Lögregla gegn umhverfissinnum

Sjávarútvegssýningin í Brussel var haldin í Brusselsl. viku. Verðhækkanir matvæla í heiminum voru mikið í deiglunni. Andstæðingar túnfiskveiða reyndu að trufla mótshaldið, en belgíska lögreglan tók ákveðið, hljótt og fagmannlega á málunum með mikinn mannskap, sem safnaðist saman fyrir utan, gekk ákveðið inn, setti upp girðingar, tók á fólkinu af rólegri festu, klippti á keðjur þeirra með björgunarklippum og batt hendur þess með plastböndum. Hinir óboðnu voru síðan leiddir út í rútu og lögregluliðið fylgdi burt. Mest kom mér á óvart hve hljóðlega allt fór fram. Ég tók nokkrar myndir á illa stillta vasamyndavél, en það er samt gaman að skoða þetta albúm hér til hliðar.

Þetta var líklega um tuttugasta og fimmta matvælasýningin mín. Alltaf tekst nú að útbúa eitthvað sérstakt. Girnileg er t.d. matvara í saltlegi í miklu úrvali frá Renna á Ítalíu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Hvað meinarðu?!! Varst þú á sýningunni. Af hverju komstu ekki að heimsækja mig? Var í hall 4. Hvar voru svo þessi læti? Ég varð ekki vör við neitt.

Jóna Á. Gísladóttir, 29.4.2008 kl. 00:49

2 Smámynd: Ívar Pálsson

Jóna, ekki vissi ég að þú værir á staðnum. Já, ég tók þessar myndir sl. miðvikudag. Það var einmitt málið, lögreglunni tókst að fara mjög varlega með þetta og klára málin fljótt án árekstra,

Ívar Pálsson, 29.4.2008 kl. 00:59

3 Smámynd: Anna Guðný

Kannski hafa líka mótmælendur þarna kunnað að mótmæla og jafnvel farið eftir fyrirmælum lögreglunnar.  En það er nú gott til þess að vita að unglingarnir okkar kunna það.

Anna Guðný , 29.4.2008 kl. 09:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband