Gorhugsun um Hinn máttuga mann

Samkvæmt Al Gore ættu aðgerðir Íslendinga í loftslagsmálum að breyta einhverju. En hverju, í hvaða átt? Hefur einhver trú á tölvulíkani með spá um um hitastig 15-20 ár fram í tímann fyrir einstök lönd? En fyrir næsta vetur á Íslandi? Skoðum vef IPCC, Nóbelsverðlaunahafanna með Gore og sjáum hvernig Ísland kemur út (hér). Prófið 15-20 ára spá fyrir Ísland undir ýmsum spámynstrum. Oft er lítil breyting og stundum er jafnvel kólnun hafsins. En smábletturinn í kring um Ísland sveiflast eins og jó-jó.Gore Iceland Kite

Langtímaspár um íslenskt veðurfar?

Aðalatriði fyrir Ísland er Golfstraumurinn og loftstraumar sem honum fylgja: það breytist stöðugt. En eitt er alveg öruggt: enginn getur sagt fyrir um það hvernig Golfstraumurinn verður eftir 15-20 ár, hvað þá lengur. Fyrst ómögulegt er að segja til um aðal- örlagavald íslensks veðurfars fram í tímann, hví ætti að vera hægt að segja til um öráhrif aðgerða íslenskra manneskja á heimsveðrið langt fram í tímann og áhrif þeirra aðgerða á Golfstrauminn? Það gefur auga leið að aðgerðir eða aðgerðaleysi okkar umhverfisvænna Íslendinga til loftslagsbreytinga hafa engin áhrif á Íslandi, en ef svo ólíklega vildi til, þá getur enginn sagt til um hver þau áhrif yrðu.

Hvað vill Gore? En Íslendingar?

Manni verður því spurn: hvað myndum við Íslendingar vilja í loftslagi eftir 20-50 ár, ef við gætum haft áhrif á það að hætti Gores? Kólnun, hitnun eða kyrrstöðu? Það er að vísu viðurkennt að þó að slökkt yrði á öllum skipum, bílum og verskmiðjum Íslands strax, þá breytist loftslagið í heiminum ekkert í hundrað ár. En segjum samt að við gætum breytt einhverju, hvaða loftslag vildum við fyrir börnin og barnabörnin okkar? Ef svarið er „eins og í dag“ eða hitnun, þá ættum við að hafna Gorkvótanum og halda áfram óhindruð íslensku leiðina.

Ef við kjósum kólnun veðurfars og trúum virkilega eftir 20 ár að við höfum valdið kólnuninni og að hún hafi verið til heilla fyrir þjóðina, þá skulum við taka upp ósanngjarna Gorkvótann og hefta hagvöxt og framleiðslugetu þjóðarinnar svo hressilega að börnin okkar þora ekki að eignast nema eitt barn hvert. Þau hafa þá ekki efni á fleirum.

 

 

Nokkrar tengdar greinar fylgja hér (ef það skyldi nákvæmlega ekkert vera í sjónvarpinu núna!):

CO2 kvótamarkaður er martröð í mótun

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/243329/

CO2 kvótinn er verri en hinn kvótinn

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/297692/

Stærstu kvótaþegar jarðar

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/321293/

Skömmtunarárin og haftapólitíkin endurvakin

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/324229/#comment662537

Sannfærð(ur)? Taktu prófið

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/329753/

100 til 150 ár, segir SÞ- nefndin

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/337314/

Þórunn mun klúðra samningsstöðu Íslands

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/341570/

Hungraður heimur, „óvart“

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/410591/

ESB viðurkennir mistök í umhverfisstefnu

http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/414291/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ari Tomelilla

Gore er bullukollur.

Ari Tomelilla, 5.4.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband