að senda þennan ráðherra í langt frí til Indlands, þar sem henni yrði kynnt kjarnorkuáætlun landsins, bygging kolavera og aðrar aðgerðir til þess að bæta þannig líf milljarða fátækra í veröldinni. Á meðan leyfum við sjálfsagða nýtingu vistvænnar orku Íslands til framleiðslu einnar eftirsóttustu orkusparnaðarvöru veraldar, álsins. Skömm sé ráðherranum og samráðsmanneskjunni Ingibjörgu Sólrúnu að koma ósanngjarnasta kvótakerfi veraldar á hér á landi. Kostnaður okkar verður talinn í tugum milljarða. Þann draug verður erfitt að kveða niður.


mbl.is Efast um réttmæti leyfisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Ég get ekki annað en tekið undir orð þín Ívar. Þórunn er tilbúin að vinna hrein skemmdarverk á efnahag landsmanna. Hún virðist lifa við algjöra fyrringu og ekki bera neina virðingu fyrir lífsbjörg þjóðarinnar.

Hvernig stendur á að Dofrinn virðist vera sérlegur sendifulltrúi ráðherrans og hann fær greiða inngöngu á öllum fjölmiðlum. Ef Þeim Þórunni tekst að hindra, eða seinka byggingu verksmiðjunnar í Helguvík, mun ég snúa algjörlega baki við þessari ríkistjórn.

Loftur Altice Þorsteinsson, 13.3.2008 kl. 00:18

2 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála, það er tímabært fyrir Haarde að skipta út

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 13.3.2008 kl. 00:19

3 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Þegar viðmælandi Dofra í Kastljósinu sagði það erfitt að rökræða við hann vegna þess að hann væri einfaldlega á móti álverum, þá sagðist Dofri vera ósammála því. Sen er skrítið því hann sagðist í tvígang ekki skilja svona "gamaldags" atvinnustefnu sem álver væri. Hvað er gamaldags við hátæknivinnustað?

Gunnar Th. Gunnarsson, 13.3.2008 kl. 01:32

4 Smámynd: Lára Hanna Einarsdóttir

Hve mörg hátæknistörf eru í einu álveri, Gunnar Th.?

Lára Hanna Einarsdóttir, 13.3.2008 kl. 01:40

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Þetta "kerlingastóð" í forystu Samfylkingarinnar virðist lifa í allt öðrum heimi en restin af þjóðinni.

Jóhann Elíasson, 13.3.2008 kl. 01:40

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ekki þýðir að leggjast í kör og aumingjaskap sem er að skella á. Þjóðin orðin þunglind. Nú er bara að lækka vextina og sækja á ný.

Við verðum að framkvæma einhvað í hvelli. Það verður nóg af fólki þarna. Það er nóg af húsnæði fyrir  þá sem vilja flytja suður eftir. B´ði frá hernum og í einkageiranum. V

Valdimar Samúelsson, 13.3.2008 kl. 08:51

7 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæl, þið öll.

Lára Hanna en ertu með fordóma í garð starfsmanna í áliðnaði.

Við eitt álver starfa um 470 manna þarf er 70 ófaglæriði 130 stóriðjugreinar á iðnskólastigi 110 iðnaðarmenn 85 sérfræðingar verkfræðingar og tæknifræðingar um 30 skrifstofumenn. Markfeldisáhrif eru um 3 eða um 1850 manns í beinum og óbenum störfum.

 Menntun landsmanna hefur aukist í skjóli aukinna tækifæra vegna þeirra ruðningsáhrifa  sem þessi nýja atvinnugrein hefur haft í för með sér undanfarin 40 ár af þeirri einföldu ástæðu að tækifærin fyrir háskólamenntaða eru fleiri, t.d. verk- og tæknifræðingar ISAL.

 Árið 1969 voru um eitthundrað verkfræðimenntaðir menn á landinu og áttu í erfiðleikum að fá sé vinnu við sitt hæfi á Íslandi. Nú eru um 3.500 verk- og tæknifræðingar og fjölgar ört, þrátt fyrir það er gríðarlegur skortur á fólki í þessari grein.

UM 22.500 manns eiga nú afkomu sína undir orkugeiranum og stóriðju á Íslandi. Tuttugu og tvö þúsund og fimm hundruð manns sem vinstrimenn og atvinnuleysissinnar vilja svipta lífsviðurværinu og tryggja að þeirra hagur og framtíð sé í lausu lofti.

Kv. Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 13.3.2008 kl. 10:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband