Hekla er flott

Mikill hópur gekk á Heklu  á stystu nótt ársins þann 21/6 sl.Heklueldur ljos Við Stefán Bjarnason fórum síðar þann morgun á skíðum þar sem ég tók myndir í sérstöku veðri, þar sem eldingaský og góðveðursbólstur skiptust á. Mér varð ekki um sel þegar hnúalaga skýin hrönnuðust upp þegar við nálguðumst toppinn, en svo þynntust þau þannig að útsýni varð gott, en eldingaveðrið varð helst í Landeyjum daginn eftir.  Þessar myndir hér til hliðar tók ég við toppinn á Heklu, en breytti litatóninum með skemmtilegri útkomu, sem sýnir drunga eldfjallsins.  Hitinn á toppnum gufar upp og minnti okkur á þau þrennu eða fernu eldgos í Heklu sem við höfum séð (1980-1981, 1991 og 2000).

Gangan frá bílastæðum að snjó var ekki ýkja löng, en þó alltaf í þyngra lagi með skíðin á bakpokanum og í jöklaskóm. Þá tók ljúf ganga við á fjallaskíðum með skinnum undir upp á topp og stórskemmtilegt rennsli þaðan langleiðina niður að bíl. Frábært! 

Nokkrar myndanna eru í myndaalbúmi hér til hliðar og sumar aðrar í bloggi Stefáns. Athugið að gjarnan þarf að ýta þrisvar á myndir til þess að ná fullri stærð.Toppsvart IP

Árið 2005 gengum við á Heklu í hitabylgjunni miklu í ágúst það ár. Hér eru myndir frá því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Klara Káradóttir

Flottar myndir! Þetta hlýtur að hafa verið mögnuð ferð. Náttúran sýnir manni alltaf eitthvað nýtt.

Sólveig Klara Káradóttir, 1.7.2008 kl. 19:55

2 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Magnaðar myndir.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 6.7.2008 kl. 17:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ívar Pálsson
Ívar Pálsson

Viðskiptafræðingur með útflutningsfyrirtæki, en grúskar í flestu.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband