Skjálftakort og töflur

Jarðskjálftarnir í dag sjást vel á Íslandskorti vedur.is. Skjalftakort 29 05 kl 22Þar er líka tafla yfir skjálftana, þar  sem sést að nokkrir þeirra áttu upptök sín norður og NA af Hveragerði á svæði þar sem Bitruvirkjun gæti orðið. Í fyrri umræðum hér um það hvort hægt sé að geyma sér háhitasvæði sagði ég:

„Vonlaust er að hugsa hundruð ára fram í tímann með háhitavirkjun. Allt er breytingum undirorpið, svæði hitna og kólna með jarðhræringum eins og sást með holurnar við Kröflu“: Aths: 23/5/2008.

Á næstu árum og áratugum mjakast þetta allt til og er ekkert á vísan að róa. Það er enn ein ástæðan til þess að nýta orkuna á vel könnuðum, samþykkjanlegum svæðum fljótlega eftir rannsóknirnar, sem þarf eflaust að endurtaka ella með öllum sínum tíma og kostnaði.


mbl.is Heimili í Hveragerði í rúst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband