10.4.2008 | 18:32
Hraðbraut til heljar
Verðbólgan á Íslandi var um 100% hér þegar ég var úti í námi forðum. Í hagfræðinni kom það samnemendum mínum á óvart þegar ég sagði þeim frá Íslandi að fólk vildi þá kaupa fljótt fleiri vörur. Nemendurnir bjuggust við því að flestir héldu að sér höndum, en Íslendingar bjuggust stöðugt við hækkunum og vissu að næsta sending til landsins myndi kosta meira og dreif því jafnan í því að kaupa hlutinn. Vörurnar voru jafnvel boðnar með vaxtalausum lánum.
Líf eins og í þá gömlu góðu daga
Dollarinn tvöfaldaðist í krónum þegar ég var þarna, þ.e. krónurnar sem ég hafði safnað fyrir skólanum helminguðust, nema þegar ég keypti dollarana strax. Þau sem ösnuðust til þess að geyma peninga inni á bundnum krónureikningum urðu næst-verst úti, en verst þau sem skulduðu mikið í húsnæði. Þau enduðu mörg með því að missa eignirnar sínar síðar, eftir 2-3 ár af ofurgreiðslum.
Þetta þýðir víst ekkert
Áminningar mínar og annarra til Davíðs allt árið í fyrra um að hækka ekki stýrivexti frekar (sbr. greinarnar hér til hliðar), voru eins og miga í mel, þær breyttu engu. Nú heldur hann áfram, kominn í 15,5% stýrivexti og spilar á lýru, þegar Ísland brennur og Halldór Blöndal kveður undir spilinu. Úrelt hagfræði ríður húsum, hagsmunir bankanna ráða miklu, en hræðslan við að taka á vandamálinu er allsráðandi. Stjórnin eys olíu á eldinn með því að gefa í skyn að bönkum verði bjargað. Þar er Davíð þó með allt á hreinu, bankarnir geta bjargað sér sjálfir, enda keyptu þeir ekki ríkisábyrgð forðum.
Vextir fara í 15,75% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Viðskipti og fjármál | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vísindi og fræði | Breytt 11.4.2008 kl. 00:23 | Facebook
Nýjustu færslur
- Brynjar náði í hægrimenn en ekki í sig!
- ESB- flokkar æða upp!
- Erfiðið út í buskann
- Landsvirkjun fyrir pólitíkusa
- Eitt Ísland á ári
- Síðasti séns Svandísar búinn
- Evrópusósíalisminn tekur flugið
- Þarfleysuþrennan
- Lærið um aðhald hjá Þjóðverjum
- RÚV og hryðjuverkin
- Borgarstjóri Krísuvíkur á fullu
- Gervigreind með CO2 á hreinu
- Eini möguleikinn til breytinga
- XD= 80% gegn Borgarlínu
- Göturnar leiða til bílastæða
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Evrópumál
- Ferðalög
- Fjármál
- Fjölmiðlar
- Heilbrigðismál
- Heimspeki
- Íþróttir
- Kjaramál
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Löggæsla
- Mannréttindi
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Sveitarstjórnarkosningar
- Tónlist
- Trúmál
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Umhverfismál
- Utanríkismál/alþjóðamál
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
Tenglar
Reykjavík
- Aðalskipulag Reykjavíkurborgar Aðalskipulag Rvk. Tenglar
- Skipulag í heild og Hlíðarnar Skipulag í heild og Hlíðarnar
- Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Vesturbær: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum Skerjafjörður: Myndir úr hverfaskipulags-tillögum
- Umferðarflæði Reykjavík Umferðarflæði Reykjavík
- Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar Hverfaskipulag í Reykjavík: tillögur birtar
- Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013 Könnun á húsnæðis- og búsetuóskum borgarbúa 2013
- Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag Dagur & Co. stefndu í óefni með hverfaskipulag
- Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar Vatnssöfnun í skipulagi borgarinnar
- Veitum Degi aðhald Veitum Degi aðhald
- Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík Jóhönnu- heilkennið í Reykjavík
- Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt Aðalskipulag miðar við flugvöllinn burt
- Myndir úr nýju skipulagstillögunum Myndir úr nýju skipulagstillögunum
- Stefnir í glórulaust eignarnám Stefnir í glórulaust eignarnám
- Vinstri græn gegn einkabílnum Vinstri græn gegn einkabílnum
- Þvingun Þvingun
- Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum? Félagslegar íbúðir á dýrustu stöðum?
- Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna Nýi Skerjafjörður á forsendum íbúanna
- Metnaðarfull stefna gegn borgurunum Metnaðarfull stefna gegn borgurunum
- Vísvitandi bílastæðaskortur Vísvitandi bílastæðaskortur
- Spjaldtölvur í grunnskólana Spjaldtölvur í grunnskólana
- Flugið verði fyrir almenning aftur Flugið verði fyrir almenning aftur
- Þögli meirihlutinn útskúfast Þögli meirihlutinn útskúfast
Tenglar
Áhugaverðir tenglar
- Sævörur ehf Útflutningur á rækju
- Fjallaferðir ÍP Myndasyrpur
- Bloomberg viðskipti Viðskiptavefur Bloombergs
- Glitnir: gengi gjaldmiðla Glitnir banki: Gengi gjaldmiðla 15 mín töf
- Boston University Boston University USA
- MR Menntaskólinn í Reykjavík
- Vald.org Jóh. Björn Raunveruleikinn í USA og víðar
- Financial Times ft.com viðskiptafréttir
- BBC News BBC fréttavefur
- AFP fréttir AFP fréttaþjónustan
- Reuters fréttir Reuters fréttaþjónustan
- Sky News Sky fréttaþjónustan
- Ritlist Önnu Heiðu Anna Heiða Pálsdóttir systir ÍP
- Sissú myndlist Sissú systir, myndlistarmaður og arkítekt
Banka/krónu blogg
Blogg mín um krónu og bankamál
- Fall Íslands, upphafsgrein Varnaðarorð um hagkerfið
- Hver borgar vextina? Hvaða aðilar eru að borga háu vextina?
- 30.000 krónur á mínútu allt árið Valréttarsamningar bankastjóra
- 2006 gaf þeim 3 milljarða Valréttarsamningar bankastjóra Kaupþings
- Háa vexti og framkvæmdaleysi Seðlabankinn lækkar ekki stýrivexti
- Augljóst hvert Moodys stefnir Mat Moody's á íslenskum bönkum
- Enn of örlátt, segja Bretar Íslenskir bankar of áhættuglaðir
- 628 milljarðar. Bilun. Íslenska krónan og vaxtamunarviðskiptin
- Vextir lækka ekki Seðlabankinn heldur stýrivöxtum háum
- Stöðugt ástand? Íslenskir bankar vanmeta ástandið
- Nóg komið af Jenum? Kaupþing ofl taka stór Jenalán
- Allir bankar ánægðir Háir stýrivextir og vaxtamunaverslun kæta
- Bankadómínókubbar Keðjuverkun hafin, fall í kerfinu
- Áhættuflótti heimsmarkaðar hefst fyrir alvöru Vaxtamunarverslun fellur og Jenið rís
- 6% fall krónu er góð byrjun Fall krónunnar hefst
- 10% gengisfall veldur verðbólgu Gengisfellingin nær 10%
- Eru veð bankanna traust? Veð ýmissa bréfa til umhugsunar
- Staðfest hvað stýrir krónunni Gjaldeyrisspekúlantar ráða gengi krónu
- Efnahagsmál af viti Umræður um efnahagsmál á malefnin.com
- Upphaf afleiðinga Afleiðingar hávaxtastefnu hefjast
- Greinasafn um banka og krónu Samantekt greina um banka og krónu
- Meira af Matadorpeningum! Seðlabankar dæla inn lausafé
- Áhættuflóttinn heldur áfram, en þó! Áættuflótti fyrst, en snerist við
- Federal Reserve sneri öllu við BNA seðlabanki lækkar vexti
- Davíð bregst bogalistin Seðlabanki með háa vexti, á móti Evru
- Jenið sækir aðeins á USD fellur, Jen rís, hlutabréf lækka
- Jenið og Ísland eru nátengd Tengsl Jens og Íslands skýrð
- Kaupþings- Klemman Vítahringur Vaxtamunarferlisins
- Japan 0, Ísland 1 Japan heldur stýrivöxtum
- Krónur, skuldir og verðlaus bréf Stýrivextir hækka, USA fer niður
- Sígandi markaður? Markaðurinn niður (en hikstandi)
- Veð íslenskra banka? Hve traust er staða bankanna?
- Bankar í afneitun Bankar telja sig stikkfrí
- Allt að 40% af fyrra markaðsvirði Exista og Kaupþing falla mikið
- Ekki batnar það Verðfall bréfa heldur áfram
- Billjón á 3 mánuðum? Frá 15 10 2007 fall um 1 billjón
- 200 milljónir á mínútu Fyrstu 5 daga 2008 fall 200M á mín
- Jen styrkist, íslenskir bankar veikjast Vaxtamunarverslun minnkar
- Fallið er ekki kauptækifæri Fall markaðar Íslands og heimsins
- Kaupþing 55%, Exista 32,8%, SPRON 32,5% Verðfall hlutabréfa frá tindi 2007
- Skítt með alla skynsemi ÍP keypti hlutabréf í Straumi
- Svindl og hrun haldast í hendur Svindl í SocGen og fall markaða
- Kaup-Thing lagið Lagið Wild Thing stílfært við Kaupþing
- Þreyjum Þorrann og Góuna! Fall markaða framlengist um nokkurn tíma
- Stóriðjan kemur til bjargar Útflutningsiðnaður skiptir máli
- Hvílíkir markaðir! Fall markaða er aðeins byrjunin
- Laun þín 2008: mínus 15-17% Gengisfelling IKR er nær samsvarandi launalækkun
- Mínus 500 milljarðar á einni klst.? Gengisfellingin 17/03/2008 byrjaði með 9% falli Jensins
- Allt löngu fyrirséð Fyrirsjáanlegar afleiðingar stefnu Seðlabanka
- Krónubréfum skilað Krónubréfum skilað
- Milljarðatuga munur Milljarðatuga munur
- Hraðbraut til heljar Hraðbraut til heljar
- Framlengt vegna fjölda áskorana Framlengt hjá Seðlabanka
- Bankar úr landi? Ríkið má ekki ábyrgjast skuldir bankanna
- Ársreikningar: veldu aðferð og þeir segja það sem þú vilt Aðferðir í ársreikningum skipta tugmilljarða máli
- Um hvað ætti ég að blogga ef allt þetta gerðist?: Draumar um banka og umhverfismál
- Bankar í verulegum vandræðum? Grein Ragnars Önundarsonar um bankana
- Fallin spýtan Yfirlit yfir þróun efnahagslífsins
- Skuldir Íslendinga snarhækka Jen hækkar skuldir landans
- Þúsundir milljarða í nettóskuldir? Þúsundir milljarða í nettóskuldir?
- Íslenskir bankar? Íslenskir bankar?
- Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar Krónan veikust 25-26. dag síðasta ársfjórðungsmánaðar
- Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar Glitnir nú, en fasteignir ofl. síðar
- Stýrivextir stefna í lækkun Stýrivextir stefna í lækkun
- Örþrifaráð og Matadorkrónur Örþrifaráð og Matadorkrónur
- Vaxtamunarverslunin drapst Vaxtamunarverslunin drapst
- Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi? Gjaldeyrisskortur og handstýrt gengi?
- Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti! Fljótt, fljótt, gjaldeyrir á 20% afslætti!
- Ástæður Rússalánsins Ástæður Rússalánsins
- Við neitum að borga Við neitum að borga
- Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins Nokkrar jákvæðar hliðar mótlætisins
- Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til? Er gagnsæi Samfylkingar yfirleitt til?
- Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær Samúræjabréf falla. IMF leiðin er ófær
- Vegurinn til Vítis Vegurinn til Vítis
- Ríkið fer beint í snöruna Ríkið fer beint í snöruna
- Noregur og Ísland, hvort fyrir annað Noregur og Ísland, hvort fyrir annað
- Skuldir Íslands snarhækka Skuldir Íslands snarhækka
- Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson Skyldulesning: Börgólfur Guðmundsson
- 29,2% verðbólguhraði 29,2% verðbólguhraði
- Lánin borg hringavitleysuna Lánin borg hringavitleysuna
- Einn banki á dag gerður upp Einn banki á dag gerður upp
- Lánin yfir í fallandi krónur Lánin yfir í fallandi krónur
- Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu Þjóðverjar spöruðu, Íslendingar eyddu
- Reglur IMF: réttur hinna sterku Reglur IMF: réttur hinna sterku
- Heildarlántaka 1000 milljarðar króna? Heildarlántaka 1000 milljarðar króna?
- Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega Allt er bannað nema það sé leyft sérstaklega
- Evran upp um 50% á 3 mánuðum Evran upp um 50% á 3 mánuðum
- Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi Öryggi fjárins finnst ekki hér á landi
- Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101 Fasteignir, kvóti ofl. afhent? Klúður 101
- Neyðarlögin framkalla ójafnræði Neyðarlögin framkalla ójafnræði
- Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu Vonlítið að reka fyrirtækin í þessu
- WSJ myndband um fall Íslands WSJ myndband um fall Íslands
- Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið Yfirtaka bankanna dregur Ísland niður í svaðið
- ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir! ESB aðild og IMF lán, samt kreppa og óeirðir!
- Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB Veikustu hagkerfin verða útundan hjá ESB
- Falsað gengi til framtíðar? Falsað gengi til framtíðar?
- Björgvin skóp Bretavandræðin Björgvin skóp Bretavandræðin
- Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili Lífeyrissjóðir í hreinu fjárhættuspili
- Enginn þorir að neita Icesave og IMF Enginn þorir að neita Icesave og IMF
- Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000 Írland er í ESB með Evru, samt mótmæla 100.000
- Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu Engin viðskipti, enginn með bein í nefinu
- Kreppan kosin burt? Kreppan kosin burt?
- Þjóð í dái Þjóð í dái
- Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið? Vondu karlarnir: sjómenn eða ríkið?
- Sverfur að skattaskjólum? Sverfur að skattaskjólum?
- EKKI skila 2006 styrkjum! EKKI skila 2006 styrkjum!
- Leiðin til þess að lifa þetta af Leiðin til þess að lifa þetta af
- Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum Fjórðungshækkun punds gegn krónu á 38 dögum
- Sjálfstæðismanneskja Sjálfstæðismanneskja
- ESB- sigur? Tæpast ESB- sigur? Tæpast
- Stýrivextir aukast í 13- földun ECB Stýrivextir aukast í 13- földun ECB
- Vinstri stjórn er eins varanleg og ... Vinstri stjórn er eins varanleg og ...
- Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag Lífeyrissjóðir eru gjarnan rán um hábjartan dag
- Ríkið ákveði framboð og eftirspurn! Ríkið ákveði framboð og eftirspurn!
- Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana! Þjóðaratkvæðagreiðslu um afarsamningana!
- Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag? Hverjir þingmanna gerast landráðamenn í dag?
- Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn! Örlaganornirnar þrjár: tími Skuldar er kominn!
- 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum! 35 milljarða hækkun á 2 bankadögum!
- Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð Samfylkingarþingmenn sýni loks ábyrgð
- Bara ef þeir hefðu nú farið! Bara ef þeir hefðu nú farið!
- Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB? Klýfur varaformaður flokkinn með Icesave og ESB?
- Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun Með byssuna í hnakkann og bundið fyrir augun
- Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli Milliríkjadeilan varð að bresku einkaréttarmáli
- Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl. Þýðing Magnúsar Thoroddsen hrl.
- Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar? Ólæs forsætisráðherra Samfylkingar?
- Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni? Gjaldeyrishöft: svindlarar í hverju horni?
- Hæstaréttardómari staðfestir afsal Hæstaréttardómari staðfestir afsal
- Staðreyndir um Icesave standa Staðreyndir um Icesave standa
- Frumvarp um Weimar- Ísland Frumvarp um Weimar- Ísland
- Allt sem þú þarft að lesa er komið fram Allt sem þú þarft að lesa er komið fram
- Davíð um ESB- Svía Davíð um ESB- Svía
- Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti Lýðræði í stað sendinefndar með opið tékkahefti
- Ágæti Vinstri- græn kjósandi! Ágæti Vinstri- græn kjósandi!
- Skræfurnar sitja hjá Skræfurnar sitja hjá
- Slepptu biti þínu, Steingrímur J. ! Slepptu biti þínu, Steingrímur J. !
- Ykkur tókst þetta, ESB- konunum! Ykkur tókst þetta, ESB- konunum!
- Lausn vandræðanna er fundin! Lausn vandræðanna er fundin!
- Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti Bakland stjórnarinnar farið og tálsýnin er úti
- Bretar örvæntu 6. okt. 2008 Bretar örvæntu 6. okt. 2008
- Áfram heldur idealisminn ótrauður Áfram heldur idealisminn ótrauður
- Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu? Hvenær biðst Jóhanna Sig. afsökunar á þessu?
- Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Dýrustu feðgin Íslandssögunnar Svavar og Svandís
Heimurinn / umhverfið
Umhverfið, mannfjöldi, hernaður ofl.
- Orka Íslands Mikilvægi orkuauðlinda Íslands
- Svifryki spúlað burt Spúla þarf svifryki af götunum
- Hrikalegt á að horfa Darfúr í Súdan frá Google Earth
- Koltvísýringslosun er ekki kosningamál CO2 magn er ekki kosningamál núna
- Hernaður kostar sitt Kostnaður hernaðar, aðallega BNA
- Svona er heimurinn (like it or not) Mannfjöldaaukning ræður orkuframleiðslu
- Þversögn vaxtarins Mannfjölgun og vöxtur þróunarríkja
- CO2 kvótamarkaður er martröð í mótun Upphaf CO2 kvótamarkaðar heims
- Grænland er of heitt! ESB á að kæla Grænland!
- Kókaínfundir og Ingibjörg Sólrún Afríkuríkin heilla ISG
- Heilaþvotturinn mikli, al-gor Heill dagur af heilaþvætti Al Gores
- Heimsvelgjan nær ekki suður úr Kólnun suðurfrá, ekki hitnun
- Út úr afríku! Vandamál Afríku eru hennar eigin smíði
- Grikkland brennur Eldar flæða um Grikkland
- CO2 kvótinn er verri en hinn kvótinn Ásjóna kolefniskvótans kemur í ljós
- Hálf- fréttir eru slappar Listi yfir 10 menguðustu borgir jarðar
- Tíu Ís-lönd hurfu sl. ár Norðurpóllin er að hverfa
- Varanlegt Mynd ÍP af pýramída, hugleiðingar
- Stærstu kvótaþegar jarðar Skipting CO2 kvóta á Íslandi og víðar
- Skömmtunarárin og haftapólitíkin endurvakin Íslensk CO2 úthlutun lítl. Ráðherraskömmtun.
- Minni kjarnorka þýðir meira af kolum og olíu Kjarnorkuveri í N- Nóreu lokað
- Vaclav Klaus: Hvort er í hættu, frelsið eða loftslagið? Vaclav Klaus, forseti Tékklands
- Sannfærð(ur)? Taktu prófið Tíu spurningar um loftslagsmál
- Löngu- Skerjafjörður Löngusker í Skerjafirði, mynd og hugleiðing
- Þróunaraðstoð fer til stríðsrekstrar Þróunaraðstoð til Afríku verður ekki skilvirk
- Al Gore og Dalai Lama? Listi yfir ýmsa friðarverðlaunahafa Nóbels
- Besta auglýsing í heimi Al Gore tekst vel upp með kvótabraskið
- 100 til 150 ár, segir SÞ- nefndin IPCC segir CO2 jafnast eftir 100-150 ár
- Klórblöndum ekki tæra vatnið okkar Ekki Evrópureglur um neysluvatn
- Þórunn mun klúðra samningsstöðu Íslands Umhverfisráðherra vill lítinn CO2 kvóta
- Góði Geir Vísa til Geirs um loftslagsmálin
- Rangt hjá Ingibjörgu Sólrúnu ISG segir enga samninga í gangi
- Hagavatnssvæðið í myndum Hagavatn virkjað? Myndir.
- Þróunarlaus aðstoð Þróunaraðstoð til óþurftar
- Bláfjöllin vakna Snjórinn kemur í Bláfjöllin
- BNA Íslandi til bjargar BNA neitar að samþykkja á Balí
- Látum okkur ekki blæða út á Balí Semjum ekki af okkur á Balí- ráðstefnunni
- Annars hugar á Balí Anna og Hugi frá Íslandi á Balí
- Ánægjulegt árangursleysi á Balí Óræð niðurstaða á Balí
- Lokasetning á Balí Lofstlagsráðstefnu á Balí lokið
- Á nöglum í rokinu Naglar borga sig í roki á svelli
- Áramótabrennum frestað? Líklegt að fresta þurfi áramótabrennum
- Átök orðin að stríði Sri Lanka eftirlitssveitir burt
- Nótum þess Vatnið á Íslandi, heitt og kalt er frábært
- Hungraður heimur, óvart Framleiðsla lífefnaeldsneytis veldur hungri
- Fórnarkostnaður stjórnarinnar Þórunn umhverfisráðherra er Wildcard
- ESB viðurkennir mistök í umhverfisstefnu ESB breytir um stefnu vegna etanóls
- Grænland kólnar! Kaldur vetur á Grænlandi
- Bláfjöll: Ráðningar gleymdust! Rekstur Bláfjalla í molum
- Ófriðareftirlit og spillingarstyrkir ISG og friðareftirlit
- Bláfjöll: Nú kastar tólfunum! Ástandið í Bláfjöllum versnar
- Bláfjallaklúðrið nær hámarki 10.000 manns í Bláfjöllum en lélegt
- Líf í frostinu Líf í frostinu
- Stóriðjan kemur til bjargar Stóriðjan kemur til bjargar
- Endurnýting hvala Endurnýting hvala
- Veturinn er bestur Veturinn er bestur
- Skattlagning í nafni kvenna Skattlagning í nafni kvenna
- Þórunn á bremsunni Þórunn á bremsunni. Umhverfisráðherra heftir för
- Gorhugsun um Hinn máttuga mann Gorhugsun um Hinn máttuga mann. Lýsingar Gores
- Veitum framúrskarandi forystu Íslendingar veita framúrskarandi forystu skv. Gore
- Gore er ræðusnillingur Gore er ræðusnillingur en fer með rangan málstað
- Lögregla gegn umhverfissinnum Lögreglan í Brussel tekur á umhverfissinnum
- Dýr er hver Bitru- túristinn Dýr er hver Bitru- túristinn fyrst að hætt er við Bitruvirkjun
- Hver tekur af skarið? Hver tekur af skarið í borginni? Erfitt í flokknum
- Virkjum og eflum alla dáð Virkjum og eflum alla dáð. Bitruvirkjun ofl til bjargar
- Skjálftakort og töflur Skjálftakort og töflur v Suðurlandsskjálftans maí 2008
- Vopnum safnað Vopnum safnað. ISG og Rice ræða málin
- Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland Frægasti Íslendingurinn níðir Ísland. Björk ófrægir landann
- Buddan talar Þórunn umhverfisráðherra semur af sér
- Hekla er flott Ferðalýsing á Heklu með myndum
- Afleitar afleiddar afleiðingar afglapa Afleiðingar aðgerða í loftslagsmálum
- 5000 kr. á mann, bara fyrir Laugaveg 4 og 6 Borgin greiddi ofurverð fyrir skúrarusl
- Vedurpár- vídeó Veðurþáttaspá vedur.is útskýrð
- Engir samningar um loftslagsmál Fylkingar G8 og G5 eiga sér misjöfn takmörk
- ISG í herráð heimsins Utanríkisráðherra vill komast í Öryggisráð SÞ
- Yfir Skeiðarárjökul Ferðalýsing frá Grænalóni yfir Skeiðarárjökul
- Hækkum orkuverð Selja orkuna dýrt og gæta skattanna
- Þróunaraðstoð á tilvistarkreppufundi Þróunaraðstoð heimsins er í krísu
- Sóunarsamvinnu að ljúka? Sóunarsamvinnu að ljúka?
- Loftslags- réttlæti strax! Loftslags- réttlæti strax!
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.12.): 3
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 871286
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- prakkarinn
- stefanbjarnason
- hannesgi
- businessreport
- askja
- martagudjonsdottir
- agbjarn
- geiragustsson
- gustaf
- vey
- frjalshyggjufelagid
- tilveran-i-esb
- gammon
- sigsig
- omarragnarsson
- raksig
- halldorjonsson
- vinaminni
- samstada-thjodar
- draumur
- magnusjonasson
- frisk
- jonaa
- apalsson
- skodunmin
- arnim
- gullvagninn
- altice
- fannarh
- gun
- oliatlason
- bjarnihardar
- nilli
- davido
- svanurmd
- steinisv
- johanneliasson
- hagbardur
- arh
- zumann
- doggpals
- jonvalurjensson
- dofri
- katrinsnaeholm
- seinars
- kari-hardarson
- fredrik
- valli57
- tibsen
- kisabella
- tbs
- astroblog
- maeglika
- himmalingur
- skulablogg
- arnih
- ingagm
- ahi
- mullis
- krissi46
- vefritid
- gauisig
- bryndisisfold
- brandarar
- nerdumdigitalis
- svartagall
- siggith
- klarak
- jennystefania
- lax
- unnurgkr
- vilhjalmurarnason
- gattin
- kruttina
- rynir
- heidistrand
- thorhallurheimisson
- duddi9
- kristjan9
- haddi9001
- bofs
- thjodarheidur
- theodorn
- lucas
- benediktae
- iceland
- fun
- diva73
- zeriaph
- tharfagreinir
- bjarnimax
- fullvalda
- sigurjons
- sissupals
- davpal
- friggi
- ketilas08
- valdimarjohannesson
- gerdurpalma112
- andres08
- krist
- fjarki
- tik
- palmig
- rustikus
- vestskafttenor
- gummibraga
- svansson
- geirfz
- fhg
- stjornlagathing
- loftslag
- jonmagnusson
Athugasemdir
´Það er rétt lengi ætlar Davíð halda sér fullum, keypti sér afréttara í dag svo ekki þyrfti hann að leggjast í timburmenn. Við náðum þeim merka áfanga í dag að skjóta Tyrkjum afturfyrir okkur í vaxtaokrinu, nú er bara næsta takmark að ná Mugabe.
Það er ótrúlegt að nokkrum manni detti í hug að reyna að halda aftur af verðbólgu er stafar nú einungis af hækkun erl. hrávara, og öllum ætti að vera ljóst að ekki er þennslan hér innanlands í dag. Það hlýtur að koma að því að menn átti sig á þessu og lækki vextina og hleypi bara undirliggjandi verðbólgu í gegn. Vitaskuld verur kjararýrnun og minnkandi kaupmáttur, en nú er svo komið við getum ekki lengur haldið uppi núverandi kaupmætti, með skuldasöfnum erl.
Í mínum huga er það ekki spurning að forða verður bönkunm frá því að renna út á lausafé, þeir eru nú einusinni stærsta framleiðslueininginn okkar í dag. Ef og þegar ísl. Ríkið tekur lán erl. til að verja ísl. fjármálastofnir, teldi ég betra að gengið hefði fengið að leiðrétta sig.
Það hlítur fyrir þinglok alþingis verða tekið á stjórn og stjórnarháttum Seðlabankans, nú gengur ekki lengur fyrir Geir að halda blaðamannafundi um ekki neitt eins og hann hefur gert upp á síðkastið.
haraldurhar, 10.4.2008 kl. 20:36
Ég er eiginlega að komast á þá skoðun að þetta ástand sé að verða óviðráðanlegt fyrir vitiborna stjórnendur. Ég held að það sé of seint að taka við þessu klúðri og reyna að stýra atburðarrásinni. Það sem kom fram í morgun er að það virðist ekkert "back-up" vera til að mæta lausfjárskorti í erlendri mynt. Ef einhverjar viðræður hafa verið í gangi við erlenda seðlabanka að þá er þeim annaðhvort ólokið eða hafa siglt í strand. Hugmyndirnar hjá Seðlabankanum ganga út á að endurvekja Krónubréfaútgáfu með ábyrgð ríkissjóðs, styrkja það að leiðin í gegnum aðra banka hafi ekki skilað árangri. Ekkert "back-up" að hafa.
Það að eitt og sér að hækka vextina er rugl og gerir ekkert annað en að auka erfiðleikana, því verðbólguþrýstingurinn núna er innfluttur en ekki vegna yfirspennu í kerfinu. Það sem er alvarlegra er að ekki skildu hafa verið kynntar aðgerðir til að styrkja við gjaldeyrisforðann. Það er mjög slæmt og gefur tilfeni til að ætla að við ráðum ekki við þessa bráðnun.
Ég spái því að krónan taki djúpa dýfu á næstu dögum og það geti orðið fár hér í næstu viku.
Hagbarður, 10.4.2008 kl. 20:51
Allt vitiborið fólk virðist vera búið að sjá það fyrir löngu að vaxtahækkanirnar virka ekkert. Einhverstaðar setti ég á blað að þeir sem reisa tónlistarhúsið ætla ekkert að labba yfir götuna til að spyrja Arnarhóls trúðinn hvað má. Allir vita að verðhækkanir undanfarið eru vegna hrávöruhækkana og gengisfalls krónunnar.
Ég hef verið að spá í undanfarið hvort eitthvað sé í gangi sem við vitum ekki um. Er t.d. einhver meiriháttar valdabarátta innan Sjálfstæðisflokksins og ætlar Samfylkingin að láta draga sig inn í eitthvað sem þeim verður kennt um í framtíðinni, ef illa fer. Ekki það að ég ætli að gera þetta eitthvað pólitískt, heldur bara ef við horfum hlutlægt á málin.
Það er ekki einleikið hvað valdaliðið hefur verið óöruggt og vandræðalegt í viðtölum undanfarið, að maður tali nú um þetta algjöra aðgerðaleysi.
Mér finnst þetta lykta af einhverju svoleiðis eða það að fólk standi svona algjörlega ráðþrota frammi fyrir vandanum.
Jóhannes Snævar Haraldsson, 10.4.2008 kl. 22:21
Jóhannes!
Ein kenningin er að verið sé að reyna að ná bönkunum aftur. Þeir verði þjóðnýttir (flestir) og síðar komið í hendurnar á almennilegu fólki, en ekki þessum götustrákum sem verið hafa að gera svo mörgum ráðamönnum skráveifu. Jón Ásgeir hafi séð þetta fyrir og því losað um hlutinn í FL og Glitni yfir til Samherjabræðra, sem nú sitja uppi með Svarta Pétur.
Hagbarður, 10.4.2008 kl. 23:11
Sveiflur í gengi krónu eru nær óháðar vaxtahækkununum, jafnvel öfugar, enda er þetta vaxtastig merki um örvæntingu Seðlabankans. Gengi japanska Jensins á alþjóðamarkaði hefur miklu meiri áhrif á gengi krónu, enda er stuðningur við vaxtamunarverslunina það sem styrkir krónuna helst. Veikt Jen, sterkir bankar. Það vildi einmitt svo til að Jenið veiktist á heimsmarkaði á sama tíma og ríkið hér talaði um aðgerðir og krónan styrktist. Ef áhættuflótti og Jenastyrking taka aftur við sér úti í heimi, þá fellur kerfið aftur hér.
Á meðan hækkar Davíð stýrivexti, sem gerir okkur enn háðari þessari sveiflu og gerir unga fólkið fátækara.
Ívar Pálsson, 10.4.2008 kl. 23:52
Davíð er eins og alkinn, semreynir að lækna mein sitt með því sem veldur meininu. Hann er í keldu, sem hann kemst ekki úr og er löngu kominn í. Hann lét undan jakkafatafóstrum um að halda vöxtum uppi til að auka innstreymi fjármagns og auka þenslu. Svo þegar verður að lækka, þá getur hann það ekki því þá fara spekúlantarnir út með aurinn, hirða veðin og setja fyrirtæki á hausinn, sem í fylleríinu skuldbundu sig um of eða eru alfarið byggð á skuldbindingum.
Það þarf enginn að segja mér að Davíð sjái þetta ekki. Hann bara getur ekkert gert annað en að hækka vexti. Það fer allt til fjandans á hvorn veginn sem er en það eru líkur á að það gerist kannski ekki eins hratt, ef útlenda spekúlantafjármagnið hangir inni og enn er hægt að róa á íslenska vexti.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2008 kl. 10:42
Svo minnir Geir Haarde óneitanlega á hermálaráðherrann hans Saddam Hussein heitins, sem sagði að allt væri í fína og að þeir væru að vinna stríðið á meðan sprengjurnar sprungu allt í kringum hann. Þetta er orðinn skrautlegri ýkjusaga en Hljarslóðarorrusta Gröndals.
Jón Steinar Ragnarsson, 11.4.2008 kl. 10:49
Góð samlíking með hermálaráðherrann, Jón Steinar. Sá toppar sjálfsafneitun allra tíma, nema kannski Chamberlain veifandi skjalinu þegar hann kom út úr flugvélinni frá Hilla Þjóðverja.
Ívar Pálsson, 11.4.2008 kl. 11:06
Ég meina auðvitað sjálfsblekking allra tíma, ekki sjálfsafneitun (sem er meinlæti).
Ívar Pálsson, 11.4.2008 kl. 11:15
Það liggur við að maður hrökklist öfugur út af blogginu þínu Ívar, slíkt er svartnættið. Ræður Allah, sjálfur myrkrahöfðinginn hér ríkjum ?
Stýrivaxtahækkun í 15,5% úr 15,0% er 3,3% hækkun ! Halda menn virkilega að það skipti sköpum ? Það sem um er að ræða eru "skilaboð", um að ekki verði gefið eftir fyrir skortsölum á Krónum og gengdarlausu neytslu-æði almennings. Eins og Davíð sagði sjálfur: "Illt skal með illu út reka." !!
Af hverju stafar verðbólgan ? Hún er ekki bara erlendar verðhækkanir þótt þær séu ótrúlegar þessa mánuðina. Að stórum hluta geta þessar hækkanir skrifast á reikning Al Gore (Ólafs-vinar) og þá sem af flónsku hafa tekið upp á því að brenna matvælum, til orkuframleiðslu.
Hér heima, stafar vandinn af glórulausum launahækkunum undanfarin ár. Sumir hafa auðvitað haft vit á að leggja fyrir auknar tekjur, en allur þorri fólks hefur ekki haft vit á því. Neytslu-fárið hefur verið gengdarlaust og er ekkert lát á. Þótt vöruskiptahallinn hafi vissulega minnkað, er hann allt of mikill. Allir með fullu viti, hafa dregið úr neytslu undanfarna mánuði, en þeir eru of fáir. Markmiðið núna hlýtur að vera að "útiloka" viðskiptahallann. Það er sú undirstaða sem efnahagskerfið þarf að standa á.
Ég hef lengi talað fyrir því að vaxtafrádráttur af lánum einstaklinga verði felldur niður. Ríkið er að greiða líklega 40% af vaxtakostnaði einstaklinga ! Þetta er líklega stærsta ástæða þess að fólk minnkar ekki neytsluna þótt stýrivextir hækki. Bitleysi stýrivaxtanna er ekki Seðlabankanum að kenna.
Pólitískir andstæðingar Davíðs Oddsonar fara mikinn og kenna honum persónulega um allar óvinsælar ákvarðanir. Einhver í HÍ er búinn að hrópa lengi um að Davíð verði vikið frá og "fagmenn" komi í staðinn. Þennan karl langar líklega sjálfan í stól Davíðs. Þessi náungi virðist ekki vita, að nær allir í Seðlabankanum er "fagmenn" á sviði hagfræði. Halda menn vikilega, að Davíð taki allar ákvarðanir einn ?
Ég er ekki sammála því að stór Gjaldeyrisvarasjóður sé svar við gengisfalli. Eins og Ívar hefur oft bent á, er fáránlegt að halda uppi gjaldmiðli með handafli. Gjaldeyrisvarasjóður getur jafnað sveiflur frá degi til dags, en alls ekki má nota hann til að halda við fastgengisstefnu. Það var einmitt fastgengisstefna Breska seðlabankans, sem gerði glæpamanninum Soros kleyft að græða milljarða !
Við höfum sjálfir reynt fastgengisstefnu með hörmulegum afleiðingum. Allt tal um að taka upp aðra gjaldmiðla eru óskir um fastgengi. Má ég frekar biðja um verðbólgu en atvinnuleysi, eins og Írar upplifa núna til dæmis.
Loftur Altice Þorsteinsson, 11.4.2008 kl. 13:23
Enn erum við ekki sammála um stýrivextina, Loftur. Þitt val er að hunsa eggjunaráhrif þeirra til vaxtamunarverslunar, enda finnst þér slík viðskipti hafa núll áhrif á hagkerfið, ef ég man rétt. Ég tel yfirgnæfandi sannanir liggja fyrir því að háu stýrivextirnir laði spekúlanta að krónunni, blóðmjólki hana, safni mörghundruð milljarða skuld á hana og kasti síðan hræinu í okkur þegar þeir eru búnir.
Svo er ég alltaf jákvæður, við verðum bara að vera raunsæ þegar þessi mál eru annars vegar.
Ívar Pálsson, 11.4.2008 kl. 18:13
Það er nú ekki sama rottuhundur eða doberman. Þeir gelta báðir og það eru vissulega þeirra skilaboð, mikil ósköp. Sá litli getur jafnvel gjammað fullt eins hátt og sá stóri. Það er vegna þess að hann hefur verið ræktaður niður og heldur að hann sé enn stór. Þeir sem taka mark á því glamri hafa sjálfsagt gegnum tíðina minnkað sjálfa sig í stíl við kvikindið.
Baldur Fjölnisson, 11.4.2008 kl. 18:45
Tíðarandinn er fyrir löngu orðinn úreltur og verður raunar úreltur upp á nýtt nánast daglega.
Kerfið hins vegar samanstendur af fólki sem að sjálfsögðu hefur mestan áhuga á status quo, hagsmuna sinna vegna. Lifibrauð fólks er ekkert gamanmál. Menn hafa komið sér fyrir á sinni hillu og vilja vera þar. En hraði og tækniframfarir eru gífurlegar. Eftir sitja uppdagaðar risaeðlur í úreltum pólitískum förgunarúrræðum. Þetta verður því augljósara sem lengur frá líður og hraðinn eykst. Núna erum við með risavaxið og ofurútþynnt menntakerfi en samt höfum við ekki hugmynd um hvernig atvinnulífið mun þróast á næstu 5-10 árum ! Og samt erum við beisíkallí með þessa sömu miðaldra kallskurfa og fyrir 20 árum. Þetta hlýtur að springa í loft upp fyrr eða síðar en á meðan við bíðum eftir að það gerist legg ég til að að kosningaaldur verði færður niður í 12 ár og þeir sem eru fertugir eða eldri og vilji vera á álþingi verði skyldaðir í heilaskimun. Góðar stundir.
Baldur Fjölnisson, 11.4.2008 kl. 19:37
Menntun er fyrir lifandis löngu orðin gjörsamlega ókeypis á internetinu en samt sitjum við uppi með sívaxandi ríkisófreskju og hlægilega vitleysu sem kallast háskólar þó það standist varla mál við menntaskóla fyrir 30-40 árum. Það er hver kálhausinn af öðrum settur í menntamálaráðuneytið til að reyna að viðhalda status quo en í því eins og öðru verða brestirnir sífellt augljósari.
Baldur Fjölnisson, 11.4.2008 kl. 20:27
Vandamálið með úrelta hálfvita sem hafa númer eitt áhuga á svíkja út eigið lifibrauð í heimi sem er ljósárum á undan þeim sjálfum er ekki bara þeir heldur líka herskarar rugludalla á sama stigi sem þeir hafa plantað í kerfið. Og þá erum við að tala um massíf og afar skaðleg margföldunaráhrif, hahahaha.
Baldur Fjölnisson, 11.4.2008 kl. 20:48
Við framleiðum skuldir og til þess að fela óðaverðbólguna sem þetta skapar þá flytjum við inn sívaxandi offramleiðslugetu þrælaverksmiðja í Asíu. Síðan vælir eitthvað örþunnt leppadrasl yfir þessum voðalegu fasistum sem flytja verðhjöðnunina til okkar og skapa okkur í raun lífsgrundvöll - svo lengi sem það nú endist. Þetta leppadrasl hefur síðan sem fyrr sína hugmyndafræði frá bandarískum trúarsíkópötum, sálufélögum sínum - sem það laðast augljóslega að vegna sameiginlegra gilda - , kallast þetta ekki að bíta höndina sem fóðrar þetta hugmyndafræðilegalausa lið?
Baldur Fjölnisson, 11.4.2008 kl. 22:26
Segjum að þú værir í prófkjöri í einhverjum útnára og 20 væru í kjöri hvernig slyppirðu við að verða í 20. sæti af tuttugu mögulegum? Hvað með að toppa húsflugu að innihaldi og vitsmunum?
Baldur Fjölnisson, 11.4.2008 kl. 22:35
Hvar eru þeir núna Ívar, þeir hálfblindu og svartsýnu menn sem veltust um á síðunni þinni fyrir tveimur vikum ?
Ég benti á að greiðslufall húsnæðislána væri lítið og sagði:
Þessar upplýsingar vöktu ekki mikla lukku, en hvernig er staðan núna ? Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu var greiðslufall húsnæðislána á fjórða ársfjórðungi síðasta árs 0,4% og vanskil fyrirtækja 0,3%. Er ekki rétt að birta alla fréttina. Takið í notkun gleði ykkar piltar og bjartsýni.
Vanskil ekki minni frá árinu 2000
Tölur sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum í lok síðasta árs sýnir að hlutfall vanskila af útlánum var tæplega 0,4% sem er lítillega lægra en það var í lok næsta ársfjórðungs á undan, þá var hlutfallið 0,5%. Í árslok 2006 var hlutfallið rúmlega 0,5%.
Vanskilahlutfallið nú hefur ekki verið lægra sem hlutfall af útlánum frá árslokum 2000.
Vanskilahlutfall fyrirtækja var 0,3% samanborið við 0,4% í lok 3. ársfjórðungs 2007. Í árslok 2006 var hlutfallið 0,5%.
Vanskilahlutfall einstaklinga var 0,7% sem er lítillega lægra en var í lok næstu ársfjórðunga á undan. Í árslok 2006 var hlutfallið tæplega 0,8%.
Loftur Altice Þorsteinsson, 17.4.2008 kl. 10:32
Loftur, þú hefur nokkuð til þíns máls. En greiðslubrestur tekur sinn tíma að bresta á og hefur víst aukist verulega síðustu mánuði.
Ívar Pálsson, 17.4.2008 kl. 21:49
Maður gæti vissulega búist við hærri tölum um greiðslufall og er ekki ólíklegt að við sjáum hækkun þetta árið. Ég verð samt stöðugt bjarsýnni um efnahaginn.
Hlutabréfamarkaðurinn er kominn mánuð frá lágmarki og ef gjaldeyris-kaupmenn sjá ekki kauptækifærin í Krónunni, verð ég fyrir vonbrigðum með þá stétt.
Hættan er sú að Krónan verði aftur ofkeyrð og því verður Seðlabankinn að vera á tánum við að lækka forvextina, um leið og gengi Krónunnar hækkar. Skítt með verðbólguna !
Loftur Altice Þorsteinsson, 18.4.2008 kl. 21:59
Seðlabankinn getur ekki lækkað vexti út árið amk. enda nýbúinn að hækka þá um 1.75% og tekur amk. 6-9 mánuði fyrir þær hækkanir að virka að fullu. Þess vegna er afar mikilvægt að ígrunda allar vaxtabreytingar afar vel og forðast að láta viðvaninga um þær. Krónan er enn veik þrátt fyrir þetta sem bendir til þess að markaðurinn geri sér fulla grein fyrir þessarri fremur vandræðalegu stöðu.
Baldur Fjölnisson, 19.4.2008 kl. 15:59
Ég veit að Seðlabankinn mun lækka vextina í takt við lækkandi verðbólgu, en það er ekki rétt viðmið, að mínu mati.
Fremur ber, að taka ber mið af styrkingu Krónunnar og lækka vexti í takt við gengi hennar. Við vitum að verðbólgustigið ræðst af gengi Krónunnar, fyrst og fremst.
Ég spái lækkun stýrivaxta á 3-4 ársfjórðungi.
Loftur Altice Þorsteinsson, 21.4.2008 kl. 09:59
Við erum að festast í 10-15% verðbólgu og vaxandi og ég spái því hækkandi stýrivöxtum næsta árið amk. Hugsanlega komast þeir niður á Evrópustigið eftir 5-6 ár.
Food Rationing Confronts Breadbasket of the World
http://www2.nysun.com/article/74994
Olían nálgast 118 dali
http://finance.yahoo.com/q/bc?s=CLK08.NYM&t=5d
Baldur Fjölnisson, 21.4.2008 kl. 20:50
Takið eftir hvernig olían tekur undir sig stökk á seinni hluta síðasta árs þegar uppkjaftagangur á hlutabréfa- og húsnæðismörkuðum snerist í niðurkjaftagang. Hún er hrikalega yfirkeypt og hlýtur að taka tæknilegum leiðréttingum en upptrendið er samt mjög sterkt.
Baldur Fjölnisson, 22.4.2008 kl. 09:05
Kæri bloggvinur: Takk fyrir veturinn og gleðilegt sumar
Sigurður Þórðarson, 24.4.2008 kl. 15:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.