Buddan talar

Nú kemur brátt að því að ídealistarnir verði að gera upp við sig hvort þeir fylgi Idealistinn Thorunnformótuðum hugmyndum heimssinna um það sem gæti hugsanlega gerst í loftslagsmálum heimsins ef milljarðar manna breyttu lífsháttum sínum verulega, eða því hvort þeir fylgi eigin sannfæringu um það hvernig manneskjur á hverjum stað hafi komist af í gegn um tíðina og munu halda því áfram. Hve glatt munu við halda slíkar “Bonfire of the Vanities” brennur, þar sem lífsgæðum og lífsstíl Íslendinga er fórnað á heimstorgi ídealismans í eltingarleik við óljósar hugsjónir um fagra veröld?

Blórabögglarnir finnast

Mitt í allri hjarðmennskunni sem umlykur loftslagsmál þessi árin er erfitt að hrífast ekki með straumnum, játa sig seka og samþykkja hvaða vitleysistillögu sem er, bara að hún komi frá SÞ ráðstefnusérfræðingunum eða ESB ráða- og nefndasnillingunum. Upphæðir hætta að skipta máli, ekki þarf að velta fyrir sér hve margra tugmilljarða tap Íslendinga verður af  aðgerðum eins og setningu losunarkvóta koltvísýrings, heldur verður aðalatriðið að sýna táknræna samstöðu með öðru hugsjónafólki heimsins. Umræðan á víst ekki að snúast um það hvort við viljum að Buffalo herd 2Ísland kólni eða hitni við aðgerðir okkar eða aðgerðarleysi, eða hvort maðurinn breyti veðrinu að sínu skapi yfirleitt, heldur um það hvaða ríki séu blórabögglarnir sem orsaki hækkun sjávarmáls, fækkun ísbjarna, skrælnandi akra eða vitlaust veður. Síðan neyðum við fjölmennustu ríki heims til hægari vaxtar og minnkaðrar sjálfþurftar, jafnvel til hungurs, þó að það sé ekki ætlunin.

Buddan talar

En hvað getur snarbreytt stefnunni í loftslagsmálum? Það að raunveruleikinn bankar á dyrnar, endurskoðandinn mætir á staðinnn. Sömu milljarðar og okkur er ætlað að spara með því að skera niður heilbrigðisþjónustu og menntun fara út um gluggann í að borga losunarkvóta til einskis, sem orsakar forgengin tækifæri og dalandi lífsafkomu. Þegar innihald buddunnar er skert, þá skilja það allir. Íslendingar munu spara sér ómælda ánauð við það eitt að hafna algerlega hugmyndum um losunarkvóta gróðurhúsalofttegunda.

Við höldum glaðbeitt áfram á hreinu orkubrautinni með farsælli fyrri stefnu.


mbl.is Umhverfisráðherra vill ekki fleiri álver
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband