29.3.2008 | 00:34
Allt löngu fyrirséð
Hér eru nokkrar fullyrðingar sem ég tel nú sannað að séu réttar:
- Greiðendur háu vaxtanna (vegna stýrivaxta) eru allir Íslendingar í gegn um krónuna.
- Drýgsti hluti útrásarinnar í bankamálum kemur til vegna vaxtamunar sem hleðst upp sem skuld á krónuna.
- Útistandandi Krónubréf og vaxtamunasamningar eru eins og ógreiddir víxlar á móti krónunni.
- Hærri stýrivextir laða tímabundið áhættufé að krónunni.
- Uppsafnaða krónuskuld verður að greiða með gengisfellingum.
- Fæla ber áhættufjármagn frá krónunni með lægri stýrivöxtum.
- Vaxtamunarverslun á milli svæða er ekki sjálfbær, heldur tímabundin uppsöfnun.
- Krónan er langt frá því að ná jafnvægi: fasteignafallið og bankahreinsunin (t.d. þrot) er eftir.
- Ríkið má aldrei undir nokkrum kringumstæðum bjarga áhættugjörnustu fjármálafyrirtækjunum.
Greenspan og Bernanke eyðilögðu útþynntan dollarann, Brown þjóðnýtti Northern Rock bankann og nú segir Geir að við eigum við öll að blæða fyrir þær íslensku fjármálastofnanir sem bresta undan sjálfssköpuðu álagi sínu í útlöndum. Það yrði þjóðnýting á gjaldþroti, sem er eins fjarri flokkshugsjón Sjálfstæðisflokksins og hugsast getur. Látum frekar þá svíða sem undir míga, en hina varfærnari banka blómstra. Þannig virkar hreinsunin. Verst að við erum sokkarnir sem þvælast með í þvottinum.
Reynt að brjóta fjármálakerfið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Facebook
Nýjustu færslur
- Brynjar náði í hægrimenn en ekki í sig!
- ESB- flokkar æða upp!
- Erfiðið út í buskann
- Landsvirkjun fyrir pólitíkusa
- Eitt Ísland á ári
- Síðasti séns Svandísar búinn
- Evrópusósíalisminn tekur flugið
- Þarfleysuþrennan
- Lærið um aðhald hjá Þjóðverjum
- RÚV og hryðjuverkin
- Borgarstjóri Krísuvíkur á fullu
- Gervigreind með CO2 á hreinu
- Eini möguleikinn til breytinga
- XD= 80% gegn Borgarlínu
- Göturnar leiða til bílastæða
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Reykjavík
- Aðalskipulag Reykjavíkurborgar Aðalskipulag Rvk. Tenglar
- Skipulag í heild og Hlíðarnar Skipulag í heild og Hlíðarnar
- Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Umferðarflæði Reykjavík Umferðarflæði Reykjavík
- Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar
- Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013 Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013
- Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag
- Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar
- Veitum Degi aðhald Veitum Degi aðhald
- Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík
- Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt
- Myndir úr nýju skipulagstillögunum Myndir úr nýju skipulagstillögunum
- Stefnir í glórulaust eignarnám Stefnir í glórulaust eignarnám
- Vinstri græn gegn einkabílnum Vinstri græn gegn einkabílnum
- Þvingun Þvingun
- Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum? Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum?
- Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna
- Metnaðarfull stefna gegn borgurunum Metnaðarfull stefna gegn borgurunum
- Vísvitandi bílastæðaskortur Vísvitandi bílastæðaskortur
- Spjaldtölvur í grunnskólana Spjaldtölvur í grunnskólana
- Flugið verði fyrir almenning aftur Flugið verði fyrir almenning aftur
- Þögli meirihlutinn útskúfast Þögli meirihlutinn útskúfast
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Sævörur ehf Útflutningur á rækju
- Fjallaferðir ÍP Myndasyrpur
- Bloomberg viðskipti Viðskiptavefur Bloombergs
- Glitnir: gengi gjaldmiðla Glitnir banki: Gengi gjaldmiðla 15 mín töf
- Boston University Boston University USA
- MR Menntaskólinn í Reykjavík
- Vald.org Jóh. Björn Raunveruleikinn í USA og víðar
- Financial Times ft.com viðskiptafréttir
- BBC News BBC fréttavefur
- AFP fréttir AFP fréttaþjónustan
- Reuters fréttir Reuters fréttaþjónustan
- Sky News Sky fréttaþjónustan
- Ritlist Önnu Heiðu Anna Heiða Pálsdóttir systir ÍP
- Sissú myndlist Sissú systir, myndlistarmaður og arkítekt
Banka/krónu blogg
Blogg mín um krónu og bankamál
- Fall Íslands, upphafsgrein Varnaðarorð um hagkerfið
- Hver borgar vextina? Hvaða aðilar eru að borga háu vextina?
- 30.000 krónur á mínútu allt árið Valréttarsamningar bankastjóra
- 2006 gaf þeim 3 milljarða Valréttarsamningar bankastjóra Kaupþings
- Háa vexti og framkvæmdaleysi Seðlabankinn lækkar ekki stýrivexti
- Augljóst hvert Moodys stefnir Mat Moody's á íslenskum bönkum
- Enn of örlátt, segja Bretar Íslenskir bankar of áhættuglaðir
- 628 milljarðar. Bilun. Íslenska krónan og vaxtamunarviðskiptin
- Vextir lækka ekki Seðlabankinn heldur stýrivöxtum háum
- Stöðugt ástand? Íslenskir bankar vanmeta ástandið
- Nóg komið af Jenum? Kaupþing ofl taka stór Jenalán
- Allir bankar ánægðir Háir stýrivextir og vaxtamunaverslun kæta
- Bankadómínókubbar Keðjuverkun hafin, fall í kerfinu
- Áhættuflótti heimsmarkaðar hefst fyrir alvöru Vaxtamunarverslun fellur og Jenið rís
- 6% fall krónu er góð byrjun Fall krónunnar hefst
- 10% gengisfall veldur verðbólgu Gengisfellingin nær 10%
- Eru veð bankanna traust? Veð ýmissa bréfa til umhugsunar
- Staðfest hvað stýrir krónunni Gjaldeyrisspekúlantar ráða gengi krónu
- Efnahagsmál af viti Umræður um efnahagsmál á malefnin.com
- Upphaf afleiðinga Afleiðingar hávaxtastefnu hefjast
- Greinasafn um banka og krónu Samantekt greina um banka og krónu
- Meira af Matadorpeningum! Seðlabankar dæla inn lausafé
- Áhættuflóttinn heldur áfram, en þó! Áættuflótti fyrst, en snerist við
- Federal Reserve sneri öllu við BNA seðlabanki lækkar vexti
- Davíð bregst bogalistin Seðlabanki með háa vexti, á móti Evru
- Jenið sækir aðeins á USD fellur, Jen rís, hlutabréf lækka
- Jenið og Ísland eru nátengd Tengsl Jens og Íslands skýrð
- Kaupþings- Klemman Vítahringur Vaxtamunarferlisins
- Japan 0, Ísland 1 Japan heldur stýrivöxtum
- Krónur, skuldir og verðlaus bréf Stýrivextir hækka, USA fer niður
- Sígandi markaður? Markaðurinn niður (en hikstandi)
- Veð íslenskra banka? Hve traust er staða bankanna?
- Bankar í afneitun Bankar telja sig stikkfrí
- Allt að 40% af fyrra markaðsvirði Exista og Kaupþing falla mikið
- Ekki batnar það Verðfall bréfa heldur áfram
- Billjón á 3 mánuðum? Frá 15 10 2007 fall um 1 billjón
- 200 milljónir á mínútu Fyrstu 5 daga 2008 fall 200M á mín
- Jen styrkist, íslenskir bankar veikjast Vaxtamunarverslun minnkar
- Fallið er ekki kauptækifæri Fall markaðar Íslands og heimsins
- Kaupþing 55%, Exista 32,8%, SPRON 32,5% Verðfall hlutabréfa frá tindi 2007
- Skítt með alla skynsemi ÍP keypti hlutabréf í Straumi
- Svindl og hrun haldast í hendur Svindl í SocGen og fall markaða
- Kaup-Thing lagið Lagið Wild Thing stílfært við Kaupþing
- Þreyjum Þorrann og Góuna! Fall markaða framlengist um nokkurn tíma
- Stóriðjan kemur til bjargar Útflutningsiðnaður skiptir máli
- Hvílíkir markaðir! Fall markaða er aðeins byrjunin
- Laun þín 2008: mínus 15-17% Gengisfelling IKR er nær samsvarandi launalækkun
- Mínus 500 milljarðar á einni klst.? Gengisfellingin 17/03/2008 byrjaði með 9% falli Jensins
- Allt löngu fyrirséð Fyrirsjáanlegar afleiðingar stefnu Seðlabanka
- Krónubréfum skilað Krónubréfum skilað
- Milljarðatuga munur Milljarðatuga munur
- Hraðbraut til heljar Hraðbraut til heljar
- Framlengt vegna fjölda áskorana Framlengt hjá Seðlabanka
- Bankar úr landi? Ríkið má ekki ábyrgjast skuldir bankanna
- Ársreikningar: veldu aðferð og þeir segja það sem þú vilt Aðferðir í ársreikningum skipta tugmilljarða máli
- Um hvað ætti ég að blogga ef allt þetta gerðist?: Draumar um banka og umhverfismál
- Bankar í verulegum vandræðum? Grein Ragnars Önundarsonar um bankana
- Fallin spýtan Yfirlit yfir þróun efnahagslífsins
- Skuldir Íslendinga snarhækka Jen hækkar skuldir landans
- Þúsundir milljarða í nettóskuldir? Þúsundir milljarða í nettóskuldir?
- Íslenskir bankar? Íslenskir bankar?
- Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar
- Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar
- Stýrivextir stefna í lækkun Stýrivextir stefna í lækkun
- Örþrifaráð og Matadorkrónur Örþrifaráð og Matadorkrónur
- Vaxtamunarverslunin drapst Vaxtamunarverslunin drapst
- Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi? Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi?
- Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti! Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti!
- Ástæður Rússalánsins Ástæður Rússalánsins
- Við neitum að borga Við neitum að borga
- Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins
- Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til? Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til?
- Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær
- Vegurinn til Vítis Vegurinn til Vítis
- Ríkið fer beint í snöruna Ríkið fer beint í snöruna
- Noregur og Ísland, hvort fyrir annað Noregur og Ísland, hvort fyrir annað
- Skuldir Íslands snarhækka Skuldir Íslands snarhækka
- Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson
- 29,2% verðbólguhraði 29,2% verðbólguhraði
- Lánin borg hringavitleysuna Lánin borg hringavitleysuna
- Einn banki á dag gerður upp Einn banki á dag gerður upp
- Lánin yfir í fallandi krónur Lánin yfir í fallandi krónur
- Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu
- Reglur IMF: réttur hinna sterku Reglur IMF: réttur hinna sterku
- Heildarlántaka 1000 milljarðar króna? Heildarlántaka 1000 milljarðar króna?
- Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega
- Evran upp um 50% á 3 mánuðum Evran upp um 50% á 3 mánuðum
- Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi
- Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101 Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101
- Neyðarlögin framkalla ójafnræði Neyðarlögin framkalla ójafnræði
- Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu
- WSJ myndband um fall Íslands WSJ myndband um fall Íslands
- Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið
- ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir! ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir!
- Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB
- Falsað gengi til framtíðar? Falsað gengi til framtíðar?
- Björgvin skóp Bretavandræðin Björgvin skóp Bretavandræðin
- Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili
- Enginn þorir að neita Icesave og IMF Enginn þorir að neita Icesave og IMF
- Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000 Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000
- Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu
- Kreppan kosin burt? Kreppan kosin burt?
- Þjóð í dái Þjóð í dái
- Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið? Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið?
- Sverfur að skattaskjólum? Sverfur að skattaskjólum?
- EKKI skila 2006 styrkjum! EKKI skila 2006 styrkjum!
- Leiðin til þess að lifa þetta af Leiðin til þess að lifa þetta af
- Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum
- Sjálfstæðismanneskja Sjálfstæðismanneskja
- ESB- sigur? Tæpast ESB- sigur? Tæpast
- Stýrivextir aukast í 13- földun ECB Stýrivextir aukast í 13- földun ECB
- Vinstri stjórn er eins varanleg og ... Vinstri stjórn er eins varanleg og ...
- Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag
- Ríkið ákveði framboð og eftirspurn! Ríkið ákveði framboð og eftirspurn!
- Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana! Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana!
- Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag? Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag?
- Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn! Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn!
- 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum! 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum!
- Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð
- Bara ef þeir hefðu nú farið! Bara ef þeir hefðu nú farið!
- Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB? Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB?
- Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun
- Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli
- Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl. Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl.
- Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar? Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar?
- Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni? Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni?
- Hæstaréttardómari staðfestir afsal Hæstaréttardómari staðfestir afsal
- Staðreyndir um Icesave standa Staðreyndir um Icesave standa
- Frumvarp um Weimar- Ísland Frumvarp um Weimar- Ísland
- Allt sem þú þarft að lesa er komið fram Allt sem þú þarft að lesa er komið fram
- Davíð um ESB- Svía Davíð um ESB- Svía
- Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti
- Ágæti Vinstri- græn kjósandi! Ágæti Vinstri- græn kjósandi!
- Skræfurnar sitja hjá Skræfurnar sitja hjá
- Slepptu biti þínu, Steingrímur J. ! Slepptu biti þínu, Steingrímur J. !
- Ykkur tókst þetta, ESB- konunum! Ykkur tókst þetta, ESB- konunum!
- Lausn vandræðanna er fundin! Lausn vandræðanna er fundin!
- Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti
- Bretar örvæntu 6. okt. 2008 Bretar örvæntu 6. okt. 2008
- Áfram heldur idealisminn ótrauður Áfram heldur idealisminn ótrauður
- Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu? Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu?
- Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Svavar og Svandís
Heimurinn / umhverfið
Umhverfið, mannfjöldi, hernaður ofl.
- Orka Íslands Mikilvægi orkuauðlinda Íslands
- Svifryki spúlað burt Spúla þarf svifryki af götunum
- Hrikalegt á að horfa Darfúr í Súdan frá Google Earth
- Koltvísýringslosun er ekki kosningamál CO2 magn er ekki kosningamál núna
- Hernaður kostar sitt Kostnaður hernaðar, aðallega BNA
- Svona er heimurinn (like it or not) Mannfjöldaaukning ræður orkuframleiðslu
- Þversögn vaxtarins Mannfjölgun og vöxtur þróunarríkja
- CO2 kvótamarkaður er martröð í mótun Upphaf CO2 kvótamarkaðar heims
- Grænland er of heitt! ESB á að kæla Grænland!
- Kókaínfundir og Ingibjörg Sólrún Afríkuríkin heilla ISG
- Heilaþvotturinn mikli, al-gor Heill dagur af heilaþvætti Al Gores
- Heimsvelgjan nær ekki suður úr Kólnun suðurfrá, ekki hitnun
- Út úr afríku! Vandamál Afríku eru hennar eigin smíði
- Grikkland brennur Eldar flæða um Grikkland
- CO2 kvótinn er verri en hinn kvótinn Ásjóna kolefniskvótans kemur í ljós
- Hálf- fréttir eru slappar Listi yfir 10 menguðustu borgir jarðar
- Tíu Ís-lönd hurfu sl. ár Norðurpóllin er að hverfa
- Varanlegt Mynd ÍP af pýramída, hugleiðingar
- Stærstu kvótaþegar jarðar Skipting CO2 kvóta á Íslandi og víðar
- Skömmtunarárin og haftapólitíkin endurvakin Íslensk CO2 úthlutun lítl. Ráðherraskömmtun.
- Minni kjarnorka þýðir meira af kolum og olíu Kjarnorkuveri í N- Nóreu lokað
- Vaclav Klaus: Hvort er í hættu, frelsið eða loftslagið? Vaclav Klaus, forseti Tékklands
- Sannfærð(ur)? Taktu prófið Tíu spurningar um loftslagsmál
- Löngu- Skerjafjörður Löngusker í Skerjafirði, mynd og hugleiðing
- Þróunaraðstoð fer til stríðsrekstrar Þróunaraðstoð til Afríku verður ekki skilvirk
- Al Gore og Dalai Lama? Listi yfir ýmsa friðarverðlaunahafa Nóbels
- Besta auglýsing í heimi Al Gore tekst vel upp með kvótabraskið
- 100 til 150 ár, segir SÞ- nefndin IPCC segir CO2 jafnast eftir 100-150 ár
- Klórblöndum ekki tæra vatnið okkar Ekki Evrópureglur um neysluvatn
- Þórunn mun klúðra samningsstöðu Íslands Umhverfisráðherra vill lítinn CO2 kvóta
- Góði Geir Vísa til Geirs um loftslagsmálin
- Rangt hjá Ingibjörgu Sólrúnu ISG segir enga samninga í gangi
- Hagavatnssvæðið í myndum Hagavatn virkjað? Myndir.
- Þróunarlaus aðstoð Þróunaraðstoð til óþurftar
- Bláfjöllin vakna Snjórinn kemur í Bláfjöllin
- BNA Íslandi til bjargar BNA neitar að samþykkja á Balí
- Látum okkur ekki blæða út á Balí Semjum ekki af okkur á Balí- ráðstefnunni
- Annars hugar á Balí Anna og Hugi frá Íslandi á Balí
- Ánægjulegt árangursleysi á Balí Óræð niðurstaða á Balí
- Lokasetning á Balí Lofstlagsráðstefnu á Balí lokið
- Á nöglum í rokinu Naglar borga sig í roki á svelli
- Áramótabrennum frestað? Líklegt að fresta þurfi áramótabrennum
- Átök orðin að stríði Sri Lanka eftirlitssveitir burt
- Nótum þess Vatnið á Íslandi, heitt og kalt er frábært
- Hungraður heimur, óvart Framleiðsla lífefnaeldsneytis veldur hungri
- Fórnarkostnaður stjórnarinnar Þórunn umhverfisráðherra er Wildcard
- ESB viðurkennir mistök í umhverfisstefnu ESB breytir um stefnu vegna etanóls
- Grænland kólnar! Kaldur vetur á Grænlandi
- Bláfjöll: Ráðningar gleymdust! Rekstur Bláfjalla í molum
- Ófriðareftirlit og spillingarstyrkir ISG og friðareftirlit
- Bláfjöll: Nú kastar tólfunum! Ástandið í Bláfjöllum versnar
- Bláfjallaklúðrið nær hámarki 10.000 manns í Bláfjöllum en lélegt
- Líf í frostinu Líf í frostinu
- Stóriðjan kemur til bjargar Stóriðjan kemur til bjargar
- Endurnýting hvala Endurnýting hvala
- Veturinn er bestur Veturinn er bestur
- Skattlagning í nafni kvenna Skattlagning í nafni kvenna
- Þórunn á bremsunni Þórunn á bremsunni. Umhverfisráðherra heftir för
- Gorhugsun um Hinn máttuga mann Gorhugsun um Hinn máttuga mann. Lýsingar Gores
- Veitum framúrskarandi forystu Íslendingar veita framúrskarandi forystu skv. Gore
- Gore er ræðusnillingur Gore er ræðusnillingur en fer með rangan málstað
- Lögregla gegn umhverfissinnum Lögreglan í Brussel tekur á umhverfissinnum
- Dýr er hver Bitru- túristinn Dýr er hver Bitru- túristinn fyrst að hætt er við Bitruvirkjun
- Hver tekur af skarið? Hver tekur af skarið í borginni? Erfitt í flokknum
- Virkjum og eflum alla dáð Virkjum og eflum alla dáð. Bitruvirkjun ofl til bjargar
- Skjálftakort og töflur Skjálftakort og töflur v Suðurlandsskjálftans maí 2008
- Vopnum safnað Vopnum safnað. ISG og Rice ræða málin
- Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland. Björk ófrægir landann
- Buddan talar Þórunn umhverfisráðherra semur af sér
- Hekla er flott Ferðalýsing á Heklu með myndum
- Afleitar afleiddar afleiðingar afglapa Afleiðingar aðgerða í loftslagsmálum
- 5000 kr. á mann, bara fyrir Laugaveg 4 og 6 Borgin greiddi ofurverð fyrir skúrarusl
- Vedurpár- vídeó Veðurþáttaspá vedur.is útskýrð
- Engir samningar um loftslagsmál Fylkingar G8 og G5 eiga sér misjöfn takmörk
- ISG í herráð heimsins Utanríkisráðherra vill komast í Öryggisráð SÞ
- Yfir Skeiðarárjökul Ferðalýsing frá Grænalóni yfir Skeiðarárjökul
- Hækkum orkuverð Selja orkuna dýrt og gæta skattanna
- Þróunaraðstoð á tilvistarkreppufundi Þróunaraðstoð heimsins er í krísu
- Sóunarsamvinnu að ljúka? Sóunarsamvinnu að ljúka?
- Loftslags- réttlæti strax! Loftslags- réttlæti strax!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 871493
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- prakkarinn
- stefanbjarnason
- hannesgi
- businessreport
- askja
- martagudjonsdottir
- agbjarn
- geiragustsson
- gustaf
- vey
- frjalshyggjufelagid
- tilveran-i-esb
- gammon
- sigsig
- omarragnarsson
- raksig
- halldorjonsson
- vinaminni
- samstada-thjodar
- draumur
- magnusjonasson
- frisk
- jonaa
- apalsson
- skodunmin
- arnim
- gullvagninn
- altice
- fannarh
- gun
- oliatlason
- bjarnihardar
- nilli
- davido
- svanurmd
- steinisv
- johanneliasson
- hagbardur
- arh
- zumann
- doggpals
- jonvalurjensson
- dofri
- katrinsnaeholm
- seinars
- kari-hardarson
- fredrik
- valli57
- tibsen
- kisabella
- tbs
- astroblog
- maeglika
- himmalingur
- skulablogg
- arnih
- ingagm
- ahi
- mullis
- krissi46
- vefritid
- gauisig
- bryndisisfold
- brandarar
- nerdumdigitalis
- svartagall
- siggith
- klarak
- jennystefania
- lax
- unnurgkr
- vilhjalmurarnason
- gattin
- kruttina
- rynir
- heidistrand
- thorhallurheimisson
- duddi9
- kristjan9
- haddi9001
- bofs
- thjodarheidur
- theodorn
- lucas
- benediktae
- iceland
- fun
- diva73
- zeriaph
- tharfagreinir
- bjarnimax
- fullvalda
- sigurjons
- sissupals
- davpal
- friggi
- ketilas08
- valdimarjohannesson
- gerdurpalma112
- andres08
- krist
- fjarki
- tik
- palmig
- rustikus
- vestskafttenor
- gummibraga
- svansson
- geirfz
- fhg
- stjornlagathing
- loftslag
- jonmagnusson
Athugasemdir
Góð færsla og sennilega hverju orði sannara. Ríkistjórnin verður að halda að sér höndum og láta bankana brenna sig hressilega. Auðvitað má rökstyðja að mest muni það bitna á viðskiptavinum bankanna þegar upp er staðið, en þetta er fórn sem verður að gerast ef fjármálamarkaðurinn á að fá að þroskast og læra af mistökum sínum. Aðgerðir ríkisins eru og verða alltaf bara plástur á opið beinbrot og laga ekki neitt þegar fram í sækir heldur framlengir aðeins því sem koma skal, nema hvað fallið hækkar bara og hækkar. Við verðum líka sem einstaklingar að læra á fjármálamarkaðinn og færa viðskipti okkar frá bönkum með einhverjum gung ho kúrekum í stjórn og taka ábyrgð. Því miður hefur að mínu mati sósíalistastjórnir fyrri ára alið upp í landanum værukæri gagnvart peningamálum. Sem betur fer er þetta hægt og rólega að breytast og fleiri og fleiri íslendingar eru að verða læsari á viðskiptalífið. En nú virðist sem við höfum brennt okkur allsvakalega.
Þetta blandaða kerfi einkareksturs og ríkisforsjár er að mínu mati ekki góð. Sá sem hefur kynnt sér lögmál austurrískar hagfræði munu sjá að svona boom/bust tímabil eru, og verða alltaf innbyggð í kerfið. Þar að auki eykur þetta hættuna á að óprúttnir einkaaðilar fari að ná stjórn á ríkisvaldinu, eins og hefur þegar gerst í bandaríkjunum með einkavæðingu seðlabankans þar, og lögbundinni einokun hans. Það er því að mínu mati annaðhvort algjör ríkisrekstur, eða algjör einkarekstur. Fyrri kosturinn hefur verið reyndur með afleitum afleiðingum og að mínu mati ekki sérlega álitlegur kostur þar sem ríkistjórnum er ekkert frekar treystandi en einkaaðilum. Seinni kosturinn var við lýði í heiminum með mjög góðum árangri, er virðist, fram eftir 19 öld, áður en gullfótnum var sparkað undan myntunum.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 29.3.2008 kl. 04:16
Hvar geymir þú peningana þína?
Björn Heiðdal, 29.3.2008 kl. 10:03
Góð greining hér á vandanum.
Þú ert einn af þeim sem varað hafa lengi við yfirvofandi hættu. Verst er að þetta náði ekki athygli ráðamanna þá og nú verður þjóðin einfaldlega að taka afleiðingunum, of seint er líklega að gera nokkuð af viti úr þessu, nema slökkva elda hér og þar.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 10:43
Ég þakka fyrir athugasemdirnar. Sigurður Karl, það eru einmitt miðjumoðslausnirnar sem eru verstar. Meir að segja Soros ofurfjárfestir og sósíalisti er sammála því. Annað hvort sér markaðurinn um þetta eða mistækt handaflið. Ef Seðlabanki á að virka (sem er kannski ekki hægt) þá á hann að sjá afleiðingar og þróun fyrir, ekki að reyna að bregðast við afleiðingum gjörða sinna, þar sem sköpuð var spurn annarra eftir krónum. Gullið endar eflaust aftur sem fótur, en það verður erfið fæðing.
Björn, ég hef reynt að vera sjálfum mér samkvæmur og borgaði upp skuldir síðustu ár, það er besta langtíma- fjárfestingin. Síðan hef ég lagt áherslu á það við lesendur allt sl. ár að þeir safni gjaldeyri. Ég skortseldi krónuna fram eftir árinu 2007, en breytingarnar tóku of langan tíma, samningurinn rann út 16/7/07 en fallið hófst þremur dögum síðar, 19/7/07! Ég reyni að safna Evrum.
Ég sagði að vísu „skítt með alla skynsemi“ með smá hlut í janúar, seldi Evrur og keypti í Straumi, illu heilli, því að Evran hækkaði síðan hraustlega og Straumur lækkaði enn frekar. Nú er ég á því að Björgólfarnir geri tilboð í Straum þegar hann er orðinn nógu lágur, en það kæmi í mesta lagi út á sléttu fyrir mig. Best er fyrir mig að halda áfram, borga skuldir og safna síðan Evrum. En ég vil ekki teljast ráðgjafi þegar um er að ræða eignir fólks
Sveinn, því miður er núna einungis við afleiðingar að eiga. En þá er enn mikilvægara að þora að taka skellinn, en henda ekki góðum peningum eftir slæmum, t.d. með inngripum Seðlabanka eða með björgunaraðgerðum ríkisstjórnarinnar á gjaldþrota banka. Það hjálpar röngum aðilum, ekki fjöldanum.
Ívar Pálsson, 29.3.2008 kl. 11:22
Ég fullkomlega ósammá þér í þessari greiningu Ívar. Í fyrsta lagi finnst mér þú rugla saman orsökum og afleiðingum. Háir vextir seðlabankans er afleiðing en ekki örsök. Reyndar ber flestum fræðimönnum á þessu sviði um að bankinn hafi brugðist rétt við með því eina tæki sem hann hefur til að koma í veg fyrir verðbólgu. Það eru bein tengsl milli verðbólgu og peningamagns í umferð og stýrivextir eru notaðir sem tæki til að stjórna því.
Orsökin er of gegndarlaus eyðsla almennings umfram tekjur. Ég vil skora á þig að lesa nýlega grein um þetta í Wall Steet Jornal, sem reyndar var birt í Viðskiptablaðinu í gær. Ég las þessi ósköp á leiðinni yfir Atlandsála í fyrradag.
Við eigum þetta sameiginlegt með ríkjum austur Evrópu og Tyrklandi. Of mikil þensla vegna einkaneyslu. Á Íslandi veðsettu menn íbúðirnar sínar um leið og hámarkslán voru hækkuð og vextir lækkaðir (fróðlegt að velta fyrir sér ástæðu þess að það fór af stað og komið um það margar greiningar frá innlendum og erlendum sérfræðingum) Flestar þessar þjóðir eiga það sameiginlegt með okkur að hafa tiltölulegar litlar skuldir ríkissjóðs, og góðan gjaldeyrisforða, en háar skuldir þjóðarbúsins.
Það er staðreynd að ríkissjóður stendur mjög vel og eins eru bankarnir með góða stöðu og virðast hafa verið vel reknir. Umræðan er hinsvegar á versta veg fyrir þá í augnablikinu en þeir eru sérstaklega berskjaldaðir fyrir upphrópunum um slæma stöðu og ,,fyrirsjáalegt gjaldþrot". Bankar þurfa traust í orði sem á borði.
Eftir þessa miklu svallveislu þjóðarinnar þar sem hún hefur undanfarin ár eytt langt um efni fram, mátti búast við timburmönnum. Þeir eru verri en ella vegna stöðu á alþjóðamörkuðum sem kom til af vitleysugang í fasteignamálum BNA.
Það er rökrétt afleiðing af slíkum veisluhöldum að gjaldmiðillinn fellur í verði. Peningamagn i umferð er allt of mikil og þannig verður krónan verðminni. Seðlabankinn getur ekkert annað gert en auka kostnað almennings við að nota krónur, þ.e.a.s., hækka vexti á endurhverfum lánum.
Gunnar Þórðarson, 29.3.2008 kl. 11:29
Velkominn til Sri Lanka, Gunnar, takk fyrir félagsskapinn heima og innlegg þitt hér.
Það kemur á óvart að þú sem ert nær enn svarnari málsvari frelsisins en ég, verjir handstýrða hávaxtastefnuna sem augljóst er að virkar ekki og færir ábyrgð á þessum æfingum íslenskra banka og alþjóðlegs fjármálamarkaðar yfir á almenning, sem vissulega átti ekki að selja hús sín bönkunum og framselja sjálfstæði sitt til þeirra, en myndi aldrei megna að búa til slíkan halla nema af því að vextirnir voru gíraðir upp og stefna enn hærra. Mig grunar að við séum í raun sammála enn eina ferðina. Ég get bara ekki tekið undir það að umræðan um raunstöðu bankanna sé að draga þá niður, heldur er það staðan sjálf sem gerir það.
Ef „flestir fræðimenn á þessu sviði“ eru enn á því að Seðlabankinn sé að gera rétt með peningamálastefnu sinni, þá held ég að tími sé kominn til þess að endurrita fræðibækurnar og halda námskeið fyrir þá um nútímann.
Ívar Pálsson, 29.3.2008 kl. 11:57
Þakka þér fyrir mjög gott blogg Ívar. Ég hef fyglst með blogginu þínu í talsverðan tíma, en tek núna loksins þátt í umræðunum. Jón Steinarsson Ph.d. í Hagfræði skrifaði líka í dag að þessi orð Geirs Haarde hafi verið það merkilegasta sem kom fram í gær. Hann var svipaðrar skoðunar og þú hvað þau varðar og taldi að markaðurinn yrði að fá að þróast án afskipta. Það eru nokkur atriði sem ég átta mig ekki alveg á:
a) Eins og ég skil þetta þá er vandinn hugsanlega sá að íslensku bankarnir hafa í gegnum árin safnað að sér ódýru lánsfé með gengisáhættu t.d. japönsku yeni. Í kjölfar undirmálslánakreppunnar í U.S.A. hækkaði t.d. yenið og lánskjör á alþjóðlegum markaði versnuðu og það veldur íslensku bönkunum vanda. Það kemur þó hvað eftir annað fram að eiginfjárstaða íslensku bankanna er góð og skammtímaskuldbindingar litlar. Það virðist samt vera talið að þeir standi veikum fótum og þeir eru með skuldatryggingarálag sem að hægt er að lesa sem svo að yfir helmingslíkur séu á því að þeir falli. Samt eru efnahagsreikningar þeirra að því er virðist mun sterkari en aðrir bankar sem að ekki fá slíka spá. Ég hef ekki alveg skilið
hvernig menn fá það út að íslensku bankarnir standi svona illa.
b) Telur þú að orð Geirs Haarde um að Ríkið muni hlaupa undir bagga með bönkunum ef að í nauðir rekur (þú og Jón Steinarsson gagnrýndiu þetta loforð um inngrip) muni hafa þau áhrif að krónan styrkist?
c) Það eru mjög háir vextir á krónunni. Hvernig ávaxtar þú evrurnar sem þú safnar?
Héðinn, 29.3.2008 kl. 12:12
Takk, Héðinn. a) Útgáfu krónubréfa og mikilli lánatöku í Jenum fylgir veruleg gengisáhætta. Svo virðist sem snarstyrking Jensins (13 ára hæð gagnvart dollar) komi verulega við bankana, en mismikið eftir stöðutöku þeirra. Það hýtur að teljast neyðarlán þegar einn bankinn borgaði 900 punkta (9%) fyrir féð inn til sín um daginn og skuldatryggingarálagið sýnir slíkt að hluta, þótt það sé orðin sjálfstæð fjármálaafurð. Í nútímabanka virðist allt í lagi þar til hann er kominn í þrot, þar sem nær ómögulegt er að hafa yfirsýn yfir alla framvirka gjörninga og yfirgírun hans á hverri stundu, eins og sást með Societe Generale. Í framvirkum heimi er slæmum stöðum „swappað“ endalaust, en jákvæðar stöður gerðar upp.
b) Loforð Geirs dregur Ríkið niður, eykur skuldatryggingarálag þess og eykur kostnað heildarinnar við það að taka sér lán þegar á þarf að halda. Þetta er eins og endurbyggingarloforð Vil-hjálms í Lækjargötunni, mun kosta okkur handlegg og fótlegg.
Ívar Pálsson, 29.3.2008 kl. 13:17
Svar c): Evrurnar ávaxtast mest með því að halda virði sínu gagnvart krónu, þar er mesta sveiflan og er í Evrunnar átt. Síðan fæst smá- ávöxtun út úr Evrureikningi á banka. En ekki þori ég lengur að vera með peningamarkaðssjóð, þó að það sé í gjaldeyri, því að ég vil geta hlaupið í biðröðina og tekið út ef illa fer, sem er ekki eins mögulegt úr sjóðunum, jafnvel þótt þeir séu gjaldeyrissjóðir. Bankarnir liggja á gjaldeyri eins og ormar á gulli og munu sannarlega ekki losa hann úr sjóðum ef um áhlaup er að ræða, enda tekur áhlaup enga stund en hitt þrjá daga.
Ívar Pálsson, 29.3.2008 kl. 13:25
Þakka þér fyrir Ívar. Ég held að hinn almenni Íslendingur muni læra talsvert í fjármálum á þessu. Vonandi mun það koma þjóðinni til góða þegar fram í sækir t.d. að við förum að spara meira.
a) Staða bankanna - hún virðist hafa talsverð áhrif á gengið:
a)1) Athyglisvert með "swappið". Það er þó ekki langt síðan að bankarnir skiluðu inn ársreikningum. Hvernig eru framviknir samningar metnir þar? Það væri væntanlega eðlilegast að markaðsverð allra samninga um áramót væri talið fram í ársreikningum og því raunveruleg staða sýnd.
Síðan kemur fram aftur og aftur að allir bankarnir standist álagspróf Fjármálaeftirlitsins. Þar skilst mér að það sé kannað hvort að þeir séu í pús þrátt fyrir að ýmsar hremmingar gangi samtímis yfir. Ef að framvirkir samningar eru farnir að vega svona mikið þá væri væntanlega eðlilegt að markaðsvirði þeirra væri tekið með í reikninginn í álagsprófunum. Hvernig eru framvirku samningarnir og "swapp" metið í þessum álagsprófum?
a)2) Það var væntanlega Kaupthing sem að tók 900 punkta lán. Glitnir ætlar núna að gefa út skuldabréf með veði í íslenskum húsnæðislánum, sem breytanleg eru í hlutabréf í bankanum.
Landsbankinn stendur hugsanlega eitthvað betur. Það hefur verið talað um að íslensku bankarnir, eða hugsanlega Kaupthing sé að selja krónur í gríð og erg. Ef að bankarnir eru með svona mikla gengisáhættu, er þá ekki bara eðlilegt að þeir reyni að minnka áhættuna eftir fremsta megni og selja það sem þeir eiga af krónum? Veistu hvernig tímasetningin á þessari miklu styrkingu jensins miðað við snarpa veikingu krónunnar var?
b) Mér skilst að Ríkið þurfi ekki mikið á láni að halda, helst að það komi upp ef að það vill bjarga bönkunum. Skiptir þá svo miklu máli hvaða lánstraust Ríkið hefur í augnablikinu?
c) Pínu praktísk atriði sem að ég er ekki alveg nógu klár á:
Síðan er soldið erfitt að átta sig á hlutföllunum á gjaldeyrismarkaðnum. Það koma inn tekjur í gjaldeyri þ.e. krónur eru keyptar fyrir erlendan gjaldeyri t.d. vegna fisksölu, ál og ýmis konar iðnað og ferðamennsku. Manni skilst að þessi hluti gjaldeyrismarkaðarins sé hlutfallslega orðið mjög lítill m.v. heildarveltuna eða frá hinu sjónarhorninu að bankarnir og fjármálastarfsemi sé orðin mjög fyrirferðamikil. Veistu ca. hve stór hluti "normal" viðskipti þ.e. ekki innfluttningur á ódýru fjármagni með gjaldeyrisáhættu er af heildarveltunni?
Er hægt að versla með gjaldeyri í gegnum íslensku kauphöllina (mér skilst að bara viðskiptabankarnir megi versla með gjaldeyri)?. Ef maður vill kaupa evrur fyrir krónur, er þá hægt að gera það á kauphöllinni eða er ódýrast að millifæra af íslenskum bankareikningi yfir á erlendan bankareikning úr krónum í evrur í íslenskum heimabanka? Maður getur séð í lok viðskiptadags veltu gjaldeyrismarkaðar. Er hægt að sjá það líka "live" einhvern vegin?
Héðinn, 29.3.2008 kl. 13:58
c) með Evrurnar (afsakaðu að ég sá ekki svarið)
Með "worst case scenario" þ.e. að ná í peninginn af bankareikning ef illa fer - hvernig er það ef að banki stendur höllum fæti, koma þá einhverjar upplýsingar um það sem hægt er að nýta til þess að taka fé út - hvers konar upplýsingar? - mig minnir að hjá breska bankanum Northern Rock hafi fólk farið að taka fé út eftir að upplýsingar um slæma stöðu bárust. Er leyfilegt að engar upplýsingar berist fyrr en það er ekki lengur hægt að taka fé út?
Héðinn, 29.3.2008 kl. 14:16
Héðinn, mér þætti betra ef einhver innanbúðar- bankamaður leysti frá skjóðunni í stað þess að ég gaspri út í eitt eins alvitur sé. En því miður gerist það allt of sjaldan, jafnvel þótt hægt sé að koma fram undir dulnefni. Bankaheimurinn virðist svo þröngur að það skilst strax hvern um ræðir, tel ég.
FME er ætluð veruleg verkefni, sem erfitt er að sinna öllum, hvað þá undir tímaþrýstingi fallandi markaðar. Vel getur verið að flest gangi upp, en t.d. er staðan nú gerólík áramótunum. Virði fasteigna sem mynda veðin hefur fallið í raun, en er líklega hátt í bókunum. Goodwill hefur beðið mikinn hnekki, en er eflaust hátt skráð. Hagnaður af reglulegum rekstri í marsmánuði getur ekki hafa verið mikill. Gjaldeyristilfærslur eru notaðar til þess að fegra stöðuna í lok fjórðungsins. Virði sjóða á Vesturlöndum hefur snarfallið og hefur áhrif hér. Tilkostnaður jókst, verðbólgustig er um 17% osfrv. osfrv.
Greinarnar hér til vinstri sýna hvenær jenið styrktist verulega, en 17/3/08 kl. 09:15 var rosalegt.
b) Ríkið þarf að hafa aðgang að lánsfé til ýmissa aðgerða sinna ef þurfa þykir. Það á ekki að eyðileggja gjaldtraust sitt með þjóðnýtingaryfirlýsingum.
c) Afsakið ég veit ekki hlutföllin sem þú spyrð um. En gjaldeyrisverslun þín við bankann fer eftir stærð viðskiptanna. T.d. ef upphæðin er yfir 2 m.kr. í það skiptið þá hringir þú og færð tilboð, sem er þá minna „spread“ (gengisbil) en almennt gengi. Helst ættir þú að vera með Reuters- þjónustu, nær lifandi streymi, en það borgar sig einungis fyrir þá sem stunda þetta. Við almenningur verðum að þola 15 mín. töf sem lætur bankann leika sér með gengið. Ég veit ekki hvaða upplýsingar Reuters- þjónustan (eða aðrir) veita í viðbót.
Panikk er panikk. Engar upplýsingar af viti og sá sem er fyrstur til þess að forða sér hefur réttast fyrir sér.
Ívar Pálsson, 29.3.2008 kl. 15:39
Gunnar talar um að vandinn sé "gegndarlaus eyðsla almennings umfram tekjur" undanfarin ár. Þetta er vissulega rétt og munu margir verða í vanda vegna þessarar skuldsetningar sem mun leiða til útlánatapa hjá bönkunum. Þannig mun þetta einnig verða vandi bankanna.
Bankarnir tóku erlend skammtímalán til að fjármagna þessar langtímalánveitingar. Þessar skammtímaskuldir nema fimmtánföldum gjaldeyrisforða Seðlabanka.
Annað er að hagfræðikenningin segir að hærri vextir slái á verðbólgu. Þetta einfaldlega virkar ekki þannig hér á landi. Það er vegna þess að kerfið er gal opið, en kenningin gerir ráð fyrir lokuðu kerfi. Fyrirtæki og bankar sækja sér einfaldlega fjármagn fram hjá kerfinu og lána það jafnvel út aftur fram hjá kerfinu, annað hvort sem gjaldeyrislán eða verðtryggt lán. Vaxtahækkun styrkir krónuna og lækkar þar með skuldirnar í stað þess að hækka þær eins og ætti að vera.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 29.3.2008 kl. 17:26
Þakka þér fyrir. Mjög fróðlegt og gott það sem þú skrifar.
Mér finnst dáldið gaman að reyna að skilja þetta betur.
Er hægt að eiga viðskipti í gegnum Reuters eða er það bara "real time" upplýsingaveita? Ég hef tekið eftir því að þú lest Bloomberg mikið, sérstaklega ef að eitthvað þar kemur Íslandi við. Hvernig mælirðu með því áhugamaður um sérstaklega gjaldeyrisverslun, sem er ekki viðskiptafræðimenntaður, kynni sér hvernig þetta svið virkar?
Í markaðshagkerfi eru upplýsingar oft mjög vandmeðfarinn hlutur. Það virðist stundum vera galli á hinum frjálsa markaði t.d. gjaldeyrismarkaði að gagnsæi vantar t.d. að fólk viti hver er hvenær að kaupa evrur. Íslenskir fjölmiðlar hafa líka tilhneigingu til að vera veikir og hægt að manipulera þá þ.e. þeir skoða ekki sjálfstætt málin, heldur lepja upp orð hagsmunaaðila og prenta þau gagnrýnislaust. Bankar geta því jafnvel hamrað á því í fjölmiðlum sem almenningur les í marga mánuði að alþjóðlegir fjárfestar sæki inná íslenskan markað í leit að góðri ávöxtun og myndað þannig trú á ávöxtun í krónu, en á sama tíma verið að að fara í öfuga átt. Síðan reyndar eru erlendir fjölmiðlar líka enginn lömb og oft sem að hagsmunaaðlilar fá aðgang þar og reyna að hafa áhrif á markaðinn með því að skerpa á sveiflum. Best er náttúrlega að skilja sjálfur hvernig þetta virkar nokkurn vegin til þess að verða ekki að spilakúlu sem hagsmunaaðilar geta skotið út og suður, en hvernig er hægt að fræðast um það (bækur? vefsíður? eitthvað sem maður ætti að forðast að lesa?) - einhver ráð?
Síðan er þetta dáldið skrýtið ástand ef að það er rétt að íslensku bankarnir eru og hafa verið að taka stöðu á móti krónunni, sem hugsanlega er skiljanlegt því það minnkar hugsanlega þeirra gjaldeyrisáhættu. Þá lítur dæmið þannig út að seðlabankinn verðlaunar bankana vegna þess að krónar veikist með því að minnka t.d. bindingaskyldu þeirra í lausafé, sem gerir þeim hugsanlega bara kleyft að hafa ennþá meira á milli handanna til að spila með á móti krónunni. Það er líka áhugavert að vita hvernig styrkleikahlutföllin eru annars vegar á milli erlendra spákaupmanna sem að hafa eign í erlendri mynt og hins vegar hjá íslensku bönkunum sem skulda sennilega þegar allt er saman talið í erlendri mynt. Þú nefnir að betra væri að innanbúðarmaður í bönkunum svaraði varðandi þá, er þá lítið vitað um það í raun hvað íslensku bankarnir eru að gera t.d. hvort þeir eru í raun að selja krónur?
Héðinn, 29.3.2008 kl. 17:50
Fínt innlegg eins og venjulega hjá þér Ívar.
Á síðustu sirka 10-15% árum hefur skuldapappíraframleiðsla orðið langmikilvægasta starfsemi á vesturlöndum samhliða því að þrælaverksmiðjur í Asíu hafa tekið við hinni hefðbundnu vöruframleiðslu. Þetta trix hefur í stórum dráttum verið framkvæmt þannig að skammtímafjármagn úr lágvaxtamyntum hefur verið gert að langtímafjármagni í hávaxtamyntum (reyndar eru allar myntir hávaxtamyntir gagnvart japanska jeninu með sína 0.5% stýrivexti) sem aftur hefur blásið upp hverja eigna- og fjármálabóluna af annarri ásamt tröllvaxinni þjónustustarfsemi.
Þetta er svo sem allt gott og blessað á meðan það gengur en gallinn er bara sá að það getur aðeins gengið svo lengi. Það kemur á endanum til árekstra milli hagsmuna skammtíma- og langtímafjárfesta. Villtar hreyfingar á gjaldeyris- og hlutabréfamörkuðum síðustu misserin benda til að alvarlega sé farið að bresta í þessu skuldaframleiðslukerfi. Helsta ástæða þess er einfaldlega sú að kerfið byggist á sívaxandi og eiginlega endalausri skuldaframleiðslu en allar j-kúrfur hrynja á endanum með braki og brestum í fjármálaheiminum sem annars staðar. Kerfið byggist á að lána öllum og hundinum líka í topp fyrir öllum hlutum og því er mjög hátt atvinnustig skiljanlega lífsnauðsynlegt. Hins vegar eru hagkerfi sem byggjast að mestu á ýmis konar þjónustustarfsemi og ríkisrekstri (sennilega samanlagt amk. 70% af hagkerfi okkar) afar viðkvæm fyrir efnahagssamdrætti. Þegar atvinna og tekjur minnka er líklegt að menn spari við sig kaup á hundafatnaði og árulækningum og öðru álíka.
Baldur Fjölnisson, 29.3.2008 kl. 18:24
Kerfi þetta er í rauninni bæði fræðilega og siðferðilega gjaldþrota fyrir löngu. Þrælahald hefur ekki verið mikilvægara hagkerfum vesturlanda síðan á tímum Rómarveldis. Bæði notum við ódýrt drasl úr þrælaverksmiðjum Asíu og flytjum líka inn þræla í stórum stíl. Þannig hefur verið reynt að flytja inn verðhjöðnun til að vinna á móti verðbólguþrýstingi af skuldapappíraframleiðslunni. Annar flötur á þessu er síðan að tækni og framleiðni hafa vaxið tröllvöxnum skrefum síðasta áratuginn eða svo og það síðan skapað sívaxandi fjallgarða af varningi. Hins vegar er kaupmáttaraukning almennings aðeins brot af þessarri tækni- og framleiðnibyltingu. Afleiðingin hefur orðið gríðarlegur ruslpóstsiðnaður og það sem eitt sinn var kallað því virðulega nafni fjölmiðlar hefur einnig orðið opinberlega að ruslpósti. Þannig vinna saman ruslpóstur og skuldaframleiðsla og ríkisvaldið og hagtalnaframleiðsla þess kóa síðan með í áróðrinum sem heldur þessu dauðadæmda kerfi enn gangandi (barely).
Baldur Fjölnisson, 29.3.2008 kl. 18:48
Ertu orðinn svartsýnni en ég.
Takk annars fyrir góða grein, að vanda.
Sigurður Karl: Mér sýnist það nú vera eldra fólkið, "uppalið undir sósíalistastjórnum", sem er að koma skást út úr þessu. Yngra fólkið með bestu menntunina og ætti þar af leiðandi að hafa betri yfirsýn yfir fjármál/efnahagsmál, er í djúpum skít. Þar að auki á fólk að geta búið í samfélögum án þess að vera fjármálasérfræðingar. Til að sjá um slík mál ráðum við hin sérfræðinga eins og Ívar.
Gunnar: Ég hef ekki hunds vit á þessum málum en ég veit þó að stýrivextir seðlabankans hafa engin áhrif á það fjármagn sem valdið hefur þenslunni undanfarið. Svo er frekar hæpið að undanskilja bankana frá "svallveislunni", þeir hafa sjálfir keypt allt sem hefur boðist, út á krít.
Ívar, þú verður bara að sætta þig við að svara þessum spurningum. Við sem erum að fara inn á þessar heimasíður, eins og þína og fleiri, erum að reyna að leita eftir vitiborinni umfjöllun um ástandið og erum því löngu hættir/hætt að nennan að hlusta á hagsmunagæslu ruglið í "sérfræðingunum".
En við skulum ekki láta okkur dreyma um annað en að það verði farið í björgunaraðgerðir gagnvart banka sem fer á hliðina, og öllu saman velt á okkur skattgreiðendur.
Jóhannes Snævar Haraldsson, 29.3.2008 kl. 19:09
Peningar og ruslpóstur selja stjórnmálamenn sem vissulega skapar ákveðið eignarhald á þeim. Þrællinn verður að hlýða húsbónda sínum. Annars sé ég ekki að ríkissjóður hafi mikið bolmagn til að "bjarga" bankakerfi sem er tuttugu sinnum stærra en hann. Vaxandi skuldatryggingaálag ríkissjóðs og fallandi lánshæfi ber vott um að markaðurinn geri sér fulla grein fyrir þessu hvað sem líður spinni stjórnmálamannanna.
Baldur Fjölnisson, 29.3.2008 kl. 19:29
Jóhannes:
"Þar að auki á fólk að geta búið í samfélögum án þess að vera fjármálasérfræðingar. Til að sjá um slík mál ráðum við hin sérfræðinga eins og Ívar."
Það ættu allir að hafa hundsvit á fjármálum, þótt það þurfi ekki endilega allir að vera sérfræðingar. Þeir sem ekki nenna að læra um svo mikilvæg málefni sem efnahag þess er, opnar dyrnar fyrir því að vera svindlað á, hvort sem er í hreinu sósíalkerfi, eða hreinni frjálshyggju, eða blöndu þar á milli. Ef viðkomandi kærir sig kollóttann um fjármál sín getur viðkomandi svo leitað til fagaðila sem hann treystir, en að láta sig dreyma um að það sé hlutverk ríkisins er upphafið að öllum vandamálunum. Þetta með gamla fólkið og unga skil ég ekkert hvernig kemur málinu neitt við.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 29.3.2008 kl. 20:54
Persónulega sakna ég þess að það sé komið fram við okkur almúgan af virðingu og að til þess bærir aðilar útskýri hlutina fyrir okkur. Seðlabankinn og Ríkisstjórnin t.d. segja að verið sé að tala krónuna niður. Í stað þess að koma með nákvæma lýsingu og útskýringu byggða á gögnum um ástandið og síðan rökstuðning fyrir ákveðinni túlkun þá reyna þau bara að tala krónuna upp þ.e. beita nákvæmlega sömu aðferð og þau gagnrýna. Ef að einhverjar upplýsingar koma, þá finnst mér þær vera of oft settar fram á hátt sem er óaðgengilegur fyrir venjulegt fólk og það vantar alveg lýsingu á heildarmyndinni.
Þetta á ekki síst við í dag þegar venjulegt fólk ,sem er ekki sérfræðingar á þessu sviði, er í raun neytt til þess að taka þátt í spilinu á þessu sviði.
Mér finnst vanta að einhver aðstoði og fræði hið venjulega fólks í þessu dæmi sem er ekki með sérstaka þekkingu á þessu sviði.
Annars erum við að tala um að frjálsi markaðurinn eða capitalisminn virki í þessu tilfelli þannig að almúginn, sem er underdog hvað þekkingu og aðgengi að upplýsingum varðar sé neiddur til að spila við, þó að hann muni alltaf tapa og borga brúsann, aðila sem að þekkja þennan geira og eru í betri aðstöðu hvað upplýsingar snertir. "Sérfræðingarnir" eða þeir sem að veita almenningi upplýsingar virðast a.m.k. oft hafa einhverja hagsmuni og matreiða efnið í samræmi við það.
Er þetta í lagi skv. "survival of the fittest" eða ekki og ef ekki hver á þá eiginlega skv. frjálsu markaðshagkerfi að fræða underdog aðilana (sem getur verið almenningur) þ.a. þeir geti spilað með sömu spilum og sérfræðingarnir/bankarnir/alþjóðlegu fjárfestarnir?
Kommúnisminn virkaði ekki í praxís. Virkar einhvers konar sambland af markaðshagkerfi/capítalismi/global economy eða hvað þetta heitir allt saman ef að fólk er neytt til þess að spila, hvort sem því líkar betur eða verr, á mjög sérhæfðu sviði eins og gjaldeyrismarkaði sem það þekkir ekki mjög vel, með að mestu ekki hlutlausar upplýsingar í höndunum við aðila sem hafa meiri og betri upplýsingar og einnig skilning á þessum leik? Er ekki nokkurs konar kerfisbundin skekkja í þessu í þá veru að underdoggarnir munu alltaf tapa og þeir sterku verða sterkari?
Er þetta endilega betra en einhvers konar forsjárhyggja sem að í praxís virkar þannig að einhver "stóri bróðir" ákveður hvernig þetta á að vera t.d. með föstu gengi og almenningur þarf því ekki að spila sjálfur leiki sem hann kannski vill ekki spila og sem að hann er augljóslega underdog í?
Héðinn, 29.3.2008 kl. 20:56
Við eigum að hjálpa hvoru öðru og refsa strax fyrirtækjum sem reyna að blekkja. Survival of the fittest er óheppilegt orðalag og á ekki við í raunveruleikanum og á upprunan sinn úr Darwin en hefur verið kastað af öllum líffræðingum í dag, sjá Dawkins. Ekkert fyrirtæki lifir af til lengdar ef það kemur að óheilindum fram við kúnnana sína, nema ef ríkið stígur inn í, eins og það gerir oft og hjálpar fyrirtækinu með því að dreifa sand í augu almúgans með fagurgala um aðgerðir. Því miður hefur ríkið eytt meira púðri í að gæta hagsmuna fyrirtækja frekar en neytanda. Allir verða að læra á fjármálin sín. Þetta eru ein af mikilvægustu þáttum sem nokkur maður tekst á við í lífinu.
Já þetta er endilega betra en forsjárhyggja því peningafólk mun alltaf komast með krumlurnar í valdhafa og snúa þeim sér í hag og leika á kerfið. Fólkið er underdog vegna þess að þeim hefur verið uppálagt að treysta ríkinu fyrir þessum málum. Það er aldeilis að backfirea í dag. Mundu bara að Stóri Bróðir er og verður alltaf þeir sem eiga peningana og hagsmuna að gæta að halda okkur í underdog stöðu. Ef við tökum ekki völdin af þeim með því að láta ekki bjóða okkur þetta lengur og kjósa hreina frjálshyggju, seljum við frelsi okkar í þeirra hendur og gerumst þrælar þeirra. Ríkinu er ekkert frekar treystandi umfram hvaða eiginhagsmunaeinkaaðila sem er, og það er ríkið sem hefur lögboðið þvingunarvald yfir frelsi okkar, ekki einkaaðilar. Við höfum valdið yfir einkaaðilum ef við gefum ekki ríkinu vald yfir okkur með einokun og þvingunum.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 29.3.2008 kl. 21:38
Ivar er sammála þér varðandi peningamálastefnu Seðlabankans er kominn á algjört öngstræti, og okurvaxtastefna þeirra að koma öllu á hausinn. Varðandi íslensku bankanna og stöðu þeirra er ég þér ósammála, auðvitað á ríkisjóður að vera bakhjall þeirra á þrengingartímum, eins og þú veist er nánast hægt að eyðileggja hvaða banka sem er með því að grafa undan áreiðanleika þeirra. Þeir líða ekki síst fyrir þessa óstjórn er hér hefur viðgengist. Bankarnir hafa verið vaxtarbroddurinn í ísl. atvinnulífi sl. ár, og munu verða það áfram á nk. árum ef okkur ber gæfa til að standa að baki þeirra.
Eg er sammála þer einming að leiðrétting á gengi ísl. kr. er ekki lokið.
Innlegg Gunnars þórðarsonar þar sem hann ver vitleysuna, sýnir mér að hann hefur ekki verið í rækjuvinnslu sl. ár né annari framleiðslustarfssemi, gæti trúað að hljóðið væri annað í honum ef svo væri, og þar af síður vitnaði é erl. blöð máli sínu til stuðnings.
Eg er einn af þeim sem hef ekki greitt mínar skuldir heldur aukið þær, slo út á húsið eins hátt húsnæðislán og ég framast gat fengið, og keypti að stórum hluta erl. hlutabréf og lagði inn á gjaldeyrisreikninga, hef mátt bíða þolinmóður eftir því að þessi ákörðun skilaði árangri. Eg hef aldrei þorað að fara í stöðutökur með og móti kr. ekki nógu efnaður til að þola tapið.
Varðandi gjaldeyriskaup og kaup og sölu á gjaldeyrir fyrir smærri kaupendur má gjarnan gera á Etradevef hjá Landsbankanum, sem hefur reynst mér afar vel.
Eg er viss um að kaup þín í Straum
munu reynast hin bestu kaup ef litið er til lengri tíma. Eg hef nánast ekkert verið inni á ísl. hlutafjámaraðnum sl. mánuði, en hef verið alvarlega hugsa um að fara taka stöður á honum innan ekki langs tíma.
Stórtíðini vikunar er leið var ræða Geirs, þar sem hann boðaði endurskoðun á stjórnarháttum og stefnu Seðlabankans, nú er von að skipt verði um kúrs, og nýjir stjórnendur taki þar við.
haraldurhar, 29.3.2008 kl. 21:39
Það er frábært að sjá að hér er kafað dýpra en gengur og gerist. Ég er enginn sérstakur sérfræðingur í þessum málum miðað við marga bankamanneskjuna, en hef þó rekið útflutningsfyrirtæki í áratugi, keypt og selt framvirkan gjaldeyri í 10 ár og horft upp á margan félagann fara í þrot. En það er enginn helber sannleikur til, aðeins kenningar og raunveruleiki saman í tangó.
Það viðurkennist hérmeð að nýlega tel ég mig hafa gert mér grein fyrir því að langflestir verða leiksoppar örlaganna og langoftast vegna eigin gjörða, amk. einhvern tíma lífsins. T.d. vega aðhald og skuldir salt, þar sem lítið fútt er í því að hokra og sitja á seðlahrúgum á meðan hinir eru í kampavínspartíium. En sjálfstæði einstaklings til langs tíma næst varla nema með því að byggja upp einhverja eign. Flestir töldu mig bilaðan að borga jafnvel upp húsbréfin, en gamaldags- hátturinn að byggja upp nettóeign kemst fljótt aftur í tísku.
Héðinn, ég skil áhuga þinn og pælingar. Fyrir tíu árum var veruleg millibankaverslun með gjaldeyri, en nú ræður víst hver banki þessu mest sjálfur. Þá gat ég jafnvel hreyft við genginu í þunnum markaði með 2-3 milljón dollara kaupum eða sölu, en nú er varla hægt að ráða í þessa innanhússverslun þeirra, þar sem eigið innstreymi, útstreymi og stöðutaka eru svo mikil. Fyrir utanaðkomandi þá er þetta hreint fjárhættuspil, enda vinnur húsið alltaf til langs tíma.
Baldur, þessi setning þín er úr gulli:
„Þegar atvinna og tekjur minnka er líklegt að menn spari við sig kaup á hundafatnaði og árulækningum og öðru álíka.“
Ívar Pálsson, 29.3.2008 kl. 22:28
Ég vissi ekki af síðustu tveimur færslum þegar ég setti mína síðustu inn. Því bæti ég við, að ég mun hegða mér héðan af eins og að Evran sé gjaldmiðillinn okkar. Verið viss um það að 15-20% verðbólgan í dag heldur áfram um tíma. Hver og einn þarf að þéna meira, spara meira og safna meiri gjaldeyri, en líka að gefa þeim meira sem hafa ekki tækifæri á því að bæta sinn hag. Þar á ég ekki við Súdan, heldur náungann hér heima.
Ívar Pálsson, 29.3.2008 kl. 22:54
Hagkerfið snýst að mestu um neyslu, afþreygingu og peninga. Það er algjörlega eðlileg afleiðing meðvitaðrar stefnu sem hefur verið framkvæmd á síðustu 1-2 áratugum. Ræturnar ná lengra aftur en hraði þessarar þróunar hefur verið sívaxandi síðasta áratuginn. Þetta snýst um flutning framleiðslu vesturlanda til austurlanda og þar með í rauninni um að verið er að jafna út launakjör austurs og vesturs. Að sjálfsögðu er um langtímabylgjur að ræða og málefni sem ekki þolir vel umræðu og því er vesturlandabúinn skipulega heilaþveginn í einhvers konar eilífum nútíma, sagan (fortíðin sem leiddi til nútímans) er töluð niður og framtíðin er eitthvað sem reddast ef við pössum bara að horfa alltaf fram á veginn. Þið kannist við þessa innrætingu.
Þessi jöfnun á lífskjörum austurs og vesturs er vissulega nauðsynleg. Hins vegar er hraði nútímans gífurlegur á öllum sviðum og tæknibyltingin hroðaleg og bæði yfirstjórnvald heimsins og leppar þess í BNA og hér og í Evrópu og Kína hafa misst stjórn á málunum. Það er ekki bara hér sem fjármálaófreskjan hefur vaxið ríkisvaldinu langt yfir höfuð. Og fleiri seðlabankar en hér eru orðnir vanmáttugir statistar. Einnig í BNA, höfuðvígi kapítalismans (sem ætti frekar að kallast debtismi) hafa aðgerðir seðlabankans ekki lengur tilætluð áhrif til almennra vaxtabreytinga. ÞAÐ er KRÍSA og nú vantar þá sárlega aðrar krísur til að draga athyglina frá þeirri alvarlegu stöðu. Enn eitt tapaða stríðið fyrir lánsfé virðist ekki raunhæfur kostur og fáir taka mark á global warming og ósýnilegum terroristum; kannski þeir presenteri geimverur sem næstu ógn.
Baldur Fjölnisson, 29.3.2008 kl. 23:13
Sigurður Karl: Ég var nú svolítið að stríða þér með "sósíalistauppeldinu". Annars held ég að við séum nokkuð sammála um getu þessara aðila sem nú ráða.
Það sem ég átti við með muninum á eldra fólkinu og yngra fólkinu var hluti af stríðninni en mér sýnist þeir sem komnir eru yfir u.þ.b 45 ára aldur og muna þá einhverja pólitíska stjórn aðra en hægristjórn,( þá væntanlega með sósíalískt uppeldi) þeir séu ekki stór partur þess hóps sem stökk á gylliboðin um auðvelda fjármögnun einbílishúss, jeppa, fellihýsis og kofa fyrir hundinn, allt á 100% lánum. En verum heiðarlegir, auðvitað er yngra fólkið sá hópur sem þarf að kaupa sér hús, en "hægra uppeldið" hefur þá væntanlega fengið þessa kynslóð til að kaupa allt hitt með, á tilboðsláni.
Ég er sammála þér um að við treystum ekki stjórnvöldum fyrir fjármálum okkar, þau spyrja okkur bara ekkert, og gera það sem þeim sýnist, algerlega burtséð frá okkar hagsmunum.
En hámark barnaskapsins er að halda að þessi tegund stjórnunar sem við búum við núna sé ekki algjör FRJ'ALSHYGGJA. Þetta er nefnilega ekta frjálshyggja. Látið okkur í friði meðan við græðum en bjargið okkur þegar allt fer á hausinn. Mýgrútur dæma úr heimssögunni sanna það.
Ég ætla allavega að vona að þú teljir stjórn Bússa til frjálshyggjustjórnar ( ef ekki þá hef ég gleymt að lesa einhvern kaflann í stjórnmálafræðibókinni) og þeir hlupu strax undir bagga með fyrsta bankanum sem fór á hausinn.
Og nú er þetta gjaldþrot frjálshyggjunnar svo algjört að Hannes Hólmsteinn skrifar ekkert í blöðin lengur en gamlar sögur um samskipti/samtöl löngu dauðra rithöfunda og einhverjir stuttbuxnastrákar eru farnir að safna opinberlega fyrir hann pening.
Held þú verðir að finna nýtt nafn á stefnuna þína, annað en "hrein frjálshyggja" og þó ég sé að stríða þér svolítið þá er ég viss um að sú stefna verður betri en það sem íslenska þjóðin býr við í dag.
Annars vil ég segja að okkur er hollast að vera ekki með draumóra um hluti eins og að íslenskur banki verði látinn fara á hausinn þegjandi og hljóðalaust eða þá að skipt verði um lið í seðlabankabrúnni.
Come on strákar, höldum okkur á jörðinni.
Jóhannes Snævar Haraldsson, 29.3.2008 kl. 23:17
Sigurður Karl: ég var að enda við að horfa á Dawkins myndbandið sem þú settir link á. Áhugavert efni sem mikið er til í. Þó verð ég að gera tvenns konar athugasemdir:
a) nýrri rannsóknir á t.d. hegðun cleanfish, en Dawkins byggir mikið á hegðun hans, sýna eitt krúsial atriði (gæti lýst þessu mun nákvæmar, en tek það mikilvægasta fram) sem er að til þess að þetta virki þá þarf að vera raunverulegt val sem má í víðari samhengi skilja sem svo að margir algjörlega óháðir aðilar þurfa að spila bæði framboðs og eftirspurnarmegin á markaðnum. Ránfiskur sem að cleanfish bítur smá hold af þarf að geta synt í burtu og valið annan cleanfish. Þannig virkar þetta líka í náttúrunni á kóralrifinu. Stóri vandinn á Íslandi er nákvæmlega þetta að:
a1) aðilar eru ekki nógu óháðir, heldur virkar þetta eins og að allir hinir cleanfisharnir á rifinu myndu horfa á cleanfish bíta ránfiskinn og þegar ránfiskurinn kæmi til þeirra þá myndu þeir geta samræmt viðbrögð sín og líka bitið hann. Ránfiskurinn myndi því ekki geta átt viðskipti við neinn óháðan cleanfish og yrði neiddur til þess að beygja sig undir samráð cleanfishana og að leyfa cleanfishunum að bíta smá hold af sér.
a2) aðilar eru of fáir til þess að raunveruleg samkeppni takist.
Það er því hægt að snúa þessu við og segja að fyrirtækin græði á því að starfa saman og velja C (cooperation) í prisoners dilemma leiknum, ekki gagnvart kúnnanum heldur gagnvart hinum fyrirtækjunum í sama bransa.
Það má orða þetta svo að fyrirtæki sem kemur af jafn miklum óheilindum fram við kúnnana og hin fyrirtækin sem að veita sömu vöru mun lifa góðu lífi og samanlagt geta fyrirtækin lifað betra lífi en ef þau myndu öll koma fram af heilindum.
Reyndar virðist þetta ekki bara vera vandamál á Íslandi því að samþjöppun á öllum sviðum alþjóðlegrar verslunar og framleiðslu hefur verið að aukast með alþjóðavæðingunni.
Í lýðræðisþjóðfélagi þá getur t.l. fátækur almúginn haft meiri áhrif á stjórn Ríkisins með atkvæði sýnu, en það getur oft haft á stjórnir eða yfirmenn einkafyrirtækja. Þetta á ekki síst við ef að um fákeppni er að ræða hjá einkafyrirtækjunum. Segjum að þér finnist að Hagar komi fram af óheilindum t.d. með því að lýsa yfir 20% vöruhækkun strax og gengið hækkar, en lýsa ekki yfir 20% vörulækkun ef það sama gerist í hina áttina. Ætlar þú þá að hætta að borða?
Héðinn, 29.3.2008 kl. 23:50
Baldur, það er rétt sem þú hefur lýst hér og áður með streymið frá Vestri til austurs er á fullu og markar nánustu framtíð okkar. Kína bólgnar út, er stærsti eigandi amerískra skuldabréfa og framleiðandi heimsvaranna, á meðan fjörgamalt, barnfátt og heilsulaust fólk Vesturlanda keppist við að hefta framleiðslugetu sína á allan mögulegan hátt með sjálfssköpuðum álögum, sem hraða þróuninni. Unga fólkið brennir sig á skuldaánauð á meðan það á að hefja lífeyrisgreiðslur okkar hinna.
Mér féllust hendur, ásamt Guðbrandi í ÚA, þegar við vorum í Víetnam (ferð Davíðs Oddssonar!) og sáum þúsundir ofurskilvirkra handa skila af sér fínum sjávarréttum, fólk á mjög lágum launum í nýju glæsilegu húsnæði og skandinavískir frystar. Sushi- verksmiðjan á Ísafirði (sem ég tengdist) gat þar með talist ósamkeppnishæf, en sterka gengið átti líka eftir að ganga frá henni. Vinnufrek framleiðsla á Íslandi er liðin tíð, enda vextir+ verðbólga nálægt 20% og laun margföld á við austrið. Það er ótrúleg seigla í þeim fáu fyrirtækjum hér sem hafa haldið þetta út.
Jóhannes Snævar, það er ekkert að frjálshyggjunni nema það hve oft hún er yfirgefin þegar á bjátar. Því er rétt hjá þér að íslenskur banki verður vart látinn fara á hausinn í friði. En það mætti svo sem greiða þolendum einhverja upphæð á hvern innistæðureikning eins og gert er í Bretlandi. Einnig er afar ólíklegt að Halldór eða Davíð og Co. séu á förum. Geir er bara að brýna kutann til þess að sjá hver ræður í raun.
Ívar Pálsson, 29.3.2008 kl. 23:51
haraldurhar: er hægt að kaupa gjaldeyri í rauntíma í etrade hjá Landsbankanum eða þarf að bíða þessar 15 mínútur sem að Ívar nefnir? Það er nefnilega auðvelt fyrir bankann að græða extra á gjaldeyrissölu ef að hann t.d. kaupir strax gjaldeyrinn og selur síðan kúnnanum gjaldeyrinn á hagstæðasta genginu fyrir bankann, sem að var þessar 15 mínútur. Þá eru 15 mínútur dáldið langur tími ef að markaðurinn sveiflast jafnt mikið og hann hefur gert undanfarið. Held að þóknun Glitnis við að millifæra úr íslenskum krónum yfir í erlendan gjaldeyri og erlendan bankareikning sé 2000 krónur. Veistu hvað það kostar að eiga viðskipti með etrade? Ef að maður myndi vilja kaupa mikið og selja gjaldeyri, líka til sem skammtímafjárfestingu, þá "spread" að skipta talsverðu máli. Hvernig er hægt að lágmarka "spreadið"?
Er gjaldeyrismarkaður einn markaður eða er hver banki með sinn markað og því t.d. hægt að fá mismunandi góð kjör eftir því við hvaða banka maður skiptir á hverju augnabliki?
Ívar: þakka þér aftur fyrir greinagóð svör. Ég skil ekki alveg allt sem þú skrifar. Millibankaverslun - er það að viðskiptabankarnir þrír (?) sem að mega versla með gjaldeyri voru með gjaldeyrisviðskipti beint sín á milli? Er hægt að sjá einhvern vegin hvað hver banki er að gera á gjaldeyrismarkaðnum? Hver banki er þá væntanlega með innstreymi, útstreymi og stöðutöku sem að er samsett bæði af eigin viðskiptum og viðskiptum sem að fara í gegnum bankann, enda verða öll gjaldeyrisviðskipti markaðarins að fara í gegnum einhvern af viðskiptabönkunum þremur ekki rétt? Hugsanlega væri sanngjarnara að það væri ekki um neitt "hús" að ræða í gjaldeyrisviðskiptum, heldur væri þetta bara eins og hlutabréfamarkaðurinn. Er sama fyrirkomulag annars staðar í þessum bransa og er hér á Íslandi?
Það hefur mikið verið talað um ýmsar fjármálaafurðir og þú nefnir að þú hafir verið að skortselja krónuna. Hvar fer slíkt fram? Getur almenningur spilað á þeim mörkuðum? Er hægt að sjá einhvern vegin hver staðan er á þessum mörkuðum t.d. hve mikið fjármagn er að veðja á að krónan lækki og hve mikið er að veðja á að hún hækki svo dæmi sé tekið? Þessi jöklabréf eða bréfin sem seðlabankinn var að gefa út nú um daginn, getur almenningur líka keypt þau?
Héðinn, 30.3.2008 kl. 00:13
Ívar: takk aftur fyrir góð innlegg.
Ég hélt að Vesturlönd væru að reyna að setja stefnuna á hátækni(iðnað) og koma sér þannig undan samkeppni við Asíu í mannfrekum iðnaði. Hvað meinarðu með: "fólk Vesturlanda keppist við að hefta framleiðslugetu sína á allan mögulegan hátt með sjálfssköpuðum álögum" ?
Héðinn, 30.3.2008 kl. 00:20
"""WASHINGTON (Reuters) - Upcoming Treasury Department proposals to make the Federal Reserve the chief regulator of U.S. financial markets and give it sweeping new powers won praise on Saturday from the central bank and the head of the Securities and Exchange Commission."""
http://www.reuters.com/article/politicsNews/idUSN2836557720080329?feedType=RSS&feedName=politicsNews&pageNumber=3&virtualBrandChannel=0&sp=true
Hver hefur í raun stjórnað og markað stefnuna?
Hvers virði er sýndarlýðræði í raun?
Baldur Fjölnisson, 30.3.2008 kl. 00:32
Héðinn, álögurnar sem ég nefndi eru t.d. koltvísýringslosunarkvóti og ónauðsynlegar takmarkanir á nýtingu sjálfbærra auðlinda, sem samkeppnislönd í austri hunsa. Einnig t.d. verulegar takmarkanir á vinnutíma. Sama hvaða tilfinningar við höfum til slíks, þá stöndum við verr í samkeppni vegna þess.
Framvirk kaup fyrirtækis míns á gjaldeyri (á móti krónu) fór fram í símanum við gjaldeyrisdeild bankanna, en líka mikið í krossum, t.d. USD/JPY eða EUR/USD. Þetta voru bara eðlileg frjáls viðskipti, en þróuðust verulega gegn neytandanum. Veðin voru lág fyrir 10 árum og spreadið sáralítið, því fór maður háttgíraður inn og út á korteri ef heppnin var með manni. Nú þarft þú að hafa kannski 40% veð, vinna þig í gegn um hnausþykkt spread í kaupi og sölu, greiða ótrúlegan vaxtamun ef á móti krónu og háan framvirkan kostnað. Ég gat bara ekki mokað fleiri milljónum í þessa átt. Þetta er í raun bara í lagi ef þú ert með krónunni, en ekki gera það í dag nema í nokkra daga. Krónubréfin eru á milli banka, en t.d. Icesave og Edge reikningar eru líklega útskýrðir á netinu, en allt er þetta utan míns svæðis.
Ívar Pálsson, 30.3.2008 kl. 00:55
Jóhannes:
"En hámark barnaskapsins er að halda að þessi tegund stjórnunar sem við búum við núna sé ekki algjör FRJ'ALSHYGGJA. Þetta er nefnilega ekta frjálshyggja. Látið okkur í friði meðan við græðum en bjargið okkur þegar allt fer á hausinn. Mýgrútur dæma úr heimssögunni sanna það.
Ég ætla allavega að vona að þú teljir stjórn Bússa til frjálshyggjustjórnar ( ef ekki þá hef ég gleymt að lesa einhvern kaflann í stjórnmálafræðibókinni) og þeir hlupu strax undir bagga með fyrsta bankanum sem fór á hausinn."
Æ æ, nú hefur þú misst af kaflanum um frjálshyggjuna, eins og þú minntist á. Þetta sem þú lýsir er ekki frjálshyggja í mínum bókum, alls ekki. Því verður erfitt að ræða málin ef við skilgreinum ekki hugtökin eins. Bússi sýnir stundum frjálshyggjutakta, en hann er svo langt frá því vera frjálshyggjumaður að það eru engu líkt. Ég myndi aldrei í mínu litla lífi fallast á það sem Bússi gerir, world police og þess háttar. Nú hvet ég þig til að kynna þér alvöru frjálshyggju. Ég er sannfærður um að hún á eftir að koma þér skemmtilega á óvart. Það er einn forsetaframbjóðandi í Bandaríkjunum sem heitir Ron Paul. Tékkaðu á kauða. Þú misskilur frjálshyggjuna Jóhannes, við búum ekki í frjálshyggjuríki og það ert þú sem þarft að leiðrétta misskilning þinn á henni.
Héðinn:
Þetta er greinagott svar hjá þér og auðvitað má finna vankanta á þessu, enda má segja að um almenna reglu sé að ræða, en ekki lögmál. Ég einfaldlega í einfeldni minni trúi því að þar sem tilvistargrundvöllur fyrirtækja gengur út á að hámarka hagnaðinn sinn, þá sé það hlutverk okkar að sýna þeim hvað við metum í fari fyrirtækja. Mikill pottur er brotinn í neytendavitund okkar og ég kenni ríkisvaldinu að vissu leiti um það. Ég held að ekkert fyrirtæki megi sín mikils þegar almúginn kýs með hverri einustu krónu sem hann eyðir og ég er fullviss að þegar fram í sækir, verði þetta staðreyndin í öllum heiminum. Að þessu leiti uppfyllist að vissu leiti hugsjón Marx um alræði öreigana, þ.e okkur almúgann, en ekki í gegnum ríkisvaldið heldur í sjálfsprottnu náttúrulegu skipulagi sem til verður meðal okkar með aukinni reynslu í frjálsu markaðshagkerfi og með minnkandi afskiptum ríkisvaldsins. Michael Shermer gaf út góða bók um þetta sem ég get mælt með, Mind of the market.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 30.3.2008 kl. 01:00
Sæll Héðinn.
Já það er hægt að kaup og selja gjaldeyrir á rauntíma á Etrade, en það er spred á þeim viðskiptum. Eg hef ekki verið að versla gjaldeyrir sem daytrade, heldur sem stöðutöku til lengri tíma. Hef td. skuldsett mig í ísl. kr gangnvart kaupum á erl. verðbréfum.
Síðustu viðskipi er ég átti í gjaldeyrir var að selja ísl.kr, og kaupa sænskar þann 25. marz. Fóru þau viðskipti fram á genginu 1230,40. þannig þú getur reiknað út spredið.
Mér finnst Etrade hjá Landsbankanum vera afargóður til að eiga viðskipi á, og þá sérstaklega þessi fidus að geta keypt verðbréf í einni mynt og skuldsetja sig í annari. Td. kaupa finnsk hlutabréf og skuldsetja sig í US$
Eg hef notað til fjölda ára Ameritrade, til kaupa á amerískum hlutabréfum, en er meir og meir að snúa mér að Etrade hjá Li.
Eg held að gjaldeyrismarkaðurinn sé meira og minna einn markaður, en tekið skal fram ég hef ekki mikla kunnáttu í þeim viðskiptum, og tel reyndar að stunda daytrade á þeim markaði sé ekki á færi einyrkja, hér uppi á klakanum. Tek bara stöðu til lengri tíma, eða það sem kallað er stundum kallað swingtrade.
haraldurhar, 30.3.2008 kl. 01:23
Sigurður Karl: það hefur verið sýnt fram á í prisoners dilemma leiknum að það hvort að þeir sem að spila leikinn þekkjast eða tilheyra sama hópi skiptir miklu máli.
- Reyndar má geta þess í framhjáhlaupi að ég held að það sé styrkur íslensku þjóðarinnar að hér er t.l. mikil samkennd og fólk getur t.l. mikið identifiad sig með hvert öðru. Það er mikilvægt að fólk sem að flytur til landsins nái að mynda tengsl í þeirri vídd samfélagsins.-
Þá hefur prisoners dilemma leikurinn sem að Dawkin byggir á einnig verið spilaður ekki bara á milli tveggja, heldur heils hóps. Niðurstöðurnar eru þær að það skiptir miklu máli hvort að hópurinn geti "refsað" þeim sem að velja D þ.e. vilja ekki cooperatea einhvern vegin. Þvi virkar "good guy wins" ef að ákveðin skilyrði eru uppfyllt eða ákveðnar leikreglur eru fyrir hendi, en að segja að það sé lögmál er vissulega of djúpt í árina tekið.
Það eru til fyrirtæki eins og t.d. Wal-Mart sem að eru með lágt vöruverð, en eru nokkurn vegin að öllu öðru leyti eru bara þyggjendur í þeim samfélögum sem þau eru. Það væri hægt í löngu máli að útskýra nákvæmlega af hverju þau eru þyggjendur t.d. greiðir Val-Mart lægri laun en duga til framfærslu fyrir fulla vinnu og lætur Ríkið um að greiða afganginn. Þessi fyrirtæki hafa sum hver verið að stækka og þenjast út á alþjóðamarkaði. Það er hægt að segja að þessi fyrirtæki séu "selfish" eða darwinísk. Með nokkurri einföldun er hægt að segja að kaupandinn eða neytendurnir hegði sér líka "selfish" eða á darwinískan hátt þ.e. kaupi þar sem verðir er lægst og horfi ekki á nokkuð annað. Þú skrifar:
"Við eigum að hjálpa hvoru öðru og refsa strax fyrirtækjum sem reyna að blekkja. Survival of the fittest er óheppilegt orðalag og á ekki við í raunveruleikanum og á upprunan sinn úr Darwin en hefur verið kastað af öllum líffræðingum í dag, sjá Dawkins."
Hvernig passar það við þetta?
Héðinn, 30.3.2008 kl. 01:40
Héðinn:
Nú forðast ég að blanda saman selfish og survival of the fittest, ég held að það eigi við. Ég er vissulega á því að við högum okkur alltaf nokkuð selfish, jafnvel þegar við virðumst vera að gera gott. Ástæðan liggur einfaldlega í því að þegar við bjuggum í fornöld í minni veiði/safnara hópum var þá genunum okkar til langlífis að snúast ekki gegn hópnum okkar, eða valda neinum skaða. Það kallaði á refsingu frá hópnum, og jafnvel útskúfun sem jafngilti dauðadómi. Þaðan er altrúsiminn uppruninn að mínu mati og fleiri. Þótt umhverfi okkar hafi breyst með auknum fólksfjölda, hefur þessi einfalda regla ekki breyst, og við sem þjóðfélag vannýtum þessa sterku samkennd okkar gagnvart náunganum með því að enforca henni með ríkinu. Það sem ég skil við Dawkins er að almennt gildir ekki survival of the fittest, eða allaveganna ekki nema sem eitt púsl í stærra púsluspili og hefur ekki þau dómsdags áhrif eins og margir jafnaðarmenn halda oft.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 30.3.2008 kl. 02:08
Sigurður Karl: Þú færð hrós frá mér fyrir að benda á ýmsar heimildir og efni til lestrar. Ég átta mig reyndar ekki alveg á öllum túlkunum þínum á afleiðingum altrúisma. "...og við sem þjóðfélag vannýtum þessa sterku samkennd okkar gagnvart náunganum með því að enforca (enforce = to put or keep in force) henni með ríkinu." Hvað meinarðu hér nákvæmlega? Það væri líka athyglisvert að heyra hvernig þú skilgreinið Ríkið eða hvað Ríkið er í þínum augum. Líka hvort að þú telur að það sé náttúrulögmál að Ríkið verði alltaf að vera þannig.
Héðinn, 30.3.2008 kl. 02:40
Sigurður Karl: má bæta því við vegna þess að ég sá að þú hefur spáð í uppruna og þróun Seðlabanka hvort að þú hefur spáð í uppruna og þróun Ríkisins?
Héðinn, 30.3.2008 kl. 02:42
Það sem ég á við með enforcing er að við setjum ógrynni af reglum, embættum og stofnunum til þess að ganga nú úr skugga um að enginn verði fyrir skakkaföllum. Það sem það gerir er að vekja upp falskt öryggi og doða gagnvart ábyrgð hvers og eins á eigin lífi, heilsu og ekki síst heilbrigði þess samfélags sem viðkomandi býr í, sem er mjög mikilvægt. Nærtækasta dæmið er félagskerfið. Ríkinu hefur tekist að sannfæra alla um að ef ríkið væri ekki til þess að hugsa um þá sem minna mega sín, myndi engin gera það og þetta fólk myndi bara deyja í pappakössum út á götu. Ég held að það sé algjörlega fráleitt. Ég tel að allir finni hjá sér þörf til þess að leggja sitt af mörkum til þess að ganga úr skugga um að samfélagið sé heilbrigt og fólk sem þarf á alvöru hjálp að halda fái hana í gegnum frjáls félagasamtök eða frá einstaklingum. Þegar ríkið setur upp hið svokallaða öryggisnet, sem ég vill frekar kalla köngulóarvefinn, tryggt með þvingunum og ofbeldi, þá köllum við fram værukæri í fólki gagnvart náunganum og samfélaginu, svona svipað og þegar fólk keyrir fram hjá fólki í neyð af því að það er alltaf einhver annar sem á að bjarga fólkinu, alltaf einhver annar sem á að taka ábyrgð á samfélaginu. Þetta má svo heimfæra upp á önnur ríkisbatterí, eins og heilbrigðiskerfið og menntakerfið.
Þegar Evrópubúar flúðu okið, fátæktina, ofbeldið og ofríkið í Evrópu til Bandaríkjanna á 17-19 öld, var ekkert slíkt kerfi þar að finna. Þá skipulögðu einfaldlega fólkið félagsþjónustuna með frjálsum framlögum og upp úr því spretta svo trúarsöfnuðirnir í Bandaríkjunum sem stofna spítala, félagsþjónustur, þjónustu við fátæka og allskonar annarskonar þjónustur sem er hverju samfélagi nauðsynlegt, eins og jarðafarir, manndómsvígslur, giftingar og skráningar. Ég held að þetta sé að vissu leiti ástæðan fyrir því að bandríkjamenn eru svona heiftarlega trúaðir. Ég er trúleysingi og kann illa við kirkjuna, en þetta hlutverk hennar var gríðarlega mikilvægt.
Ég verð að viðurkenna að ég hef aldrei sest sérstaklega niður og skilgreint ríkið, en þetta er ágæt spurning. Ætli ég skilgreini það ekki bara með klassískum hætti, það er handhafi þrískiptingu ríkisvaldsins. Nú vil ég taka það fram að ég er ekki að tala fyrir algjörum anarkisma. Ég tel að ríkið hafi hlutverk, þá helst við að verja okkur hin frá ofbeldi af höndum annarra, innanlands með löggjafar-, dóms-, og framkvæmdarvaldinu, og erlendum með landvörnum. En þetta vald á sífellt að vera tekið til endurskoðunar og stjórnarskrá á að tryggja að ríkið taki sér ekki völd umfram þetta því ég tel að það sé náttúrulögmál að ríkið mun alltaf reyna að taka sér völd umfram það sem það þarf. Ríki í mínum augum er bara aðili á markaði sem hefur tekið sér einokunarvald með hervaldi, þvingunum og ógnunum og selur okkur mikilvægustu þjónustur sem samfélagið þarf, á uppsprengdu verði og lélegum gæðum og heldur auðvitað völdunum vegna þess að það ræður menntakerfinu sem allir verða að ganga í gegnum, og slær svo ryki í augun á okkur með því að láta okkur halda að við höfum eitthvað vald yfir eigin örlögum þegar við förum og kjósum. Við erum raunar bara að kjósa á milli mismunandi þrælahaldara og höfum engin völd. Yfir einkaaðilum höfum við þó völd með veskinu okkar og við kjósum með hverri krónu sem við eyðum. Ég tel það vera mikið vald í höndum einstaklings og ég kalla þetta kapítalískt lýðræði til að aðgreina það frá ríkjandi fulltrúalýðræði. Ég vill einnig taka það fram að ég tel ekki að á Alþingi sé fólk með þetta hugarfar og jafnvel ekki slíka valdagræðgi. Ég tel að flestir stjórnmálamenn reyni að vinna að heilindum, en ég tel að þetta tilbúna kerfi valdi því að útkoman verði einhver allt önnur.
Ég hef ekki spáð sérstaklega í uppruna og þróun ríkisins fyrir utan það sem maður þekkir af konungsveldum og þjóðflokkaerjum. Ertu með eitthvað sérstakt efni um það?
Sigurður Karl Lúðvíksson, 30.3.2008 kl. 03:45
Ég vil bæta við öðru atriði út frá þessu. Ég held að munurinn á frjálshyggjumanni og sósíalista, eða jafnaðarmanni eins og þeir vilja láta kalla sig, er hvernig sjálfsmyndin er. Jafnaðarmenn sjá sjálfa sig í samfélagi í gegnum ríkið, þ.e ríkið er einhver samnefnari fyrir samfélagið og samfélagið mótar einstaklinginn. Nærtækasta skýringardæmið væri til dæmis skopmyndamálið í Danmörku. Ef þú teiknar mynd af dauðum spámanni ertu að móðga persónulega múslima, þótt þú hafir ekki sagt orð við hann persónulega. Þeir samsama sér trúarbrögðunum, þ.e samfélagið eru trúarbrögðin og þeir aðskilja sjálfa sig ekki frá því. Frjálshyggjumenn skoða allt samfélagið út frá einstaklingnum, þ.e einstaklingurinn mótar samfélagið og samfélagið því aðeins sjálfsprottið skipulag einstaklingsins. Jafnaðarmaðurinn virðist frekar hugsa um samfélagið sem eitthvert fyrirbæri sem við lifum í og verðum að aðlaga okkur að, öll sem eitt, og það sé svo hlutverk ríkisins að sitja við stýrið og snúa tökkum til þess að breyta samfélagsgerðinni eftir behag. Frjálshyggjumenn hugsa um samfélagið sem eitthvað sem við sköpum með okkar frjálsa vilja sem einstaklingar og ég tel að það sjálfsprottna náttúrulega skipulag sé miklu heppilegra og hitt í rauninni gjörsamlega fatalt.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 30.3.2008 kl. 04:04
Sigurður Karl: þú færð aftur prik frá mér fyrir að færa rök fyrir máli þínu þó að sumar ályktanir séu ef til vill dáldið langsóttar. Megin athugasemd mín er tengd því sem ég skrifaði hér að ofan:
"Þá hefur prisoners dilemma leikurinn sem að Dawkin byggir á einnig verið spilaður ekki bara á milli tveggja, heldur heils hóps. Niðurstöðurnar eru þær að það skiptir miklu máli hvort að hópurinn geti "refsað" þeim sem að velja D þ.e. vilja ekki cooperatea einhvern vegin. Þvi virkar "good guy wins" ef að ákveðin skilyrði eru uppfyllt eða ákveðnar leikreglur eru fyrir hendi, en að segja að það sé lögmál er vissulega of djúpt í árina tekið."
Nú gefum við okkur scenario sem er þannig að Ríkið t.d. á Íslandi hefði dregið saman seglin í félagsmálaþjónustu og að markaðnum væri treyst fyrir því að aðstoða þá sem lent hafa undir vegna t.d. slysa eða sjúkdóma í samfélaginu. Um væri að ræða fólk sem að hefði í kjölfarið lent í fjárhagslegu skakkafalli og stæði höllum fæti bæði fjárhagslega og heilsulega. Nú ert spurt:
a) Með hvaða peningum ætti þetta fólk að kjósa með einustu krónu sem það eyðir eins og þú orðar það?
b) Ég skrifa hér að ofan að sýnt hafi verið framá að altrúismi virki bara ef að heildin hefur tök á að refa þeim sem að velja D þ.e. velja selfishly og coopera ekki. Hvernig ætti fólkið sem lent hefði undir að refsa t.d. stærstu fyrirtækjunum ef að þau myndu haga sér selfishly og neita að leggja nokkurn aur fram sem stuðning?
Síðan má bæta við spurningu vegna þess að þú nefnir Bandaríkin sem nokkurs konar fyrirmyndarland í meðferð fólks sem lent hefur undir í lífsbaráttunni. Telur þú að meðferð Bandaríkjana á fólki sem t.d. hefur orðið fyrir barðinu á sjúkdómum eða slasast sé betri en meðferð t.d. Íslands eða Skandinavískra landa? Telur þú að þetta fólk sé hamingjusamara í Bandaríkjunum en á Íslandi eða í Skandinavíu?
Héðinn, 30.3.2008 kl. 10:27
Sigurður Karl: það má meira að segja bæta við þetta tveimur öðrum atriðum:
c) Ég spurði hér að ofan hvað þú ætlaðir að borða ef að þú myndir ákveða að kjósa ekki t.d. Haga ?
d) Það sem þú setur fram lítur á fólk að miklu leyti sem neytendur. Ef að fólk myndi ákveða að spara krónurnar sínar, væri það þá að skrópa á kjörstaði?
Héðinn, 30.3.2008 kl. 10:48
Sigurður Karl: enn eitt í viðbót
e) Sérstaklega á undanförnum árum með tilkomu PR starfsfólks, sem að þekktist varla áður fyrr, er það oftar en ekki reyndin að fyrirtæki veitir t.d. x krónum í gott málefni, en eyðir um leið 2x eða helmingi meira í að kynna að það gerði þetta. Ýmis fyrirtæki sem að skora hátt í vinsældakönnunum hjá þjóðinni láta aldrei 1 krónu af hendi rakna án þess að auglýsa það vel og rækilega. Hvernig passar þetta inní túlkun þína á altrúisma? Hvernig fittar þetta saman við móteverínguna sem þú telur að baki altrúisma?
Héðinn, 30.3.2008 kl. 11:05
Eftir framsöguerindi Ívars hafa pallborðsumræður staðið hér til kl. 4 í nótt. Held að þeir sem hafa tekið þátt hafi mjög gaman af þessu.
Legg því til að Ívar komi hér með framsöguerindi með reglulegu millibili t.d. alltaf á föstudags kvöldum.
Innlegg frá Baldri eru ómissandi enda gefa þau víðari og dýpri sýn á málin.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 30.3.2008 kl. 11:22
Takk fyrir næturvinnuna, félagar! Sveinn, ég hef þetta í huga, en maður tekur kannski ekki síðan eins mikinn þátt í umræðunum eins og nætruhrafnarnir!
Ívar Pálsson, 30.3.2008 kl. 12:14
a) með þeim peningum sem þú borgar ríkinu núna fyrir að reka útþanið félagskerfið, þar sem stór hluti félagsmanna þarf ekki að vera þar. Stórfurðulegt hvernig velmegun og heilsa vex og vex og félagskerfið líka. Maður myndi ætla það að ef annað hvort yxi, minnkaði hitt, nema að fólkj sé ekki alveg heiðarlegt.
b) Til þess eru dómstólar og ekki síst, gjafamál. Sum mál eru þannig að lögfræðistofur geta grætt mikinn pening á því að fara í mál við stórfyrirtæki og ef þeir telja sig geta unnið málið þarf einstaklingurinn ekkert að borga. Kannski má nefna mál Erin Brockovich og mál ýmissa gegn sígarettufyrirtækjum. Þar fyrir utan er slúður, sem er ein sterkasta félagslögregla samfélagsins, til þess gert að fljótlega berst út truntuháttur ríks fyrirtækis gegn vanmáttugum einstaklingi og samfélagið refsar fyrirtækinu vegna samhugar þess gagnvart þeim sem minna mega sín. Það má vera að þetta virki ekki alltaf og það er enginn að tala um að allt yrði fullkomið, það yrði í það minnnsta langt um betra en það er núna þar sem ríkið myndi örugglega taka afstöðu með fyrirtækinu þar sem þaðan koma peningarnir.
Viðbótarspurning um BNA: Ég sagði svosum ekki að Bandaríkin væru fyrirmyndaland eins og það er núna. Þetta er ekki bara spurningin um hver er hamingjusamastur. Þú getur verið hamingjusamur með ýmsum hætti og það getur verið mjög misjafn hvað gerir fólk hamingjusamt. Ég er fyrst og fremst að tala um frelsi. Fangi getur verið hamingjusamur. Hann þarf ekkert að hugsa, fær mat og hefur nægan frítíma, eða eiginlega bara frítíma, en það kostar líka rosalegan pening að halda honum uppi. Er það hlutverk ríkisins að tryggja hamingju? Ef svo væri gæti ríkið bara slegið af alla vinnu og haldið bara botnlaust partý alla daga. Ríkið má líka alveg leita leiða til að gera okkur hamingjusöm en ég set fótin niður þar sem gera á einn að þræl til að þóknast öðrum, eins og málum er háttað núna.
Einnig orðar þú spurninguna þannig hvort mér finnist bandaríska ríkið vera betra við þegnanna en hið skandinavíska. Ég er náttúrulega búinn að vera að tala um hvernig ríkið á ekki að koma að þessu, þannig að spurningin missir marks.
c) Ef ég myndi kjósa að borða ekki hjá Haga, þá myndi ég borða hjá fyrirtæki sem Hagi á ekki. Þú ert samt væntanlega að meina hvað ég myndi gera ef Hagi ætti allar matvöruverslanir á Íslandi og ég hefði ekkert val. Hvernig kæmist Hagi í slíka stöðu? Annaðhvort kemst Hagi þessa stöðu með því að vera lang lang besta matsölufyrirtækið og allir íslendingar vilja versla við Haga, sem svarar spurningunni, eða ríkið hefur tryggt Haga einokunarrétt á matvörusölu. Slíkt er ekki óþekkt í sögunni. En ef Hagi hafi komist í þessa einokunarstöðu með því að kaupa upp allar matsölukeðjur í landinu í skjóli nætur, þá getur tvennt gerst. Annaðhvort er fólki alveg sama og hlutirnir eru óbreyttir, eða fólki er ekki sama og þá hefur myndast gat í markaðsþörfinni sem Hagi getur ekki fyllt og þú stofnar bara matsölukeðju sjálfur. Taktu svo þessa spurningu og veltu henni yfir á heilbrigðiskerfið. Ríkið hefur einokun á heilbrigðisþjónustu, eða svona næstum því. Hvert ætlar þú að leita ef þú vilt ekki eiga viðskipti við Ríkið ehf.? Kjósa? Þú getur ekkert gert. Þú ert að lýsa með matvörumarkaðnum ástandi, sem ég geri ráð fyrir að þér líki ekki við, sem þú lifir og hrærist í á jafnmikilvægum þáttum lífs þíns eins og heilbrigði og menntamál, en finnur ekkert athugavert við það, jafnvel þótt ástandið þar sé margfalt verra en á matvörumarkaðnum, því ríkið refsar þér með ofbeldi og frelsisskerðingu ef þú neitar að eiga viðskipti við þá. Ekki myndi Hagi hegða sér svona.
d) Ef fólk sparar krónurnar sínar, þá eru það sterk skilaboð út á markaðinn. Þau eru:"það sem þið eruð að bjóða mér er alltof dýrt og ég kýs að eiga ekki viðskipti við ykkur, lækkið verðið." . Ég myndi frekar segja að spöruð króna er að skila auðu. Kapitalískt lýðræði tryggir því án ofbeldis, 100% kosningaþáttöku, ef það er ekki sterkt, þá veit ég ekki hvað. Skemmtileg spurning.
d) Altrúismi er reyndar skilgreindur sem góðverk sem framkvæmt er án þess að svo virðist sem að sá sem framkvæmir góðverkið græði neitt á því. Ég get því ekki sagt að fyrirtæki sem gefa fé til góðgerðarmála séu að gera það altrúískt. En pældu samt í því hvað þetta er sterkt. Það verður, frjálshyggjusamfélagi, bitbein á milli fyrirtækja að gera sem allra mest fyrir samfélagið. Hugsaðu þér bara tvær verslanir með svipuðu verlagi, önnur gefur 1% af hagnaði til góðgerða í samfélaginu, en hitt gefur 10%. Nú getur þú valið um hvort fyrirtækið þú vilt styðja með krónunni þinni. Ég fullyrði að með þessu fyrirkomulagi þá fengu öryrkjar, gamalmenni og aðrir sjúklingar miklu miklu meiri aðstoð frá samfélaginu en það fær frá ríkinu í dag, sem smellir á þig númeri og hendir þér inn á stofnun þar sem þú skilur engan og bíður eftir að þú drepist. Ég fullyrði líka, út frá þessu að velferðarsamfélagið hefur gert það að verkum að við sem einstaklingar tökum ekki ábyrgð á þeim sem eru sjúkir og ástand þeirra, sem ég tel afar slakt, sé velferðarfyrirkomulaginu algjörlega að kenna. Alltaf verið að bíða eftir að ríkið geri eitthvað í þessu.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 30.3.2008 kl. 14:05
Sigurður Karl: þrjú stutt innlegg
1. Ég spyr:
"Síðan má bæta við spurningu vegna þess að þú nefnir Bandaríkin sem nokkurs konar fyrirmyndarland í meðferð fólks sem lent hefur undir í lífsbaráttunni. Telur þú að meðferð Bandaríkjana á fólki sem t.d. hefur orðið fyrir barðinu á sjúkdómum eða slasast sé betri en meðferð t.d. Íslands eða Skandinavískra landa? Telur þú að þetta fólk sé hamingjusamara í Bandaríkjunum en á Íslandi eða í Skandinavíu? "
Þú svarar:
"Einnig orðar þú spurninguna þannig hvort mér finnist bandaríska ríkið vera betra við þegnanna en hið skandinavíska. Ég er náttúrulega búinn að vera að tala um hvernig ríkið á ekki að koma að þessu, þannig að spurningin missir marks."
Ég finn ekki hvar Ríkið kemur fram í spurningunni minni. Átt var við víða skilgreiningu á Bandaríkjunum/Íslandi og Skandínavíu þ.e. þjóðfélaginu, sem að inniheldur Ríki, fyrirtæki og einstaklinga.
2. Ég spyr:
"Það væri líka athyglisvert að heyra hvernig þú skilgreinið Ríkið eða hvað Ríkið er í þínum augum. Líka hvort að þú telur að það sé náttúrulögmál að Ríkið verði alltaf að vera þannig."?
Getur verið að þú gefi þér að Ríkið verði alltaf að hafa alla þessa neikvæðu hluti sem þú lýsir og farir síðan að gagnrýna útfrá því? Er ekki hægt að fá hvaða niðurstöðu sem er með og á móti hverju sem er með svoleiðis röksemdafærslu?
3. Þú skrifar: "Ég hef ekki spáð sérstaklega í uppruna og þróun ríkisins fyrir utan það sem maður þekkir af konungsveldum og þjóðflokkaerjum." Mér finnst að þú ættir að skoða þróun og hlutverk Ríkisins í sögulegu samhengi áður en þú leggur það til að leggja það eða hluta þess sem að hafa verið í mörg hundruð ár að þróast niður. Ég held að það sé nauðsynlegt að skilja þetta betur áður en fólk leggur til að einhverjar tilraunir séu gerðar.
4. Við erum alla vega að einhverju leiti sammála um það sem þú skrifar: "auðvitað má finna vankanta á þessu, enda má segja að um almenna reglu sé að ræða, en ekki lögmál."
Ég skrifa
"a) nýrri rannsóknir á t.d. hegðun cleanfish, en Dawkins byggir mikið á hegðun hans, sýna eitt krúsial atriði (gæti lýst þessu mun nákvæmar, en tek það mikilvægasta fram) sem er að til þess að þetta virki þá þarf að vera raunverulegt val sem má í víðari samhengi skilja sem svo að margir algjörlega óháðir aðilar þurfa að spila bæði framboðs og eftirspurnarmegin á markaðnum. Ránfiskur sem að cleanfish bítur smá hold af þarf að geta synt í burtu og valið annan cleanfish. Þannig virkar þetta líka í náttúrunni á kóralrifinu. Stóri vandinn á Íslandi er nákvæmlega þetta að:
a1) aðilar eru ekki nógu óháðir, heldur virkar þetta eins og að allir hinir cleanfisharnir á rifinu myndu horfa á cleanfish bíta ránfiskinn og þegar ránfiskurinn kæmi til þeirra þá myndu þeir geta samræmt viðbrögð sín og líka bitið hann. Ránfiskurinn myndi því ekki geta átt viðskipti við neinn óháðan cleanfish og yrði neiddur til þess að beygja sig undir samráð cleanfishana og að leyfa cleanfishunum að bíta smá hold af sér.
a2) aðilar eru of fáir til þess að raunveruleg samkeppni takist. "
Getur verið að það sem þú ert að lýsa gildi í sérstöku og frekar einföldu, nánast fræðilegu umhverfi eins og t.d. á kóralrifjum, en ekki í flóknu praxtísku umhverfi eins og íslensku efnahagslífi? Ef svo væri þá myndi þessi kenning þín hljóta sömu örlög og kommúnisminn.
Héðinn, 30.3.2008 kl. 16:27
1) Ok, ég hef lesið eitthvað vitlaust í spurninguna. Enn ítreka ég það að ég er ekki að tala fyrir því að leggja niður ríkið í allri sinni mynd, svo það sé nú á hreinu. Ég bendi bara á sem svar við þessari spurningu, það sem ég sagði áður, þ.e varðandi hamingjuna: "Ríkið má líka alveg leita leiða til að gera okkur hamingjusöm en ég set fótinn niður þar sem gera á einn að þræl til að þóknast öðrum". Málið með hamingjuna er að hún kemur að langstærstum hluta innan frá, ekki frá ytra umhverfi. Það má merkja með rannsóknum sem hafa verið gerðar á föngum og lottóvinningshöfum. Svotil undantekningarlaust fer bæði fanginn og vinningshafinn aftur í það hamingjustig og hann hafði áður en merkisatburðurinn gerðist. Ég segi því aftur, þetta snýst ekki um hamingju, heldur frelsi. Hamingjan er allt önnur umræða og allslakur mælikvarði á gæði stjórnafyrirkomulaga. Ég get samt bent á að hamingja sem felst í auknum valmöguleikum frjálshyggjuríkis fylgir eins og margt annað, lögmálinu um fallandi jaðarnytjar, þ.e enginn valmöguleiki = engin hamingja, rétt magn valmöguleika = hámarks hamingja og of miklir valmöguleikar = fallandi hamingja. Hinsvegar leysir frjálshyggjusamfélagið þetta því mörg fyrirtæki eru farin að selja einfaldleika með mjög góðum árangri, sjáðu Google, eitt allra vinsælasta fyrirtæki í heiminum. Mottóið þeirra er "Be Good" og þeir lifa eftir því. Þess vegna trúi ég því að þar sem við sem einstaklingar metum hamingju okkar mikils, munu fyrirtæki í auknu mæli stilla sig af þannig að þeir hámarki hamingju sem flestra, enda sé það þeim í hag þar sem hlutverk þeirra er að skila sem mestum hagnaði, þeir gera það ekki án viðskiptavina né með óhamingjusama viðskiptavini. Sjáðu, markaðurinn leysir þetta að lokum, við þurfum ekkert einhvern alvitran embættismann með puttanna á stjórntökkunum, segjandi okkur hvað við megum og megum ekki gera eins og við séum þroskaheft smábörn, við þurfum bara sjálfsprottið náttúrulegt skipulag og afskiptaleysi besservissara með byssur og ofbeldi.
2) Ég hef ekki alltaf verið frjálshyggjumaður. Þetta er hugmyndafræði sem ég þróaði með sjálfum mér og svo fann hún mig í heild sinni. Áður en ég vissi hvað frjálshyggja væri fylgdist ég með fréttum líðandi stundar eins og allir aðrir og kynnti mér mannkynssögu af miklum eldmóð. Þegar ég kynnist hugmyndafræði frjálshyggjunnar og vísindum fellur þetta nánast allt í raunrétta mynd af raunveruleikanum. Auðvitað eftir það verð ég að viðurkenna að ég horfi á alla atburði í gegnum gleraugu frjálshyggjumannsins, enda er það mitt hugarástand núna. Þetta gera allir, þú líka. En ég get alveg sagt þér það að ég véfengi skoðanir mína mjög reglulega og les mér til um röksemdir gagnrýnisradda. Ekkert af því hefur haggað við rökum frjálshyggjunnar. En hvaða stjórnkerfi er best er í öðru sæti hjá mér eftir siðferðilegri skyldu minni að vera frjálshyggjumaður. Það einfaldlega samræmist ekki sterkri siðferðiskennd minni að beita öðrum ofbeldi og þvingunum til að ná fram því sem ég, eða aðrir, vilja ná fram, veri það peningar eða samhjálp eða hvað sem ríkinu dettur í hug. Ég í rauninni skil ekki hvernig fólk getur sætt sig við svona siðferðisbrest og fundist það bara allt í lagi, eða nauðsynlegt eða eitthvað þannig. Varðandi spurninguna um hvort maður gæti ekki bara fengið hvaða niðurstöðu sem er ef maður gefur sér bara að eitthvað sé satt í byrjun, eða þannig skil ég hana, þá er svarið auðvitað jú, vissulega, en grundvöllur upphafspunkts míns í umræðunni er byggður á mjög sterkum rökfræðilegum grundvellir og sterkri sögulegri skýringu, annað en t.d biblían. Allir verða að byrja einhversstaðar, með einhvern grunn og bera svo niðurstöðurnar saman við sögulegt samhengi. Þetta hefur aldrei vafist fyrir frjálshyggjumönnum og þú munt eiga mjög erfitt með að rökræða sögulegt og röklegt samhengi við frjálshyggjumann sem er betri að sér en ég.
3) Nú skildi ég reyndar ekki alveg spurninguna þína. Ég hélt að þú værir með einhverja djúsí heimildarmynd um sögu og þróun ríkisins. Ég hef kynnt mér sögu bara jafnvel og sennilega betur en flestir. Ég er ekki að draga þessa kenningu upp úr einhverjum galdrahatti. Á bakvið hana er löng þróun margra manna og heil grein hagfræðinnar kennd við austurríska hagfræði liggur til grundvallar. Nú ertu aðeins að gera því í skóinn að ég þekki ekki sögunanægilega vel til að vita hvað ég er að tala um. Ég get allaveganna, án þess að eyða of miklu púðri í þessa spurningu, nefnt það að í sögulegu samhengi hafa flest stríð verið háð í nafni frelsisins í einni mynd eða annarri og að það var bandaríska ríkisstjórnin, ekki bandarískur almenningur sem réðist inn í Írak, sem og öll önnur stríð, það er alltaf ein stjórnvöld að ráðast á önnur og notar til þess grandvaran og trúgjarnan almenning sem fallbyssufóður. Ferill ríkistjórna er afleitur í sögulegu samhengi og er ekkert skárri í dag.
4) Ekkert er fullkomið í þessum heimi og ég er ekki að tala fyrir hinu fullkomna himnaríki þar sem ljónin og lömbin leika sér á túnblettinum, svona eins og hugmyndir Votta Jehóva. Ég er bara að tala fyrir frelsi og mannlegri reisn, ekkert annað.
a1) Ef okkur finnst sem samfélagi að það sé óheppilegt að fyrirtæki séu of háðir, þá kjósum við um það með krónunni. Ef við gerum ekkert og verslum áfram við þessa háðu aðila, erum við sátt við það. Ef hinsvegar við metum til fjár það að hafa óháða aðila þá opnast sylla á markaðnum sem háðu aðilarnir geta ekki fyllt.
a2) Enn er það í okkar höndum að taka ákvörðun um það hvort okkur líka þetta eða ekki, ef ekki þá stofnar einhver nýtt fyrirtæki. Helsta ástæða fyrir fákeppni á Íslandi er að mínu mati verndarstefna ríkisins, sjáðu bankana, það er mjög erfitt að opna viðskiptabanka á Íslandi vegna tengsl þeirra við ríkið og þrautagangan sem aðili þarf að ganga fyrir ríkið er mikil. Allstaðar þar sem ríkið er, er verðið hátt og samkeppni lítil eða engin, heilbrigðisþjónustan, menntakerfið, landbúnaðurinn o.s.fr, hversvegna lækkar bara og lækkar verðið fyrir tölvuvörur? Ég fullyrði það að það er íslenska ríkið sem heldur uppi fákeppni á Íslandi, svo einfalt er það. Það er mín sannfæring en aðrir verða að gera það upp við sig sjálfir.
"Getur verið að það sem þú ert að lýsa gildi í sérstöku og frekar einföldu, nánast fræðilegu umhverfi eins og t.d. á kóralrifjum, en ekki í flóknu praxtísku umhverfi eins og íslensku efnahagslífi? Ef svo væri þá myndi þessi kenning þín hljóta sömu örlög og kommúnisminn."
Tja, hvað á ég að segja við þessu. Gætir þú svarað þessu gagnvart þinni hugmyndafræði um stjórnmál? Kommúnisminnmisreiknaði því miður mannskepnuna allsvakalega, héldu að manninum væri frelsi sitt ekkert heilagt, annað kom nú á daginn, fyrir utan það hve hrikalegt skipsbrot kommúnisminn átti í efnahagsmálum. Karl Marx gleymdi einfaldlega að gera ráð fyrir þjónustustörfum sem er stærstur hluti starfa í dag. Allar hugmyndafræðir geta verið rangar og örlög þeirra svona og hinsegin, en enn ítreka ég að það er frelsissjónamiðið sem ræður hjá mér, ég er síðan sannfærður að efnahagslega er frjálshyggjan líklegust til að skila sem flestum frjálsum og ofan fátæktarmarka, saga vesturheims sýnir það mjög greinilega. Vandamálin hefjast þegar fólk fer að reyna að handstýra öllum öðrum.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 30.3.2008 kl. 19:40
Sigurður Karl: ég mun við tækifæri reyna að skoða suma linkana sem þú hefur sett inn t.d. þennan með Milton Friedman. Hins vegar finnst mér það vera talsverður galli hjá þér vinur að:
"Þegar ég kynnist hugmyndafræði frjálshyggjunnar og vísindum fellur þetta nánast allt í raunrétta mynd af raunveruleikanum. Auðvitað eftir það verð ég að viðurkenna að ég horfi á alla atburði í gegnum gleraugu frjálshyggjumannsins, enda er það mitt hugarástand núna. Þetta gera allir, þú líka."
Ég held að það sé hverjum manni hollt að reyna að taka niður gleraugun og horfa á hlutina með opnum og eins hlutlausum augum og hægt er og án þess að dæma fyrirfram.
Ég skrifa:
"Getur verið að það sem þú ert að lýsa gildi í sérstöku og frekar einföldu, nánast fræðilegu umhverfi eins og t.d. á kóralrifjum, en ekki í flóknu praxtísku umhverfi eins og íslensku efnahagslífi? Ef svo væri þá myndi þessi kenning þín hljóta sömu örlög og kommúnisminn."
Þú skrifar:
"Tja, hvað á ég að segja við þessu. Gætir þú svarað þessu gagnvart þinni hugmyndafræði um stjórnmál?"
Ég held að soldið "extreme" hugmyndafræði eins og sú sem þú setur fram sé í lagi ef að menn viðurkenna eins og þú virðist, þrátt fyrir allt sem þú hefur á móti því gera , að t.d. Ríkið eigi rétt á sér. Svona í framhjáhlaupi, þá er athyglisvert að skv. bloggsíðunni þinni vinnurðu hjá Ríki/sveitarfélagi. Einnig ef ætlunin er að reyna að bæta og laga ríkjandi kerfi án þess að kollvarpa því eða leggja stóra þætti þess niður. Hins vegar finnst mér líka að raunveruleikinn sé flóknari en svo að það sé hollt að setja upp einhver filter gleraugu og reyna að yfirfæra stefnu sem byggð er á einföldunum yfir á miklu flóknari kerfi. Sem dæmi að túlka hegðun cleaningfish í kóralrifjum mjög vítt í allt öðru og flóknara umhverfi sem mannlegt samfélag er.
Þá finnst mér að þú hafir ekki alveg svarað því sem að sýnt hefur verið framá þegar margir spila saman prisoners dilemma þ.e. að crusial er að hópurinn hafi einhver tök á að refsa þeim sem velja D=defect. Það má líta svo á að það sé valdbeiting (þú orðar það held ég með ofbeldi) að neyða fólk t.d. til þess að greiða skatta. Hins vegar virðist einhvers konar valdbeiting fjöldans yfir þeim sem defecta vera nauðsynlegt skv. þessum rannsóknarniðurstöðum.
Héðinn, 30.3.2008 kl. 21:40
Þú skrifar:
"Ég held að það sé hverjum manni hollt að reyna að taka niður gleraugun og horfa á hlutina með opnum og eins hlutlausum augum og hægt er og án þess að dæma fyrirfram. "
Ég geri það iðulega, ég var ekki að fatta frjálshyggjuna í gær, ég er búinn að hugsa um þetta í ansi langan tíma. Og þetta er alveg rétt hjá þér, verst hvað fáir fara að þessu fordæmi. Sjáðu til, ég bý í jafnaðarsósíalkerfi, ég veit allt um það og hvernig það virkar, þannig að ég get ekki verið vændur um að hafa ekki skoðað málin frá öllum hliðum. eða skilji ekki þá hugmyndafræði, ég skil hana nákvæmlega upp á hár. En þú ert að tala dálítið niður til mín þarna og ég kann því illa.
Mér finnst frjálshyggja vera fjarri því að vera einhver extreme hugmyndafræði, hún var að vissu leiti við lýði hér í þúsundir ára áður en menn fóru að fatta það hvernig þeir gátu komið vilja sínum yfir heilu samfélög manna með ríkisvaldinu. Hún er bara extreme í þínum huga að því að hún hugsanlega samrýmist ekki þínum hugmyndum. Þetta er allt in the eye of the beholder, er það ekki?
Ég vil leiðrétta þig, ég vinn sem kennari í einkaskóla. Ég hef kennt í opinberum skóla og það geri ég ekki aftur.
Það getur verið mjög hollt að mínu mati að setja stundum upp filtergleraugu. Ég er alinn upp í vísindum og þar er það iðulega gert til þess að draga út almenna reglu. Svo eru gleraugun tekin niður og það athugað hvort reglan sem þú mótaðir standist prófanir. Það gerir frjálshyggjan mjög vel að mínu mati. Það er þó ekki ástæðan fyrir því að ég er frjálshyggjumaður, heldur er það, sem fyrr, réttlætiskennd mín og siðferðisvitund, ekki praktískar ástæður, þótt þær virðast fylgja frábærlega á eftir. Ég er þ.a.l ekki sammála þér að það sé ekki gott að skilja heiminn, eða samfélagið með einföldum reglum, ég tel það vera einu leiðina, þannig er það gert í öllum vísindagreinum og samfélagið lítur ekkert öðrum lögmálum hvað það varðar.
Þetta með síðasta atriðið. Við refsum fyrirtækjum sem defecta með buddunni okkar, þannig að við höfum öll völdin í okkar höndum, eins og það á að vera. Við refsum einstaklingi sem defectar með því að leggja ekki til samfélagsins, með félagslegri útskúfun í gegnum slúður, eitthvað sem ég held að sé jafnvel verri refsing en fangelsi. Svarar þetta þessu eða er ég enn að misskilja þig?
Sigurður Karl Lúðvíksson, 30.3.2008 kl. 22:37
Ég vil líka árétta að ég er ekki að tala um að kollvarpa neinu kerfi á einni nóttu. Breytingar í átt að frjálshyggju taka langan tíma og við verðum að sitja og bíða málningin sem við máluðum okkur út í horn með, þorni. Það er enginn að tala um að henda gömlu eignarlausu og lífeyrislausu fólki út á götuna. Frekar að fara að setja smá hugsun í forgangsmál í samfélaginu. Við erum að greiða í allskonar andskotans þvætting um hvippinn og hvappinn, byggjandi einhver óperuhús sem einkaaðilar geta alveg gert. Við erum að skila svakalegum hagnaði í ríkissjóð án þess að lækka skatta á móti, ríkið á að vera rekið á núllinu en ekki sem eitthvað gróðafyrirtæki.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 30.3.2008 kl. 22:48
Sigurður Karl:
mér finnst það sem þú skrifar þróast í rétta átt og að verða soldið hófstilltara.
Vissulega rétt með vísindi og einfaldar reglur. Ég gagnrýni samt yfirfærslu á reglum og ofuáherslu á fáar einsleitar reglur sem eiga við í mjög einföldu umhverfi yfir á miklu flóknara umhverfi. Margt af því sem vísað er í eru ekki rannsóknir á mannlegu umhverfi eða samfélagi.
Defecta - hvað ef að allir ríkustu defecta og skilja þá sem eru mestir underdoggar t.d. veikir og slasaðir eða hreinlega gamlir eftir? Rússland varð mjög hratt ultra hægrisinnað í tíma Jeltsíns með þeim afleiðingum að gamla fólkið átti vart til hnífs og skeiðar. Í þessum prisoners dilemma leikjum þar sem að margir spilarar eru þá refsa defecterarnir ekki hvorum öðrum. Sem sé þeir ríku sem að defecta munu ekki refsa hvorum öðrum og underdoggarnir geta það ekki eða hvað? Þá myndi það sem þú lýsir sennilega bara virka í hellinum forðum daga, eins og þú nefndir að þessi kenning ætti rætur sínar að rekja, þar sem allir eiga samskipti við alla og ekki í lagskiptu þjóðfélagi þar sem að þeir ríku eiga lítið samneyti við þá sem eru mestir underdoggar (mér finnst einn af kostum Íslands vera að þetta á t.l. lítið við hér m.v. víða erlendis). Bottom line er að það er erfitt fyrir þig að rökstyðja afhverju Ríkið ætti ekki að innheimta skatta með valdi.
Héðinn, 30.3.2008 kl. 23:11
Sigurður Karl:
eitt í viðbót - vísindum er stundum líkt við púsluspil þar sem markmiðið er með einföldum reglum að finna eitt og eitt púsl í einu. Ef við gefum okkur að við séum að reyna að finna út hvernig fíll lítur út, en erum bara komin með halann, þá er það ekki mjög gáfulegt að veifa halanum og hrópa svona lítur fíll út! Eins er það ekki mjög gáfulegt að skoða bara ákveðinn hluta litrófins þ.e. einstaklingsfrelsið og reyna að halda því fram að það sé heildarmyndin.
Héðinn, 30.3.2008 kl. 23:23
Saga falls Sovétríkjannafinnst mér alls ekki lýsa frjálshyggjunni á neinn hátt. Það er líka frekar blekkjandi að kalla frjálshyggju öfga-hægrisinnaða, þar sem hægri táknar hjá mér opið hagkerfi, en ekki endilega frelsi einstaklingsins að öðru leiti, dæmi:Kína og Rússland í dag. Gamla fólkið hefur aldrei átt til hnífs og skeiðar í Rússlandi, fyrr en kannski síðastliðin örfá ár, þökk sé opnum markaði. Það sem gerðist í Sovét við fall þess er að auðlindum þjóðarinnar var komið í hendur Oligakana til þess að halda þeim frá kommúnistunum á þingi sem voru næstum búnir að ná völdum aftur. Og enn sannast það sem ég segi með ríkisvaldið, eyðileggingarmáttur þess er óviðjafnanlegur og óseðjandi og það er alltaf ríkisvaldið sem sópar peningunum frá hinum fátæku til hinna ríku.
En hvað varðar það að allir ríkir taki sig saman og defecta á alla fátæka þykir mér fáránlega langsótt. Heimurinn skiptist ekki bara í ríka og fátæka.
Þú skrifar:
"Bottom line er að það er erfitt fyrir þig að rökstyðja afhverju Ríkið ætti ekki að innheimta skatta með valdi."
Það er jafn auðvelt fyrir mig að fordæma það eins og það væri auðvelt fyrir þig að fordæma ef ég gengi að þér með byssu og beindi henni að hausnum á þér og krefði þig um pening fyrir lyfjum handa veikri ömmu minni. Ef þú sérð það ekki, er ég hræddur um að við munum aldrei ná neinum sameiginlegum fleti í þessari umræðu, til þess er siðferðismat okkar algjörlega á sitthvorri síðunni.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 30.3.2008 kl. 23:52
Þú skrifar:
"eitt í viðbót - vísindum er stundum líkt við púsluspil þar sem markmiðið er með einföldum reglum að finna eitt og eitt púsl í einu. Ef við gefum okkur að við séum að reyna að finna út hvernig fíll lítur út, en erum bara komin með halann, þá er það ekki mjög gáfulegt að veifa halanum og hrópa svona lítur fíll út! Eins er það ekki mjög gáfulegt að skoða bara ákveðinn hluta litrófins þ.e. einstaklingsfrelsið og reyna að halda því fram að það sé heildarmyndin."
Ja, nú finnst mér gæði rökræðnanna fara halloka. Þú heldur þó ekki að ég sé hérna einn út í horni að reyna að sýna fram á að frjálshyggjan er góð? Það liggja að baki þrotlausa rannsóknir þúsunda vísindamanna í hagfræði, líffræði, taugasálfræði og fleira á bak við það sem ég er að benda þér á. Ég held ekkert bara í halann og segist vita nokkuð. Þar fyrir utan snýst þetta, enn og aftur, ekkert um það, heldur bara að ég fái að lifa með reisn og frjáls og laus við afskiptasemi og þvingaða falska góðmennsku annarra svo lengi sem ég hefti ekki frelsi þeirra.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 31.3.2008 kl. 00:00
Sigurður Karl:
eitt af því sem að veldur því að mér finnst þetta vera extreme skoðanir og nánast eins og sértrúabrögð er að þú presenterar þetta þannig að í raun er ekki hægt að prófa kenninguna sem þú heldur fram:
1. Skv. þér þá virkar þetta sem þú lýsir ekki svona í dag vegna þess að Ríkið hefur þau áhrif á fólk að það hjálpar ekki t.d. sjúkum og slösuðum. Þessu væri væntanlega hægt að halda fram þangað til að Ríkið hefði verið afnumið algjörlega, sem mér skilst að þú viljir ekki heldur. Þar sem Ríkið var nánast afnumið þ.e. í Rússlandi virðist þú vera sammála mér að það hafi ekki gerst að underdoggs hafi verið hjálpað t.d. gamalmennum.
2. Ég hef ítrekað bent á niðurstöður tilrauna með fólk og einnig hermana á prisoners dilemma með marga spilara. Þær eru þannig að ef að fjöldinn hefur ekki neitt vald til að refsa, þá munu menn defecta. Þú svarar þessu með: "En hvað varðar það að allir ríkir taki sig saman og defecta á alla fátæka þykir mér fáránlega langsótt." Niðurstöðurnar eru þessar, langsótt or not.
Ef þú beinir byssunni að hausnum á mér, þá erum við væntanlega ekki lengur í altruism pælingum er það? Þá erum við líka kominn í allt annan leik en prisoners dilemma með mörgum spilurum þ.a. það er algjörlega fjarstæður samanburður.
Ég bendi á concrete niðurstöður nýlegra tilrauna og rannsókna. Þú bentir á myndband sem ég horfði á sem virðist vera mjög gamalt og alla vega að einhverju leyti úrelt. Það er því erfitt að halda því fram að þessar vísindagreinar sem þú nefnir styðji mál þitt. Hvort að þú ert einn í horni eða ekki - ef þetta færi eftir því, myndi þá jörðin snúast í kringum sólina?
Héðinn, 31.3.2008 kl. 01:04
Jæja takk fyrir mig, þetta er orðið leiðinlegt, þú ert farinn að snúa út úr því sem ég segi. Þetta var mjög skemmtileg umræða framan af. En þú virðist áhugasamur og ég hvet þig til að halda áfram að kynna þér frjálshyggjuna svo þú getur nú afneitað henni með einhverjum betri rökum en þetta. Takk fyrir mig.
Sigurður Karl Lúðvíksson, 31.3.2008 kl. 01:28
Afar áhugaverð umræða.
Georg P Sveinbjörnsson, 31.3.2008 kl. 02:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.