3.4.2008 | 00:24
Milljarðatuga munur
Réttar aðgerðir Seðlabanka hefðu getað sparað okkur amk. 50 milljarða í dag. Á opnum kynningarfundi Seðlabankans í maí 2007 komu fram upplýsingar sem ég bloggaði um þann 25. maí 2007, Stöðugt ástand?. Þar kemur m.a. fram:
Annað sem veldur áhyggjum er að á Íslandi, sem er með eina hæstu hreinu skuldastöðu ríkja heims (Líbanon hærra?), þá er gjaldeyrisforðinn, sem var 34% eigna landsins árið 1995, einungis um 4% eignanna í dag. Ólíklegt er að þessi forði nægi til þess að verja krónuna af nokkru viti, enda eru upphæðirnar á móti í hundruðum milljarða króna.
Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra tilkynnti nýlega um hugsanlega lántöku ríkisins til kaupa á gjaldeyrisvarasjóði sem mun reynast okkur rándýrt, enda allt komið í buxurnar. Tómlæti Seðlabankans í maí 2007, vitandi vits um skuggalega lága stöðu gjaleyrisforðans eins og kom fram á fundinum forðum, veldur okkur ótrúlegu tjóni í dag. Gengislækkunin (hækkun gjaldeyrisins) var um 33%, sem þýðir að t.d. 200 milljarða viðbótarsjóður, sem þörf væri á, hefði kostað um 50 milljörðum minna og hefði haft meiri fælingarmátt á spekúlanta en sú nánasarupphæð sem til var í gjaldeyrissjóði í gengislækkununum. Inngrip Seðlabanka eru að vísu sjaldnast áhrifarík til lengdar og gjarnan örfljót sóun á sameiginlegum eignum okkar flestra, en digur sjóður virkar eins og kjarnorkuvopn; það þarf ekki að nota þau til þess að þau virki.
Varnaðarorð mín og fjölda annarra voru látin sem vindur um eyrun þjóta. Það er tóm þvæla að segja að enginn hafi séð þetta fyrir.
Krónan styrktist um 2,52% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 00:28 | Facebook
Nýjustu færslur
- Brynjar náði í hægrimenn en ekki í sig!
- ESB- flokkar æða upp!
- Erfiðið út í buskann
- Landsvirkjun fyrir pólitíkusa
- Eitt Ísland á ári
- Síðasti séns Svandísar búinn
- Evrópusósíalisminn tekur flugið
- Þarfleysuþrennan
- Lærið um aðhald hjá Þjóðverjum
- RÚV og hryðjuverkin
- Borgarstjóri Krísuvíkur á fullu
- Gervigreind með CO2 á hreinu
- Eini möguleikinn til breytinga
- XD= 80% gegn Borgarlínu
- Göturnar leiða til bílastæða
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Reykjavík
- Aðalskipulag Reykjavíkurborgar Aðalskipulag Rvk. Tenglar
- Skipulag í heild og Hlíðarnar Skipulag í heild og Hlíðarnar
- Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Umferðarflæði Reykjavík Umferðarflæði Reykjavík
- Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar
- Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013 Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013
- Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag
- Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar
- Veitum Degi aðhald Veitum Degi aðhald
- Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík
- Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt
- Myndir úr nýju skipulagstillögunum Myndir úr nýju skipulagstillögunum
- Stefnir í glórulaust eignarnám Stefnir í glórulaust eignarnám
- Vinstri græn gegn einkabílnum Vinstri græn gegn einkabílnum
- Þvingun Þvingun
- Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum? Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum?
- Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna
- Metnaðarfull stefna gegn borgurunum Metnaðarfull stefna gegn borgurunum
- Vísvitandi bílastæðaskortur Vísvitandi bílastæðaskortur
- Spjaldtölvur í grunnskólana Spjaldtölvur í grunnskólana
- Flugið verði fyrir almenning aftur Flugið verði fyrir almenning aftur
- Þögli meirihlutinn útskúfast Þögli meirihlutinn útskúfast
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Sævörur ehf Útflutningur á rækju
- Fjallaferðir ÍP Myndasyrpur
- Bloomberg viðskipti Viðskiptavefur Bloombergs
- Glitnir: gengi gjaldmiðla Glitnir banki: Gengi gjaldmiðla 15 mín töf
- Boston University Boston University USA
- MR Menntaskólinn í Reykjavík
- Vald.org Jóh. Björn Raunveruleikinn í USA og víðar
- Financial Times ft.com viðskiptafréttir
- BBC News BBC fréttavefur
- AFP fréttir AFP fréttaþjónustan
- Reuters fréttir Reuters fréttaþjónustan
- Sky News Sky fréttaþjónustan
- Ritlist Önnu Heiðu Anna Heiða Pálsdóttir systir ÍP
- Sissú myndlist Sissú systir, myndlistarmaður og arkítekt
Banka/krónu blogg
Blogg mín um krónu og bankamál
- Fall Íslands, upphafsgrein Varnaðarorð um hagkerfið
- Hver borgar vextina? Hvaða aðilar eru að borga háu vextina?
- 30.000 krónur á mínútu allt árið Valréttarsamningar bankastjóra
- 2006 gaf þeim 3 milljarða Valréttarsamningar bankastjóra Kaupþings
- Háa vexti og framkvæmdaleysi Seðlabankinn lækkar ekki stýrivexti
- Augljóst hvert Moodys stefnir Mat Moody's á íslenskum bönkum
- Enn of örlátt, segja Bretar Íslenskir bankar of áhættuglaðir
- 628 milljarðar. Bilun. Íslenska krónan og vaxtamunarviðskiptin
- Vextir lækka ekki Seðlabankinn heldur stýrivöxtum háum
- Stöðugt ástand? Íslenskir bankar vanmeta ástandið
- Nóg komið af Jenum? Kaupþing ofl taka stór Jenalán
- Allir bankar ánægðir Háir stýrivextir og vaxtamunaverslun kæta
- Bankadómínókubbar Keðjuverkun hafin, fall í kerfinu
- Áhættuflótti heimsmarkaðar hefst fyrir alvöru Vaxtamunarverslun fellur og Jenið rís
- 6% fall krónu er góð byrjun Fall krónunnar hefst
- 10% gengisfall veldur verðbólgu Gengisfellingin nær 10%
- Eru veð bankanna traust? Veð ýmissa bréfa til umhugsunar
- Staðfest hvað stýrir krónunni Gjaldeyrisspekúlantar ráða gengi krónu
- Efnahagsmál af viti Umræður um efnahagsmál á malefnin.com
- Upphaf afleiðinga Afleiðingar hávaxtastefnu hefjast
- Greinasafn um banka og krónu Samantekt greina um banka og krónu
- Meira af Matadorpeningum! Seðlabankar dæla inn lausafé
- Áhættuflóttinn heldur áfram, en þó! Áættuflótti fyrst, en snerist við
- Federal Reserve sneri öllu við BNA seðlabanki lækkar vexti
- Davíð bregst bogalistin Seðlabanki með háa vexti, á móti Evru
- Jenið sækir aðeins á USD fellur, Jen rís, hlutabréf lækka
- Jenið og Ísland eru nátengd Tengsl Jens og Íslands skýrð
- Kaupþings- Klemman Vítahringur Vaxtamunarferlisins
- Japan 0, Ísland 1 Japan heldur stýrivöxtum
- Krónur, skuldir og verðlaus bréf Stýrivextir hækka, USA fer niður
- Sígandi markaður? Markaðurinn niður (en hikstandi)
- Veð íslenskra banka? Hve traust er staða bankanna?
- Bankar í afneitun Bankar telja sig stikkfrí
- Allt að 40% af fyrra markaðsvirði Exista og Kaupþing falla mikið
- Ekki batnar það Verðfall bréfa heldur áfram
- Billjón á 3 mánuðum? Frá 15 10 2007 fall um 1 billjón
- 200 milljónir á mínútu Fyrstu 5 daga 2008 fall 200M á mín
- Jen styrkist, íslenskir bankar veikjast Vaxtamunarverslun minnkar
- Fallið er ekki kauptækifæri Fall markaðar Íslands og heimsins
- Kaupþing 55%, Exista 32,8%, SPRON 32,5% Verðfall hlutabréfa frá tindi 2007
- Skítt með alla skynsemi ÍP keypti hlutabréf í Straumi
- Svindl og hrun haldast í hendur Svindl í SocGen og fall markaða
- Kaup-Thing lagið Lagið Wild Thing stílfært við Kaupþing
- Þreyjum Þorrann og Góuna! Fall markaða framlengist um nokkurn tíma
- Stóriðjan kemur til bjargar Útflutningsiðnaður skiptir máli
- Hvílíkir markaðir! Fall markaða er aðeins byrjunin
- Laun þín 2008: mínus 15-17% Gengisfelling IKR er nær samsvarandi launalækkun
- Mínus 500 milljarðar á einni klst.? Gengisfellingin 17/03/2008 byrjaði með 9% falli Jensins
- Allt löngu fyrirséð Fyrirsjáanlegar afleiðingar stefnu Seðlabanka
- Krónubréfum skilað Krónubréfum skilað
- Milljarðatuga munur Milljarðatuga munur
- Hraðbraut til heljar Hraðbraut til heljar
- Framlengt vegna fjölda áskorana Framlengt hjá Seðlabanka
- Bankar úr landi? Ríkið má ekki ábyrgjast skuldir bankanna
- Ársreikningar: veldu aðferð og þeir segja það sem þú vilt Aðferðir í ársreikningum skipta tugmilljarða máli
- Um hvað ætti ég að blogga ef allt þetta gerðist?: Draumar um banka og umhverfismál
- Bankar í verulegum vandræðum? Grein Ragnars Önundarsonar um bankana
- Fallin spýtan Yfirlit yfir þróun efnahagslífsins
- Skuldir Íslendinga snarhækka Jen hækkar skuldir landans
- Þúsundir milljarða í nettóskuldir? Þúsundir milljarða í nettóskuldir?
- Íslenskir bankar? Íslenskir bankar?
- Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar
- Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar
- Stýrivextir stefna í lækkun Stýrivextir stefna í lækkun
- Örþrifaráð og Matadorkrónur Örþrifaráð og Matadorkrónur
- Vaxtamunarverslunin drapst Vaxtamunarverslunin drapst
- Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi? Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi?
- Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti! Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti!
- Ástæður Rússalánsins Ástæður Rússalánsins
- Við neitum að borga Við neitum að borga
- Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins
- Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til? Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til?
- Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær
- Vegurinn til Vítis Vegurinn til Vítis
- Ríkið fer beint í snöruna Ríkið fer beint í snöruna
- Noregur og Ísland, hvort fyrir annað Noregur og Ísland, hvort fyrir annað
- Skuldir Íslands snarhækka Skuldir Íslands snarhækka
- Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson
- 29,2% verðbólguhraði 29,2% verðbólguhraði
- Lánin borg hringavitleysuna Lánin borg hringavitleysuna
- Einn banki á dag gerður upp Einn banki á dag gerður upp
- Lánin yfir í fallandi krónur Lánin yfir í fallandi krónur
- Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu
- Reglur IMF: réttur hinna sterku Reglur IMF: réttur hinna sterku
- Heildarlántaka 1000 milljarðar króna? Heildarlántaka 1000 milljarðar króna?
- Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega
- Evran upp um 50% á 3 mánuðum Evran upp um 50% á 3 mánuðum
- Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi
- Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101 Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101
- Neyðarlögin framkalla ójafnræði Neyðarlögin framkalla ójafnræði
- Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu
- WSJ myndband um fall Íslands WSJ myndband um fall Íslands
- Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið
- ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir! ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir!
- Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB
- Falsað gengi til framtíðar? Falsað gengi til framtíðar?
- Björgvin skóp Bretavandræðin Björgvin skóp Bretavandræðin
- Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili
- Enginn þorir að neita Icesave og IMF Enginn þorir að neita Icesave og IMF
- Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000 Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000
- Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu
- Kreppan kosin burt? Kreppan kosin burt?
- Þjóð í dái Þjóð í dái
- Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið? Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið?
- Sverfur að skattaskjólum? Sverfur að skattaskjólum?
- EKKI skila 2006 styrkjum! EKKI skila 2006 styrkjum!
- Leiðin til þess að lifa þetta af Leiðin til þess að lifa þetta af
- Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum
- Sjálfstæðismanneskja Sjálfstæðismanneskja
- ESB- sigur? Tæpast ESB- sigur? Tæpast
- Stýrivextir aukast í 13- földun ECB Stýrivextir aukast í 13- földun ECB
- Vinstri stjórn er eins varanleg og ... Vinstri stjórn er eins varanleg og ...
- Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag
- Ríkið ákveði framboð og eftirspurn! Ríkið ákveði framboð og eftirspurn!
- Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana! Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana!
- Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag? Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag?
- Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn! Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn!
- 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum! 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum!
- Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð
- Bara ef þeir hefðu nú farið! Bara ef þeir hefðu nú farið!
- Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB? Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB?
- Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun
- Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli
- Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl. Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl.
- Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar? Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar?
- Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni? Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni?
- Hæstaréttardómari staðfestir afsal Hæstaréttardómari staðfestir afsal
- Staðreyndir um Icesave standa Staðreyndir um Icesave standa
- Frumvarp um Weimar- Ísland Frumvarp um Weimar- Ísland
- Allt sem þú þarft að lesa er komið fram Allt sem þú þarft að lesa er komið fram
- Davíð um ESB- Svía Davíð um ESB- Svía
- Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti
- Ágæti Vinstri- græn kjósandi! Ágæti Vinstri- græn kjósandi!
- Skræfurnar sitja hjá Skræfurnar sitja hjá
- Slepptu biti þínu, Steingrímur J. ! Slepptu biti þínu, Steingrímur J. !
- Ykkur tókst þetta, ESB- konunum! Ykkur tókst þetta, ESB- konunum!
- Lausn vandræðanna er fundin! Lausn vandræðanna er fundin!
- Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti
- Bretar örvæntu 6. okt. 2008 Bretar örvæntu 6. okt. 2008
- Áfram heldur idealisminn ótrauður Áfram heldur idealisminn ótrauður
- Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu? Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu?
- Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Svavar og Svandís
Heimurinn / umhverfið
Umhverfið, mannfjöldi, hernaður ofl.
- Orka Íslands Mikilvægi orkuauðlinda Íslands
- Svifryki spúlað burt Spúla þarf svifryki af götunum
- Hrikalegt á að horfa Darfúr í Súdan frá Google Earth
- Koltvísýringslosun er ekki kosningamál CO2 magn er ekki kosningamál núna
- Hernaður kostar sitt Kostnaður hernaðar, aðallega BNA
- Svona er heimurinn (like it or not) Mannfjöldaaukning ræður orkuframleiðslu
- Þversögn vaxtarins Mannfjölgun og vöxtur þróunarríkja
- CO2 kvótamarkaður er martröð í mótun Upphaf CO2 kvótamarkaðar heims
- Grænland er of heitt! ESB á að kæla Grænland!
- Kókaínfundir og Ingibjörg Sólrún Afríkuríkin heilla ISG
- Heilaþvotturinn mikli, al-gor Heill dagur af heilaþvætti Al Gores
- Heimsvelgjan nær ekki suður úr Kólnun suðurfrá, ekki hitnun
- Út úr afríku! Vandamál Afríku eru hennar eigin smíði
- Grikkland brennur Eldar flæða um Grikkland
- CO2 kvótinn er verri en hinn kvótinn Ásjóna kolefniskvótans kemur í ljós
- Hálf- fréttir eru slappar Listi yfir 10 menguðustu borgir jarðar
- Tíu Ís-lönd hurfu sl. ár Norðurpóllin er að hverfa
- Varanlegt Mynd ÍP af pýramída, hugleiðingar
- Stærstu kvótaþegar jarðar Skipting CO2 kvóta á Íslandi og víðar
- Skömmtunarárin og haftapólitíkin endurvakin Íslensk CO2 úthlutun lítl. Ráðherraskömmtun.
- Minni kjarnorka þýðir meira af kolum og olíu Kjarnorkuveri í N- Nóreu lokað
- Vaclav Klaus: Hvort er í hættu, frelsið eða loftslagið? Vaclav Klaus, forseti Tékklands
- Sannfærð(ur)? Taktu prófið Tíu spurningar um loftslagsmál
- Löngu- Skerjafjörður Löngusker í Skerjafirði, mynd og hugleiðing
- Þróunaraðstoð fer til stríðsrekstrar Þróunaraðstoð til Afríku verður ekki skilvirk
- Al Gore og Dalai Lama? Listi yfir ýmsa friðarverðlaunahafa Nóbels
- Besta auglýsing í heimi Al Gore tekst vel upp með kvótabraskið
- 100 til 150 ár, segir SÞ- nefndin IPCC segir CO2 jafnast eftir 100-150 ár
- Klórblöndum ekki tæra vatnið okkar Ekki Evrópureglur um neysluvatn
- Þórunn mun klúðra samningsstöðu Íslands Umhverfisráðherra vill lítinn CO2 kvóta
- Góði Geir Vísa til Geirs um loftslagsmálin
- Rangt hjá Ingibjörgu Sólrúnu ISG segir enga samninga í gangi
- Hagavatnssvæðið í myndum Hagavatn virkjað? Myndir.
- Þróunarlaus aðstoð Þróunaraðstoð til óþurftar
- Bláfjöllin vakna Snjórinn kemur í Bláfjöllin
- BNA Íslandi til bjargar BNA neitar að samþykkja á Balí
- Látum okkur ekki blæða út á Balí Semjum ekki af okkur á Balí- ráðstefnunni
- Annars hugar á Balí Anna og Hugi frá Íslandi á Balí
- Ánægjulegt árangursleysi á Balí Óræð niðurstaða á Balí
- Lokasetning á Balí Lofstlagsráðstefnu á Balí lokið
- Á nöglum í rokinu Naglar borga sig í roki á svelli
- Áramótabrennum frestað? Líklegt að fresta þurfi áramótabrennum
- Átök orðin að stríði Sri Lanka eftirlitssveitir burt
- Nótum þess Vatnið á Íslandi, heitt og kalt er frábært
- Hungraður heimur, óvart Framleiðsla lífefnaeldsneytis veldur hungri
- Fórnarkostnaður stjórnarinnar Þórunn umhverfisráðherra er Wildcard
- ESB viðurkennir mistök í umhverfisstefnu ESB breytir um stefnu vegna etanóls
- Grænland kólnar! Kaldur vetur á Grænlandi
- Bláfjöll: Ráðningar gleymdust! Rekstur Bláfjalla í molum
- Ófriðareftirlit og spillingarstyrkir ISG og friðareftirlit
- Bláfjöll: Nú kastar tólfunum! Ástandið í Bláfjöllum versnar
- Bláfjallaklúðrið nær hámarki 10.000 manns í Bláfjöllum en lélegt
- Líf í frostinu Líf í frostinu
- Stóriðjan kemur til bjargar Stóriðjan kemur til bjargar
- Endurnýting hvala Endurnýting hvala
- Veturinn er bestur Veturinn er bestur
- Skattlagning í nafni kvenna Skattlagning í nafni kvenna
- Þórunn á bremsunni Þórunn á bremsunni. Umhverfisráðherra heftir för
- Gorhugsun um Hinn máttuga mann Gorhugsun um Hinn máttuga mann. Lýsingar Gores
- Veitum framúrskarandi forystu Íslendingar veita framúrskarandi forystu skv. Gore
- Gore er ræðusnillingur Gore er ræðusnillingur en fer með rangan málstað
- Lögregla gegn umhverfissinnum Lögreglan í Brussel tekur á umhverfissinnum
- Dýr er hver Bitru- túristinn Dýr er hver Bitru- túristinn fyrst að hætt er við Bitruvirkjun
- Hver tekur af skarið? Hver tekur af skarið í borginni? Erfitt í flokknum
- Virkjum og eflum alla dáð Virkjum og eflum alla dáð. Bitruvirkjun ofl til bjargar
- Skjálftakort og töflur Skjálftakort og töflur v Suðurlandsskjálftans maí 2008
- Vopnum safnað Vopnum safnað. ISG og Rice ræða málin
- Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland. Björk ófrægir landann
- Buddan talar Þórunn umhverfisráðherra semur af sér
- Hekla er flott Ferðalýsing á Heklu með myndum
- Afleitar afleiddar afleiðingar afglapa Afleiðingar aðgerða í loftslagsmálum
- 5000 kr. á mann, bara fyrir Laugaveg 4 og 6 Borgin greiddi ofurverð fyrir skúrarusl
- Vedurpár- vídeó Veðurþáttaspá vedur.is útskýrð
- Engir samningar um loftslagsmál Fylkingar G8 og G5 eiga sér misjöfn takmörk
- ISG í herráð heimsins Utanríkisráðherra vill komast í Öryggisráð SÞ
- Yfir Skeiðarárjökul Ferðalýsing frá Grænalóni yfir Skeiðarárjökul
- Hækkum orkuverð Selja orkuna dýrt og gæta skattanna
- Þróunaraðstoð á tilvistarkreppufundi Þróunaraðstoð heimsins er í krísu
- Sóunarsamvinnu að ljúka? Sóunarsamvinnu að ljúka?
- Loftslags- réttlæti strax! Loftslags- réttlæti strax!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 82
- Frá upphafi: 871493
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- prakkarinn
- stefanbjarnason
- hannesgi
- businessreport
- askja
- martagudjonsdottir
- agbjarn
- geiragustsson
- gustaf
- vey
- frjalshyggjufelagid
- tilveran-i-esb
- gammon
- sigsig
- omarragnarsson
- raksig
- halldorjonsson
- vinaminni
- samstada-thjodar
- draumur
- magnusjonasson
- frisk
- jonaa
- apalsson
- skodunmin
- arnim
- gullvagninn
- altice
- fannarh
- gun
- oliatlason
- bjarnihardar
- nilli
- davido
- svanurmd
- steinisv
- johanneliasson
- hagbardur
- arh
- zumann
- doggpals
- jonvalurjensson
- dofri
- katrinsnaeholm
- seinars
- kari-hardarson
- fredrik
- valli57
- tibsen
- kisabella
- tbs
- astroblog
- maeglika
- himmalingur
- skulablogg
- arnih
- ingagm
- ahi
- mullis
- krissi46
- vefritid
- gauisig
- bryndisisfold
- brandarar
- nerdumdigitalis
- svartagall
- siggith
- klarak
- jennystefania
- lax
- unnurgkr
- vilhjalmurarnason
- gattin
- kruttina
- rynir
- heidistrand
- thorhallurheimisson
- duddi9
- kristjan9
- haddi9001
- bofs
- thjodarheidur
- theodorn
- lucas
- benediktae
- iceland
- fun
- diva73
- zeriaph
- tharfagreinir
- bjarnimax
- fullvalda
- sigurjons
- sissupals
- davpal
- friggi
- ketilas08
- valdimarjohannesson
- gerdurpalma112
- andres08
- krist
- fjarki
- tik
- palmig
- rustikus
- vestskafttenor
- gummibraga
- svansson
- geirfz
- fhg
- stjornlagathing
- loftslag
- jonmagnusson
Athugasemdir
Góð samantekt hjá þér. En má nokkuð reikna með betri árangri þegar við stjórnvölinn er hagyrðingur og gamall fyrirgreiðslupólitíkus?
Hagbarður, 3.4.2008 kl. 01:01
Hárrétt, minnist þessara skrifa, það er bara enginn þarna til að hlusta á neitt nema sjálfa sig og kenna svo öðrum um hrakfarirnar þegar allt er komið í brækurnar.
Hafsteinn Viðar Ásgeirsson, 3.4.2008 kl. 08:56
Þú ert of svartsýnn Ívar. Niðursveiflan er gengin yfir og ekki þörf á skyndiaðgerðum. Raunar er yfirgengilegt að heyra stjórnmálamenn, eins og til dæmis Ingibjörgu ræða um "hugsanlega þetta og hugsanlega hitt". Í alþjóðlegum fjármálum er þetta bannað. Tilkynna á aðgerðir um leið og þær taka gildi. Allt hik og opinberar vangaveltur valda tjóni.
Hins vegar er ljóst að gjaldeyrisvarasjóðinn þarf að auka, þótt ekki sé nema til að sýna styrk. Ég er sammála þér Ívar með eftirfarandi:
Alvarlegt finnst mér, að ekki liggja fyrir gjaldeyris-skipta-samningar við erlenda seðlabanka. Þar hafa menn sofið á verðinum. EFTA hefði átt að vera vettvangur fyrir slíka samninga, en nærstum er sama hvaðan góður styrkur kemur.
Loftur Altice Þorsteinsson, 3.4.2008 kl. 10:54
Það hafa fáir hlustað til þessa og munu sennilega ekki fara að leggja við eyrun í bráð. Þetta er fólk sem viðurkennir ekki staðreyndir fyrr en það fær þær í andlitið.
Vélstjóri sem verður olíulaus í miðjum túr er umsvifalaust rekinn. En ef hann kemur ekki upp í brú til að láta vita um olíuleysið fyrr en það er of lítið eftir til að komast í land, þá treysti ég mér ekki til að giska á hvað yrði um hann.
En ég er hræddur um að svona sé komið fyrir Seðlabanka og Ríkisstjórn í dag. Er ekki orðið of seint að fara núna á stúfana til að reyna að redda meiri gjaldeyrisforða?
Loftur, það er gott að vera bjartsýnn en slæmt að vera barnalega auðtrúa, eins og yfirmenn Seðlabankans eru. Stjórnmálamenn eru teknir með fyrirvara, alstaðar í heiminum en Bankastjórum Seðlabanka er ætlað að hafa vit. Ég bendi á tvær síðustu setningar Þorvaldar Gylfasonar í Fréttablaðinu í dag og tek heils hugar undir þau orð.
Seðlabankastjórar eiga ekki að opinbera sig sem vitleysinga og gera þjóð sína þar með að athlægi.
Nóg er samt.
Jóhannes Snævar Haraldsson, 3.4.2008 kl. 11:35
Loftur, ekki virkaði parabóluferillin sem þú varst með. Hann gerir ráð fyrir að botninn sé um 5300 en markaðurinn hefur farið niður í 4400. Þetta er 20% skekkja.
Þó ég sé með gamlar stöður í allt of mörgum af þessum fyrirtækjum og ætti að láta óskhyggjuna segja mér að þetta fari allt upp núna, þá er ég hræddur um að botninn sé miklu neðar. Gæti giskað á að hann sé undir 3000.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 12:50
Jóhannes, þú hefur líklega ekki veitt því athygli, að vísitalan (OMXI15) hefur hækkað um 20% frá botninum 19.Marz ?
Annars virðist mér málflutningur þinn vera dóms-dags-hjal, fremur en nokkuð annað. Niðursveiflunni er lokið !
Loftur Altice Þorsteinsson, 3.4.2008 kl. 12:54
Vitið þið hvort bankar eða aðrir hafi aðgang að gjaldeyrismarkaðnum utan opnunartíma (sem er ca 9:15-16:45 virka daga)? Ástæða spurningar er graf sem er aðgengilegt á mbl sem sýnir nokkra hreyfingu milli kl 4 og svo mest rétt fyrir opnum í dag, sjá skjámynd hér.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 13:01
Rétt hjá Sveini að vísitalan er sem betur fer á uppleið. Hvað kallar þú Jóhannes, gamlar stöður, og í hvaða félögum ertu?
innherjinn, 3.4.2008 kl. 13:32
Rétt er það Sveinn. Spádómar eru bara spádómar og tilgátur bara tilgátur.
Ég var að líta á erlendar vísitölur:
FTSE-100: hækkum um 9% frá 17 marz.
Dax: hækkun einnig um 9% frá 17.marz.
Þetta eru ekki miklar hækkanir, en risið hefur samt verið jafnt og þétt. Eitthvað kunna málin að skýrast þegar 1.fjórðungur ársins verður gerður upp. Ekki selja fyrr Sveinn !
Loftur Altice Þorsteinsson, 3.4.2008 kl. 13:43
Það er nú helv. hraustlegt að taka út 50% leiðréttingu á 7-8 mánuðum þannig að markaðurinn hefur refsað sjálfum sér mjög harðlega. Því verður ekki neitað. Það eru alltaf yfir- og líka undirskot á mörkuðum. Hvort botninum hefur verið náð verður að koma í ljós. Núna er verið að testa það.
Sirka 5200-5700 er að mínu mati töluvert mikilvægt frá tæknilegu sjónarmiði eins ég hef minnst á áður hérna á blogginu. Á þessu leveli jafnaði markaðurinn sig frá vori til hausts árið 2006 eftir að hafa rokið upp úr eitthvað 1500 árið 2003 í nærri 7000 snemma árs 2006. Eftir þessa hvíld var hann síðan kominn í 9000 í sumar sem leið. Hann gæti núna verið á róli sem virkar bæði sem support og resistance.
Sjálfur efa ég að endanlegum botni sé náð og vafalaust munum við sjá stórkostleg bjarnarmarkaðarrallí og kollsteypur áður en að því kemur.
Góðar stundir.
Baldur Fjölnisson, 3.4.2008 kl. 17:39
Takk allir fyrir merkar færslur, en hvar eru konurnar? Hvað um það, maður er orðinn vanur að vera kallaður svartsýnn á þessu bloggári sem liðið en, en hef bara verið raunsær. Raunar er ég bjartsýn týpa að eðlisfari, þannig að til vansa hefur talist.
Aðalástæðurnar fyrir því að ég tel botni ekki náð enn eru: a) Fasteignamarkaðurinn er ekki augljóslega fallinn og t.d. lækkað virði hans farið að hafa áhrif á eignamat í kerfinu, þar sem ljóst verður að greiðslufall er algengt og eiginfjárstaða bankanna enn verri en hún er metin í dag. Sig verðs fasteigna var um 2,4% í mars ef ég man rétt, en það er bara að byrja, nema ríkisstjórnin komi með feikna félagshjálp. Verð húseigna, metið í gjaldeyri, hefur auðvitað snarfallið. b) Jenastyrkingin gagnvart dollar í síðasta stóra gengisfallinu um daginn var 95 JPY/USD, en vippaðist heppilega í 103 Jen fyrir ríkisstjórnina, eins og hún hefði komið þar að máli. En ef styrking Jens verður alveg niður í 88 eða 89 þá hverfur Carry Trade á einni nóttu og gengið húrrar í veikingarfasa. En kannski eru dagar sjónarspilsins mikla komnir aftur til þess að vera. Vandamálin eru ekki leyst.
Ívar Pálsson, 3.4.2008 kl. 18:00
Um það leyti sem einhvern veginn tókst að pumpa markaðinn upp í 5500 eftir áramótin tilkynnti einhver greiningardeildin að markaðurinn yrði í 7200 um næstu áramót. Hann féll síðan snarlega um 15-20% og er núna að sperrast upp úr því. Þetta er náttúrlega allt saman afar hagsmunatengt. Vandi markaðarins hérna er fyrst og fremst sá að allir vita allt um alla og hvað þeir eru að gera. Þess vegna er fremur erfitt að blása upp rallí sem innherjar geta dömpað í. Eignarhald fjármagnsins á pólitíkusum er heldur ekki jafn rótgróið og hefðbundið hér og í höfuðvígjum kapítalismans. Hlutirnir eru alltaf laggandi hérna frá umheiminum. En þeir seitlast inn nú sem fyrr í hinum og þessum atriðum. Það hefur aldrei orðið til minnsti snefill af frumlegri hugsun í kollunum á Geir Haarde og Davíð Oddssyni, ég get algjörlega lofað ykkur því. Öll þeirra hugsun og jábræðranna í kringum þá kemur að utan. Þið vitið líklega frá hverjum.
Baldur Fjölnisson, 3.4.2008 kl. 18:51
Ég er sammála því sem Ívar segir að vandamálin séu ekki leyst. Það verður örugglega heilmikið hark að leysa þennan lausafjárvanda, en þegar hann fer að leysast taka útlánatöpin við. Það hafa verið fréttir af stórum fjárfestum í viðskiptum við Kaupþing sem eru í vandræðum. Síðan byrja gjaldþrotin hérna heima.
Ég horfi alltaf á hvernig Nasdaq fór úr 5000 og niður í 1300. Væntingarnar voru svipaðar þegar markaðurinn var að fara upp. (Ég tók sjálfur þátt í því á þeim tíma). "Ný tækni breytir öllu" sögðu menn, mikið var um lánsfé og gírun var á svipuðu stigi og hér var orðið, menn áttu 20% og fengu 80% að láni.
Breytingarnar eru síðan álíka dramatískar þegar markaðurinn snýr við. Trúin á að Íslenska útrásin hafi verið alveg sérstök er horfin, menn sjá að þetta var ekkert sérstakt hjá þeim, það var aðeins nóg af ódýru lánsfé. Í raun hefur fótunum verið kippt gjörsamlega undan þeirri trú og væntingum sem voru í gangi, um að allt væri svo sérstakt hjá okkur.
Sveinn hinn Ungi (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 20:30
Annars er ég sjálfur algjört nóbodí úti í bæ og rúmlega það og sjálfsagt miklu ómerkilegri en þú (ef það er hægt) en ég veit þó eitt og annað og þori að ræða það.
Baldur Fjölnisson, 3.4.2008 kl. 20:39
Það er rétt hjá þér Loftur, ég er að eðlisfari svartsýnn, en í einu er ég alltaf mjög bjartsýnn. Ég þoli ekki að vera á sjó með mönnum sem afskrifa túrinn á útstíminu. Byrja að tuða um leið og búið er að sleppa um að þetta verði slæmur túr, endalausar brælur og ekkert fiskirí. Ég er alltaf bjartsýnn á útstíminu.
En ef ég sæi að skipstjórinn væri búinn að setja stefnuna út á Reykjaneshrygg til að leita að loðnu eða norður að Jan Mayen til að leita eftir kolmunna, þá held ég að ég myndi gera athugasemdir.
Og þetta er einmitt ástæðan fyrir svartsýni minni í efnahagsmálunum. Stjórarnir í Ríkistjórnar og Seðlabankabrúnni hafa verið með stefnuna "út í bláinn" síðustu misserin.
Það að vera að fatta það núna að gjaldeyrisforðinn sé of lítill er ótrúlegur aulagangur. Þetta er eins og að fatta það austur í Síldarsmugu að trollið sé í viðgerð hjá Hampiðjunni. Svona mannskapur yrði rekinn á stundinni í mínu starfsumhverfi.
Ástæðurnar fyrir þeirri skoðun minni að botninum sé alls ekki náð eru þær að ég tel okkur ekki vera farinn að sjá nema fyrstu einkenni kreppunnar, lausafjár/lánsfjár skort.
Ég tek heils hugar undir atriði a) hjá Ívari hér að ofan, hef ekki hundsvit á atriði b) en vil bæta við atriði
c) við erum ekkert (lítið) farin að heyra um greiðsluvandræði viðskiptavina íslensku bankanna. Við höfum lesið í litlu klausunum á jöðrum viðskiptablaðanna, að aðilar erlendis sem t.d. Glitnir og Kaupþing fjármögnuðu kaup og yfirtökur fyrir, séu í vanda.
Íslensku bankarnir eru sagðir hafa teflt djarft í útrásinni, og það hafa viðskiptavinir þeirra eflaust gert líka. Gnúpur og Insolidum eru örugglega ekki einu dæmin.
Á sömu forsendum finnst mér þú, Loftur, vera með bjartsýnis-hjal þar sem þú staðhæfir bara hér að ofan í tvígang að "niðursveiflunni" sé lokið en færir engin rök fyrir því hvers vegna þú álítur svo.
Jóhannes Snævar Haraldsson, 3.4.2008 kl. 21:39
Menn tala um yfirvofandi fall fasteignamarkaðarins og hafa reyndar lengi reynt að tala fasteignaverð niður, með litlum árangri. Auðvitað er ekkert líklegra en að verð fasteigna taki að lækka, eftir miklar hækkanir. Hins vegar sé ég verðlækkun ekki sem vandamál, fremur en hækkunina. Það sem skiptir máli er hvort fólk getur almennt borgað af fasteignunum, óháð hvert söluverð þeirra er.
Þar sem atvinnustig er mjög hátt er ekki líklegt að greiðslufall verði hjá mörgum. Ég hef séð nýlegar tölur um greiðslufall á húsnæðislánum og það var mjög lágt, þótt ég muni ekki töluna. Mér sýnist þú Ívar vera að halda öðru fram ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 3.4.2008 kl. 21:54
Algjörlega sammála þér Loftur. Aðal atriðið er að fólk geti staðið i skilum og vonandi ná því flestir.
En eitt dæmi. Ég skipti um íbúð fyrir nokkrum árum (2003) og fór í greiðslumat. Nýkominn úr 4 ára námi, með fimm manna fjölskildu, og slatta af uppsöfnuðum skuldum var ég (við) metin á 17, eitthvað millur. Í lauslegum eldhúsborðsútreikningum ákváðum við að kaupa á 12,3 millur. Ég hef aldrei skilið hvernig bankinn gat fengið út að ég réði við 17 milljónir þó ég sé í góðum aðstæðum til að hafa verulega góðar tekjur. Og ég sé ekki eftir því núna að hafa haft vaðið fyrir neðan mig.
En ég er svolítið hræddur um að það hafi ekki allir verið svona fyrirhyggjusamir við sína útreikninga og alls ekki þegar lánahlutfallið var komið í 100%, og nánast þrýstingur á fólk að taka sem mest lán. Takið því ekki þannig að ég sé að monta mig af fyrirhyggjunni heldur er þetta mín meðfædda svartsýni, vitneskjan um að öldurnar á hafinu eru ekki allar jafn stórar.
Þess vegna er ég hræddur um að margir sligist við hækkaða greiðslubyrði vegna vaxtaokurs og gengisfalls. Það er kreppan í mínum huga, þegar fólkið og fjölskyldurnar fara að flosna upp vegna greiðsluþrots.
Jóhannes Snævar Haraldsson, 3.4.2008 kl. 22:49
Hvenær er gjaldeyrisforði of lítill Jóhannes ? Þótt einhverjir telji að gjaldeyrisforði Seðlabankans sé of lítill, finnst mér of harkalegt að tala um aulagang. Skuldatryggingaálag (CDS spread) bankanna fer lækkandi, auk þess sem greinilega er hægt að komast framhjá því, samanber lán Hafnarfjarðarbæjar og nýlegt lán Kaupþings. Hugsanlega gerir Seðlabankin gjaldeyris-skipta-samning við erlenda seðlabanka. Ekki of svartsýnn Jóhannes.
Það er ekki rétt að ég hafi ekki nefnt ástæðu þess, að ég tel góðar líkur til að niðursveifla hlutabréfamarkaðarins sé að baki. Ég benti á 20% hækkur á OMXI-15 frá lágmarki og 9% hækkun á FTSE-100 og Dax. Þetta eru ekki sannanir en vissulega vísbendingar sem ég tel lofa góðu. Ég er annars mjög ánægður með, að þér Jóhannes virðist hjal mitt óma af bjartsýni. Lífið er ömurlegt ferðalag ef bjartsýnina skortir.
Loftur Altice Þorsteinsson, 3.4.2008 kl. 23:29
Ég held að þetta geti orðið mjög svart hérna og dýfan mun dýpri en annarsstaðar. Ég held að atvinnuleysi fari vaxandi og byrji að einhverju ráði í byggingariðnaðinum á næstu vikum (reyndar veit ég að flestir byggingarverktakar hafa bannað yfirvinnu og eingöngu er unnið í húsnæði sem búið er að selja), þannig að það styttist í það að við förum að sjá "verulegar" uppsagnir í þessum geira. Ég held að það eigi einnig eftir að kreppa að í fjármálageiranum og hugsanlega bara spurning hvenær moka þarf út fólki vegna minni umsvifa. Þá held ég að vegferð krónunnar sé ekki lokið og hún eigi tölvert eftir, með þeim verðbólguáhrifum sem lækkandi gengi hefur. Við höfum ekki öðlast trúverðugleika erlendis og aðstæður þannig að krónubréfin verða líklega að mestu innleyst á árinu. Líkleg vaxtahækkun Seðlabankans núna í apríl bætir gráu ofan á svart og setur okkur enn meira í kastljósið erlendis að hagkerfið sé komið í bráðnunarfasa með tilheyrandi neikvæðum viðhorfum. Fasteignamarkaðurinn á eftir að líða fyrir aukið atvinnuleysi, aukna verðbólgu, aukna greiðslubyrði (sérstaklega af erlendum lánum) og erfiðari aðgangs að fjármagni. Megnið af okkar húsnæðislánum eru undirmálslán (yfir 50% veðsetning). Það gæti orðið "run" í vanskilum og gjaldfellingum á fasteignamarkaði þegar líða tekur á árið. Þá bætist við á næsta ári fyrsta "roll-over" á lánum sem tekin voru vegna fasteignakaupa með breytilegum vöxtum. Ekki er ólíklegt að vaxtakjörin sem væntanlega verða fest hjá flestum til fimm ára með mun hærri vöxtum, kannski 7 til 8%.
Ég er búinn að vera svartsýnn á ástandið hérna undanfarið ár. Það er kerfislæg villa í hag- og peningamálastjórninni. Við erum að súpa seyðið af henni og þurfum líklega að taka hana út með tölverðum kvölum.
Mér finnst reyndar að það séu mörg merki erlendis að nú fari að rofa til. T.d. ef skoðuð er þróun "transport-hlutans" í SP500 frá áramótum er líklega að byggjast upp hiti í hagkerfinu í BNA. (Hann hefur oft verið góður mælikvarði á viðsnúning). En ég er ekki eins bjartsýnn á ástandið hérna. Held að það taki okkur lengri tíma að vinna okkur út úr þessu en hjá öðrum þjóðum.
Hagbarður, 3.4.2008 kl. 23:38
Það er ekki hægt að halda uppi gengi gjaldmiðils til langframa með því að bjóða sífellt hærri vexti, og enn hærri vexti ef vera skyldi að þú sem lánveitandi vildir nú vera svo vænn að framlengja lánið. Stærsta meinsemdin í peningastjórnun sl. ára eru okurstýrivextir, og þar með ofskráing ísl. kr., með þeim afleiðingum að viðskiptahalli hefur verið gífurlegur, og allur innflutingur niðurgreiddur. Það þarf ekki væna neinn um árásir né óheiðarleik, sem hefur verið að shorta eða selja kr. það hefur mátt sjá það í margra sjómílna fjarlægð að þar sem viðskiptahalli, húsnæðisbóla, og ekki síst stóraukinn útgjöld ríkisútgjalda gætu leitt til annars en falls kr. og versta falli gjaldeyrisskorts.
Við höfum ekki efni á því að stjórn og stjórnendur, sé skipuð misvitrum uppgjafa stjórmálamönnum eða flokkstrúðum stjórnmálaflokka. Það þarf að hreinsa út úr Seðlabankanum og skipa nýja stjórn og stjórnendur er hafa til þess tilskylda reynnslu og menntun til að skipa þær stöður.
Eg er orðinn hundleiður að hlusta á kvakið í Geir, og svo bætir ekki úr skák er Solla fer að skilgreina vandann, þetta er allt ljótum mönnum í útlandinu að kenna, fjármálakreppa, og ekki síst ísl. bankarnir, sem valda þessu.
Mín skoðun er sú að ísl. bankarnir og margir fjárfesta hafi verið að gera góða hluti á síðustu árum, og komi til með að gera það árfram, en alltaf má finna einhverja hluti er betur hefðu mátt standa að málunum
Lokaorð mín gengið á eftir að gefa eftir minnsta kosti 20%, það bara á því einfalda atriði sem heitir framboð og eftirspurn. Eg óttast verulegt atvinnuleysi, stórlækkun húsnæðis, ört vaxandi skuldasöfnum ríkisjóðs, og allmenna kjararýrnum á næstu árum.
Ps. Tókuð þið eftir lánveitingu Kaupþings til Spron í gær, víkjandi lán 5 millj.,sem hefur líklegast gengið geng um annað félag sem lánaði sömu upphæð til Kaupþings. Þetta er kallað lýtaaðgerð.
haraldurhar, 3.4.2008 kl. 23:47
þetta er sannarlega snjall pistill hjá þér Ívar! Af því þú er nú viðskiptafræðingur og er svona maður sem skil varla mín eigin fjármáls sem eru af micrográðu.
Ef Íslendingur/ar eiga megnið af Íslenskum banka og eiga megnið af 2 stórum erlendum bönkum líka.
Svo vantar 'íslenska bankanum fjármagn og biður um lá hjá erlenda bankanum sem er í eigu sama aðila...og Íslenski bankinn fær nei, þótt erlendi bankinn sé með fullt af "atvinnulausum peningum" í hólfinnu...??? Hvað er þá í gangi...???
Ég bloggaði einmitt þessa hugmynd mína sem er frekar sem "powergame" módell í persónulegu valdatafli milli einstaklinga sem eiga í illdeilum eða "hefnd"...var að pæla í þessu út frá "sálgreiningarmati á fólki í valdastöðum.... væri gaman að fá þitt álit á þessu..svo getur þetta bara verið aulapæling alltsaman hjá mér...en "munstrið" passaði við hugmyndinna...því að mínu mati eru stærsti hlutin af þessum erlendu lánum peningar sem eru enn til...í geymslu hjá eigendum "blönku bankanna" á Íslandi...ekkert ólíkt gamla Rokkefeller trixinu...ég er búin að vinna með svona kexruglaða valdasnúða sem hafa annðhvort verið geðveikir, fyllibyttur eða dópistar..svo ég fékk hugmynd að búa til módell sem ég var að setja á bloggið mitt...
Óskar Arnórsson, 3.4.2008 kl. 23:52
Ég er hrifin af færslunni hans haraldurhar,
Óskar Arnórsson, 3.4.2008 kl. 23:57
Loftur, greiðsluföllin í húsnæðislánum fara ekki að koma fram af viti fyrr en verð eignanna hefur lækkað opinberlega en verðbólgan og endurskoðaðir vextir ætt áfram með lánin. Þetta hefur þegar gerst í bílalánum og í þannig neyslu, þar sem veðið dekkar varla skuldabréfið. Það sjá flestir hvert stefnir. Ég efast um að þú kaupir bíl eða fasteign í dag, verandi skynsamur maður.
En staðan í dag er sú að við sitjum uppi með banka sem eru tæpast að græða nema í spákaupmennsku á krónum og gjaldeyri, því að enginn banki heldur uppi reglulegri starfsemi með lánum sem kosta bankann offjár í vexti vegna ofurálags á tryggingar lána. Á meðan er bent á pínulitlar uppsveiflur sem eyðast upp um leið í verðbólgu og gengisfellingum. Það er ólíkt þeirri líðan að eiga Evrur í banka.
Ívar Pálsson, 4.4.2008 kl. 00:12
Óskar, fjármál mín í dag eru ósköp pen. En í æðibunugangi í framvirkum gjaldeyriskaupum og -sölu forðum, þá voru þau allt annað en hófleg. En þess er ekki saknað, trúðu mér.
Bankarnir hér sitja sannarlega ekki á peningum. Það er fólk í vinnu hjá bönkunum við það að nýta hverja krónu allan sólarhringinn. Þau hringja og vilja færa gjaldeyri viðskiptavinarins inn á peningamarkaðssjóði gjaldeyris, þannig að hægt sé að rúlla þessu af viti. En ég er kominn fullan hring í þessu. Gamaldags gjaldeyrisreikningur er öruggastur, jafnvel hluti í seðlum í boxi í bankanum, það er stefnan. Þá þarf maður ekki að fara í biðröðina.
Ívar Pálsson, 4.4.2008 kl. 00:25
Ég veit ekki frekar en aðrir, hvernig efnahagsvindar munu blása í framtíðinni. Hins vegar virðist mér sem alvarleg og nær sjúkleg efnahagsleg "uppköst" hrjái suma sem taka hér til máls. Þegar þessu fylgir svo ofstækisfullur pólitískur "niðurgangur", er ástandið alvarlegt.
Greiðslufall húsnæðislána á þriðja ársfjórðungi 2007 var 0,5% og hafði lækkað úr 0,6% á öðrum fjórðungi þess árs. Hefur nokkur tölur frá fjórða ársfjórðungi ? Framangreindar tölur eru svo lágar að ótrúlegt er. Ef greiðslufall heldst á þessu róli er ekki um nein útlánatöp að ræða og allt tal um gjaldþrot útlánastofnana verður að dæmast hugarórar.
Hver eru greiðsluföll af bílalánum Ívar ? Þótt tryggingafélögin, sem væntanlega veita flest bílalánin, þurfi að innleysa einhverja bíla og endur-selja með tapi, hefur það hverfandi áhrif á efnahagslífið. Af bílalánunum er bullandi hagnaður fyrir tryggingafélögin og þeim mun meiri sem menn eiga erfiðar með að greiða af lánunum, því að þá verða lántakendur að greiða dráttarvexti.
Áhyggjur almennings virðast ekki vera miklar af því ástandi sem sumir á þessum spjallþræði virðast telja svartnætti. Neytsla hefur aldreigi verið kröftugri en einmitt núna og fáir að safna til mögru áranna. Evrur í banka eru bara ávísun á tap Ívar. Núna keppast menn við að kaupa Krónur. Þetta á auðvitað sérstaklega við um skortsala sem eiga á hættu að brenna inni með sinn skuldsetta gjaldeyri.
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.4.2008 kl. 10:52
Ég veit að fátt getur orðið til að gleðja kommúnista þegar vel gengur í efnahagsmálum, eins og gerir nú um stundir. Við hinir sem ekki erum trúaðir á lausnir kommúnismans megum samt gæta þess að láta bölmóð þeirra ekki angra okkur.
Einhver nefndi, að Kaupþing hefði í vikunni veitt Spron 5 milljarða lán. Er það merki um lánsfjárskort hjá Kaupþingi ? Kaupþing skortir ekki peninga, þeir voru nýlega að ljúka fjármögnum ársins 2009 með 150 milljarða erlendu láni (1,3 milljarða evra).
Þessi góða staða Kaupþings hefur ekki farið framhjá fjárfestum. Þess vegna hefur gengi hlutabréfa í Kaupþingi hækkað um 28% frá 19.Marz. Ræðum um staðreyndir en skvettum ekki svart-sýnis-galli í allar áttir.
Loftur Altice Þorsteinsson, 4.4.2008 kl. 11:56
Ég gleðst yfir bjartsýni þinni um bankana, Loftur. T.d. ef þú hefur rétt fyrir þér með Kaupþing, þá þarf ég varla að hafa áhyggjur af lífeyrissjóðnum mínum. Bankinn féll um 47% en reis núna aftur upp um 25%. Samkvæmt því ætti rekstrargrundvöllur að vera fyrir hendi, ef markaðurinn er ekki bara Kaupþing, Exista og SPRON að lána hver öðrum og kaupa hver í öðrum eins og nú um daginn. Að vísu dytti mér ekki í hug að fá lánaða okurvaxtapeninga frá þeim eða öðrum, nema annar okurlánari hótaði að brjóta bein mín með hornaboltakylfu ef ég greiddi honum ekki strax.
Það er tímatöf á virkni greiðslufalla í bílum og slíku, þar sem fólk heldur oft áfram út í lengstu lög. Ég er sannarlega ekki að óska þess að þetta aukist, það er bara staðreynd í dag. Nú má ekki lána í gjaldeyri, það er lægra hlutfall verðsins lánað og vextir eru hærri (og náttúrulega verðbæturnar). Í sjónvarpinu áðan var sýnt hvernig 2,4 millj. bílalán hafði hækkað um eina milljón á einu ári!
Loftur við erum á ferð í sama bílnum: þú horfir of mikið í baksýnisspegillinn, ég stari of glatt út á sjóndeildarhringinn framundan, en einstaka sinnum erum við báðir með athyglina á staðnum.
Ívar Pálsson, 4.4.2008 kl. 20:11
Ég er þeirrar skoðunar Ívar, að ótti og hjarð-hegðun hafi keyrt markaðina allt of langt niður. Svona helmingur af fallinu hefði verið eðlilegur. Ef einhver víxl-kaup þarf til að róa markaðina, þá er það í góðu lagi mín vegna.
Að mínu mati eru sveiflur á öllum mörkuðum eðlilegar og heilbrigðar. Ég hef jafnvel sagt að stöðugleiki væri dauði. Hins vegar geta sveiflur orðið svo öfgafullar að þær valdi miklum og djúptækum skaða. Verst er ef niður-sveiflur eru djúpar og jafnframt langvinnar. Þá er voðinn vís og beita verður öllum ráðum til að komast úr lægðunum.
Mér dettur í hug, að stöðvun lána í gjaldeyri stafi af tilraun til að hindra skortsölu, nú þegar búast má við hækkandi gengi Krónunnar. Bankarnir ætla að ná gengishagnaðinum sjálfir, með kaupum á krónum áður en Krónan styrkist. Það er glatað að taka núna gjaldeyris-lán nema til skortsölu. Annars eru væntanlega í boði gjaldeyris-afleiður, sem gera sama gagn. Hvað telur þú um þetta Ívar ?
Loftur Altice Þorsteinsson, 5.4.2008 kl. 01:27
Framvirk gjaldeyriskaup gegn krónunni eru glötuð núna, vegna þess að flestir þættir eru þá á móti manni, vextir, lág gírun, háar veðkröfur, mikið flökt, spread og kostnaður. Samt er verulega áhættusamt að vera með krónunni. Betra að vera aðeins á bekknum eða að spá kannski í erlend hlutabréf. Amk. láta afleiðubransann í friði, nema að þig skorti verulega spennu í líf þitt.
Ívar Pálsson, 5.4.2008 kl. 11:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.