Laun þín 2008: mínus 15-17%

Krónulaun þín 2008 rýrnuðu um 15-17% á þessu ári, 2008 mínus þær launahækkanir sem þú hefur fengið. Gengisfellingin er slík. Ef þú tókst lán í erlendum gjaldeyri á þessum 10 vikum, þá hafa þau hækkað um 1,7% fyrir hverja viku sem liðin er síðan það gerðist, þó langmest síðustu daga. Kostnaður rýkur einnig upp, bensín fór yfir 150 kr. á lítra í dag, en matvæli eiga enn eftir að snarhækka, þar sem verð þeirra út úr búð í dag endurspeglar ekki nýjustu gengislækkanir eða hráefnishækkanir.

Eitt og annað framundan

Þó er það versta eftir. Enn hefur ekki verið tekið á helstu vandamálum krónunnar og íslenska efnahagskerfisins að neinu marki. Styrking japanska Jensins snareykur skuldir bankanna, sem eru mestar í Jenum og veldur flótta úr krónubréfabransanum og öðrum vaxtamunarviðskiptum, sem falla þá inn til okkar í stórum milljarðatuga kippum, löngu fyrir gjalddagana. Jenið styrktist í 100 Jen gegn Bandaríkjadollar áðan og gæti farið niður úr því, sem er 13 ára met. Fasteignaverðið hér á landi er enn rammfalskt og þarfnast verulegrar leiðréttingar niður á við, sem gerist að vísu af sjálfu sér bráðlega. Við það hrúgast  fasteignir upp hjá bönkunum.

Sjóðir bresta

Hugsanlega verða stærstu skellirnir þegar stórir sjóðir fara að bresta hver af öðrum á Íslandi eins og gerst hefur  í Bandaríkjunum síðustu vikur. Milljarða dollara sjóðir sem voru ofgíraðir upp fyrir haus, fá nú veðköll upp á hundruð milljóna dollara og eru þá leystir upp og renna inn til bankans. En hvað með verðbréfasjóði íslenskra banka? Rýrnunin er augljós, en einhverjir þeirra hljóta að verða leystir upp. Enn er spurt, hvernig tekst íslenskum banka að vera stikkfrí frá raunveruleikanum sem heimsbyggðin horfir á?


mbl.is Krónan heldur áfram að veikjast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Af hverju er þetta að gerast???...skil þetta ekki?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.3.2008 kl. 16:34

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Anna, fall krónunnar minnkar kaupgetu hennar. Stórir gjaldeyrisspekúlantar keyptu krónur sem verða svo seldar þegar það borgar sig ekki að halda þeim. Mikið framboð þeirra lækkar verðið og krónan þynnist út. Gjaldeyrinn sem tekinn er að láni þarf að borga til baka í gjaldeyri, sem keyptur er fyrir æ fleiri krónur. En ef spurt er af hverju gengið fellur einmitt núna, þá eru mörg svör. Kannski aðallega að það er ekki innistæða fyrir öllum úttektunum. Mér finnst þetta vera uppsafnaðir vextir sem við endum með að borga með falli krónunnar.

Ívar Pálsson, 13.3.2008 kl. 18:59

3 Smámynd: Rauða Ljónið

Sæll, Ívar  er þett ekki of  hára tölur, við semjum í haust rennur út nóv-des samningurinn.

 Kv, Sigurjón Vigfússon

Rauða Ljónið, 13.3.2008 kl. 19:22

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

já Ívar og takk fyrir gott svar...átta mig á þessu, en ekki hinu hvernig krónan fellur í frjálsu fallli ???..hver ber ábyrgð á því?  Var einginn sem sá það fyrir (hef ekki fundið þann pistil)?

kær kveðja 

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.3.2008 kl. 21:37

5 Smámynd: haraldurhar

   Anna þetta er nú ekki svo flókið, ísl. kr. er að leiðrétta sig og á eftir að fara ca. 20% í viðbót niður gagnvar erl. gjaldm.

   Við höfum búið við á undangegnum árum við kolvitlausa efnahagsstjórn, þar sem gengi kr. hefur verið haldið uppi ´með okurvöxtum.  Sem hefur leitt til þess að erl soðir og einstaklingar hafa verið að taka stöðu í kr. og hagnast af vaxtamun og oft á tíðum gengismun.  Þessi ranga gengiskráning hefur leitt til stórfellds viðskiptahalla, auk þess dregið mátt úr útflutingstafsemi og annari samkeppinsframleiðslu.

   Við höfum einning flutt inn afarmikið erl. lánsfé, og útfluingurinnn okkar hefur verið vextir, en nú er svo komið að erl. lánsfé er nær ófáanlegt og ef það fæst þá á afar dýrum kjörum, ísl. bankarinr hafa orðið að stöðva útlán og safna fyrir afborgunum og vöxtum, auk þess að hafa borð f. báru til að taka á móti komandi tíma.

     Þetta ástand hlítur að kalla á að skipt verði út stjórn og stjórnendum í Seðlabankanum, og menn horfi á raunveruleikan, það verður ekki komist öllu lengur hjá því að flýja raunveruleikan, og hleypa undirliggjandi verðbólgu í gegn, og færa vexti á svipaðan level og hjá öðrum þjóðum.  Þetta kostar kjararýrnum, og lækkun húsnæðisverðs, en á móti kemur að útflungingsgreinar ferðaþjónusta og annar samkeppninsiðnaður mun komast í eðlilegra umhverfi.

     Því má heldur ekki gleyma að Ríkisjóður hefur líka fitnað eins og púkinn á fjósbitanum, en ég held að ísl. stjórnmálamenn geri sér alls ekki ljóst hversu tekjusamdrátturinn hjá Ríkinu verður mikill, sem svo í framhaldinu, hlítur að leiða til mikils niðurskurðar í opinbera geiranum.

    Ríkisjóður er ekki botnlaus.

haraldurhar, 13.3.2008 kl. 22:15

6 identicon

Veistu ca. hvað þetta er mikið af krónum sem er ofaukið?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 22:44

7 Smámynd: Ívar Pálsson

Rétt hjá þér, Jón. Forðumst líka skuldir eins og heitan eldinn.

Sigurjón, ég skil ekki alveg hvað þú átt við. En tölur gengisfallsins eru eins og búast mátti við. Oft styrkist þetta aftur næstu daga á eftir, en það er þá bara kauptækifæri meiri gjaldeyris, finnst mér.

Anna, allir munu benda á alla  um orsakirnar. Ég hef oft sagt mína skoðun (hér til vinstri, að háir vextir hér heilla spekúlanta hvaðanæva, sem mjólka kúna þurra á meðan hægt er og láta sig svo hverfa. Því átti ekki að hækka vexti svona hrikalega.

Ívar Pálsson, 13.3.2008 kl. 22:47

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

...mjólka...og láta sig svo hverfa? er þetta hið nýja Ísland?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 13.3.2008 kl. 22:53

9 Smámynd: Ívar Pálsson

Ég sá ekki fyrr en núna þetta ágæta svar og innleg HaraldarHar. Hárrétt og vel orðað, takk.

Hans, góð spurning. Gjaldeyrismarkaðurinn gengur náttúrulega út á þetta, að meta það hvers virði krónan er eða verður, því að framvirkar stöður eru miklar. Útistandandi krónubréf og vaxtamunarsamningar eru þó nokkur hundruð milljarðar. Bankafólk segir flest að það leiti ekki inn á sama tíma, en mér sýnist slíkt nú gerast í Bandaríkjunum, þegar einhver vill út, þá er sá aðili tilbúinn til þess að blæða, bara að losna strax undan kvöðinni, sætta sig við tapið eða forgengna hagnaðinn og geta þá slakað á. 

Ívar Pálsson, 13.3.2008 kl. 23:02

10 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ég hef verið að reyna að finna út hvað hægt sé að kaupa fyrir 0,09 evrur og eftir því sem ég kemst næst er það ansi fátt utan einn meðal skeiniskammtur (sirka 1/24 af meðal klósettpappírsrúllu) sem þýðir að krónan er uþb. á pari við skeinipappír ásamt efnahags- og peningamálastjórninni hér á landi.

Baldur Fjölnisson, 13.3.2008 kl. 23:03

11 Smámynd: Ívar Pálsson

Anna, að mjólka og láta sig hverfa er alþjóðlegur gjaldeyrismarkaður, sem við getum ekki vikið okkur undan. Því minni sem gjaldeyririnn er, því meiri sveifla. Því meiri sem vaxtamunurinn er, því líklegri er misnotkunin. Hagstjórn eigin lítils gjaldeyris er nær ómöguleg þegar fjöldaáhugi er vakinn með háum vöxtum og AAA metnum banka, AAA ríki sem öryggisnet og nær ótakmörkuðum aðgangi að lánsfé á lágum vöxtum annars staðar (Jen). Evran ætti að vera á langtímaplaninu en breytir engu í vandræðunum núna, því að sá skaði er skeður og við þurfum að greiða fyrir hann.

Ívar Pálsson, 13.3.2008 kl. 23:16

12 Smámynd: Ívar Pálsson

Góður, Baldur! Hvert orð þitt um dollarinn hefur reynst rétt, ætli þetta sé það þá ekki líka?

Ívar Pálsson, 13.3.2008 kl. 23:17

13 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Ég held að þeir séu verst settir sem að hafa eytt um efni fram. Öll þessi húsnæðis, bílakaupa og neyslulán. Ég hef ekki stofnað til nýrra lána í 3 ár. Ég á gamlan Subaru Legazy. Ég leigi 50 fermetra íbúð á 65 þús. á mánuði og jú verðbólgan kemur eitthvað við mig en ég hef annars fínt. Ha! Gott á ykkur í 30-40 miljón króna einbýlishúsunum ykkar. Gangi ykkur vel að losna við þau þegar þið getið ekki borgað af myntkörfulánunum ykkar.

Staðreyndin er sú að íslenskt meðalljón hefur alltaf lifað um efni fram. Íslendingar spara ekki. Þeir eyða. Ég væri alveg til í að sjá skyldusparnaðinn tekinn upp aftur. Þar sem að fólk var skyldað til þess að leggja til hliðar einhvern hluta tekna sinna.

Jóhann Pétur Pétursson, 13.3.2008 kl. 23:21

14 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Hr. Ívar, þú ert svo vandvirkur og natinn þannig að kannski gætir þú tekið fyrir hin undursamlegu fjármálainstrúment sem peningabatteríið hefur fundið upp á síðustu 1-2 áratugum. Og það tryggir sjálft sig gegn því að þessi della geti hrunið, það er það dásamlega við þetta ótrúlega keðjubréfakerfi.

En ef ég reyni að lýsa þessu í stórum dráttum þá er það löngu liðin tíð að bankinn láni þér og sitji síðan með skuldabréfið forever á meðan það endist og þú borgar það upp. Nei, skuldapappíraframleiðsla er jú langmikilvægasta framleiðsluafurð vesturlanda og það þýðir að hún gengur kaupum og sölum eins og aðrar afurðir. Bankinn selur sem sagt svok. fjárfestingarbanka skuldirnar (fjárstreymi afborgana og vaxta) og fjárfestingarbankinn stofnar hlutafélag um fjárstreymið. Hlutirnir fá síðan hlutdeild í fjárstreyminu. En félagið um fjárstreymið er lagskipt. Þeir sem taka á sig mikla áhættu fá meiri ávöxtun en hinir en þurfa jafnframt fyrst að taka á sig töpin af þessu skími. Og einmitt þetta hefur verið að þurrka út ýmsa fjárfestingarbanka og vogunarsjóði með þrítugfaldar "eignir" á móti eigin fé. Það má lítið út af bregða þegar menn hafa yfirteygt sig á þann hátt. Nú vildi ég vita hvert eigið fé ísl. bankanna er. Einhver stjórnmálakálhaus var um daginn að þusa um að þeir væru með eignir upp á 10000 milljarða. Skilur hann eigið bull? Hvert er margfeldið af eigið fé og hvert er raunverulegt verðmæti þessa eigin fjár? 

Baldur Fjölnisson, 13.3.2008 kl. 23:41

15 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ef þú endilega vilt stefna að því að kerfi af þessu tagi hrynji (en græða feitt á meðan það er hægt) þá þarftu að láta stjórnmálalegar eignir þínar (og auglýsingaruslpóst sem eitt sinn kallaðist fjölmiðlar) tala fyrir því að viðskiptabönkum verði einnig heimilt að starfa sem fjárfestingarbankar. Og jafnframt þarftu að láta stjórnmálaeigur þínar setja upp heiladauðar "eftirlitsstofnanir" einhverjar ódýrar hórur sem þeir finna örugglega úr sínum hópi. Og þetta hefur algjörlega gengið eftir. Stefnan kemur frá BNA alla leið frá Reagan stjórninni sem fann út að opinbert eftirlit væri viðskiptunum til trafala og bandarískar eignir hér á landi kóuðu sjálfvirkt með í því eins og öðru.

Baldur Fjölnisson, 14.3.2008 kl. 00:02

16 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Nú, ef þú getur gert skuldir að arðbærri söluvöru á þann hátt sem ég er að reyna að lýsa þá auðvitað endar það með því að duglegir skuldasölumenn lána öllum og hundinum þeirra líka fyrir öllum sköpuðum hlutum hvort sem þeir eru í rauninni borgunarmenn fyrir því eða ekki. Þetta brjálæðislega kerfi byggist fyrst og fremst á veltuaukningu og skrúfan má alls ekki hægja á sér og því munum við td. hér á landi áfram sjá orkuna selda á útsöluverði í bullandi seljendamarkapi á orku.

Baldur Fjölnisson, 14.3.2008 kl. 00:28

17 identicon

Myndir þú telja það fráleitt ef að einhver segði að krónan gæti farið í 150-200 á móti Evru innan árs?

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 14.3.2008 kl. 02:01

18 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Ágætis dæmi um yfirútblásinn fjárfestingarbanka sem hefur verið að gufa upp er Bear Stearns (BSC). Í sumar kostaði hluturinn þar um 160 dollara en er núna á um 30 og sjálfsagt á leið undir tíu og síðan enn nær núllinu. Þessi ruglandi er skv. eigin uppgjöri með um 400 milljarða $ í "eignum" (guð má vita hversu mikið af þeim er einskis virði) og um 12 milljarða $ í eigin fé. Slíkar sápukúlur mega augljóslega ekki við miklum töpum.

Baldur Fjölnisson, 14.3.2008 kl. 14:31

19 Smámynd: Ívar Pálsson

Já, Jóhann Pétur, sparnaður er ekki aðall flestra Íslendinga. Tekjutarnir eru teknar, með löngum verðlaunatímabilum eftir á. Þann pakka þekki ég vel. Loks lærði ég að hlaupa með tekjurnar í bankann og borga skuldir í uppsveiflum, en ætli það hafi ekki tekið sl. 7 ár! Annars leggur sölutýpan oft áherslu á tekjur en bókhaldstýpan hugsar um kostnað og sparnað. Mjög sjaldan sama manneskjan!

Hans, ég er ekki ráðgjafi en hef bara skoðun. Mér finnst að hver og einn verði að fara eftir eðlisávísun sinni, því að annars er ráðgjöfum kennt um. En skoðun mín er sú að það hlýtur að koma gengisfelling í ætt við flóðbylgju þegar loks verður tekið á vandræðunum. Því er svarið já, Evran gæti farið í 150 innan 6-12 mánaða. Hvern hefði grunað að dollarinn færi í 50 krónur þegar hann afði verið 120 krónur?

Þakka ykkur, Ólafur Þór og Baldur, nýir bloggvinir.

Baldur, heilmikill fræðari að vanda. Ég bæri kannski í bakkafullann lækinn ef ég færi að vefja ofan af skuldabréfavafningum og  slíku, enda er sú bylgja að hjaðna, en einfaldari afleiður eru eftir, sbr. Mark Faber, þann frábæra björn í Hong Kong. Flestir hafa fengið að framlengja þeim undir venjulegum kringumstæðum, en núna er engu hlíft nema gegn dúndurveði. Sá sem var  kannski 33 falt gíraður (3% veð) þarf kannski núna að útvega fjórðungs veð til þess að halda áfram. Fæstir geta það og þess vegna er að marka  gjalddaga afleiða héðan af. Nú er 10 ára afmæli upphafs míns í gjaldeyrisafleiðum, en ekki sakna ég þeirra!

Ívar Pálsson, 14.3.2008 kl. 15:28

20 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Bear Stearns er einmitt í fréttunum í dag og Federal Reserve og JP Morgan-Chase ætla víst að hjálpa upp á sakirnar þar í viðurkenningarskyni fyrir ótrúlega lygavellu sem stjórnendur Bear báru á borð í síðustu viku þegar var farið að þrengja að þeim fyrir alvöru. Ekki furða að þetta glæpahyski allt á Wall Street til Federal Reserve til Hvíta hússins hafi gjörsamlega misst allan sinn trúverðugleika. Þessarri mafíu tókst einhvern veginn pumpa markaðinn upp um daginn sem frægt varð en það er skiljanlega nánast allt gengið til baka.

Baldur Fjölnisson, 14.3.2008 kl. 18:36

21 Smámynd: Jóhannes Snævar Haraldsson

Takk fyrir þetta, allir. Þetta er skemmtileg umræða (eða þannig sko)

Ívar ég tek undir þetta með þér, ég reikna með EURO í allt að 150 krónur. Satt að segja held ég að ástandið fram undan sé skuggalegt.

Skemmtilega fram sett hjá Baldri. Einfalt og kjarnyrt.

Ég sendi að gamni mínu e-post til Fjármálaeftirlitsins og spurði um eiginfjárstöðu bankanna. Þetta gerði ég eftir síðasta  "álagspróf" þeirra á bönkunum. Mig langar að fá upplýsingar um hvernig þeir leggja mat á eignirnar, sem bankarnir leggja fram í liðnum Eigið Fé.

Við heyrðum nú í vetur, í tengslum við ársuppgjörin, að ýmist virtist vafasamt í þeim pappírum eins og að telja fram eignarhlut í skráðu félagi á verulega hærra verði en gengið á markaði.

Stutt frá sagt þá hef ég engin svör fengið.

Hefur einhver hér vitneskju um aðferðafræðina sem FME notar? Taka þeir bókhald bankanna bara hrátt og reikna út frá því?

Jóhannes Snævar Haraldsson, 14.3.2008 kl. 18:47

22 Smámynd: Ívar Pálsson

Ólafur Þór, þú byrjar bloggvinasambandið okkar heldur undarlega með markaðskynningu sem sýnir hvernig bloggið gæti þróast og drepist ef allt fyllist af auglýsingaskrumi. Vinsamlegast skildu í mesta lagi tengil eftir í athugasemdadálki bloggsíðu, en ekki heilan bálk sem er algerlega ótengdur efninu sem um ræðir.

Ívar Pálsson, 14.3.2008 kl. 22:03

23 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Hvenær er best að kaupa sína fyrstu íbúð...2 til 3 herbergja og á höfuðborgarsvæðinu?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 14.3.2008 kl. 23:18

24 Smámynd: haraldurhar

   Anna að mínu mati er ekki tímabært að kaupa íbúðahúsnæði núna, tel í fyrsta lagi sé vert að fara huga að íbúðakaupum, eftir ca 18 mánuði.  Þá spái ég hún íbúðin hafi fallið í erl. gjaldmiðli um 40%, og verði ca 20 % ódýrari í ísl. kr. en nú.  Eg álít að á komandi misserum munum við sjá í fyrsta skipt síðan 67 til 70 lækkun á söluverði íbúða, ekki bara stöðnun eins og hefur gerst í seinustu niðursveiflum, og lækkuninn hefur ekki fylgt vísitölu.

haraldurhar, 14.3.2008 kl. 23:30

25 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Takk

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 15.3.2008 kl. 00:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband